Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 8
8 Daguk Miðvikudaginn 2. nóvember 1949 Góður og batnandi fjárhagur danska ríkisins Fjárlagafrumvarpið fyrir 1950-1951 þegar komið fram Danska ríkisþingið kom saman til íundar eítir sumarleyfin hinn 4. október og litlu seinna lagði fjármálaráðherrann fram greinar gerð um fjárhagsafkomu ríkisins á fjárhagsárinu 1. apríl 1948 til 31. marz 1949. Aðalniðurstaðan er, að rekstursafgangur hefir orðið á þessu tímabili, er nemur um 100 millj. króna. Tekjur ársins urðu 2.248 millj. kr., en útgjöldin 2.148 millj. kr. Á þessu tímabili lækkuðu einnig skuldir danska ríkisins við þjóð- bankann um 243 millj. kr., en til þessara skulda var mest megnis stofnað á stríðsárunum. Þar að auki afskrifaði ríkið útgjöld, sem stafa beinlínis af hersetu Þjóð- verja um 175 millj. kr. og standa þá eftir á þeim reikningi 385 millj. kr. Fjárlagafrumvarp næsta árs. Fjármálaráðherrann hefir þeg- ar lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir fjárhagsárið 1. apríl 1950 til 31. marz 1951. Frpmvarpið gerir ráð fyrir rekstúrsafgangi 9,5 millj. kr. Útgjöldin eru áætluð 2.057 millj., en tekjurnar 2.066 millj. Reiknað er með sömu tekjustofnum og syipuðum tekj- um af þeim og árið á undan. Gengislækkunin kostaði ríkið 375 millj. kr. Verðfelling dönsku krónunnar gagnvart dollar og nokkrum öðr- um myntum, þýðir verulegt gengistap fyrir danska ríkið á útlendum lánum, sem eiga. að greiðast í svissneskum frönkum eða dollurum. Alls nema þessi lán um 850 millj. og gengistapið því um 375 millj. Áætlað er að af- skrifa þessa upphæð á 10 ára tímabili. Dýrtíðarhættan fjarlægist. í ræðú þeirri, er fjármálaráð- herrann flutti er hann lagði fjár- lagafrumvarpið fyrir þingið, sagði hann, að ríkisstjórnin liti svo á, að vaxtahækkun væri óæskileg með tilliti til sparnaðar og fjár- söfnunar almennings og upp- byggingar landsins í heild. Hann taldi að dýrtíðarhættan í efna- hagslífi þjóðarinnar væri að fjar- lægjast, að nokkru vegna þess að peningar í umferð hefðu minnkað á síðari árum og einnig vegna þess að miklu meira vöruúrval væri nú í landinu en fyrr. Fjárhagsástandið í Danmörku. Ríkisstjórnin birti Ríkisdegin- um yfirlit um efnahagsþróunina í landinu á árinu 1949. Einna at- hyglisverðast í þessari skýrslu er greiðslujöfnuðurinn við útlönd, sem nú er ætlað að verði óhag- stæður um 635 millj. króna á þessu ári í stað 590 millj., sem upphaflega var reiknað með. — Ástæðan til þess er fyrst og fremst minnkandi tekjur af flutningsgjöldum skipaflotans. — Framleiðsla landsins mun aftur á móti verða mun meiri en ætlað var að hún mundi verða um sl. áramót. Framleiðsluverðmæti Dana er áætlað 18.187 millj. kr. Árið 1948 var það 17.366 millj. Er verðlag ársins 1947 lagt til grundvallar báðum þessum töl- um. Aukningin hefir aðallega orðið innan landbúnaðar, iðnaðar og handverks. Atvinna innan iðn- aðarins hefir verið svipuð á þessu ári og var 1948 og aukningin mest megnis til oi'ðin fyrir meiri af- köst á hvern vinnandi mann. Reykjavíkur- ferðir aðeins tvisvar í viku Nú um mánaðamótin hættu hinar daglegu hraðferðir póst- stjórnarinnar landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar, enda þótt akvegir séu eins og þeir eru beztir á sumrin. Framvegis verða ferðir tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum frá Reykja vík kl. 8 árdegis, og á miðviku- dögum og laugardögum frá Ak- ureyri, einnig kl. 8 árd. Allgóður afli frá eyfirzkum verstöðvum Allgóður afli hefir verið að undanförnu frá eyfirzkum ver- stöðvum, einkum þó af ýsu. Nú er ráðgert að senda fisk ísvarinn á brezkan markað og er m.s. Snæ- fell nýlega farið til Hríeseyjar og Dalvíkur til þess að taka fisk af bátum. Alþýðuflokksforingj- unum brást reikn- ingslistin Það, hefir vakið athygli hér á Akureyri, að Alþýðublaðið skýrði frá því sl. laugardag, að 11 atkvæða muiiur hafi ráðið því að Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Alþýðuflokkurinn hlaut 11. uppbótarþingsætið. Þetta þykir benda til þess að Alþýðuflokksforingjunum hér heldur fatast í reikningslist- inni fyrst íhaldsbræðralagið hefir þannig bcinlínis orðið til þess að svipta þeirra eigin flokk þingsæti! Um forustu- sauð þessara viðskipta má segja: Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka. é ■- ... ....... Reykvíkingar sigruðu í landskeppninni í bridge Landskeppni í bridge fór fram hér í bænum nú um og eftir helgina. Þátttakendur voru 4 sveitir, sveit Lárusar Karlssonar og sveit Ragnars Jóhannessonar úr Reykjavik, sveit Vilhjálms Sig urðssonar frá Siglufirði og sveit Svavars Zóphóníassonar, Akur- eyri. Fyrsta umferð Var spiluð á sunnudaginn og vann sveit Lár- usar þá sveit Svavars með 22 stigum, en sveit Ragnars og Vil- hjálms gerðu jafntefli. Á mánu- daginn lauk 2. umferð svo, að sveit Lárusar vann sveit Vil- hjálms með 10 stigum og sveit Ragnars vann sveit Svavars með 12 stigum. Síðari hluta dags var síðasta umferð spUuð og fóru leikar þannig, að sveit Lárusar vann sveit Ragnars með 9 stigum og þar með landskeppnina. Sveit- ir Svavax-s oð Vilhjálms gerðu jafntefli. KVÖLDVÖIÍU heldur Austfirðingafélagið miðvikudaginn 9. nóyember að Gildaskála Kea kl. 81/, e. h. Skem m tiatrið i: Skuggamyndir, eftirhermur, söngur með gítarspili og fé- lagsvist. Aðgangur gi'eiðist við inn- ganginn. Takið með spil. Mætið stundvíslega. NEFNDIN. Kröfunni um stjórnlagaþing vex fylgi Tekið undir stjórnarskrártillögur Austfirðinga og Norðlendinga í „Eimreiðinni“ f ritstjórnargrein í nýju hefti af Eimreiðinni ræðir ritstjórinn, Sveinn Sigurðsson, allýtarlega um stjórnarskrármálið og álykt- anir Þingvallafundarins í sumar, sem lialdinn var urn tillögur Aust firðinga og Norðlendinga í stjórn- arskrármálinu. Er þar tekið undir kröfu Fjórðungssambandanna um sérstakt stjórnlagaþing og einnig undir höfuðatriði til- lagnanna um nýja stjórnar- skrá. í greininni í Eimreiðinni segir m. a. svo: Stjórnlagaþing. Fimm ár eru nú liðin síðan ísland varð lýðveldi, og enn hefir því ekki verið sett sú hin nýja stjórnarskrá, sem þing- flokkarnir lofuðu að setja. Það hefir komið í Ijós, að Al- þingi, eins og þar er háttað, virðist ekki hafa skilyrði til að leysa þetta mál. Þess vegna er krafan um sérstakt þar til kjörið stjórnlagaþing fram komin, og þeirri kröfu vex stöðugt fylgi. Tillögur þær um stjórnarskrá og stjórnarlög, sem áhugamenn um allt land, án tillits til núverandi stjórn- málaflokka, hafa á takteinum, eru fyrst fram komnar á Aust- ur- og Norðurlandi. Þær eiga ekki upptök sín hjá neinum sérstökum stjórnmálaflokki. Hin nýja stjórnarskrá. Eimreiðin greinir síðan ná- kvæmlega frá ályktunum Þingvallafundarins í sumar um aðalatriði hinnar nýju stjórnarskrár, en sem kunn- ugt er, voru þær ályktanir mjög í sama anda og tillögur Austfirðinga og Norðlend- inga. Síðan segir svo: „Ályktanir Þingvallafund- arins eru aðeins um megin- drætti í væntanlegri stjórn- skipan. Um einstök atriði í til- lögunum munu eðlilega verða Stjórn Stefáns Jóhanns situr enn í gær var engin breyting oi'ðin á stjórnmálaástandinu í landinu. Stjói’n Stefáns Jóhanns hafði ekki formlega sagt af sér né heldur hafði lausnarbeiðni ráðherra Fi-amsóknarflpkksins vei'ið svar- að. Hins vegar var búizt við því, að eitthvað mundi gerast í þess- um málum í dag. — Væntanleg stjórnarmyndun er helzta um- ræðuefni manna um land allt, en aðalblöð stjói'nmálaflokkanna eru fáorð um þá hluti og enginn af forustumönnum flokkanna hefir látið uppi opinbei'lega álit sitt á horfunum. Vantar litla íbúð, Iiel/.t sem næst miðbænum. Afgr. vísar á. skiptar skoðanir. Má þar til nefna tillögurnar um skipt- ingu landsins í fimm fylki, sem þá kæmu í stað fjórð- ungaskiptanna nú. Um þetta og fleira mun þurfa að ræða ýtarlegar, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar, enda virðist hér fremur um að ræða stjórnarfarsákvæði en beint stjórnarskráratriði. En málið er komið á þann rekspöl, að vænta má góðs árangurs. — Fjórðungssambönd hafa verið stofnuð til að fylgja því fram til sigurs, og ný eru í undir- búningi. Farsæl niðurstaða fæst með sameinuðu átaki þjóðarinnar allrar, og sem al- þjóðarmál en ekki sem flokks- mál, liggur það fyrir til úr- lausnar.“ Hætt við fyrir- hleðslur í Laxá Rafveitustjói'nin hefir nýlega samþykkt að hverfa frá fyrri áætlunum um fyi'ii'hleðslur við upptök Laxár til vai-nar krapa- stíflum vegna þess að kostnaður við verkið var talinn of mikill. — Hins vegar hefir í'afveitustjórnin enga grein gert bæjai'mönnum fyrir því, hvei'jar ráðstafanir — ef nokki-ar eru — hún hefir gei't til þess að í'eyna að fyi'ii’byggja rafmagnstruflanir af völdum kraps né heldur hvort möguleikar séu á því að tryggja stöðugan rafmagnsstraum til bæjai'ins að vetrinum án gífurlegs kostnaðai'. Norðmenn framleiða mikil verðmaTÍ úr þangi Norðmenn eiga eina vei'ksmiðju til þess að vinna verðmæt efni úr þangi og varð framleiðsla hennar um 3 millj. ki-óna vix'ði á sl. ái'i. En miklir möguleikar ei-u til aukningar. Nýlega hefir vísinda- maðurinn dr. Henrik Piintz lokið rannsókn á þangbirgðum við strendur Noregs. Niðui'staða hans er að þangbirgðii’nar séu 20 millj. tonn og verðmæt efni, sem mætti vinna úr þeim nemi hundruðum milljóna króna. Ráðstefna bifreiðastjóra Bifreiðastjórai'áðstefna verður haldin í Reykjavík í byx'jun þessa mánaðai', og munu sækja hana um 60—70 bifi'eiðastjói'ar víðs vegar að af landinu. Á ráðstefn- unni verður rætt um hagsmuna- mál bifi'eiðasttjói'astéttarinnar og skipulagsmál, og má búast við, að á ráðstefnu þessari verði ræddur undii'búningur landsambands, sem síðar verði landsamband stéttai'innar innan Alþýðusam- bandsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.