Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Kyrrstaðan er stefna Sjálfstæðisflokksins. AGU Fiinmta síðan: Kynnið ykkur kosninga leiðbeininguna á 3. bls. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. janúar 1950 6. tbl. íhaldið vili kyrrstöðu í bænum Húsaleigunefndin átti að fyrirbyggja vöxt bæjar- ins og eflingu athafnalífsins, að sögn íslendings f síðasta tbl. íslcndings cr svar- að spurningu þeirri, sem borin var fram hér í blaðinu í sl. viku: Hvers vegna er Akurcyri vaxandi bær? Dagur leiddi rök að því, að vöxtur bæjarins og efling at- vinnulífsins byggðist á hinum mikiu framkvæmduin samvinnu- fclaganna hér. Þær framkvæmdir er sú „nýsköpun“, sem bezt hef- ur dugað bæjarfélaginu á undan- förnum árum og eru að verulegu leyti undirstaða efnahags- og at- vinnuöryggis bæjarmanna. Málgagn Sjálfstæðisflokksins er ekki á þessari skoðun, sem kunn- ugt er. í þeim herbúðum er talið að framkvaemdir samvinnufélag- anna séu til tjóns og niðurdreps fyrir bæinn. íhaldið vill þá skip- an bæjarmálanna, að athafna- menn á borð við Valgarð Stefáns- son og Odd Thorarensen séu sem mest einráðir í verzluninni til þess að þeir geti borið nógu há útsvör! Útsvarsgreiðslur „mátt- arstólpanna" leysi allan vanda bæjarmálanna! Þetta er megin- stefna íhaldsins í bæjarmálunum. Til þess að unnt sé að fram- kvæma hana, verður að fyrirr byggja, að bærinn geti vaxið, að samvinnufélögin fái viðunandi starfsskilyrði, að nýjum atvinnu- fyrirtækjum sé komið upp. Og síðasti íslendingur bendir á leið- ina: Hann ræðst á húsaleigunefnd fyrir áð hafa ekki fyrirbyggt vöxt bæjarins, kyrkt eflingu atvinnulífsins í fæðingunni. — Það er húsaleiguuefnd að kenna, segir íslendingur, að bærinn hefur vaxið! Þarna hafa menn kyrrstöðu- pólitík íhaldsins ómengaða. Bæj- armenn spyrja, og. ekki að ástæðulausu: Lifa. frambjóðend- ur og rithöfundar íhaldsins hér enn á öldinni sem leið? Hefur flokkur þeirra ekkert lært í 50 ár? Eða er Sveinn Bjarnason al- gerlega tekinn við stjórninni á flokksheimilinu hér? Ymsum finnst það líklegasta skýringin á hinum fomeskjulegu skrifum ís- lendings nú í seinni tíð. Rifrildi um keisarans skegg Oll nýsköpunarhersijigin er kom- in í háaril'rildi i'n af Jjví, hver flokk- % anna þriggja hafi staðið fyrir því að togararnir'komu til bæjarins. Er mest lagt upp úr tillögum og orða- gjálfri á jjessum cða himun fund- inum. Bæjarmenn vitá mæta vel, að skvaldur Jjcssara pólitísku spekúl- anta flutli ekki logarana í hæinn, hehlur pað fjdrmiign, sem eitislak- lingar í bcenum, Kaupfélag Eyfirð- inga og bæjarsjóður lögðu til mdls- ins. Það var undirstaða togarakaup- anna, en ekki innblástur Helga l’álssonar, Braga Sigurjt’mssonar og Tryggva Helgasonar. Sjáífsfæðisflokkurinn hér enn ákveðinn ðð beifa sér íyrir „úfburði" ufanbæjðrmanna Á „málefnayfirlýsingu“ þeirri, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út á dögunum í tilefni bæjarstjórn- arkosninganna, var lögð áherzla á, að framfylgja 3. grein húsa- leigulaganna „með fullri festu“ hér eftir. En eins og rakið hefur verið hér í blaðinu, fjallar 3. greinin um það, að heimilt er að láta bera fólk út úr íbúðum, sé það ólög- lega í þær komið. Hefur þessu lagaákvæði livergi verið fram- fylgt svo vitað sé og enginn stjómmálaflokkanna hefur heitið því að beita sér fyrir fram- kvæmdinni, fyrr en Sjálfstæðis- flokkurinn á Akureyri gerir það nú. Ekkert grín. Dagur benti á þessa staðreynd á dögunum, og minnti jafnframt á ,að það nálgaðist fullkomna ósvífni af Sjálfstæðisflokknum að gera einmitt þetta mál að stefnu- skráratriði, þar sem vitað væri að ýmsir þeir menn, sem prýða lista flokksins við þessar kosn- ingar, eru einmitt fluttir í bæinn án samþykkis húsaleigunefndar. En Sjálfstæðisflokknum er alvara í þessu máli. Þetta baráttumál hans er ekkert grín. íslendingur síoasti tekur ómildilega undir gagnrýni Dags og heldur fast við þann þátt málefnayfirlýsingarinn ar. Það er því augljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn hér hyggst beita sér . fyrir útburði utanbæjar- manna, ef hann fær aðstöðu til þess eftir kosningarnar. Kannske flokkurinn hyggist stofna sérstakt „útburðarstjóraembætti“ ef fá- tækraf.tr.starfið yrði lagt niður? iróifaleikvangurinn er eitt af þeim verkefnum, Sjálfstæðisflokkur- imi liefur engan áhuga fyrir bættri aðstöðu togaranna Langt er nú umliðið síðan Dagur bar fram tillöguna um togarabryggjuna á Oddeyri og að afgangsefni hafnarinnar verði notað til þess að koma upp framtíðaraðstöðu fyrir togaraútgerðina við Glerár- ósa. í þeim íslendingsblöðum, sem síðan hafa komið út, hef- ur mál þetta ekki verið nefnt. Og spurningum, sem Dagur lagði fyrir blaðið ekki svarað. Ilins vegar lýsti efsti maður Sjálfstæðisfl.listans, Helgi Pálsson, andstöðu við þessar fyrirætlanir á umræðufúndi Stúdcntafélagsins fyrir nokkru og talaði fyrir milljóna-ból- verkinu við Strandgötu. Er því augljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn er því andvígur, að leysa vandamál togaranna með þessum hætti, en hefur hins vegar ekki upp á neinar, aðrar tillögur að bjóða. Vill þegar festa mikið fé í bólverk- inu, sem ekki kæmi bænum að ncinum notum í náinni frain- tíð. Þannig er útgerðaráhugi Sjálfstæðisflokksins í fram- kvæmd. Stuðlum að því, að kjör- sókn verði ekki lökust á Akureyri! f bæjarstjórnarkosningunum 1942 var kjörsókn hér á Akur- eyri lökust í kaupstöðunum, cða 82%. Það er mikilsvcrt atriði fyrir hvern borgara, Hverjir fara með stjórn bæjar- málefnanna hvcrju sinni. — Framsqknarflokkurinn hvetur stuðningsmenn B-Iistans til þess að sækja kosninguna vel og kjósa snemina. Mikil og góð kosningaþátttgka sýnir lifandi áhuga borgaranna fyrir mál- cfnum bæjarfélagsins og lýð- ræðisstjórn. Sækið því kosn- inguna vel og kjósið snemma! Leikfélagið Iiefur sýnt „Pilt og stúlku" 11 sinnum Leikfélag Akureyrar hefur nú haft 11 sýningar á sjónleiknum Piltur og stúlka og hefur oftast verið húsfyllir. Vegna bæjar- stjórnarkosninganna yerða engar sýningar í þessari viku, en hefj- ast aftur eftir helgina. sem Ijúka þarf á næsfa kjörfímabili Næst liggur fyrir að fullgera knattspyrnuvöll og hlaupabraut Haustið 1948 hófust framkvæmdir á nýja íþróttasvæðinu, sem verið cr að gera á Oddeyri. Hafði bæjarstjórnin og skipulagsnefnd þó samþykkt uppdrátt að öllum leikvanginum, cr Gísli Halldórsson arkítekt hafði gert í samráði við íþróttafulltrúa ríkisins. Síðan hcfur vcrið varið 130 þúsund krónum til vallarins. Ætlað er að fyrir 100 þús. kr. framlag til viðbótar megi koma knattspyrnuvellinum og hlaupabrautinni í notkun. En langt cr samt í land, að allt hið glæsi- lcga svæði verði fullbúið. Dagur hefur átt tal við Ármann Dalmannsson, formann íþrótta- vallarnefndarinnar, um fram- kvæmdirnar og horfumar. Taldi blaðið rétt að gera bæjarmönnum grein fyrir þeim og benda á, hver mundu verða verkefni nýju bæj- arstjómarinnar í sambandi við þetta mál. Skipulag svæðisins. Fyrst var hafizt handa um framræslu svæðisins, haustið 1948, og er því verki að mestu lokið. Einnig að jafna svæðið og undirbúa knattspyrnuvöllinn. Á sl. sumri var byrjað að vinna við hlaupabrautina, sem er 400 metra löng, og lykur um knattspyrnu- völlinn. Hefur því verki miðað vel áleiðis. Þetta tvennt, knatt- spyrnuvöllurinn, sem á að vera grasvöllur, og hlaupabrautin, er hjarta leikvangsins. Til beggja enda verða frjálsíþróttasvæði og vestan við hlaupabrautina að- staða fyrir stökk. Fyrir austan aðalsvæðið er gert ráð fyrir knatt spyrnuæfingavelli, sem verður malarvöllur, en austan við hann bílastæði. Norðan við frjáls- íþróttasvæðið á að verða hand- knattleiksvöllur og sérstakt áhorfendasvæði fyrir hann í klöppunum þar. Aðaláhorfenda- svæðið verður í klöppunum og brekkunni austan Brekkugötu. Er þar gert ráð fyrir sætum og stæðum og hagar mjög vel til að koma þeim vel og smekklega fyr- ir. Aðalinngangur á leikvanginn verður frá Brekkugötu, og ann- ar inngangur frá Hólabraut. — Vestan við Hólabraut á að koma bygging, sem hýsir búningsklefa, böð og áhaldageymslur o. s. frv. Sunnan við þá byggingu kemur tennisvöllur. Glæsilegur leikvangur. Ollu þessu verður ekki komið upp á skömum tíma, en er leik- vangurinn verður fullgerður, verður hann mjög glæsilegur 'og hin mesta bæjarprýði. Aðstaða til hvers konar íþróttaiðkana verður þar ágæt. Lega staðarins er mjögdansað. hentug. Þar er skjól fyrir öllum áttum, aðstaða áhorfenda verður ágæt, og svæðið inni í sjálfum bænum, sem ætti að verða til þess að beina athygli æskumanna og annarra að íþróttaiðkunum frekar en ef völlurinn væri utan við bæ og ekki í daglegri augsýn bæjarmanna. Er augljóst, að leik- vangurinn hefur mikla menning- arlega þýðingu fyrir bæjarfélagið í heild. Fjárniálin. Bæjarsjóður hefur þegar lagt fram 100 þúsund krónur til þessa máls, fyrir utan kostnað við land- kaupin. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 50 þús. kr. framlagi. íþróttasjóður ríkisins á að greiða allt að 2/5 kostnaðar og hefur þegar lagt fram 30 þús. kr. íþróttavallarn. hefur sótt um 70 þús. kr. framlag úr íþrótta- sjóði á þessu ári, en óvíst hvernig þeirri umsókn reiðir af. Ekki hefur verið gerð áætlun um heildarkostnaðinn við að koma leikvanginum upp, en lauslega hefur verið áætlað, að það kosti 100 þús. kr. í viðbót að gera knattspyrnuvöllinn og hlaupa- brautina nothæfa. Ætti því marki að verða náð innan skamms. Verkefni nýju bæjarstjóraar- innar. Bygging íþróttaleikvangsins á Oddeyri er nú komin á þann rekspöl, að henni verður fyrir- sjáanlega lokið i náinni framtíð. En hraðinn í framkvæmdinni fer (Framhald á 7. síðul. Fjölmei enm a Framsóknar'vistinni Framsóknarfélögin höfðu skemmtikvöld að Hótel KEA sl. sunnudagskvöld. Var þar sam- ankomið fjölmenni, sem á fleiri skemmtisamkomum félaganna. Fyrst var spiluð Framsóknarvist, þá flutti Þorst. M. Jónsson skóla- stjóri snjalla ræðu og .síðan var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.