Dagur - 22.10.1949, Blaðsíða 3

Dagur - 22.10.1949, Blaðsíða 3
Laugardaginn 22. október 1949 D'A'GUR 3 UNGA FÓLIÍIÐ Á þessari síðu ræða ungir Framsóknarmenn stjórnmála- viðhorfið og kosningabaráttuna HKH3«»»»»»iKHKHKHKHKHKK bKhKhKbKHKhKhKHKHKhKbK Æskufólk á Ákureyri skipar sér um fram- boð dr. Kristins Guðmundssonar Vísar ákveðið á bug blíðmælum íhalds- og sérhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins Félag ungra Framsóknarmanna hélt almennan stjórnmálafund í gær. Ræður fluttu þar: Valdimar Jónsson, Sveinn Skorri Flöskuldsson, Björgvin Sæmunds- son og Tómas Arnason. Voru allir ræðumenn bjartsýnir um úrslit kosning- anna hér á Akureyri. Var ræðunum ákaft fagnað af fundarmönnum og allir, bæði framsögumenn og aðrir, sem tóku til máls, ásamt fundarmönnum, ákveðn- ir í að vinna af alefli að fullum sigri dr. Kristins á sunnudaginn. Ávarp Sjálfstæðisflokksins, sem á að heita stefnuskrá flokksins í kösningun- um, cr furðulegt plagg. Þar segir, að það þurfi að afnema höft, lækka reksturskostnað ríkisins, koma á verzlunarfrelsi o. s. frv. En alltaf vantar botninn. Hann er ekki einu sinni suður í Borgarfirði. Þeir hafa ekki svarað þeirri spurningu ennþá: Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að koma þessu í fra.mkvæmd? Ávarpið er ekki ólíkt tómri tunnu, sem botninn vantar í. í þessa tunnu liafa þeir sett bjargráðin, og hverníg lialdið þið að tunna sú haldi! Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið and- varalaus í dýrtíðarmálunum. Hann lof- aði hana á ýmsa vegu hér áður. Lýsti björtum hliðum hennar og sagði, að hún dreifði stríðsgróðanum. Svo sagði formaður flokksins, að ef dýrtíðin yrði hættuleg, væri ekki annað en að strika undir hana með einu pennastriki. Hvar er nú pennastrikið? Nú er dýrtíðin orð- in hættuleg. Hver getur greint penna- strikið í ávarpi Sjálfstæðisflokksins núna? Norðmaður hlustar á stjórnmálaræður Iryrir nokkrum árum var haldinn stjórnmálafundur hér á Akureyri. — Þar var mættúr þáverandi formaður íhalds- flokksins. Orrustan stóð milli Framsókn- ar og íhaldsins eins og svo oft áúur. Daginn eftir átti eg tal við norskan mann, er hér var búsettur, og skildi orð- ið íslenzku mætavel, þó illa gengi hon- um að tala hana. Honum fórust svo orð: „Mér fannst formaður íhaldsflokksins hagá sér á fundinum som en gal Tarf.“ Þessi orð komu í huga minn þegar eg hlustaði á ræður núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í útvarpsumræðun- urn á þriðjudags- og miðvikudagskvöld- ið. — Máske hefur framkoma hans verið mannleg og eðlileg, því spakmælið forna segir að „sannleikanum verði hver sár- reiðastur." En hvernig er þessu annars háttað með valið á formanni Sjálfstæðis- flokksins? — Hefur hann engum öðrum á að skipa, en þeim, sem eru „som en gal Tarf“ eins og norski maðurinn orð- aði það? Spyr sá er ekki veit. Kjósandi. Hvað segja samvinnu- menn? Sjálfstæðismenn geta nú ekki lengur dulið ótta sinn við að tapa þingsætinu hér á Akureyri. Kenmr þessi ótti fram í ísk, þar sem þeir hrópa: „Akureyringar veita ekki fulltrúa K. E. A. sæti á Al- þingi.“ Sarns kónar blekkingar eru á borð bornar fyrir Eyfirðinga gagnvart 2. manni á lista Eramsóknarflokksins í Eyjafjarðarsýslu. Það er torskilið, að þessir annars dauðhræddu menn skuli fara að ráðast þannig á öflugustu sanr- tökin í bænuin og héraðinu, og væri alls óskiljanlegt, ef ekki væri vitað um hið rótgróna hatur þessara manna á sam- vinnustefnunni og sálsjúka þóknun við braskara og arðræningja almennings. En hverju svara samvinnumenn? Hvort er líklegra að þeir fylki sér um fulltrúa sína, sem af alefli raunu vinna að velferð alls almennings, eða hina, sem flokksblöð þeirra yfirlýsa, með stór- um fyrirsögnum, að muni vinna gegn samtökum fólksins, gegn hagsmunum þess? Samvinnumenn á Akureyri og í Eyjafirði eru orðnir svo fjölmennir, að það er fullkonrlega tímabært fyrir þá að senda fulltrúa sína til Alþingis: Bern- harð Stefánsson og Þórarinn Eldjárn fyr- ir Eyfirðinga og dr. Kristinn Guðmunds- son fyrir Akureyringa. Ekkert minna geta samvinnumenn sætt sig við, (% á engan verðugri hátt geta þeir svarað stöðugunr árásum auðvaldsins á samtök sín. Einhuga sókn að settu nrarki nrun tryggja sigurinn. N. Ungt Framsóknarfólk! Kjörfundur verður settur kl. 10 f. h. á sunnudaginn. Kl. 9 þurfa allir þeir, sem ætla að vinna á Kosninga- skrifstofu Framsóknarflokksins, að mæta í Gildaskála K. E. A., en þar verður skrifstofan. ★ Þið, sem kosningarétt lrafið, at- hugið að kjósa snemma. Ljéikið ykk- ur af að setja x framan við nafn DR. KRISTINS GUÐMUNDS- SONAR á kjörseðlinum. Það auð- veldar starfið á skrifstofunni. ★ Kosningaskrifstofa Framsóknar- flokksins á kjördag er á Gilda- skála K. E. A. Símar 61 og 16 . Bílsími 479. Sjálfstæðisfiokkurinn vantreystir þjóðinni og og efast um dómgreind hennar Nýlega lilustaði eg á tal Sjálfstæðis- betju. Orð féllu eitthvað á þessa leið: Það er óskynsamlegt að etja kjósend- um út í kosningar á þessum tíiha árs. 11vaðlagazt líka við það? Fjöldi kjósenda hefur ekkert vit á pólitík og kann ekki að kjósa, t. d. um helmingur kjósenda kvenfólk og fæst af því hlustar nokkru s'inni á stjórnmálaumræður. Hvað skyldu margir gera sér grein fyrir hvernig á að bregðast við dýrtíðarvandamálinu? Er líklegt að kjósendur séu dómbærari á þau mál en Alþingi og ríkisstjórn? Og fleira sagði þessi vísi maður. T. d. að kosningar væru dýrár ekki sízt ef aka þyrlti kjósendum á sleðurn, á kjörstað. Hér er ekki farið didt með livað fyrir Sjálfstæðismönnum vakir með slíku skrafi. Gefið Sjálfstæðisflokknum meiri- hlutaaðstöðu á Alþingi’, jrá þurfa kjós- endur ekki að óttast kosningar, hvorki að hausti til, eða öðrum tíma árs. Sjálfstæð- isflokkurinn einn er fær um að leysa sérhvert vandamál með hag allra stétta fyrir augum, — segja þeir. Já, hugleiddu þetta kjósandi góður. Gerðu þér glögga grein fyrir hvort þú telur heppilegt að lela Sjálfstæðisflokknum forsjá þína í einu og öllu, eða hvort jrú vilt sjálfur leitast við að mynda þér skoðanir á þeim vandamálum, sem fyrir liggja. Á sunnu- daginn kemur gefurðu svarið. Sjálfstæðisflokkurinn gengur klofinn til kosninga bæði á Akureyri og í Eyjafjarðar- sýslu Sjálfstæðismenn í Eyjafjarðarsýslu, sem kusu Garðar Þorsteinsson við seinustu kosningar, muna Stjefáni í Fagraskógi enn aljar útstrikanirnar.i — Garðar aftur bannaði sínurn mönnunl slíkt. Enda eru margir, sem kusu Garðar ákveðnir í að launa Stefáni gteiðann með því að kjósa B-LISTANN, þálBern- harð Stefánsson og Þórarinn Ivr. 'Eldjárn á Tjörn. Við jrann klofning í sýslunni bætast svo upplýsingar SvaVars Guð- mundssonar bankastjóra um upphaf og stofnun framboðs þeirra Sjálfstæðis- manna í sýslunni. — Kunnugt er að Heimdallarliðið, sem stjórnar, þurfti að fá Bjarna Benediktsson og einn- ig Sigurð Hlíðar til að halda liðinu sam- an. Margir eldri og reyndari flokksmenn hér eru svo sáróánægðir með að senda Ólafs Thorsdeildarmann á jáng. Ólafur hefur einu sinni myndað stjórn með hlut- léysi kommúnista og aftur í samvinnu við jrá. Ætli ekki geti farið svo í þriðja sinn, að ólafs línan verði ofan á. Alþýðuflokkurinn segist ekki hafa frið fyrir at- kvæðabetli Sjálfstæðis- manna Alþýðumaðurinn í gær kvartar sár- legá yfir því, að kjósendur Steindórs Steindórssonar hafi engan frið fyrir út- sendurum íhaldsins, senr betli ákaft um aðstoð til jress að fyrirbyggja kosninga- sigur Framsóknarmanna. Segir Alþýðu- maðurinn í þessu sambandi: „Sé Sjálf- stæðið svo aunrt að frambjóðandi þess sé gustukaskepna annarra flokka á hann að falla á kjördegi Utþennslustefna Rússa meira en orðin tóm Þegar Alexander zar III réð ríkjum í rússlandi, var yfirráðasvæði ríkisins stærst. Þá ríkti rússneski einvaldinn ylir Póllancli, Finnlandi og miklunr hluta Norðaustur-Asíu. Þetta á þó aðeins við, ef leppríkin núverandi eru talin sjálf- stæð, senr er jró víðs ljarri sannleikanum. Raunverulega lrefir Stalín jregar yfir- gengið Axelander III í landvinningapóli- tíkinni. Fyrsti verulegi árangurinn varð upp úr heimsstyrjöldinni síðari. Þá lagði Rússland beinlínis undir sig lönd, sem eru 274 jrúsund fermílur að stærð, eir í- búatalan, sem bættist rússneska einvald- anum, var meira en 24 milljónir. Hér er engin „auðvaldslygi ‘ á ferð. Landsvæðin eru Jressi: Fermílur Fólksfjöldi Lithaugaland . . 24.058 3029.000 Lettland . . 20.056 1950.000 Eistland . . 18.353 1120.000 Austur-Pólland . . . . . 68.290 O o o .o o Bessarabía, Búkóvína 19.360 3748.000 Moldavía . . 13.124 2200.000 Karpato-Ukraina . . . . 4,922 800.000 Austur-Prússlancl . .. 3.500 400.000 Finnska Karelia . . . . 16.173 470.000 Petsamo-hérað . . . . . . 4.087 4.000 Tannu Tuva . . 64.000 65.000 Suður-Shakalin . . . . . 14,075 : 415.000 Kúrileyjar . . 3.949 .■ 4.500 237.947 ,24355.00(| Eftir Jressar aðgerðir hefir Rússland raunveridega lagt undir sig heil Jrjóðl löncl, eða Jressi: Pólland, Tékkoslóvakíu', Rúmeníu, Búlgaríu og Albaníú,- aði ó- gleynrdu Kína, og helir gért tilrau'n til Jress að undiroka Júgóslava og Grikki, en ekki teki/.t til jressa, jrótt ekki sé séð fyrir endann á Jreirri viðureign emr. Og svo segja konrnrúnistar, að Jrað sé „auð- valdslygi“ og ,,Bandaríkjaáróður'‘, ef Jrví er haldið franr, að rússneski eiirvaldurinn reki útjrénslu- og landvinningapólitík! — Hvað skyldi Jrennan úlf nruna um að gleypa lítið land í viðbót, senr aðeins telur 138 þúsund íbúa? Rétfindi konunnar í ríki sósíalismans Brezk-rússnesk liúsmóðir lýsir ömurlegu lífi „undir ráðstjórn“ Meðlimir kommúnistaflokksins eru orðnir nýr og Einhver athyglisverðasta bók, sem rituð hefir verið um ástandið í Rússlandi, kom út í Bretlandi snemma á þessu ári. Höfund- urinn er Freda Útley, brezk kona, sem snemma hneigðist að sósíalisma, kynntist rússnskum embættismanni á sellufundum í London, giftist honum og fluttist með honum til Rússlands. Þar átti hún heimili í mörg ár, kynntist af eigin reynd réttarstöðu konunnar og annarra Jregna „undir ráðstjórn" Stalíns,’ kynntist Jrví, hvernig Jrað er að halda heimili í Rússlandi, livert atvinnuöryggi fyrirvinnunnar er og hvernig hinn nýríki aðall Riisslands, stjórnarembættismenn og trúnaðarmenn kommúnistaflokksins hafa varpað fyrir borð liugsjónunum, sem báru uppi byltinguna, og hugsa mest um Jrað nú orðið, að halda völdunum og aðstöðunni, reka landvinningapólitík ut- anlands og velta sér í allsnægtum og lúxus heirna fyrir, á meðan réttlaus og kúgaður lýðurinn sveltur. KALDUR VERULEIKINN Freda Utley var í hópi menntaðra konnnúnista. Hún er háskólaborgari, las snemma mikið af marxistiskum litterat- úr, umgekkst menntasnobbana í Bret- landi, sem töldu Jaað fínt að vera talinn róttækur í skoðunum og „samferða- raenn" kommúnistáÁ. Hún fór til Riisslands, sannfærð um, að Jjað væri fyrirheitna landið. Hún sett- ist Jrar að, full af áhuga að verða til gagns fyrir hið nýja föðurland og liina sósíal- istisku tilraun til þess að korna á réttlátri þjóðfélagsskipan. í þessum anda hóf hún starf í Moskvu, og í Jiessa trú hélt hún dauðahaldi lengi, rétt eins og kommún- istar hér á landi halda dauðahaldi í Jrá trú, að undir stjórn kommúnista sé meira frelsi og réttlæti en í 1 ýðræðisþj c )ð íél ög- unum. En Jrað fór fyrir henni éins og þeim. Smátt og smátt sá hún staðreynd- irnar. Fyrst urðu Jrað aðeins efasemdir, senr hún reyndi að hrinda frá sér. Alveg eins og efinn gréfur nú um sig í huga korrlmúnistanna hér, sem heyra daglegar fregnir um yfirgang og kúgun í komm- únistaríkjunum. En Jrar kom, að kenni- setningarnar, þótt góðar væru, gátu ekki hulið staðreyndirnar. Marx varð að láta í minni pokann fyrir Stalín. Lokakapítulinn í harmsögu þessarar konu kom, Jregar rússneska leynilögxegl- an réðst inn í íbúð þeirra hjóna nótt eina og handtók eiginmanninn og fyrirvinnu heimilisins. Hún vissi ekki, hvað honum var gefið að sök. Og hún fékk aldrei að vita Jrað. Hiin veit ekki enn í dag, hvort hann er lífs eða liðinn. En henni tókst, með hjálp brezka sendiráðsins, að kom- ast úr landi, heim til Bretlands, vegna Jress, að hún var brezk kona. Þar settist hún niður og skrifaði endurminningar sínar. HVAÐ SÁ FREDA UTLEY? Endurminningar þessai'ar konu hafa vakið mjög rnikla athygli erlendis. Hún er ein af þeirn fáu manneskjum, sem verið hafa húsmæður í Rússlandi og hafa skrifað bók um þá sáru reynslu. Hún var sannfærður konnnúnisti, þegar hún kom til landsins. Hafði lengi lesið áróðurs- pistla foringjanna og verið virkur félagi í brezka kommúnistáflokknum. Hún var menntaður þjóðfélagsfræðingur. Hún hafði ágætt tækifæri til ]>ess að kynnast stjórnarfarinu, J)\ í að maður hennar var um tíma háttsettur starfsmaður stjórnar- innar. Og livað sá Jressi kona? Hún sá í sluttn máli Jrað, að lýðræði var ekki til í landinu. Réttaröryggi ekki heldur. Em- bættismannaklíkan og trúnaðarmenn kommúnistaflokksins réðu yfir þegnun- tun, eins og bóndinn yfir.. sauðahjörð sinni. Prentfrelsi og ritfrelsi var ekki til. Ekki heldur málfrelsi. í Moskvu þolir enginn að tala eins og lionum býr í brjósti. Njósnari getur verið á næstu grösum. Fólkinu er haldið í fáfræði. En það er pínt til vinnu. Vérkalýðsfélögin eru orðin tæki stjóríiariúnar til Jiess að kúga sem mest afköst út úr verkamönn- um, en hafa ekkert að segja urn kaup og kjör né aðbúð á vinnustað. Því ráða emb- ættismenn kommúnistaflokksins einir. Vöruskortur í landinu er ægilegur. Og lífsþægindi, eins og þau, er fólk á Vestur- löndum Jiekkir, ekki til nema nreðal hins nýríka aðals, stjórnarembættismannanna og trúnáðarmanna konnnúnistaflokksins. En J)eir velta sér líka í lúxus. En jafnvel þessir menn geta aldrei verið óhultir unr sig eða heimili sín. Allt stjórnarkerfið er einn svikavefur, þar sem hver starfsmað- ur, hvort heldur er í stjórnardeild eða ríkisfyrirtæki, situr á svikráðum við fé- laga sína í þeirri von að lireppa embætti hans og metorð, ef leynilögreglan fengi grun um að hann væri ekki trúr, og léti sækja hann einhverja nóttina. Maður Freda Utley komst í kynni við ])etta ein- kenni hins „sósíalistiska" skipulags. Og hann kynntist fleira af því tagi í raun. Til dæmis ])ví, að ef áætlun um fram- leiðslu og vörugæði í fyrirtæki stenzt ekki, er það aldrei viðurkennt, að það sé að kenna rangri stjórn, rangri frarn- leiðsluáætlun eða skorti á hráefnum, tækni, vélum eða öðru. Þegar slíkt kem- ur fyrir — og J)að er ekki sjaldgæft — þarf að finna fórnarlamb. Kenna einhverjum starfsmanni eða -mönnum um „skemmd- arverk". Þannig eru margar handtökur tilkomnar. Og á Jressum forsendum eru menn dæmdir til æviíangrar þrælkunar. Aldrei er viðurkennt, að stjórnarkerfið sjálft sé óréttlátt og heimskulegt. Það gæti varpað skugga á liina alvísu lands- feður. Allar misfellur eru lægra settum einstaklingum að kenna. Og Jreir verða að borga fyrir kennisetningarnar með frelsi sínu og lífi. í slíku andrúmslofti verður lífið kvöl fyrir alla starfsmenn, sem ekki liafa tryggt sig nægilega vel á bæði borð. Og hvers konar spilling grefur um sig. Emb- ættismennirnir óttast hver annan, vita, að setið er á svikráðum við þá til allra hliða. Óttast kærur undirmannanna til leynilögreglunnar. Og óttast mest hin örlagaþrungnu högg á dyrnar lieima hjá sér í birtingu einhvern morguninn. Eftir Jrað fara engar fregnir af Jreini. HÚSMÓÐURSTAÐAN KVÖL í bók Freda Utley kemur greinilega í ljós, að hin rússneska liúsmóðir býr við meira réttleysi, minna öryggi og lélegri aðbiið en stallsystur hennar víðast hvar annars staðar í veröldinni. Fátækt er má- ske einhvers staðar meiri, en þó ekki víða, en réttleysið hvergi meira og óttinn um öryggi heimilisföðurins yfirgefur hana aldrei. Hún veit aldrei, hvort hann kem- ur heirn að kvöldi, eða hvort hann fær að fara til vinnu sinnar að morgni. Höggin þungu á útidyrnar geta orðið fyrri til. Húsnæðismálin eru í meira ófremdar- ástandi í stórborgunum en menn á Vest- urlöndum geta látið sér til hugar koma. Margt fólk býr ef til vill í einu og sama herberginu. Til Jress að afla n;egilegra vista til heimilisins þurfti Freda Utley að fara alls konar krókaleiðir, fá embættismenn til að fá aðra embættismenn til Jress að nota klæki og svindl, en til þess að þeir væru táanlegir til J)ess, þurftu Jreir að fá ein- hverja umbun í staðinn, einhvern gieiða tiltekins stjórnarembættismanns. Heirn- ilistæki voru óþekkt í Moskva, nema á heimilum nýja aðalsins. Hann velti sér í lúxus, hélt dýrlegai veizlur, ók í lúxus- bílum með prívatbílstjórum og talaði mikið um marxistiskar kennisetningar og réttindi alþýðunnar. Freda Utley kynntist ögn „hvíldar- heimilunum“ á Krímskaga, sem „Verka- maðurinn“ hér birti stundum myndir af, og segir vera fyrir fátæka verkamenn. Freda Utley npplýsir, að Jressi hvíldar- heimili séu flest lúxushótel, sem engir fái aðgang áð, nema embættismenn stjórnar- innar og foringjar úr Rauða hernum. Enginn rnaður úr aljrýðustétt komi þar inn fyrir dyr. í Moskva er nýi aðallinn þegar kominn á það stig, að það þykir ekki hæfa, að meðlimur í kommúnista- flokknum taki niður fyrir sig í hjúskap, þ. e. giffist konu, sem ekki er í flokknum eða dóttir manns, sem er í flokknum. En eins og kunnugt er, er aðeins lítið brot af þegnum landsins meðlimir í kommún- istaflokknum. Líklega eru ekki í flokkn- utn mikið fleiri menn en áður voru í rússneska aðlinum. GLÖTUÐ HUGSJÓN Bók Freda Utley lieitir ,,Lost Illusion“, og mætti kalla hana „Glötuð hugsjón“ á íslenzku. Frúin trúði eitt sinn á fræði- setningar kommúnismans. Hún fékk að reyna framkvæmdina sjálf. Orð hennar eru alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla, ekki sízt fyrir konur. Margt fer miður en A Nokkrir kjarnar úr bók Freda Utley „Eg minnist málefnis gamals vin- ar mannsins mins, gáðlegs Gyðings, sem liét Kipman. — Það sýnir vel grimmd og heimsku leynilögregl- unnar. Hann var handtekinn vetur- inn 1931, er hann kom aftur til Moskva frá London, en i London hafði hann starfað lengi fyrir verzl- unarsendinefnd Ráðstfórnarinnar. Hann var sakaður um fjárdrátt. Vinir okkar voru sannfœrðir um sakleysi hans. Augljóst var einnig, að ef hann hefði raunverulega dreg- ið sér fé, myndi lmnn ekki hafa horfið heim til Moskvu, þar sem hann var á sjötugsaldri, heldur hafa verið um kyrrt i London. Hinsvegar ,,játaði“ Kipman á sig glœpinn . . . Þegar ég spurði liann að þvi, hvers vegna hann liefði játað á sig glcep, sem hann hefði aldrei framið, sagði hann það vera vegna þess, að leyni- lögreglan hefði hótað honum að taka konu hans höndum, ef hann játaði ekki, en liefði liins vegar löfað að sleppa honum, ef hann játaði. Líf Iveggja saklausra manneskja var þannig lagt i rúst, og dœmi þeirra er táknrœnt um óteljandi harmleiki af þessu tagi. Eg var þegar á leið til þess að glata trúnni. Maðurinn minn aftur á móti var staðráðinn i því að trúa eins lengi og unnt vœri. Eg hafði starf hjá Komintern. Hann starfaði hjá Promexport. Á kvöldin lét eg falla orð um atliuganir minar á því, hversu þýðingarlaust starf mitt hjá Komintern vœri, og eg gat ekki ann- að en hœðzt að dásemdum hinnar „sósialistisku“ skipulagningar, sem eg sagði lionum að mcetti frekar kalla „skij)ulagningu til hungurs“. Hann lokaði eyrum sínurn fyrir á- bendingum minum og sökkti sér niður i störf sín. . . . Á meðan þessu fór fram, fœrðust ógnirnar nœr og lóku með sér til fangabúðanna menn, sem maðurinn minn hafði starfað með og vissi að voru ósér- hlifnir og trúir sérfræðingar. Hann gat'ekki trúað })vi, að þeir vœru sek- ir um andbyltingarstarfsemi og skemmdarverk, en hann vildi samt ekki játa, að handtaka þeirra vœri meira en tilviljun eða mistök, sem brátt mundi verða leiðrétt. . . . Það heimilisstarf, sem var mest þreytandi, var matvœlaútvegunin. Að leita að matvœlum búð frá búð, að standa i biðröðum til þess að fá brauðskammtinn sinn á hverjum degi, að prútta við bœndurna á torginu og skipta við þá á brauði og mjólk, varð mitt aðalstarf. Bœnd- urnir, sem voru rœndir korninu og fóðrinu af rikisstjórninni, þurflu á brauði að lialda til þess að gela fóðrar kýrnar. Upp úr þessu spratt „nýtt, framþróað efnahagskerfi“ undir ráðstjórninni, þar sem bœnd- ur framleiddu mjólk i skiþtum fyrir brauð til þess að framleiða þessa mjólk. Hundruð þúsunda bœnda í Sovétrikjunum vörðu að minnsta hosti hálfum deginum til þess að ferðast til og frá býlum sin- um og til þess að standa á sölutorg- um og selja mjólk og litils háttar grœnmeti. Bannað var að benda á, að hagkvœmara vœri, að einn seldi fyrir marga, meðan hinir ynnu bú- störfin. Þá myndi sölumanninum hafa verið refsað sem millilið og spekúlant. Stalín hafði fundið upj) hagkvœmt kerfi til þess að forðast atvinnuleysi, með því að neyða bændurna, sem höfðu mjólk eða aðra vöru að selja, lil þess að eyða miklurn hluta tima sins i það að selja vöruna til neytendanna . . . . skyldi í lýðræðisþjóðfélögum. En menn skilja það betur, er ])eir hugsa þessi mál, hvers virði frelsið er. Enginn maður, sent ann frelsi, má leggja kommúnistum lið, ltvar í veröld sem er. Með J)\ í er liann að aðstoða ])á við að byggja upp sams konar kúgunar- ríki alþýðunnar og nú er stofnsett í Rúss- landi. Leiðin til Jress að lagfæra það, sem ntiður fer í lýðræðisjrjóðfélögunum, er ekki sú, að varpa sér í faðm ofbeldis- flokksins, heldur sú, að taka virkan þátt í starfi umbótaflokka, sem starfa á lýð- ræðisgrundvelli. Þannig treysta menn framtíðaröryggi sitt og eftirkomendanna bezt. * «

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.