Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Föstudaginn 28. október 1949 Eva eða Aníta? Saga cftir Allan Vaughan Elston 7. DAGUR. Ií o s n i n g a úr s 1 i t (Frámhald). svaraði konan höstug- lega, „vann hins vegar bridge- keppni heima hjá mér fyrir sex árum. Hver voru verðlaunin?“ Effie gapti af undrun. „Eg hefi gleymt því,“ sagði hún. „Þarna sjáið þið,“ sagði kohan og brosti hæðnislega. „Líklegast sannar sú gleymska þá að þú sért ekki Effie Foster. Haldið áfram lögregluforingi." Whipple hélt áfram að lesa list- ann. „Roger Marsh á föðurbróður og frænku. Hvað heita þau, hvar eiga þau heima og hvert er síma- númer þeirra?“ „Carey föðurbróðir og Harriet frænka,“ svaraði fanginn greið- lega. „Þau eiga heima í Edgeton en eg hefi gleymt símanúmerinu. Lögreglumaðurinn hélt áfram: „Roger og_ Aníta Marsh léku eitt sinn í leikriti heima í bæ sínum. Hver var leikurinn og hvaða hlutverk höfðu þau~?“ „Það var leikurinn Vilhjálmur Tell. Roger var Vilhjálmur, en eg lék son hans, með eplið á höfð- inu. Spyrjið um eitthvað erfiðara en þetta.“ „Hver var formaður góðgerðar- nefndarinnar, sem Aníta átti eitt sinn sæti í?“ „Það man eg ekki.“ Rödd hennar var um margt lík rödd Anítu, fannst Roger, en að- eins hastari og djarfmannlegri. — Aníta hafði verið hljóðlát og hæg- lát stúlka. Þessi kona var í bar- dagahug. „Þegar Cawfield læknir var í sumarleyfi, fékk hann lækni til þess að þjóna fyrir sig. Hvað hét hann?“ „Eg man ekki nafnið, en eg get reynt að rifja það upp.“ Roger þóttist viss um, að Aníta Marsh mundi hafa munað nafnið á augabragði. Jocye læknir hafði verið ungur og glæsilegur maður og hann hafði gert að sári hennar þegar hún brenndi sig á strau- járninu. Hann sá nú að þessi kona hafði ör á hægri hendi eins og Aníta. Hún hlaut að hafa gert það vitandi vits. „Aníta og Roger Marsh deildu eitt sinn alvarlega á fyrsta hjú- skaparári þeirra. Hvert var til- efnið?“ „Eins og eg gæti gleymt því,“ svaraði konan um hæl. „Roger hafði á skrifstofu sinni mjög lag- legan einkaritara, stúlku sem heitir Lucile Dutton. Mér fannst hann gefa henni of hýrt auga. Eitt sinn fór hann til Annapolis til þess að mæta þar í réttarhaldi. Hann gleymdi skjalatöskunni sinni heima, Lucile færði honum hana og hann bauð henni til há- degisverðar. Kunningjar sáu þau og sögðu mér. Eg hefði ekki átt að vera afbrýðisöm, en gat ekki gert að því. Og svo leiddi eitt orð til annars.“ Whipple leit á Roger og Roger sagði, lágt og alvarlega: „Senni- lega hefir þetta alt verið skráð í dagbók Anítu." „Fóru Roger og Aníta eitt sinn til Honolulu?11 „Já.“ „Á hvaða hóteli bjuggu þau?“ „Eg mán ekki hvað það hét. Það eru átta ár síðan." „Hvert var tilefnið?“ „Það var brúðkaupsferðin.“ „Hvað hafði Roger verið giftur lengi þegar hann var kallaður í herinn?“ „Um það bil eitt ár.“ „Það var fyrir sjö árum. Hversu oft sá Aníta hann eftir það?“ „Aldrei — þangað ti núna. — Kannske er það þess vegna, sem hann þekkir mig ekki aftur.“ „Hver kynnti Roger Anítu?“ „Enginn. Hann kom inn í ilm- vatnsbúð í New York til þess að kaupa ilmvatnsglas. Eg seldi honum glasið. Þannig kynntumst við fyrst.“ Roger hugsaði sem svo, að állt þetta hefði Aníta bókað í dagbók sína. Eða að Aníta hefði sagt Eve- lyn frá þessu öllu, er þær bjuggu saman heima. Naumast gat nokk- ur vafi leikið á því að þessi kona var Evelyn Blythe. Þau lögðu miklu fleiri spurn- ingar fyrir hana. Um það bil helmingi þeirra svaraði hún hik- laust þannig: „Eg man það ekki.“ En um hitt varð ekki efast, að hún var sérlega vel að sér í fortíð Anítu og hafði lagt mörg smá- atriði vel og rækilega á minnið. Merkilegast var e. t .v. að hún virtist bezt að sér í atriðum, sem snertu einkalíf hjónanna. En sennilega hefði Aníta trúað syst- ur sinni fyrir því öllu. Hún var þannig gerð, að það var ekki ósennilegt. Þegar spurningunum var lokið, sneri Whipple sér að Roger og sagði: „Og neitið þér því enn, að þessi kona sé eiginkona yðar?“ „Eg neita því enn,“ sagði Roger. Cawfield tók þegar undir orð Rogers og bætti við: „Aníta Marsh andaðist fyrir fjórum ár- um.“ Whipple studdi á hnapp og lög- reglukona kom inn. „Við erum búin hér,“ sagði hann. Fanginn gekk með lögreglu- konunn fram að dyrunum. En þar sneri hún sér höstuglega að Roger Marsh: „Þú hefir lagt margar spurningar fyrir mig, Roger,“ sagði hún. „Nú skal eg leggja eina fyrir þig: Hefur þú nokkurn tím- an lesið Matteusarguðspjall, 19. kapítuli, 5. vers?“ Hún hvarf út úr dyrunum á hæla lögreglukonunni án þess að bíða eftir svari. (Framhald). (Framhald af 1. síðu). Frá Alþýðuflokknum: — Har- aldur Guðmundsson. Frá Framsóknarflokknum: — Rannveig Þorsteinsdóttir. IIAFNARFJÖRÐUR. Emil Jónsson, A, 1106 atkv. Ingólfur Flygenring, Sj, 1002. Magnús Kjartansson, Sóc, 390. Stefán Jónsson, F, 78. Auðir 49, ógildir 20. — 2645 kusu af 2894 á kjörskrá. Urslit kosninganna 1946: — Emil Jónsson, A, 1126, Þorleifur Jónsson, Sj, 688, Hermann Guð- mundsson, Sóc, 410, Jón Helga- son^^F, 47. 8 SIG^UFJÖRÐUR. Áki Jakobsson, Sóc, 564 atkv. Erléhdur Þorsteinsson, A, 500. Bjarni Bjarnason, Sj, 418. Jón‘Kj artansson, F, 133. Auðir 4, ógild vafaatkv. 5. ■— 1628 kusu af 1791 á kjörskrá. Urslit kosninganna 1946: — Áki Jakobsson, Sóc, 601, Erlend- ur Þorsteinsson, A, 463, Sigurður Kristjánsson, Sj, 330, Jón Kjart- ansson, F, 129. BORGARFJARÐARSÝSLA. Pétur Ottesen, Sj, 782 atkv. Haukur Jörundsson, F, 477. Benedikt Gröndal, A, 453. Sigdór Sigurðsson, Sóc, 224. Auðir 23, ógildir 12. — 1971 kusu af 2218 á kjörskrá. Urslit kosninganna 1946: — Pétur Ottesen, Sj, 788, Þórir Stein þórsson, F, 367, Baldvin Þ. Krist- jánsson, A, 294, Stefán Ögmunds- son, Sóc, 187. DALASÝSLA. Framsóknarflokkurinn vann kjördæmið af Sjálfstæðisflokkn- um. Ásgeir Bjarnason, F, 333 atkv. Þorsteinn Þorsteinsson, Sj, 322. Adolf Björnsson, A, 35. Játvarður Júlíusson, Sóc, 14. Auðir 9, ógildir 4. — 717 kusu af 765 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Þorsteinn Þorsteinsson, Sj, 364, Jón Guðnason, F, 301, Hálfdán Sveinsson, A, 23, Játvarður Júlí- usson, Sóc, 25. BARÐASTRANDARSÝSLA. Gísli Jónsson, Sj, 522 atkv. Sigurvin Einarsson, F, 458. Sigurður Einarsson, A, 158. Albert Guðundsson, Sóc, 159. Auðir 20, ógildir 8. — 1322 kusu af 1580 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Gísli Jónsson, Sj, 608, Halldór Kristjánsson, F, 410, Guðm. G. Hagalín, A, 128, Albert Guð- mundsson, Sóc, 177. V.-ÍSAFJARÐARSÝSLA. Ásgeir Ásgeirsson, A, 418 atkv. Eiríkur J. Eiríksson, F, 336. Axel Tulinius, Sj, 213. Þorvaldur Þórarinsson, Sóc, 28. Auðir 5, ógildir 2. — 1006 kusu af 1111 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Ásgeir Ásgeirsson, A, 406, Guðm. I. Kristjánsson, F, 337, Axel Tulinius, Sj, 264, Ingimar Júlíus- son, Sóc, 28. N.-ÍSAFJARÐARSÝSLA. Sigurður Bjarnason, Sj, 536 atkv. Hannibal Valdimarsson 372. Þórður Hjaltason, F, 94. Jón Tímóteusson, Sóc, 33. Auðir 9, ógildir 4. — 1048 kusu af 1195 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Sigurður Bjarnason, Sj, 621, Hannibal Valdimarsson, A, 488, Landlisti Framsóknarfl. 24, Jón Tímóteusson, Sóc, 60. STRANDASÝSLA. Hermann Jónasson, F, 504 atkv. Var sókn Sjálfstæðisflokksins í Strandasýslu rundið á eftirminni- legan hátt í þessum kosningum. Eggert Kristjánsson, Sj, 275. Haukur Helgason, Sóc, 108. Jón Sigurðsson, A, 37. 943 kusu af 1018 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Hermann Jónasson, F, 461, Krist- ján Einarsson, Sj, 339, Haukur Helgason, Sóc, 139, Jón Sigurðs- son, A, 39. V.-HÚNAVATNSSÝSLA. Skúli Guðmundsson, F, 344 atkv. Guðbrandur ísberg, Sj, 246. Skúli Magnússon, Sóc, 66. Kristinn Gunnarsson, A, 34. Auðir 10, ógildir 2. — 702 kusu af 812 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Skúli Guðmundsson, F, 314, Guð- brandur ísberg, Sj, 202, Skúli Magnússon, Sóc, 81, Björn Guð- mundsson, A, 28. A.-HÚNAVATNSSÝSLA. Jón Pálmason, Sj, 621 atkv. Hafsteinn Pétursson, F, 419. Pétur Pétursson, A, 73. Böðvar Pétursson ,Sóc, 50. Auðir 13, ógildir 6. — 1179 kusu af 1314 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Jón Pálmason, Sj, 660, Gunnar Grímsson, F, 450, Oddur Sigur- jónsson, A, 38, Pétur Laxdal, Sóc, 43. SKAGAFJARÐARSÝSLA. A-listi 247 atkv. B-listi 817 atkv. C-listi 116 atkv. D-Iisti 638 atkv. Auðir 21, ógildir 20. — 1859 kusu af 2223 á kjörskrá. Þessir hlutu kosningu: Stein- grímur Steinþórsson af B-lista og Jón Sigurðsson af D-lista. Úrslit kosninganna 1946: — A-listi 194, B-listi 865, C-listi 112 og D-listi 651. SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA. Karl Kristjánsson, F, 1173. Kristinn E. Andrésson, Sóc, 297. Júlíus Havsteen, Sj, 268. Bragi Sigurjónsson, A, 176. Auðir 27, ógildir 7. — 1975 kusu af 2376 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Jónas Jónsson, F, 866, Björn Sig- tryggsson, F, 541, Jónas Haralz, Sóc, 332, Bragi Sigurjónsson, A, 116, Leifur Auðunsson, Sj, 107. seyðisfjörður. Lárus Jóhannesson, Sj, 173 atkv. Jóhann Fr. Guðmundss., A, 123. Jónas Árnason, Sóc, 67. Vilhjálmur Árnason. F, 50. Auðir 6, ógildir 3. Úrslit kosninganna 1946: — Lárus Jóhannesson, Sj, 200, Barði Guðmundsson, A, 158, Björn Jóns son, Sóc, 78. Framsóknarfl. bauð ekki fram á Seyðisfirði 1946. RANGÁRVALLASÝSLA. A-listi 38 atkv. B-listi 749 atkv. C-listi 51 atkv. D-Iisti 747 atkv. Auðir 19, ógildir 10. — 1614 kusu af 1784 á kjörskrá. Þessir hlutu kosningu: Hclgi Jónasson af B-lista og Ingólfur Jónssoa af D-lista. Úrslit kosninganna 1946: —■ A-listi 41, B-listi 780, C-listi 41 og D-listi 772. SUÐUR-MÚLASÝSLA. Þar unnu Framsóknarmenn glæsilegan kosningasigur, fengu báða þingmennina, þá Eystein Jónsson og Vilhjálm Hjálmars- son. Kommúnistinn Lúðvík Jós- efsson féll. Atkvæði féllu þannig: A-listi 290 atkv. B-Iisti 1414 atkv. C-listi 651 atkv. D-listi 393 atkv. Auðir og ógildir seðlar 39. — 2748 greiddu atkvæði af 3215 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Þá hlutu Framsóknarmenn 1 þingsæti og kommúnistar 1. At- kvæði féllu þannig: A-listi 231, B-listi 1296, C-listi 714, D-listi 505. Vegurimi til Austur- landsins orðinn ófær vegna snjókomu Austurlandsleiðin er nú lokuð vegna snjóþyngsla. 1 skeyti, sem vegamálastjóra barst á þriðjudag inn segir, að snjóþungt sé nú orð- ið milli Möðrudals og Skjöldólfs- staða, og að Skarðsá, sem er óbrú uð, sé orðin ófær. Ennþá mun þó vera fært að Grímsstöðum, en Skarðsá, sem nú er ófær, er milli Grímsstaða og Möðrudals og verður því ekki komizt lengra, enda leiðin milli Möðrudals og Skjöldólfsstaða orðin snjóþung eins og segir í skeytinu til vegamálastjóra. Ekki kvað vegamálastjóri nein- ar ráðstafanir gerðar til þess að opna leiðina aftur, þar eð það er talið tilganslaust úr því þessi tími er kominn ,en eins og kunnugt er, þá leggst Austurlandsleiðin venjulega mjög snemma undir snjóa og er venjulega ófær mest- allan veturinn. Töluverðir snjóar munu nú vera orðnir víða hér norðanlands og vestan. T. d. var vegurinn milli Önundarfjai'ðar og ísafjarðar ófær vegna snjókomu um helgina, en vera má að leiðin sé aftur orð- in fær nú, en engar fréttir hafa um það borizt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.