Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 1949 ÍÞRÓTTER OG ÚIILÍF Eva eða Aníta? Saga eftir Allan Vaughan Elston 8. DAGUR. (Fi'amhald). „Sú er ekki bangin“, sagði Cawfield læknir. „Vitnar bara í ritninguna til þess að hressa upp á blekkingar sínar.“ Um leið og þau gengu út, sagði Whipple: „Hún svaraði vel fyrir sig, var það ekki? En þetta er nú búið og nú verður hún afhent lög- reglunni í Detroit. Eg verð fegin að losna við hana. Hvert skal nú halda, herra Marsh?“ „Við förum á hótel“, svaraði Roger. „Gistum þar í nótt. Höld- um heim á morgun.“ Effie, læknirinn og Roger fengu sér bíl og óku á hótel. Á náttborð- inu á hótelinu lá biblía. Roger fletti upp í henni áMatteusarguð- spjalli, 19. kapítula, 5. versi. Þar stóð: „Fyrir því skal maður yfir- gefa föður og móður og búa við eiginkonu sína og þau tvö skulu vera eitt hold.... “ Þegar leiguflugvél Rogers Marsh settist á flugvöllinn í Balti- more, sá hann þegar að fjöldi manna beið hans hjá flugskýlinu. Þar mundu blaðamennirnir fremstir í flokki. „Nei, og sjáðu, Roger“, hrópaði Effie Foster. „Þarna eru Carey föðurbróðir þinn og Harriet frænka“. „Það er víst allur bærinn þarna“, stundi Roger. „Fari þeir til fjandans! Aldrei fær maður að vera í friði.“ Roger þrengdi sér áfram í gegn um flugvallarhliðið og neitaði al- gjörlega að svara nokkurri spurn- ingu blaðamannanna. Hann lét þeim Effie og lækninum það eftir, að kljást við þá. Hann reyndi að- eins að komast undan, en föður- bróðir hans og frænka fylgdu fast eftir. Carey föðurbróðir kvartaði sárlega undan því, að blaðamenn- irnir hefðu vakið sig klukkan fjögur um morguninn. „Og ég krefst þess að fá að vita, hvað þú hyggst gera í málinu", sagði hann og var þegar orðinn ofsareiður. Carey var hnellinn karl, sköllóttur og nokkuð harð- legur á svip eins og ættin. Harriet var aftur á móti há og grannvax- in. „Eg ætla ekkert að gera“, svar- aði Roger. „Þú átt við að þú ætlir að láta þessa snápa draga nafn Marshfjöl skyldunnar inn í svona glæpa- mál?“ „Hættið þessu“, sagði Harriet frænka. „Já, hættið, hættið, þennan són er ég búinn að heyra í fjörutíu ár. En geturðu nú ekki verið svolítið ákveðnari á svona tímum? Sérðu ekki, manneskja, hvað þetta þýð- ir fyrir okkur öll? Þetta er allt saman til niðrunar fyrir ættina qg fjölskylduna. Og þú Roger, hlust- aðu nú á mig: Við förum öll fjögur til Suður-Ameríku strax á morgun og bíðum þar meðan ó- veðrið gengur yfir. Þá geta þeir ekki neytt okkur til þess að mæta við réttarhöldin.“ „Þú getur flúið ef þú vilt“, sagði Roger. „En ég vei'ð kyrr.“ í þessu augnabliki komu þau að bíl Careys. Þar náði Leslie Pax- ton, félagi Rogers á málafærslu- skrifstofunni, þeim og hann skýrði Roger frá því helzta, sem blöðin hefðu sagt um málið þá um morguninn. „Þau eru búin að fá að vita um fortíð Jake Lang, sem áður hét Jake Blythe. Hann var svindlari og dó fyrir nokkrum árum. Hann var ættaður frá Ari- zona. Gamlar fæðingarskýrslur sýna, að tvíburasystur fæddust honum og konu hans fyrir 30 ár- um. Systurnar voru skírðar Eve- lyn og Aníta. Þetta eru stað- reyndir, sem ekki er hægt að komast fram hjá.“ „Mér er það þegar ljóst,“ svar,- aði Roger. „Eva Lang er mágkona min. Þar byrjar ævintýrið." „Þeir eru búnir að flytja hana til Detroit". hélt Paxton áfram. „Og þar fara réttarhöldin fram. Sérðu ekki, maður, hvernig mál- ið liggur fyrir? Þú kemst ekki hjá því að taka tillit til þess“. ! : :v'd. .,../•*>]\ -ij.fbb „Mér hefur aldrei dottið annað í hug er að taka tillit til þess. Þess Vegná ætla ég að biðja þig að koma með mér til Detroit." „Mig? Hvers vegna mig?“ „Vegna þess að þú ert lögfræð- ingur og félagi minn. Eg vil að þú segir Evu Lang að þú sért minn fulltrúi í málinu. Ennfremur að ég, sem mágur hennar, bjóðist til þess að útvega færasta lögfræð- ing Detroit-borgar til þess að taka mál hennar að sér. En taktu það skýrt fram, að ég geri þetta ekki sem eiginmaður hennar, heldur sem mágur hennar.“ „En ef hún er sek“, spurði Pax- ton, „er þá ekki betra að blanda sér ekki í málið?“ bwwbt— „Hvort sem hún er sek eða sakaus, er hún systir Anítu. Og Aníta mundi vilja að ég rétti henni hjálparhönd." Nú var Carey föðurbróðir nóg boðið. Og hann andmælti þessari ráðagerð kröftuglega. En Harriet frænka tók orðið af honum. „Þetta er reglulega fallega gert, Roger,“ sagði hún, „og raunar alltof manneskjulegt til þess að líkjast Marshfjölskyldunni. Þú ert heiðursmaður, Roger". Leslie Paxton samþykkti loks- ins ráðagerð Rogers. Hann mundi fara til Detroit þegar þenna sama dag. (Framh.). Skautafélag Akureyrar berst nú fyrir því að fá ákveðið svæði til skautaferða og þar sem marga daga okkar langa vetrar væri hægt að iðka þessa góðu íþrótt. Tún Ræktunarfél. Norður- lands, neðan við Gróðrarstöðina, er eftirsótt í þessu augnamiði. Gott væri vissulega, ef bæjar- stjórn Ak. sæi sér og bænum fært að útvega Skautafélaginu blettinn til þessara afnota. Rækt- unarfélagið verður vitanlega að fá eitthvað — helzt landssvæði — fyrir snúð sinn, svo að nokkru verður hér til að kosta, en það er og mikilsvert, að fólkinu í bænum gefist kostur á að sækja hollan og góðan skemmtistað þegar vetrar, og laðist þá frekar frá öðru, sem vafasamt gildi hefir, eða skaðlegt er. Staðurinn er að vísu nokkuð langt frá mörgum bæjar- búum, en seinna verður vonandi hægt að stunda skautaferðir á hlaupabrautum nýja íþróttavall- arins. En þess verður eitthvað að bíða og þá enn þörf svæðis innan við bæinn fyrir þá sem í Inn- bænum búa. En reynslan sýnir að þar vaxa upp fleiri áhugamenn um vetraríþróttir en í öðrum bæj- arhlutum. Bæði skautamenn og skíðafólk hefir þar betri aðstöðu til æfinga og er gott að afleiðing þess sé skilin og viðurkennd. Sundlaugin gamla og nýja. Sundlaug Akureyrar er all- mikið notuð þessa góu haust- og vetrar-daga. Er það aðallega skólafólk ,sem stundar á þessum tíma sund í stað leikfimi. En svo er jafnframt verið að 'vinna við nýju laugina og aðrar viðbótarbyggingar. Þarna neðst verður yfirbyggð æfingastund- laug 6x12, reyndar ekki stór en mjög þörf til notkunar að vetr- inum. Yfir hana verður steypt næstu daga og svo hægt að vinna þar inni í vetur. Næsta vetur ætti hún að vera til, ef ekki stendur á einhverju sérstöku. Tvær hæðir eiga að byggjast þarna ofan á, sú næsta fyrir búningsklefa og sú efri fyrir gufuböð o. fl. Sjálf stóra laugin, sundhöll Akureyrar, sem ætlaður er staður austur með íþróttahúsinu að norðan, bíður betri tíma og meiri sundáhuga hjá bæjarbúum. —o— „Það er gaman í íþróttahúsinu". Kynnið ykkur starfsemina í íþróttahúsinu, talið við umsjón- arfólkið eða kennara og þið mun- ið komast að raun um að þar er mögulegt að taka á móti ykkur líka og að þar er gaman og gott að vera stund og stund, einnig fyrir ykkur. Leiðrétting. í síðasta þætti var þess getið að Guðrún Georgsdóttir hefði hlaup ið 100 m. á 30.8 sek. á innanfé- lagsmóti Þórs. Þótti sumum það lítið afrek! Vegalengdin átti að vera 200 m. —o— Nýja íþróttasvæðið. Það er nú ekkert fagurt yfir að líta ennþá, en þó miðar í áttina. Nú er búið að grjótleggja eða „púkka“ hlaupabrautirnar, hring inn, og byrjað að flytja í þær rauðamöl. Hópar skáta og íþi'óttafélaga — þó smærri en skyldi — hafa mætt til sjálfboða- vinnu, grafið ræsi, lagt rör og tínt grjót á bíla úti við Glerá og þannig ofurlítið flýtt fyrir því að öllum hér í bæ verði léttara fyrir að taka sér nokkura km. hlaupa- sprett og stökkva hæð sína í létt- um herklæðum o. s. frv. En nýja svæðið, brautirnar þar o. fl. munu beinlínis draga fólkið til sín, knýja það, karla og konur á aldrinum tveggja til níutíu og tveggja ára til leiks og íþrótta — bara eins og sleppt væri út kúm og kálfum á vordegi! Við skulum vona það a. m. k. — En margt er ógert áður en sá leikur getui' haf- izt og mjög mikilsvert að sem flestir hjálpi til við framkvæmd- irnar, komi til vinnu nokkra tíma, ef óskað er sjálfboðaliða, greiði nokkrar krónur í framkvæmdá- sjóðinn eða styðji og flýti fyrir á annan hátt. Þar ættu sem flestir 'að taka í strenginn. —o— „Fi rmakeppnin". Fyrir fjórum árum síðan keypti Golfklúbbur Akureyrar landið „Nýrækt" hér ofan við bæinn, með það fyrir augum, að breyta því í golfvöll, en þá var að því komið, að hinn gamli golfvöllur á Gleráreyrum, sem auk þess var allt of lítil, yrði tekinn til ann- arra nota fyrir bæinn. Auk kaupverðsins, sem var mjög hátt, var fyrirsjáanlegt, að verja yrði mjög miklu fé til þess að breyta landinu í fyrsta flokks golfvöll, þar sem m. a. væri hægt að halda landsmót í golfi, en klúbburinn fámennur og félítill. Var þá það ráð tekið, að efna til svonefndrar firmakeppni árlega, þar sem raunverulegir þátttak- endur voru ýms fyrirtæki í bæn- um, sem svo greiddu kr. 200.00 í þátttökugjald í hvert sinn. Var í því skyni útveg. veglegur bikar til verðlauna í keppni þessari. Er hann að sjálfsögðu farandbikar, sem aldrei vinnst til eignar, en firma það, sem keppnina vinnur hverfju sinni, fær lítinn bikar til eignar. Keppni þessari er hagað þann- ig, að hlutkesti ræður hvaða kylfingur (golfleikari) leikur fyr- ir hvert firma, en sjálf keppnin er útsláttai'keppni, þannig, að hver, sem einu sinni tapar, er úr leik. Fyrstu firmakeppnina hér vann Smjörlíkisgerð KEA og keppti Vernharður Sveinsson fyrir hana. Næstu keppni vann Sportvöru- og hljóðfæraverzlun Akueryrar, keppandi Jóhann Þorkelsson. í þriðja sinn vann Bókabúð Akur- eyrar, en Sigtryggur Júlíusson keppti þá fyrir hana, og nú í haust vann Bókabúð Akureyrar einnig firmakeppnina, en nú keppti Arnþór Þorsteinsson fyrir hana. Þess skal getið, að keppni þessi er forgjafarkeppni, þannig, að getumismunur keppendanna er jafnaður fyrirfram með auka- höggum, og standa þanmg allir jafnt að vígi í byrjun. —o— Gaman og alvara. • Kalle Lager skrifar gamansama kafla um íþróttir o. fl. í Sænska íþróttablaðið. Fyrir skömmu á þessa leið: „Sumir fullyrða að það vanti kímni og gaman í íþrótta- lífið, segja að íþróttaleiðtogar og þjálfarar séu álíka hláturmildir og egypsk múmía, að íþrótta- fréttirnar keppi við símaskrána sem skemmtilestui', og að íþrótta mennirnir sjálfir séu eins konar vesturlenzkir „fakirar", sem sofa á gaddadýnum, grafa sig lifandi og séu hræðilegir hverjum fjör- ugum félagsskap. Hörð orð, sem sjálfsagt er að reyna að hrekja. Bezt væri að geta lokkað þá, sem svona tala, inn í hópinn, sem er að æfa, láta þá þar a. m. k. renna grun' í íþróttanna ljómandi og glaða „frímúrari". En hér verður annað hendi nær. Við skulum reyna með ofurlítið úr blöðunum: „f knattspyrnukappleik í Cordoba í Argentínu gerði annað liðið upp- reisn gegn rangstöðuúrskurði dómara á þann hátt að taka sér sæti á vellinum og sitja til loka. Hitt líðið hélt áfi'am leiknum og sigraði með 20 : 0 mörkurn"! Það var þó fyndið, svo að um munaði! En við spyrjum, hvernig þetta var eiginlega framkvæmt? 20 : 0 er vissulega mikið ,en ef allt annað liðið og markmaður líka situr afskiptalaust, ætti þó ekki að vera ómögulegt að ná allt að 250 : 0 möi'kum, ef leikmenn eru snarir , snúningum við knöttinn tvo langa hálfleiki! Dómarann getum við ekki dæmt svo hart, þótt hann lofaði þeim að halda áfram til enda. Hann hefir sennilega verið ráðinn upp í tímakaup og þurft á „tí- kalli“ að halda! Svo lesum við um vininn Zato- pek, sem einhvers staðar var að keppa í langhlaupi í landskeppni. En allt í einu kom hann auga á einn landa sinn, sem kominn var upp á sigurvegarapallinn til að taka á móti verðlaunum. Kapt. Zatopek varð ör af gleði, geisaði inn af hlaupabrautinni til að óska landanum til hamingju, en sneri síðan innan stundar aftur til keppni sinnar, sem hann auðvitað lauk með sigri! Ef sagan er sönn gefur hún til— efni margra skemmtilegra við- horfa. Hlauparinn er þá ekki lengur þrælbundinn við brautina eins og galeiðuþrællinn við þóft- una eða hlaupastelpan við rokk- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.