Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 21.09.1949, Blaðsíða 8
8 Daguk Miðvikudaginn 21. setp. 1949 Ovenjulega mikill hafís við austur- strönd Grænlands r Boðar aukna hafíshættu við Island í vetur - segir kunnur veðurfræðingur Jón Eyþórsson veðurírœðingur hefur ritað athyglisverða grein í Landvörn um hafísinn við Grsenland og hættu þá, sem okkur hér er búin af þafís, þegar þannig árar á Grænlandi. Grein Jóns er sérstak- lega athyglisverð fyrir Norðlepdinga — og stjórnarvöldin — og leyfir Dagur sér því að endurprenta hana. Jón segir þannig frá: „Margir danskir Grænlandsfar- ar hafa komð hér við i sumar á leið sinni til Grænlands og heim. Lauge Koch jarðfræðingur hefir mikla bækistöð í Óskarsfirði, og vinnur leiðangur hans jöfnum höndum að rannsóknum og málmleit. Annar leiðangur er í Pearylandi, nyrzt og austast á Grænlandi ,og höfðu átta menn þar vetursetu síðasta vetur. Þangað verður ekki komizt á skipi vegna íss, og varð því að fljúga með leiðangursmenn og allan útbúnað þeirra um 1000 km. langa leið frá Klaveringsey norð- ur með ströndinni. Mörg skip og flugvélar hafa starfað þarna að flutningum í sumar. Hinn kunni Grænlandsfari, Ejnar Mikkilsen, sem nú er umsjónarmaður á Austur-Gmælandi, lagði af stað frá Angmagsalík til Scoreby- sunds, 29. ágúst sl., á 300 lesta vélskipi, Hreppti hann aftakaveð- ur milli Vestfjarða og Grænlands, svo að skipið laskaðist, en komst til Reykjavíkur um síðustu helgi. Ollum þessum mönnum, sem margir eru þrautreyndir Græn- landsfarar, ber saman um, að óvenjulega mikill og erfiður ís sé nú meðfram austurströndinni, úr því að kemur norður um Scores- bysund. Hafa nokkur skip setið föst í ísnum að undanförnu og óvíst, hvernig afdrif þau hljóta. Til Danmerkurhafnar, sem fræg er úi' fö rþeirra J. P. Kochs og Vigfúsar Sigurðssonar, hefir ekki tekizt að koma skipi í sumar. — Munu þar sitja nokkrir menn í sjálfheldu, og hætt við, að þeir verði að hafa þar vetursetu. Aukin hætta á ís við ísland. Þessar ísfregnir hljóta að vekja eftirtekt okkar, sem hér búum. Því meiri sem ísfúlgan er á haf- inu hér norður undan, því meiri hætta hlýtui' okkur að vera búin af hafís. Að vísu getur veðurlag og straumar ráðist þannig, að ís- inn reki suðui' með austurströnd Grænlands, án þess að taka hér land, en slíkt er þó undir heppni komið. Og það ættu menn að hafa í huga, að allur er varinn beztur og sízt af öllu ráðlegt að „setja á guð og gaddinn“, þegar vitað er af slíkum vágesti á næstu grösum. Ekki væri það nema réttmæt varfærni af stjórnarvöld- um að hlutast til um, að matar- birgðir yrðu í ríflegra lagi í kaup- túnum norðan lands í haust. Ekki er vitað, hvernig á hinum mikla hafís stendur við Græn- landsströndina. Þar getur verið um óvenjulega mikinn lagnaðarís að ræða frá síðasta vetri, en hitt er öllu líklegra, að straumar og vindar frá Norðurskautshafinu hafi þrýst óvenjulega miklu ís- reki suður um gapið milli Norð- ur-Grænlands og Svalbarða.“ Sanikvæmt skýrslum, útgefnum af Central Statistical Burcau í Bretlandi, birtum í Fishing News í Aberdeen nú í þessum mánuði, borða íslendingar mest fiskmagn á hvern íbúa allra Evrópuþjóð- anna, eða 29,6 kg. á mann á ári nú eftir styrjöldina. Hefir fisk- neyzlan minnkað síðan fyrir stríð því að þá var talið að íslendingar neyttu 34,5 kg. á mann á ári. íslendingar ei'u langhæstir Ev- 'ópuþjóðanna, en næstir koma Svíar með 20,1 kg. á mann. Eisk- neyzfa sumra Asíuþjóða er mun meiri en íslendinga. Þannig neyta Síamsbúar nú 48,4 kg. á mann, Japanar 37,8 og Burmabúar 33,6 kg. Sú skýring fylgir á fiskneyzslu þessara Asíuþjóða, að kjötfram- leiðsla þeirra sé tiltöluelga lítil, „Dagur“ vill vekja athygli á auglýsingu útvarpsstjóra í blað- inu í dag, en samkvæmt henni verða viðtæki þeirra útvarpsnot- enda, sem eigi hafa greitt afnota- gjöld sín, tekin úr notkun og inn- sigluð þegar eftir næstu áramót. Glæsileg félagsstofnun F ramskónarkvenna á Akureyri „Sókn“, félag Framsóknarkvenna á Akureyri var stofnað fimmtud. 8. sept. s. 1. Stofnfélagar voru um 59 konur. Eins og lauslega var getið um í síðasta blaði hafa framsóknar- konur hér í bænum stofnað með sér félag. Fylgir það stefnu Fram- sóknarflokksins í landsmálum og vinnur að eflingu hans á fé- lagssvæðinu. En auk þess mun það einnig stuðla almennt að vel- gengni framfaramála, sem fram kunna að koma. Á stofnfundinum voru samþykkt lög félagsins og kosin stjórn, sem þannig er skip- uð: Formaður: Kristín Konráðs- dóttir. Ritari: Filippía Kristjánsdóttir. Gjaldkeri: Guðrún Ólafsdóttir. Meðstjórnendur: Berghildur Bernharðsdóttir og Sigríður Árnadóttii'. Er ánægjulegt til þess að vita, að áhugakonur hér í bænum skyldu hefjast handa um stofn- un sjálfstæðs félagsskapar með hálft hundrað stofnfélaga. Er ái-eiðanlegt að ekki mun líða á löngu, unz þær fylla Jiundraðið. Með því að gerast félagar vinnst bæði það, að auka áhrif heil- brigðra framfaraafla í landinu svo að auka félagslíf í bænum. Stofnfundinum barst heilla- skeyti frá Félagi Fi-amsóknar- kvenna í Reykjavík. en gnægð af fiski í vötnum og ám og við strendux'. Fátækur al- menningur hefir mun betri tök á að afla sér fiskjar en kaupa kjöt, sem í þessum löndum er dýrt og af skornum skammti. Lítil fiskneyzla í Mið-Evrópu. í skýrslu þessari segir enn- fremur að eins og eðlilegt megi telja sýni tölui-nar mesta fisk- neyzlu þeirra þjóða, sem eiga lönd að fiskimiðum. Fiskneyzla sumra Mið-Evi'ópuþjóða er mjög lítil, t. d. Tékka aðeins 1,5 kg. á mann að meðaltali á ári, Pólvei'ja 3 kg., Júgóslafíu 1,9 kg. Noi-ð- menn neyta aftur á móti 21,2 á mann, Bretar 15,9 kg„ Danir 16,3 kg., Frakkar 11,2 kg. og her- námssvæði Vestui'veldanna í Þýzkalandi 7,1 kg. Ekki er getið um fiskát Rússa í skýi-slu þessari, enda liggja sjaldnast fyrir opin- bei'ar skýi'slur úr því lokaða landi og Rússar eru yfirleitt ekki þátt- takendur í alþjóðasamstai'fi til þess að gei’a slíkar skýrslugei'ðir um hag þjóðanna mögulegai'. íslendingar neyla mest fiskmagns Evrópuþjóðanna En íbúar Síam og Burma eru mestu fiskiætur heims Yöruhappdrætti til styrktar starf- seminni að Reykjalundi Leitað til þjóðarinnar um áframhaldandi stuðn- ing við hið merkilega menningarstarf SÍBS Samband ísl. berklasjúklinga hefir fengið leyfi til þess að starf- rækja rnikið vöruhappdrætti í landinu og gefa út 50 þúsund happdrættismiða til ijáröflunar fyrÍL- vinnuheimilið að Reykja- lundi og aðra menningarstarf- semi Sambandsins. Þetta happdx-ætti verður svipað í sniðum og happdrætti Háskóla íslands, sem þjóðkunnugt er, að öðru en því, að vinningarnir verða ýmiss konar munir, vörur og þjónusta, í stað peninga, og dregið verður 6 sinnum á ári, í fyrsta sinn nú 5. október næstk. 1,2 millj. í vinningum. Á fyrsta árinu nemur verðgildi vinninganna 1,2 millj. króna og eru þeir samtals 5000 talsins. Að- eins heilmiðar eni gefnir út og kosta 10 krónur og endurnýjun 10 krónur. Ársmiði 60 krónur. Á þessu ári verður dregið tvisvar, og eru vinningar m. a. þessir: Húsgögn, 15 þús. kr. virði, heim- ilistæki, 5000 kr. virði, og síðan margir vinningar er nefnast: völ'- ur, eða þjónusta, frjálst val. Hið síðara sinn, er dregið verður, eru vinningar m .a. húsgögn og heim- ilistæki, 25 þús. kr. virði, drátt- arvél með verkfærum, 8 þús. kr. virði, og vörur, eða þjónusta, allt að 15 þús. kr. virði. Umboðsmenn í bæjum og sveitum. Sala happdrættismiðanna stend- ur nú yfir og eru umboðsmenn í flestum sveitum, þoi-pum og bæj- um. Eru þeir taldir upp í auglýs- ingu frá S. í. B. S., sem birtist í blaðinu í dag. Blaðið hvetur les- endur sína til þess að kynna sér efni auglýsingarinnar og styrkja hið ágæta og giftudrjúga starf S. í. B. S. enn sem fyrr með því að kaupa happdrætitsmiðana, enda er þar til mikils að vinna. LEJKFÉLAG AKUREYRAR: Sýnir rrKappa og vopn” eftir Bern- hard Shaw og „Pilf og sfúlku" Jóns Thoroddsen i haust Fyrstu sýningar snemma í október Leikfélag Akureyrar er nú um þessar mundir að hefja starfsemi sína. Fyrsta viðfangsefni félagsins á þessu starfsári verður „Kappar og vopn“ eftir Bernard Shaw, þýðinguna hefir Lárus Sigur- björnsson gert. Æfingar eru þeg- ar komnar nokkuð á leið, og er gert ráð fyrir að sýn- ingar geti hafizt Iaust eftir mán- aðamótin. Leikstóri að þessu sinni verður Einar Pálsson leikari frá Reykjavík. „Kappar og vopn“ er gaman- leikur í þremur þáttum ,persónur 8. Leikurinn var sýndur fyrir nokkrum árum síðan af mennta- skólanemnedum í Reykjavík og lék Einar þá eitt aðalhlutverkið, Bluntschli fylkisstjóra. Síðar, eða árin 1946—1948 stundaði hann leiklistarnám við Royal Academy of Dramatic Arts, í London, og lauk þar prófí. Eftir heimkomuna hefir Einar vakið á sér athygli sem leikari og munu margir minnast hans úr „Vol- pone“, sem Leikfélag Reykjavík- ur sýndi hér á síðasíliðinu vori. Því miður var ekki hægt að koma því við, að Einar léki með í þessu stykki, en það samt sem áður mikill fengur fyrir Leikfélag Ak- ureyrar, að hafa fengið hann liingað norður og fá tækifæri til að njóta hans ágætu hæfileika sem leikstjóra. 100 ára afmæli pilts og stúlku. Annað viðfangsefni leikfélags- ins verður svo að öllu forfalla- lausu „Piltur og stúlka“, eftir Jón Thoroddsen, en Emil heitin Thoroddsen færði söguna í leik- form. Leikstjóri verður Jón Norðfjörð. Á þessum vetri, sem í hönd fer, eru liðin rétt 100 ár síðan Jón Thoroddsen lauk við að semja Pilt og stúlku, svo L. A. þótti vel við eiga að taka það leik- rit til sýningar einmitt nú á þessu afmæli. — Líklegt er, að æfingar á leiknum geti hafizt um miðjan október og sýn- ingar þá sennilega nóvember. — Starfsemin eftir áramótin er enn ekki fullráðin, en ef allt gengur samkvæmt áætlun, á 3. leikritið að sigla upp í febrúar, og ef til vill það 4. með vordögunum, þ. e. a. s. ef hinn fámenni leikara- hópur verður þá ekki orðinn út- keyrður eða leikhússgestir upp- gefnir á „listinni11 og sætunum í leikhúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.