Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 21. sept. 1949 D A G U R 5 Frá bókamarkaðinum: Norðri liefur útgáfu mikils vestur- íslenzks þjóðfræðasafns Að vestán. F.vrsta bindi. Þjóðsögur og sagnir I. — Árni Bjarnarson safnaði og sá um útgáfuna. — Bóka- útgáfan Norðri. Prentverk Odds Björnssonar. Akur- eyri 1949. Eitthvað • svipað virðist mega segja um hina sístreymandi og frjósömu uppsprettu íslenzkra þjóðsagna og þjóðfræða eins og um olíulindirnar í jarðskorpunni, þessa auðugu og ómissandi orku- grunna og aflgjafa mannkynsins á vélaöldinni: — Einu sinni kviðu menn því mjög, að olíulindirnar myndu skjótt og algerlega til þurrðar ganga, svo ákaflega og hóflaust, sem úr þeim var ausið til þarfra og óþarfra hluta. Nú héyrum við sagt, að slíkur kvíði er algerlega ástæðulaus, því að aldrei hafi fleiri né stærri olíu- brunnar fundizt en einmitt á allra síðustu árum, enda viti vísinda- ménn nú um miklu fleiri og auð- ugri orkulindir þeiri’ar tegundar, er fólgnar séu í yfirborði hinnar furðulegu reikistjörnu okkar, en nokkru sinni áður. Strax og hið mikla og stór- merka þjóðsöguform Jóns Árna- sonar kom út á árunum 1862—64, munu ýmsir góðir ménn hafa látið sér detta. í hug, að þar með væru flest nýtileg kurl af því tagi kom- in til grafar, og myndi því naum- ast um auðugan garð að gresja upp frá því fyrir þá,' er kynnu að vilja ganga á þann sama hnotskóg í því skyni að safna hýjum ís- lenzkum þjóðsögum og munn- mælum. Raunin héfif hins vegar orðið sú, svo Sehí alþjoð er kunnugt, að eftirleitendur þeirra Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonár um afrettir íslenzkra þjóðfræða og þjóðsagna hafa reynzt svo fengsamir, að naumast mun nokkur önnur bókmennta- grein íslenzk öllu fyrirferðar- meiri og fjölbreyttari nú orðið en einmitt þessi, og ægir þar öllu saman -y- merkum ritum og ómerkum, stórum ritverkum í mörgum bindum og litlum pésum á örfáum blöðum, svo að fáir munu þeir nú orðnir bókagrúsk- arárnir, sem full skil vita á öllum þeim kynsturum og ósköpum. Og enn virðist þjóðsagna-uppspret t- unni svipa mjög til olíulindanná að því leyti, að magnið virðisí aukast og rhargfaldast því méir, seni freklegar er ausið úr þeim brunni. í formólsorðum fyrir hinu nýja vestur-íslenzka þjóðfræðasafni sínú skýrir Árni Bjamárson svo frá, að upphaf og tildrög þessa söfnunarstarfs hafi verið þau, að fyrir nokkrum árum hafi hann byrjað að safna bókum, blöðum, tímaritum og öðru prentuðu máli, er gefið hafði verið út í Vesturheimi, og hafi það safn skjótt orðið allmikið að vöxtum og hafði margan fróðleik að geyma, sem varðaði bæði íslend- inga heima og vestra, en væri þó í fárra manna höndum. Tók Árni þá að endurrita og tína saman allt það, er hann fann í safni þessu og varðaði á einhvern hátt sögu ís- lenzku vesturfaranna, ævi þeirra og störf vestra — í vikublöðunum Lögbergi og Heimskringu, og þá ekki síður í tímaritunum Syrpu, Sögu og Almanaki Ólafs Thor- geirssonar og ýmsum öðrum prentuðum heimildum um þetta efni. Brátt varð þó safnandanum Ijóst, að þess yrði enginn kostur að gera söfnun þessari verðug og hæfileg skil, nema með því að ná sambandi við íslendinga vestan hafs. Brá Ámi sér því tvívegis vestur um haf í þessu skyni, vor- ið 1946 og aftur 1947, og ferðaðist þá víða um byggðir íslendinga í Vesturheimi, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Fékk hann þá í hendur mikinn fjölda áður óprentaðra handrita, auk þess sem hann skráði sjálfur mikið af ýmsum sögum og fróðléik eftir gömlu fólki. Síðast en ekki sízt fékk Árni á þessum ferðum sínum fjölda Vestur-íslendinga í lið með sér við söfnunar- og skrá- setningarstarf þetta, og hefir sú liðsbón þegar borið þann árangur, að Árna hafá borizt fjölmörg handrit um þetta efni og bætist honum ört hvérs konar fróðleikur og skemmtun í þann sjóð úr mörgum áttum, og þó aðallega vestan um haf. Árna Bjarnarson hefir þegar samið við bókaútgáfuna Norðra um að gefa út 10 bindi af ritsafni þessu til að byrja með, en líklega verða þau þó miklu fleiri um það er lýkur. Hefir nú þegar verið gerð áætlun um stærð og efni safnsins á þessa leið. 1. flokkur Þjóðsögur, 2 bindi; 2. £1.: Sagna- þættir, 2 bindi; 3. fl.í Ferðasögur vesturfara, 2 bindi; 4. fl: Minn- ingar frá íslandi, 2 bindi; 5. fl.: Þættir úr lífi lándnemanna, 2 bindi;- 6. fl. Ævisögur, 4 bindi; 7. fl.: Alþýðukveðskapur, 2 bindi, eða 16 bindi álls. Fyrsta bindi þessa mikla rit- safns er nú komið á markaðinn, og fleiri munu væntanleg frá fé- laginu fyrir næstu áramót. Útgáf- an er hin veglegasta, enda virðist hún mjog sniðin éftir hinni sér- lega vönduðu, smekklegu og niyndarlegu útgáfu Þorsteins M. Jónssonar á Þjóðsögum Ólafs Da- víðssonar, og er það sizt að lasta, að hún sé tekin til fyrirmyndar. Enginn dómur skal hér á það lagður, hversu vel söfnun, úrval og flokkun háfi tetkizt frá fræði- legu sjónarmiði, enda er sá, er þetta ritár, naumast til þess fær að setjast í slíkan dómarasess. — Það eitt skal sagt, að mér þykir bindið hinn ágætasti skemmti- lestur, eins og allar vel sagðar þjóðsögur, og fagna eg því að fá hér á einum stað mikið lestrar- efni af slíku tagi, sem áður var lítt aðgengilegt — á víð og dreif í vestur - íslenzkum blöðum og tímaritum. Við skjótan yfirlestur virðist mér prófarkalestur stórum betri en menn eiga tíðum áð venj- ast nú á tímum, og yfirleitt virðist í hvívetna vel vandað til þessarar útgáfu. Ofurlitla hugmynd kann það að gefa um efni bókarinnar að geta þess, að sagnirnar eru flokkaðar á þessa leið: Forn- mannasögur. Sagnir frá seinni öldum. Sagnir um nafnkunna menn. Reimleikar, draugasögur og svipir. Drauinar. Fyrirboðar og fjarhrif. Hulduíólkssögur. Kímnisögur. Ævintýri og loks ýmsar sagnir. Að bókarfokum er svo skrá um sagnamenn og skrá- setjendur og loks nafnaskrá. Það er vel, að með útgáfu þess- ari er verðug tilraun gerð að sýna frændum vorum og löndum vest- an hafs þanri sóma að safna í eina heild til útgáfu þeim þjóðlegu fræðum, er flutzt hafa vestur um Atlantshaf með landnemunum ís- lenzku og geymst í prentuðum og skrifuðum heimildum á víð og dreif, eða aðeins í minnum manna. Víst ér það rétt, sem safnandinn segir í áðurnefiidum formála sín- um fyrir þessu mikla safnriti: ,.Það er metnaðarmál fyrir okkur hér heima að gera þessu svo verð- ug skil sem unnt er. Ennþá höfum við unnið of lítið að því að halda á lofti orðstír vesturfaranna og styrkja þau bönd, er tengja saman íslendinga beggja vegna Atlants- hasf.“ J. Fr. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). eftir, að þrátt fyrir það, að Fram- sóknarmönnum sé þannig ekki alls varnað, geti þeir þó ekki stað- ist samanburð við Sjálfstæðið, því að í því höfðingjaliði ,,hefi eg aldrei rekist á neinn mann, (let- urbr. hér) sem ekki ber fullteins góðan skilning á málefni sveit anna og Framsóknarmennirnir.“ Er hér vissulega býsna kænlega mælt í anda Útgarða-Loka, er hann játaði, að víst væri Ása-Þór sæmilega úr grasi vaxinn á mennskan mælikvarða, „en þó lágur og lítill hjá stórmenni því, sem hér er með oss.“ „Fjarri er mér fjárgróðabrall“! I SÖMÚ GREIN upplýsir nefndur framjóðandi það um sjálfan sig, að „rnálefni bændanna eru einu áhugaefhi mín....“, og ennfremur: „.... Fjarri er mér fjárgróðabrall.” Væri sannarlega skemmtilegt að héyra fleiri slíkar persónulegar játningar frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í Mogg- anum nú' fyrir kosningárnar, en vísast geta þeir allir sagt það sama og Gunnar Bjarnason „í einléegtti: talað‘T Herbergi til leigu í Norðurgötu 53. Herbergi til leigu í miðbænum, gegn lítilsháttar húshjálp. Afo;r. vísar á. í kvöld kl. 9: Þú skalt ekki girnast j (DESIRI' ME) Amerísk Metro Goldwyn \ Mayer kvikmynd undir [ stjórn Arthur Hornhloivs, f sarnin af Marguerite Ro- \ berts, Zoe Akins og Casey \ Robinson, eftir skáldsögu § Leonard Franks. Y f irkvikmyndári: Jo'seph Ruttenberg. i Aðalhlutverk: GREER GARSON Robert Mitchum Richard Hart. I (Bönnuð yngri en 14 ára.) i •111 ■ 11 ■ 11 ■ ■■ 1111111■•■•11■111■■■111■i■■i■■11■■■■111■i■•■i■■■•i■•117 óskast í vist frá 1. október, hálfan eða allan daginn. — Upplýsingar í síma 609. íbúð Góð 3ja herbergja íbúð ósk- ast 1. okt. eða síðar. Fyrir- framgreiðsla ef óskað ef. — Tílboð sendist afgreiðsl- unni, merkt: „íbúð“. Herbergi til leigu í Norðurgötu 42 (neðri hæð). íbúð fil sölu Efri hæð hússins Aðalstræti 74 er til sölli, og laus til íbúðar nú þegar. 2 her- bergi og eldhús, ásamt lít- illi geymslu og kartöflu garði. — Nánari upplýsing- ar gefur Ágúst Ásgrimsson, Aðalstræti 70. Hússölur Hefi nokkrar húseignir til sölu nú þegar. Lausar til íbúðar. Viðtalstími venjulega kl. 6—7 e. h. vegna slíkra er- índa. Björn Halldórsson. óskast í vist fyrri hluta dags, frá 1. október. — Til mála kæmi 2—3 klt. vinna á dag gegn tímakaupi. — Þrennt í heimili. Afgr: vísar á. Skólatöskur úr leðri og striga nýkomnar. Verzl. Eyjafjörður h.f. TIL SÖLU útungunarvcl fyrir 300 egg og 3 járnrúm. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu fyrir rólega stúlku. Þarf að líta eftir barni 2 kvörd í viku. Upplýsingar í Sniðgötu 2. íbúð til sölu, ef um semst. — Upplýsing- ar gefur JÚLÍUS BOGASON, bilreiðast. Stefnir. Herbergi óskast handa tveim skóla- piltum, nú þegar eða 1. október n. k. Marteinn Friðriksson, K. E. A. Gleraúgu GuHspangar-gleraugu fund- in. — Vitjist til Frimanns Cruðmundssotmr, Eyrarveg 27. HERBERGI til leigu í Skij?agötu 2. Starfsstúlkur vantar á Sjúkrahús Akur- eyrar frá 1. október. Upplýsingar í síma 107. Leiðrétting. 1 síðasta íþrótta- þættl var hraþallegá „blandað málum“, skipt á lokalínuiri'í þrém smágreinum eftír að gerigið háfði vérið frá próföi’k. — Þar er skipt svo allávega á Austfirðingum í frjálsum íþróttúm og knatt- spyrnumönnum II. fl. á Siglu- fiáðij knattspymumeisturum á Akureyi’i, Þingeyingum o. fl.j að varla Verðui’ skýrt í stuttu máli. Verður að treysta því, að þeir, sem'áhuga hafa fyrir efninu, geti leyst þrautina. Hjúskapur. 30. ágúst voru gefin saman í hjónaband ungfrú Bára Ólsen, Fjólugötu 7, og Hrafn Sveinbjömsson, bifvélavirki. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.