Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 16. nóvember 1949 Undirbúningur er hafinn að minn- ingarlundi Jóns biskups Arasonar að Grýfu Samtök hafin í Munkaþverársökn - leitað til Eyfirðinga um f járframlög Vifabygging á Hrólfsskeri og í Lundey - landfökuviti á Dalatanga r Alyktanir 18. fjórðungsþings fiskideildanna Séra Benjamín Kristjánsson heíir sent blaðinu athyglisverða grein um minningarlund Jóns biskups Arasonar að Grýtu. Er þar greint frá samtökum manna í Munkaþverársókn til þess að stofna lundinn fyrir 400 ára dán- arafmæli biskupsins og greint frá því, að eigendur Grýtu hafi þegar gefið land undir lundinn. Grein Benjamíns fer hér á eftir. Á næsta ári ,hinn 7. nóv. 1950, eru fjögur hundruð ár liðin frá lífláti Jóns biskups Arasonar. Með honum hneig í hadd jarð- ar síðasti íslendingur sinnar tíðar, eins og Jón Sigurðsson komst að orði, sá maður, sem mat land sitt, þjóð sína, tungu og kirkju framar öllu og hikaði ekki við að berjast til síðasta blóðdropa fyrir heill þjóðar sinnar, þó að hann stæði einn gegn ofurefli hinnar dönsku éinvaldsstjórnar. Var hann ekki aðeins hinn mesti kirkjuhöfðingi þeirra tíma, heldur og höfuðskör- ungur í baráttunni fyrir íslenzk- um landsréttindum og andæfandi þess kúgunarvalds, sem þá læsti klóm sínum um eignir og óðul íslendinga og óðum var að færa þá í fjötra andlegrar og efnahags- íegrar fátæktar. Auk þess var Jón biskup'hið ágætasta skáld og bú- inn flestum þeim meginkostum, sem vel eru til forust'u fallnir, enda varð hann ástsæll mjög af Norðlendingum. Sýnir ekkert betur þann sára hax-m, er ríkti hér norðanlands eftir þá feðga, en þjóðsagan um það, að þegar lík þeirra voru flutt til Hóla, tók Líkaböng að hringja sjálfkrafa og hélt áfram með vaxandi þunga, unz hún sprakk. Er nú í tilefni af 400 ára dánar- afmæli Jóns biskups verið að reisa turn mikinn að Hólum, hið veglegasta minnismerki, sem lok- ið verður við á sumri komanda. En þar sem Jón Arason var kynborinn Eyfirðingur í ættir fram, venjulegast talinn fæddur á Grýtu og áreiðanlega alinn þar upp, enda hlaut hann uppfræðing sína í klaustrinu á Munkaþverá, þar sem móðurfrændi hans var ábóti; einnig var hann um skeið prestur og prófastur á Hrafnagili hinn fyrra hlut ævi sinnar, þá þótti það vel við eiga, að hlynnt væri einnig að minningu hans hér á æskustöðvunum, og er það ekki vonum fyrr að Eyfirðingar geri eitthvað i því efni, því að all- ir munu þeir eiga ættir sínar til hans að rekja. Hafa nokkrir menn í Munkaþverársókn gengizt fyrir því, að hafin eru almenn samskot til að koma upp gróðurreit á Grýtu, sem vera skal minningar- lundur um ævistarf og frelsisbar- áttu þessa merkilega manns. Eigendur Grýtu, frú Rósa Jón- asdóttir og böi-n hennar, hafa lát- ið af höndum land, sem vera mun um IV2 ha að stærð, í þessu skyni og gefið þar með fé mikið. Er staðurinn hið bezta fallinn fyrir fagran trjágarð, og er það ætlun nefndarinnar, að láta við fyrstu hentugleika girða hann ramm- lega, og reisa að honum vandað hlið, þar sem komið verður fyrir minningartöflum í hliðstólpum, en síðar verði reistur minnisvarði í garðinum sjálfum, myndastytta eða krossmark. Þá er einnig svo til ætlazt, að plantað verði í garðinn allan á vori komanda og þannig gengið frá honum að mestu á næsta ári. Nefnd sú, sem kosin var til að koma máli þessu í framkvæmd, hefir hafið fjársöfnun, sem þegar hefir borið mjög góðan árangur. Verður samskotalisti birtur smám saman hér í blaðinu. En allmikið fé mun þurfa tií þessara fram- kvæmda, og efast nefndin ekki um að sem flestir Eyfirðingar nær og fjær muni vilja leggja fram sinn skerf til þessa máls og heiðra með því minningu þessa forföður síns á þann hátt, að jafnframt verði að því varanleg héraðsprýði. í nefndinni eiga sæti: Guð- mundur Jónsson, garðyrkjumað- ur, Brúnalaug, formaður, Benja- mín Kristjánsson, prestur, Syðra- Laugalandi, ritari, Garðar Hall- dórsson, oddviti, Rifkelsstöðum, gjaldkeri, Guðmundur Sigur- geh-sson, bóndi, Klauf og Gunn- fríður Bjarnadóttir, frú, Björk. Má koma gjöfum til einhvers þessara nefndarmanna, Kaupfé- lags Eyfirðinga, Akureyri, eða blaðanna Dags og íslendings, sem góðfúslega hafa lofazt til að taka á móti samskotum. Forsetakjör á Alþingi í gær í gær voru kjörnir forsetar deilda og forseti sameinaðs Al- þingis. Féll kosning þannig, að Steingrímur Steinþórsson var kosinn forseti sameinaðs þings, í þriðju atrennu ,með 25 atkv. Jón Pálmason fékk 19. Fyrsti vara- forseti er Þorsteinn Þorsteinsson, og 2. varaforseti Ingólfur Jóns- son. Forseti neðri deildar var kjörinn Sigurður Bjarnason, 1. varaforseti Finnur Jónsson, og 2. varaforseti Jónas G. Rafnar. í efri deild var Bernharð Stefáns- son kosinn forseti, 1. varaforseti Rannveig Þorsteinsdóttir, og 2. varaforseti Lárus Jóhannesson. Daguk1 f,—1 — Fyrsta atóm-leikritið uppfært Fyrsta leikritið, sem fjallar um kjarnorkuna, hefir verið uppfært ó hollenzka leikhús- inu í Amsterdam. —Leikritið heitir „Veröldin á engan bið- sal“ og er eftir kunnan hol- Ienzkan höfund, Maurits Dekker. Leikritið fjallar um líf og baráttu ungs vísinda- manns, sem neitar að halda áfram rannsóknum sínum á kjarnorkunni, ekki af því að hann haldi að hann geti þar með stöðvað þróunina innan þessarar vísindagreinar, held- ur af því að hann vill varðveita samvizku sína hreina gagnvart guði og mannkyninu. — Þetta leikrit hefir þegar vakið mikla athygli í Hollandi. t ■---- Jj Nýja dráttarbrautin boðin út til Jeigu Hafnarnefnd hefir samþykkt, að bjóða nýju dráítarbrautina á Gleráreyrum út til leigu og sé tilboðum skilað fyrir 5. des. n.k. — Ríkisútvarpið (Framhald af 1. síðu). hiklaust fullyrða að útvarpsnot- endur hér norðanlands, og þá sérstaklega hér í bæ og héraði, hafi mikinn áhuga fyrir þessu máli og muni leggja því lið. Sjálfstæð útvarpsstarfsemi hér. Eins og málið liggur fyrir er fyrst og fremst um að ræða að feisa endurvarpsstöð, sem endur- varpi dagskrá Ríkisútvarpsins og tryggi, að hlustendur geti notið hennar fyrir truflunum erlendra stöðva. En slikar endurvarps-; stöðvar eru einnig nauðsynleg tæki, er að því kemur að fella. dagskrá frá ýmsum landshlutum inn í aðaldagskrá Ríkisútvarps- ins og stofna þar með til útvarps- starfsemi utan Reykjavíkur. — Þetta er það markmið, sem stefna ber að og það ,sem koma skal. — Slík aðstaða mundi hafa mikil og: uppöi-vandi áhrif á hvers konar menningarstárfsemi úti á landi, veita mönnum þar tækifæri til þess að koma áhugamálum sínum og listgreinum á framfæri og jafnframt gera alla dagskrána fjölbreyttari en nú er. Útvarpið mun sækja um byggingaleyfi. Ætlunin er, að reisa endur- varpsstÖð hér ofan við bæinn og: mun útvarpið sækja um bygg- ingaleyfi þar til bæjarins strax og' séð verður hvenær búast má við að hægt verði að koma stöðinni upp. Eins og nú standa sakir velt' ur mest á því, að fjárfestingar- leyfi fáist. Verður að vænta þess,. að það leyfi verði veitt verði nokkur tök á því. f síðasta blaði var greint frá ályktun fjórðungsþings fiski- deildanna hér norðanlands um landhelgismál. Þingið gerði ýms- ar fíeiri ályktanir um málefni sjávarútvegsins og verður nokk- urra þeirra helztu getið hér á eftir: „Fjörðungsþing Norðelndinga- fjórðungs, haldið ó Akureyri frá 1.—3. nóvember 1949, skorar á næsta Fiskiþing að beita sér fyrir því, að vitar verði byggðir á Hrólfsskeri við Eyjafjörð og á Lundey við Skjálfahda.“ Greinargerð: Á fjölmörgum fjórðungsþingum undanfarandi hafa borizt fjöl- margar áskoranir um vitabygg- ingu á Hrólfsskeri við Eyjafjörð og Lundey á Skjálfanda. Þing eftir þing hafa mál þessi verið rædd og samþykktir gerðar mál- um þessum til framdráttar. Altl hefir komið fyrir ekki, en staðir þessir umvafðir dimmu og drunga, og hættur vofa yfir hverjum sjófaranda er ferðast fram hjá skuggaskerjum þessum, og við sem þekkjum staðhætti alla, erum undrandi yfir þeim seinagangi og á því sleifarlagi er ríkir í málum þessum. Enn á ný skorum við á j-áða- menn vitamálanna, og væntum vér þess festlega að hafizt verði handa um byggingu áðurnefndra vita svo fljótt sem auðið er. Ennfremur var svofelld tillaga samþykkt: „Fjórðungsþing Norðlendinga- fjórðungs, haldið á Akureyri dag- ana 1.—3. nóv. 1949, skorar á væntanlegt Fiskiþing, að það beiti sér fyrir því, að nú á næst- unni, eða svo fljótt, sem verða má, að Radio-landtökuviti verði reistur á Dalatanga. Þar sem togaraútvegur er nú hafinn frá Norðurlandi, og íeiðir togaranna liggja til og frá land- inu frá Austfjörðum, mundi það auðvelda landtökuna að stórum mun, ef góður landtökuviti yrði riestur á Daaltanga. Verðákvörðun afurða bátaút- vegsins. Framsögumaður Valtýr Þorsteinsson. Tillaga og greiriar- gerð: „Fjórðungsþing Fiskideilda Noi'ðlendingafjórðungs, haldið á Akureyri 1.—3. nóvember 1949, skorar á Fiskxmálastjóra ogpiski- þing að beita sér fyi-ir því, að sett verði löggjöf um vei-ðlagsrráð sjávarútvegsins. Greinargerð: Svo sem kunnugt er, hefir mjög mikið skort á, að verðlag hinna ýmsu afurða bátaútvegsins hafi vex'ið nægilega hátt til að geta borið uppi framleiðslukostn- áð þeiri'a. Til að leitast við að fá úr þessu bætt hefir Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna kosið sér- staka nefnd, vei'ðlagsi'áð, er héfir með höndum útreikninga á fram- leiðslukostnaðarverði ýmissa af- ui'ða bátaútvegsins. Hefir síðan verið unnið að því við opinbera aðila að fá vei'ðið viðurkennt. — Hefir orðið að þessu mikil bót frá því sem áður var ,en þó hefir komið í ljós að heppilegra væi'i og vænlegra til ái-angui's, að fá setta löggjöf um vei'ðlagsráð sjávarútvegsins, er hafi með höndum vei'ðlagningu á afurðum bátaútvegsins. Tillagan samþykkt með 11 at- kvæðum gegn 1. Fisksölusamlag Eyfirðinga. — Fi'amsögumaður Valtýr Þor- steinsson. Tillaga og gx-einargerð: „Fjói-ðungsþing Fiskifélags- deilda Norðlendingafjórðungs, haldið á Akui-eyi'i dagana 1.—3. nóvember 1949, skoi'ar á Fiski- málastjói-a og Fiskiþing, að hlut- ast til um það, að Fisksolusam- lagi Eyfii'ðinga verði bættur sá halli, sem varð á fiskútflutningi þess á sl. vorvertíð, þannig, að samlaginu vei'ði gei't fæx-t að greiða félagsmönnum fullt ábyrgðarverð fyrir fisk þein'a. Greinargerð: Þar sem ógei'legt var að af- setja afla togveiðibáta við Eyja- fjörð á sl. vorvertíð á annan hátt en með útflutningi í ísvöi'ðu ástandi, var Fisksölusamlagi Eyfii-ðinga falið að taka þann út- flutning að sér. Var sú í'áðstöfun gei'ð með samþykki Fiskábyrgð- arnefndar. Farnar voi'u þrjár sölufei'ðir, og gekk vel með sölu fyrsta fai-msins, en tveir hinir síðari lentu í mjög miklu mark- aðsfalli. Þótti þá sýnt, að mark- aður væi’i orðinn svo ótryggur, að ekki væi-i fært að halda áfram siglingum, enda hafði afli bát- anna breytzt þá svo til batnaðar, að ekki var ógerlegt að hagnýta hann í söltun. Ennfremur tók fi-ystihúsið í Hrísey til starfa um sama leyti og bætti það mjÖg um afsetningsmöguleika. Fjái'hags- útkoma samlagsins liggur ekki endanlega fyi'ir, en að sjálfsögðu mun Fiskábyrgðarnefndin verða látin fylgjast með reikningsupp- gjöri ,svo sem verið hefir. Að því er næst vei'ður komizt, mun þó mega ætla, að ekki verði unnt að gi'eiða meii'a en 55—60% af ábyrgðarvei'ði fisksins, og er nú þegai' búið að gi-eiða 50%. Er því augljóst, að hér er um mjög mik- ið tjón að ræða hjá samlagsmönn- um, ef ekki fæst úr bætt. Tillagan samþykkt í einu hljóði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.