Dagur


Dagur - 02.11.1949, Qupperneq 5

Dagur - 02.11.1949, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 2. nóvember 1949 D A G U R 5 Vaxandi útgerð í Norðiendinga- fjórðungi Úr skýrslu fiskimálastjóra um sjávarútveginn árið 1948 f nýkomnum Ægi birtir Davíð Ólafsson fiskimálastjóri ýtarlega skýrslu um sjávarútveginn á árinu 1948, Er nær allt heftið helgað þessari fróðlegu greinargerð fiskimálastjórans. Um útgerð her í Norðlendingafjórðungi á sl. ári segir fiskimálastjóri svo: Spjall um fíma og peninga og þróun mannskepnunnar Skemmtilegar hugleiðingar erlends blaðamanns „Togarar voru orðnir 2 í Norð- lendingafjórðungi á árinu og voru þéir gerðir út mestan hluta árs- ins. Utgerð línúgufuskipanna, s'em að vísu eru fá, var mjög stopul, þar sem aðeins eitt þeirra var gert út til síldveiða um vet- urinn ,en flest 3 til síldveiða aftur Um sumarið, en þess utan voru þau alls ekki gerð út. Á meðan síldveiðar stóðu yfir í Faxaflóa, framan af árinu, voru allmargir mótorbátar yfir 12 rúml. frá Norðlendingafjórðungi gerðir út, en að jafnaði hefir lítið ve'rið um útgerð þeirra báta framan' aí árinu .En seinni hluta vetrar og um vorið, aðallega í apríl og maí, var töluvert um það, að þessir bátar væru gerðir út til þorskveiða þar fyrir norðan, og urðu þeir flestir í maímánuði 35 að tölu. Aðalútgei-ðartími þessara báta hefir jafnaðarlega verið á sumarsíldveíðunum og sVo var einnig að þessu sinni. Voru þeir flestir gerðir út í júlímánuði, 54 að tölu ,en eftir síldveiðarnar fækkaði þeim mjög, enda jafnað- arlega ekki mikið um útgerð stærri báta þar norður frá, þegar líður á haustið og framan af vetri. Útgerð mótörbáta undir 12 rúml. héfir verið mjög lítil í Norðlendingafjórðungi undan- farin ár, enda hefir þeim bátum mjög fækkað þar, sem annars staðar. Að þessu sinni er svipað að segja, að framan af árinu var vart teljandi útgerð þessara báta, en um sumarið og hauslið voi’u þó nokkrir þeirra gerðir út, og urðu þeir flestir í októbermán- uði, 10 að tölu. Hins vegar hefir ávallt verið töluvert um útgerð opinna vél- báta á Norðurlandi og var svo einnig að þessu sinni. Var nokk- uð um útgerð þessara báta um vorið og haustið, en hins vegar dró úr útgerðinni um sumarið eins og jafnan vill verða, þegar síldvéiðar standa yfir . í maí- rrtánuði voru bátarnir 78 að tölu, en síðar á árinu, eða í nóvember, komst tala þeirra upp í 103. Sam- anborið við árið áður er hér um töluverða aukningu á útgerð op- ipna vélbáta að ræða, en þá varð tala bátanna aldrei hærri en 50 í maímánuði, en hins vegar var út- gerð þeiira tiltölulega lítil seinni hluta ársins. Um útgerð árabáta var ekki að ræða svo teljandi væri. Aúkin útgerð. Um heildarþátttöku í útgerð í Norðlendingafjórðungi er það að segja, að hún varð allverulega meiri nú en hún hafði verið árið áður. Átti þetta bæði við um vor- vertíðina, sumarið og haustver- tíðina. Um vorið var tala skip- anna hæst 120 í maímánuði, en hafði verið 90 á sama tíma árið áður, og þá einnig hæst. Um síld- veiðarnar var tala bátanna í júlí hæst 97, en hafði verið mest 85 í ágústmánuði árið áður, og í nóv- embermánuði voru gerðir út 159 bátar, en 59 árið áður. Gætti hér að sjálfsögðu aðallega þeirrar aukningar, sem varð á útgerð opnu vélbátanna. Botnvörpuveiðar í ís voru að sjálfsögðu stundaðar af togurun- um í fjórðungnum allt árið, en auk þess voru nokkrir bátar, sem stunduðu togveiðar um vorið, svo sem verið hefir um nokkur und- anfarin ár. Mest varð þátttaka bátanna í júnímánuði, og voru þá 14 þeirra gerðir út á togveiðar, en ekkert eftir það. Langflestir bátanna stunduðu þorskveiðar með lóð og netjum svo sem jafnan áður, en fyrst framan af árinu varð þó tiltölu- lega lítil þátttaka í þeim veiðum, meðal annars vegna þess, að margir bátanna voru þá við síld- veiðar við Faxaflóa og eins hitt, að að jafnaði er ekki mikið um þorskveiðar fyrst framan af ár- inu norðamlands. Þegar leið á vorið, fjölgaði bátunum mjög og urðu flestir í maímánuði 92 að tölu, enda stendur þá vertíð sem hæst fyrir Norðurlandi. Yfir síld- veiðarnar fækkaði bátunum aftur og voru aðeins 29 í ágústmánuði, enda var þá þátttaka hinna minni báta yfirelitt miklu minni eins og áður getur, vegna þess hversu margir fara þá til sOd- veiða, en erfitt er þá að fá mann- skap á minni bátana til þorsk- veiða yfir sumartímann. Um haustið var aftur allmikið um þorskveiðar og í nóvember stund- uðu 123 bátar þær veiðar. Var hér um töluvert mikið meiri þátttöku að ræða en verið hafði árið áður, meðal annars vegna þess, að þá fóru allmargir bátar til sfldveiða við Suðurland. Dragnótaveiðar og síldveiðar. Dragrtótaveiðar voru stúrtdað- ar af nokkrum bátum vorið og sumarið og fram á haustið. Var þátttakan í þessum veiðum nú nokkuð meiri en verið hafði árið áður ,og urðu bátarnir flestir í nóvembermánuði 15 að tölu, en í maí voru þeir 14, þar sem aftur á móti árið áður höfðu aðeins verið gerðir út mest 4 bátar í septem- ber mánuði, en annars aðeiös 2 nokkum hluta sumarsins og haustsins. Var hér um að ræða sömu þróun og víðast hvar annars staðar við landið, að útgerð til dragnótaveiða var meiri en árið áður og verið hefir undanfarin ár. Sfldveiðar með herpinót voru stundaðar af 19 bátum við vetrar- síldveiðarnar í Faxaflóa í janúar og febrúarmánuði og svo aftur um sumarið við Norðurland, þeg- ar 55 bátar stunduðu þær veiðar flest í júlímánuði. Var það 4 bát- um færra en verið hafði við síld- veiðar árið 1947. Um haustið fór aðeins 1 bátur til síldveiða við Suðurland, en árið 1947 hafði tala bátanna úr Norðlendingafjórð- ungi, sem þær veiðar stunduðu, verið mest 20 í desembermánuði. Síldveiðar með reknetjum voru ekki stundaðar af neinum bát að þessu sinni og er það óvenjulegt, þar sem jafnan hefir vei’ið nokk- uð um það, að bátar færu til rek- netja að loknum herpinótaveið- um, aðallega seint í ágúst og í septembermánuði. Vegna þess hversu gersamlega sfldveiðirt brást, var ekkert um reknetja- veiði að þessu sinni. Nokkur skip stunduðu ísfiskflutninga um vor- ið og haustið, enda var megin- hlutinn af þeim fiski, fluttur út ísvarinn, þar sem möguleikar til hagnýtingar á fiski í Norðlend- ingafjórðungi eru mjög takmark- aðir vegna skorts á frystihúsum. Um haustið voru flest 8 bátar í þeSsum flutníngum í nóvember. Gæftir og aflabrögð. Svo sem áður getur voru þorsk- veiðar töluvert stundaðar um vorið við Norðurland, og varð megin hlutinn af þeim fiski flutt- ur út ísvarinn. Var afli þá óft mjög sæmilegur. Um sumarið var útgerð á þörskveiðar mjög lítil og þá helzt á smáum bátum, en um haustið var óvenju mikið um þorskútgerð og var þá einnig megin hluti fisksins fluttur út ís- varinn, en aðrir möguleíkar til hagnýtingar á fiskinuirt eru mjög takmarkaðir eins og áður var um getið. Gæftir voru oft sæmilega góðar um haustið og afli víðast hvar einnig góðUr.“ - Fokdreif ar (Framhald af 4. síðu). ..Mundi vei-a hægt að koma slíkri kynningarför til Rússlands á laggirnar?11 „Hver veit,“ svaraði Vishinsky. „Er þetta kannske opinbert heimboð?“ spurði einn blaða- manrtanna. „Sussu nei, bara mín persónu- lega skoðun.“ Og þar með stóð utanríkisráðherrann á fætur og gekk að afgreiðsluborðinu til þess að fá sér kaffisópa áðúr en hánn lagði upp í síðasta áfangann til New York, en þar er hann, sem kunnugt er aðalfulltrúi ráð- stjórnarinnar á þingi S. Þ. Óskilalanib Mér hefur verið dregið lainb, sem ég á ekki, en er með mínu marki: Biti aftan bæði eyru. — Sá, sem kynni að eiga lamb þetta, gefi sig fram sem fyrst. Helgi Guðmundsson, Hallanda. Gengisfellingin á dögunum gaf blaðamönnum austan hafs og vestan tækifæri til margvíslegra hugleiðinga. Kenndi þar margra grasa og misjafnra. Skemmtilegt sýnishorn er þessi ritstjórnar- grein úr New York Times: Okkur hefir löngum verið kennt að tíminn sé peningar, en menn veita því jafnframt athygli, að um sl. helgi færðum við klukkuna án þess að það hefði í för með sér umsta’ng á borð við iað, þegar við breyttum gengi peninganna nú fyrir skemmstu. Það mætti því virðast, að auð- veldara sé að ráða við tímann en peníngana, enda þótt tíminn sé í rauninni alveg eins dularfullur og hin æðri fjármál. Það má sanna, að tíminn sé raunar ekki til — ekki áþreifanleg staðreynd — aftur á móti eru peningar áreiðanlega til, enda þótt tilvera Deirra sé oftast allt of skamm- vinn. Fyrir kemur að peningar — eins og tíminn — eru aðeins jægilegt form til þess að útfæra hugtök eins og skuldir og tekjur, laun og leigu, tolla og skatta. Á frainfarabraut. Samtíminn hefir náð mikilli leikni í því að fást við tímann. — Seneca lét svo ummælt, að auð- veldara væri að finna einingu meðal heimspekirtganna en með- al klukknanna í Róm til forna og hann yar sjálfur heimspekingur og vissi hvað hann var að tala um, Nítján hundruð ára þróun menningarinnar má m. a. marka af því að klukkunum ber nú ná- kvæmlega saman, en heimspek- ingarnir eru ekki sammála, síður en svo, og raunar miklu ósam- þykkari nú en á dögum Seneca. Og eitt þeirra efna, sem þeir deila mest um er peningar—hvað þeir eru, hvað þeir ættu að vera og hver ætti frekast að hafa þá í milli handa. Árdegi ög síðdegi. Ekki verður séð að Rómvérjar hinir fornu hafi haft hugmynd um að tíminn er peningar. Hin fyrstu 400 ár frá stofnun borgar- innar deildu þeir deginum í tvo hluta: Það var annað hvort árdegi eða síðdegi. Nauðsynlegt var að vita hvað tímanum leið að þessu leyti, því að lögin sögðu að ékki mætti taka mál til dóihs eftir há- degi. Áríðandi var því að vita hVenær sólin Var hálfrtuð á ferð sinni. Um það bil er fyrsta pún- verska stríðið hófst, var tekið upp grísk stundatalning og Rómverj- ar sáu sína fyrstu sólskífu. Þeir höfðu tekið hana að herfangi frá Grikkjum á Sikiley. Hún var sett upp í miðri borginni, þar sem kosningar fóru fram. Þessi sól- skífa, sem vai’paði skuggum á af- markaða steina, var hið mesta þing og sýndi nákvæmlega hvað tímanum leið meðan hún var suð- ur á Catana á Sikiley, en hún var ekki byggð fyrir Róm, sem er á annarri breiddargráðu. Tímanum tekið með jafnaðargeði. Klukkurnar, sem Seneca kvart- aði undan að ekki bæri saman, voru hinar frægu vatnsklukkur, sem Rómverjar kynntust hjá Egyptum. Vatn rann í ákveðnu magni inn í gagnsæan sívalning, sem merktur var láréttum línum og sýndu hversu mikið vatn hafði runnið í geyminn fyrir hverjar tólf klukkustundir sólarhringsins og á hverjum mánúði ársins. — Klukkur þessar urðu flóknari en þetta, er að því kom að telja dag- ana og árin, en þeim kom aldrei saman um það nákvæmlega, hvað klukkan raunverulega var á degi hverjum. En Rómverjar virtust taka því með jafnaðargeði. Þurftu ekki sumartíma. Sumartími — til þess að spara dagsbirtuna — eins og sá, sem við þekkjum og hurfum frá um sl. helgi, — var aldrei neitt vanda- mál í Róm. Deginum, hvort sem hann var stuttur eða langur — var skipt í tólf stundir. Um vetr- arsólstöður kom sólin upp kl. 7,33 og gekk undir kl. 4,27. „Stundin“ á þessum degi var að- eins 45 mínútuna löng, og maður, sem vann átta stundir, slapp með sex stundir fyrir vikið. En eftir því sem dagurinn lengdist varð hann að vinna lengúr. Þegar sól- argangur var lengstur hófst dag- urinn kl. 4,27 og endaði kl. 7,33. Hver „stund“ var þá raunar klukkustund og kortér og átta stunda vinnudagur var þá orðinn tíu klukkustunda vinna. Þetta var öfugt að nóttunni. Þá voru stundirnar langar að vetrinum en stuttar að sumrinu. Eilíf leit. Þessi einföldu atriði öll höfðu geysimikil áhrif á líf í heimsborg inni í þá daga, segir kunnur sagn- fræðingur, sem um þetta hefir ritað. Þótt Róm iðaði ag lífi og starfi, var kyrrlátu lífi samt eigi varpað fyrir borð og þar var hún fremri mörgum heimsborgum nú- tímans. Lífið og starfið hélzt í hendur við stundirnar, hvort sem þær voru langar eða stuttar, minnti þannig um margt á heil- brigt sveitalíf, enda þótt í stór- borg væri. Líklegast er ekki o£ sagt, að margir borgarbúar leiti enn að þessu — að lífi, sem býður upp á tækifæri borgarlífsins ef svo Vill við horfa, en geymir samt hið skyhsamlega og heilbrigða stundaglas og lífshráða sveit- anna. (Lausl. þýtt).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.