Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 25. janúar 1950 KHKBKBKHKBKHKBKHKBKHKhKHKBKBKBKHKBKBKBKBKBKBKBKhKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKBKKI UNGA FÓLKIÐ Á þessari síðu ræða ungir Framsóknarmenn stjórnmála- viðhorfið og kosningabaráttuna BÍÍ»S********mKB>**ÍH>**iKHÍrtH Haínarmannvirkin og aðsfaða fogaranna LAUST OG FAST Eitt af þeim stórmálum, sem vafalaust verða mikið rædd nú fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, eru hafnarmálin. Nú um alllangt skeið hefur verið unnið að end- urbótum á aðalbryggju bæjarins, þó á talsvert annan hátt en upp- haflega var ætlað, og sem öllum bæjarmönnum er kunnugt. Að þessari aðgerð lokinni verður bryggjan að vísu alltraust, en notagildi hennar eykst lítið sem ekkert og afstaðan til afgreiðslu skipa svo til jafnþröng og erfið og áður. En vegna þeirra stór- kostlegu mistaka, sem hér hafa á orðið, og kosta ættu þá, sem á- byrgðina bera, alvarlega hirt- ingu, hafa hafnarmálin ekki feng- ið þá laúsn, sem nauðsynleg er fyrir bæinn í framtíðinni. Dagur hefur bent á það, að hin vaxandi togaraútgerð í bænum þarfnist stórbættrar aðstöðu fyr- ir starfrækslu sína og bendir á þá hentugu lausn þessa máls að hefja nú þegar bryggjugerð við nýju dráttarbrautina, því eins og „Dagur“ segir: „Fyrir handvömm bæjaryfirvaldanna er nú fyrir hendi nokkurt efni til slíkra framkvæmda og mætti hefja þær nú þegar.“ Þyrfti sú bryggjugerð að verða svo myndarleg að hægt væri að flytja alla afgreiðslu þungavöru þangað út eftir (s. s. kol, sement, timbur o. fl.), því eins og Haraldur Þorvaldsson tók réttilega fram á fundi Framsókn- arfélaganna fyrir skömmu, þá eru þessar vörur hvort sem er fluttar niður á Tanga eða út á eyrar og því haganlegra að afferma þær þar útfrá. Enda er ljóst, að Torfu- nefsbryggjunnar anna ekki þeirri afgreiðslu um langa framtíð, og einnig heppilegt að létta veru- lega á umferð miðbæjarins, sem eins og allir vita er mjög þröng- ur. Það mætti nú ætla, að þessar nauðsynlegu framkvæmdir nytu stuðnings allra stjórnmálaflokk- anna, en sú er ekki raunin, því miður. Sjálfstæðisfl. hefur t. d. barist hatrammlega gegn öllum framkvæmdum þar út frá, og hefur Sveinn Bjarnason, svo- kallaður fátækrafulltrúi o. fl. skrifað öll ósköp um þessi mál og bent á svæðið sunnan Strand- götu, sem hið útvalda. Þegar séð var að áætlunin um stækkun Torfunefsbryggju fékk ekki stað- ist varð ljóst, að allmikið af keyptu efni til framkvæmdanna varð afgangs. Gerði Vitamála- skrifstofan þá í skyndi nýja áætl- un um mikið bólverk sunnan Strandgötu. Þetta afkvæmi hefur Sjálfstæðisfl. nú tekið upp á arma sína og lofar í „skrautút- gáfu“ sinni að berjast fyrir því á næsta kjörtímabili. Það skal ekki dregið í efa að slík mannvirki sunnan Strandgötu munu koma í framtíðinni og mun þörf bæjarins fyrir slíka aðstöðu koma því í höfn. Hitt er annað mál, að eins og nú er ástatt, er þörfin miklu meiri annars staðar, svo sem rak- ið hefur verið hér að framan og því mundu þessi loforð Sjálf- stæðisfl., ef efnd yrðu ,aðeins verða til þess að tefja þær fram- kvæmdir óforsvaranlega lengi og hætta á að hvorugum fram- kvæmdunum yrði lokið á næsta kjörtímabili. Eg þykist þess fullviss, að allir Lesendur munu minnast þess, að eftir framboðsfund- inn í Nýja Bíó á síðastliðnu hausti, sagði „Alþýðumaður- inn“, að frambjóðandi Al- þýðuflokksins hefði „borið af“ keppinautum sínum, og v.ar látið í það skína, að hann væri mjög hættulegur keppi- nautur, Enda er haft eftir kappanum sjálfum, kvöldið, sem talning fór fram, að hann byggist við að fá um 800 at- kvœöi. Almennt var talið fyrir Alþingiskosningarnar, að kommúnistar myndu tapa hér fylgi, og var þá e. t. v. ekki óeðlilegt að ætla, að ein- mitt Alþýðuflokknum ykist fylgi, en raunin varð önnur, svo sem tölurnar sýndu. Kommar töpuðu, eins og ráð var fyrír gert, og jafnvel meira, en sumir þorðu að vona, en fulltrúi Alþýðufl. „bar af“, eins og blaðið spáði, og tapaði enn þá meira. Eftir þeim úrslitum fær Alþýðufl. einn fulltrúa í bæj- arstjórn, og virðist hafa ver- ið stillt upp á lista hans, til bæjarstjórnarkosninganna, með það fyrir augum. (Bæjar- fógetinn ekki viljað vera nein varaskeifa). En nýir afburða- menn, þeir Bragi ritstjóri og samvinnusérfræðingur og Þorsteinn ungkrataforingi, stinga upp kollinum. í „Al- þýðumanninum“ lesum vér: „Takmarkið er þrír fulltrúar í bœjarstjórn.“ Er vart að efa, að slíkir afburðamenn sætti sig við annað en ná settu rnarki. En þetta ruglar okkur meðalmennina nokkuð, og fá- um við vart haldið þræðin- BKttHJbiKBKHKHKBKKHKHKHKHKííH frjálslyndii' kjósendur munu samþuga um nauðsyn þess að togaraútgerð bæjarins verði búin þau beztu skilyrði ,sem kostur er og munu fylkja sér einhuga um þá flokka og menn, sem fyrir því berjast. Sérstaklega vil eg hvetja æskufólk bæjarins til að hugleiða þessi mál af kostgæfni og beita áhrifum sínum þeim til fram- dráttar á kosningadaginn 29. jan. næstkomandi. P. S. Það er annars einkennandi fyrir Sjálfstæðisfl. hve hann er oft í hugsunum sínum langt á undan samtíð sinni, sem birtist einna gleggst í kosningaloforðum flokksins. En aftur á móti langt á eftir samtíð sinni með fram- kvæmdirnar. Gott dæmi: Sjúkra- hússmálin í Rvík — og svo — penna-strikið. um óslitnum. Vildum vér því góðfúslega biðja þessa at- burðamenn, að skýra dæmið fyrir kjósendum: Hvernig á því stóð, að flokkurinn fékk aðeins 439 atkvæði við Al- þingiskosningarnar, og hvern- ig þeir fara að því að auka fylgi sitt um ca. 350 atkvœði á einum þrem mánuðum. — Er öllum afburðamönnunum jafnvel trúandi til að skýra þetta einstaka fyrirbrigði, svo að jafnvel vantrúuðustu trúi, og efast þá enginn lengur um, að þeir bera af“...!!! N. Fyrirspurn til Guðm. Jörundssonar Þar sem þér skipið þriðja sætið á list Sjálfstæðisfl. við í hönd f arandi bæ j arst j órnarkosningar og munið því sitja í bæjarstjórn næsta kjörtímabíl, og þar sem þér rekið hér togaraútgerð, bið eg yður að svara eftirfarandi spurningum: 1. Teljið þér, að sú aðstaða, sem togaraútgerð bæjarins er nauð synleg, fáist með byggingu hafnarmannvirkja við nýju dráttarbrautina ? ( 2. Munið þér standa með Sjálf- stæðisfl. um byggingu fyrir- hugaðs bólverks, sunnan Strandgötu, á næsta kjörtíma- bili, samkv kosningaloforðum flokksins? N. HVERJU REIDDUST ÍHALDSGOÐIN? f yfirliti, sem Tíminn birti nýlega um útsvarsgreiðslur í kaupstöðum landsins, kemur í ljós, að Akureyri er þar 7. bærinn í röðinni af 13, sem upp eru taldir, þ, e. mcðalút- svör eru þar hærri en í Rvík, Akranesi, ísafirði, Sauðár- króki og Neskaupstað en á Akureyri. í þcssum 6 bæjum eru kaupfélög ekki ábcrandi stór og fjórum þeirra, Rvík, Hafnarfirði, Akranesi og Nes- kaupstað hafa kaupfélögin aðeins lítinn liluta verzlunar- innar. Þar er m. ö. o. það ástand, sem Sjálfstæðismenn á Akureyri telja eftirsóknar- verðast, — kaupmenn hafa mestan hluta verzlunarinnar í sínum höndum. Og þó cru þeir ekki meiri máttarstólpar en það, að útsvar á hvern ein- stakling er mun hærra í þess- um bæjum en hér á Alcureyri. Mvernig stendur á þcssu? — Hvernig kemur þetta hcim við útskýringar Sjálfstæðisnianna og aðstoðarliðs þeirra í Al- þýðuflokknum á útsvörunum á Akureyri? Hverju reiddust íhaldsgoðin í sumum þeim bæjum, sem að ofan eru tald- ir, fyrst ekki er hægt að kcnna kaupfélögum um há út- svör á borgurunum? HLUTAFÉLÖ OG KAUPFÉLÖG. Síðustu árin hefur KEA farið að dæmi ýmsra kaup- sýslumanna og stofnað hluta- Álfadansinn og brennan, sem íþróttafélagið Þór efndi til á sunnudagskvöldið úti á Glerár- eyrum, var skemmtileg nýjung og tilbreyting fyrir unga og aldna. Nokkur ár eru síðan efnt hefur verið til slíkrar skemmtunar hér. Og yfirleitt mún það nú gerast sjaldgæfara í landi hér en áður var, að þessum skemmtilega og þjóðlega sið sé viðhaldið. Úti á Gleráreyrum hafði verið reistur bálköstur mikill og á íþróttavell- inum skammt frá hafði verið komið fyrir hásæti álfakóngsins og svæðið umhverfis hásætið var upplýst og skrautlýst. Laust fyr- ir klukkan 8 var kveikt fbálkest- inum og logaði hann brátt allur, enda gengu röskleika menn fram við að hella olíu á eldinn. Fjöldi fólks streymdi til skemmtunar- innar, þótt kalt væri í veðri, og þótti mörgum gott að orna sér við bálið. Þúsundir manna munu hafa verið samankomnir þarna áður en lauk. . Klukkan 8 sást til ferða álfa- sveitnna. Gengu þær fylktu liði undir blysum, en álfakóngur og drottning hans óku fyrir liðinu í sleða og inn á hátíðasvæðið. Sextíu ungir karlar og konur voru í álfasveitunum, allir í skrautlegum búningum og var liðið frítt og gjörvilegt á að Hta. Álfakóngur og drottning hans óku til hásætis síns og þar ávarpaði kóngur þegna sína og mennska menn, en síðan var stiginn dans- inn um freðna gruncl og sungið við raust. Þá var flugeldum skot- ið til hátíðabrigðis. Vakti sá þátt- félög um ýmsan rekstur sinn. Þannig eru það nú hlutafélög, scm reka útgerðarstarfsemi félagsins, skipasmíðastöð, verkstæðin, kaffihrennsluna, síldarsöltun o. fl. Kaupfclagið hefur gert þetta vegna þcss, að það telur sér hagkvæmara í skattgreiðslum að reka þcssa starfsemi sem hlutafélög, en að láta reksturinn koma inn á heilldarstarfsemi félagsins. — Mundu kaupfélögin gcra þetta ef rekstur þess væri skatt- frjáls, eins og fslendingur og Alþýðuforingjarnir halda fram? Kannske Bragi Sigur- jónsson vilji líka taka upp baráttu gegn hlutafélögum á sama hátt og samvinnufélög- um vegna þess að KEA á meirihluta í nokkrum hluta- félögum? GAMIjAR syndir. Alþýðuflokkurinn vill aug- sýnilega henda öllum gömlum syndum á bak við áferðar- fallegar upphrópanir cða fríð andlit einstakra manna á framboðslista sínum. Á cinum stað í kosningaprógrammi flokksins hér erfeitletrað:„Við berjumst gegn afturhaldi kaup mangara“, og er mynd af bæj- arfógetanum fyrir ofan. Má og vel vera að hann hafi áhuga fyrir því, en naumast fær hann tækifæri til þess í bæjarstjórn- inni hér, með því að flokkur- inn teflir honum nú ekki fram ncma sem skrautfjöður og hyggur líklegra til barátlu við (Framhald á 7. síðu). ur skemmtunarinnar óskipta at- hygli, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar, sem þama var fjölmenn. Alls stóð sýning þessi um klukkustund og logaði glatt í bálkestinum allan tímann, svo að sést mun hafa langt að. Flestir, sem lögðu það á sig að rölta út á Gleráreyrar á sunnu- dagskvöldið, munu hafa haft gaman af förinni og vera íþrótta- félaginu Þór þakklátir fyrir þessa tilbreytingu. Þó er mér næst að halda, að menn múndu hafa skemmt sér miklu betur, ef þeir hefðu sjálfir tekið þátt í skemmt- uninni, eins og í lófa lagið var að gera og enda skorað á menn að gera frá hásæti álfakóngsins. Á slíkum almennum skemmtunum, þar sem fjöldi manna er saman kominn, og sungið er við raust, fer vissulega bezt á því að allir syngi. Setur það allt annan og skemmtilegri svip á samkomuna og verður auk þess til persónu- legrar ánægju fyrir hvern áhorf- anda, sem tekur undir með sínu nefi. Þetta fór ekki þannig á sunnudagskvöldið. Áhorfendur hímdu hljóðir meðan nokkrir rösklegir piltar sungu við raust í míkrófón. Þannig gengur það oft til hér hjá okkur. Það er eins og við séum feimnir hver við annan og fyrirverðum okkur að láta náungann sjá það, að við sé- um í góðu skapi og viljum gjarna skemmta okkur með honum. Þessum feimnisböndum þyrftum við að svipta af okkur. Lifið mundi verða skemmtilegra á eftir. N. Afburðamemi ÚR BÆNUjM: í álfheimum og mannheimum á Gleráreyrum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.