Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR «^^/^>^VVVVW'^V'/S^A/WV>^VWWV>/>^A/>^A/^VWS/VVWs/^ ý | Kyrrstaða - stefna Sjálfstæðis- flokksins HÉR í BLAÐINU var nú á dögunum varpað fram þessari spurningu: Hvers vegna er Akureyri vaxandi bær? Voru leidd rök að því, að megin- ástæðan væri sú, að nú um langa hríð hefðu sam- vinnufélögin haft hér með höndum margvíslega „nýsköpunar“starfsemi, sem hefði skapað hér vænleg atvinnuskilyrði og leitt fjármagn til bæj- arins, en undirstaða þessarar þróunar væri sú staðreynd, að fólkið í bæ og héraði hefði borið gæfu til þess að standa saman innan samvinnu- samtakanna. Það, sem ekki hefði verið hægt að framkvæma með sundruðum kröftum, hefði verið auðvelt með sameiginlegu átaki. Fyrir þróun sam- vinnumálanna hér í bæ og héraði, var Akureyri valin höfuðsetur iðnaðarframkvæmda samvinnu- samtakanna í heild, sem nú hafa með höndum stórfelldar nýjungar i atvinnulífi bæjarins, miklu markverðari framkvæmdir en flest það, sem tínt er til í kosningastefnuskrám þeirra flokka, sem telja það höfuðviðfangsefni sitt nú um sinn, að grafa undan starfsemi samvinnufélaganna og gera þau tortryggileg í augum almennings, og láta jafn- vel sem ekkert sé gert hér til atvinnulegrar „ný- sköpunar“ nema bæjarstjórnin standi að því og leggi til þess fé, er hún heimtar með sköttum og skyldum af borgurunum. Allir bæjarmenn, sem á annað borð kæri sig um að sjá það, sem er að ger- ast í kringum þá, vita hins vegar, að það eru ekki kaupmannaverzlanirnar hér, sem standa undir at- vinnUlífi bæjarmanna og ekki eru það heldur neinar „nýsköpunar" framkvæmdir, sem hingað eru komnar fyrir tilverknað þessara flokka eða „nýsköpunar“stjórnar þeirra. Þegar togararnir eru frá taldir, hlotnaðist Akureyri sáralítið af hinum svonefndu „nýsköpunarframkvæmdum“, og sú framkvæmdin, sem þýðingarmest hefði orðið — áburðarverksmiðjan — mætti mikilli andspyrnu allra „nýsköpunarflokkanna11. Þeir flokkar, sem nú tala mest um atvinnunýsköpun, er þeir vilji efna til í framtíðinni hér í þessu bæjarfélagi, stóðu að því fyrir nokkrum árum, að fyrirbyggja, að áburðarverksmiðja ríkisins væri byggð hér. AFSTAÐAN TIL áburðarverksmiðjumálsins er nú skýrð nokkuð i síðasta tbl. íslendings. Sjálf- stæðisflokkurinn skreytir sig stundum með ýms- um nafngiftum, kallar sig allrastéttaflokk eða ný- sköpunarflokk, en þót dulmálningin sé stundum ærið hagleg, má þó oftast sjá í gegnum hana. — Sjaldgæft mun það þó vera, að hreinræktuð íhalds- og kyrrstöðujátning komi fram í blöðum flokksins, a.. m. k. í kosningabardaga. Sú synd henti þó íslending sl. laugardag. Blaðið tók til meðferðar þá spurningu Dags, hvers vegna Akur- eyri væri vaxandi bær. Og það hefur svarið á xeiðum höndum: Vegna þess að húsaleigunefnd .kaupstaðarins hefur ekki staðið í stöðu sinni" og fyrirbyggt það, að bærinn fengi að vaxa! Þetta er óvenjulega hreinskilin játning á viðhorfi íhalds- :ins til atvinnu- og framfaramála. Það vill hafa starfandi húsaleigunefnd eða eittvert annað vald, sem getur kyrkt vöxt og þróun bæjarfélagsins og varnað því, að grózka og dugur séu í athafnalífi bæjarmanna. Það vill ekki að hingað flytjist at- hafnasamir menn með fjármagn sitt og leggi hönd að því verki að gera athafnalífið fjölbreyttara og bæinn í heild líf- vænlegri. Áburðarverksmiðjá hér á Akureyri mundi hafa reynst mikil, atvinnuleg lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Henni hefðu fylgt möguleikar til vaxtar fyrir bæinn. Slíkt getur íhaldið hér ekki hugs- að sér. Eitthvert opinbert vald þurfti þá að vera tiltækt til þess að halda öllu í sama farinu og fyrr. íslendingur hreytir skæt- ingi í KEA og SÍS fyrir að hafa stofnað hér til verksmiðjurekst- urs, sem kallar á mikið vinnuafl. Slíkt hefði átt að fyrirbyggja í upphafi með banni einhvers op- inbers aðila að skoðun blaðsins. Helzta áhugamál íhaldsins er, samkvæmt þessum skrifum öll—, um, að hér ríkti kyrrstaða — það er áhættuminnst og þægilegast að dómi þessa liðs. Og fyrst ekki tekst að hnekkja framsókn bæj- arins með valdi húsaleigunefnd- ar eða annars opinbers valds, þá á að gera það með skattofsókn- um á hendur samvinnufélögunum og fyrirbyggja þannig, að þau geti haldið áfram atvinnulegri ný- sköpun. ÍHALDIÐ HÉR ER a. m. k. 50 árum á eftir tímanum. Fólkið í þessum bæ veit nú hvers virði það er, að arður af verzlun og framleiðslu þess sjálfs flytjist ekki burt með eríingjum gróða- mannanna eða lífsþreyttum kaupmönnum, heldur er kyrr heima og stendur undir margvís- legum framkvæmdum, sem miða að því að tryggja efnalegt öryggi bæjarfélagsins o‘g afkomu borg- aranna. Með sameinuðu átaki innan samvinnufélaganna er unnt að breyta kyrrstöðu í framför og framsókn. Þannig hefur þróunin verið hér á Akureyri að undan- förnu. Uppbygging atvinnulífs- ins, vöxtur samvinnusamtákanna og blómgun sveitanna hér um- hverfis okkur, hafa haldist í hendur .Þetta er heilbrigð þróun. Stefna íhaldsins er andstæð þessu. Hún er kyrrstaða og kyrk- ingur og opinberar ráðstafanir til þess að fyrirbyggja vöxt bæjar- félagsins. Þetta er ómenguð íhaldsstefna, ættuð frá öldinni sem leið, og undir merkjum hennar hafa aldrei verið unnir neinir sigrar fyrir almenning í þessum bæ. Og ósigur hennar á sunnudaginn kemur er keppikefli allra framfarasinnaðra manna. FOKDREIFAR „Mannskjöt í miðjum bug“. — SVO HÖFÐU fróðir menn tal- ið, að með hákarlaveiðunum mundi og úr sögunni íþrótt sú, er hver sá hákarlamaður, sem fisk- inn vildi vera, þurfti að kunna á góð skil og glögg, en það var að vita gjörla, hvaoa beita mundi lostætust og árennilegust í aug- um.„grána“, svo að hann rynni greiðlega á krókinn og gapti sem víðast yfir sókninni. Þessa veiði- list kenndi sjódvergurinn mar- bendill bónda, að því er segir í þjóðsögúnni: „Til beitu skal hafa fuglsfóarn og flyðrubeitu, en mannakjöt í miðjum bug, og muntu feigur, ef þú fiskar eigi. Fráleitur skal fiskimanns öngull.“ — En bóndi reyndist misvitur og harla tornæmur á fræði sjó- dvergsins og klúðraði öllu, og þá hló marbendill, og er það síðan að orðtæki haft. HÁKARLAVEIÐAR eru nú úr sögunni að kalla hér á landi, svo sem alkunnugt er. En svo er að sjá, sem beituíþrótt marbendils haldist þó enn í landi með nokkr- um hætti. — Ýmsir stjórnmála- flokkanna virðast einkum leggja sig í framkróka að rifja hana sem gleggst upp í hvert sinn, er dreg- ur að kosningum — hvort sem það eru nú almennar alþingis- kosningar, eða kosið skal aðeins til bæja- og sveitastjórna. — Til dæmis verður ekki annað sagt, þegar auga er rennt yfir hinar svonefndu „stefnuskrár11, sem tveir flokkanna hér í bænum hafa gefið út í tilefni bæjar- stjórnarkosninga þeirra, er nú standa fyrir dyrum, — en að höf- undar þeirrá Bjarkamála hinna nýju hafi a. m. k. haft það heil- ræði marbendils í huga, að „frá- leitur skal fiskimanns öngull“, er þeir settust niður til ritstarfanna í þetta sinn. Er og líklegast, að marbendill brosi gleitt í kamp- inn, eða jafnvel hlægi hátt, þegar hann sér, hversu bókstaflega þessir útvegsbændur hafa tekið einmitt þetta heilræði hans sér til fyrirmyndar, er þeir hugðust beita kjósendasókn sína sem veiðilegast, áður en þeir renndu henni í kosningasjóinn. TVEIR FLOKKANNA, Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn, hafa þegar birt almenningi þessa prófstíla sína á fiskimanns- prófinu — stefnuskrárnar stóru og fögru. Hins vegar hafa hinir flokkarnir tveir, er menn hafa í kjöri við bæjarstjórnarkosning- arnar hér, engar slíkar ritsmíðar látið frá sér fara að þessu sinni. Um annan þessara flokka er þetta raunar engin nýlunda. Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki í þetta sinn, fremur en endranær, talið ástæðu til að túlka málstað sinn og stefnu í bæjarmálum og þjóðmálum með orðmörgum og skrúðyrtum yfirlýsingum, upp- hrópunum og slagorðum, grobbi, gumi og raupi. Framsóknarmenn telja vitibornum og heilskyggn- um kjósendum vorkunnarlaust með öllu að átta sig á því, hvers muni að vænta af forustu flokks- ins í bæjar- og þjóðmálum. Þeir ætlast hiklaust til þess, að kjós- endur reynist þess af sjálfdáðum minnugir á kjördegi, að Fram- sóknarflokkurinn hélt ótrauður uppi hviklausu og stórmerku umbótastarfi í Jiessu landi, þegar þjóðin átti þó í þröngri vök að verjast fjárhagslega af utanað- komandi og óviðráðanlegum ástæðum. Flokkurinn ætlast og eindregið til þess, að kjósendur minnist þess við kjörborðið, að hann einn allra þjóðmálaflokka varaði landsmenn í tæka tíð ein- arðlega og kröftuglega við afleið- ingum þeirrar fjárhagslegu óstjórnar, er nú hefur yfir okkur gengið og skolað með skjótum og ömurlegum hætti nýfengnu full- veldi, fjárhag og menningu þjóð- arinnar á yztu þröní. Flokkurinn ætlast til þess, að almenningi sé nú orðið það ljóst, hversu dýrt það hefur reynzt íslendingum, að þeir trúðu öðrum betur á örlaga- stundu og höfðu viðvaranir, ráð og tillögur Framsóknai-flokksiiTs að engu, meðan enn var unnt að stemma hið válega feigðarflóð dýrtíðar og verðbólgu áð ósi. — í stuttu máli sagt: — Framsókn- arflokkurinn ætlast til þess, að reynslan sjálf, sagan og verkin, tali nægilega skýru máli til þess (Framh. á 9. síðu). Miðvikudaginn 25. janúar 1951 Hrísgrjón og hrísgrjónaréttir OFT HEFUR MÉR dottið í hug, hve undrandi og öfundsjúkar danskar húsfreyjur myndu verða, ef þær sæju okkur fara út með innkaupatöskur okkar og kaupa óskömmtuð hrísgrjón, algerlega eftir geð- þótta okkar. í öllu vöruflóðinu í Danmörku þetta árið, er þó a. m. k. eitt, sem ekki sézt, en það eru hrísgrjónin. Hrísgrjón hafa ekki verið á markaðin- um síðan fyrir styrjöldina, þangað til í hitteð fyrra, að Danir fengu litla sendingu fyrir jólin, sem skömmtuð var, og fékk hver einstaklingur hálft pund, að því er mig minnir. — Síðastliðin jól komu einnig jóla-hrísgrjón til Danmerkur, og voru þau skömmtuð á svipaðan hátt. Skömmu eftir að hrísgrjónasendingin kom fram í verzlanir í vetur, kom upp sá kvittur, að í þeim væru smá bjöllur, og fannst húsmæðrum illa farið með sig, að bjóða upp á svo lélegan varning. Yfir- völdin sendu þá strax út tilkynningar þess efnis, að bjöllurnar væru óskaðlegar, og á hvem hátt hægt væri að ráða þessi dýr af dögum, með öruggum ár- angri, og án þess að skaða grjónin. Eitthvað munu kaupin hafa aukizt við þetta, en nokkrar konur heyrði eg tala um það, að þær myndu ekki snerta skammt sinn, og sumar sögðust helzt vilja senda verzlunarmálaráðherranum grjónapakka í jólagjöf í þakklætisskyni fyrir það, hve vel hefði tekizt með innkaupin! Eg get þessa hér til gamans og einnig vegna þess, að sjálfsagt er að viðhafa varfærni við hrísgrjónin, og góð regla er að þvo þau að vel og athuga, áður en þau eru notuð til matar. En þrátt fyrir bjöllurnar var hrísgrjónunum yfir- leitt vel fagnað, og varla hef eg séð glaðara andlit, en kunningjakonu minnar einnar, sem eg færði hrísgrjónapakka að gjöf. Þau grjón voru að vísu ekki „skríðandi11, eins og sagt var um jólagrjónin, en fögnuður hennar held eg hefði varla getað verið meiri, þótt eg hefði fært henni fjársjóð. EINS OG VIÐ VITUM, koma hrísgrjónin aðal- lega frá Kína. Ýms önnur lönd rækta líka hrís, þar á meðal Indland, Japan, Indókína, Síam og nokkur fleiri. —Ársuppskeran í öllum heimi mun vera um 140 millj. tonna og þar af ræktar Kína um 55,0 millj. tonna. Hrísgrjónin, eins og við þekkjum þau, eru unnin á margvíslegan hátt. Kornin eru bæði „húð- flett“ og póleruð, en við það missa hrísgrjónin mikið af B-bætiefnum, sem eru í hinni brúnu himnu. —■ Meðferð sú, sem grjónin fá, er flókið mál og verður ekki farið út í það hér, en eins og við fáum þau í hendur, eru þau talin vera rík af sterkju og góður hitagjafi (3,500 hitaeiningar pr. lcíló). ÞAÐ ER HÆGT að gera óteljandi marga góða rétti úr hrísgrjónum. Allir þekkja vellinga og hina svonefndu grjónagrauta, bæði úr mjólk og vatni. En það eru ekki allir, sem muna eftir því, að það er hægt að gera ágætis ábætisrétti úr hrísgrjónum. Konur tala oft um, hve erfitt sé með eftirrétti, þeg- ar ekkert sé að fá til þess að g'era matinn fjölbreytt- ari. Það er rétt, að okkur vantar margt, en þó hygg eg, að við höfum að tiltölu meira, heldur en hvað okkur vantar. Hrísgrjónin, sem við getum keypt óskömmtuð og ekki kosta mikið, geta bætt úr ýms- um vanda, ef við hugsum okkur vel um, eða flettum upp í bókum okkar. Einn af eftirlætisréttum Dana er „Ris á l’amande“. Danir eru, að allra dómi, mjög góðir matgerðar- merin, og eg ætla að segja ykkur hér á hvern hátt þeir gera þennan rétt, sem er einn með betri eftir- réttum, sem völ er á. Grautur er soðinn af 1/2 lítra af mjólk og 60 gr. af hrísgrjónum (þ. e. 6 matsk.). Þegar grauturinn er kaldur er hrært út í hann 3 og hálfri matskeið af sykri og örlítið af bragðgóðu víni eða saft (1 mat- sk.), 25 gi'. af möndlum eru húðflettar og saxaðar og þeim blandað saman við. Þá eru stífþeyttir 2—3 (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.