Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. janúar 1950 D AGUR 5 Hvers vegna kýs eg Sista Fram- sóknarf Sokksins ? Af ]ni að stefna hans er í samræmi við lífs- skoðun frjálshuga manna Eg hitti kunningja minn á götu hér um daginn, og hann spurði mig, hvort eg ætlaði að kjósa lista Framsóknarflokksins, og styðja með því vald Kaupfélags Eyfirð- inga í bænum. Eg svaraði, að engan annan af þeim listum, sem í boði væru, gæti eg eða vildi kjósa. — Hvers vegna? spurði hann. — Vegna þess, að eg hef þá lífsskoðun, að eðlileg þróun á grundveili persónufrelsis sé far- sælust fyrir þjóðina, svaraði eg. Og svo skýrði eg fyrir honum viðhorf mitt með nokkrum orð- um, og álit mitt á framboðslistun- um, og fer það hér á eftir. Eg get ekki kosið lista Sjálf- stæðisflokksins, af því að eg veit að stefna hans, eins og allra íhaldsflokka er að viðhalda sér- réttindaklíku, kaupmöngurum og bröskurum, sem vilja áuðga sjálfa sig á kostnað almennings. Endá kemur það glöggt fram í kosningaræðunum í „íslendingi11, að fulltrúar listans telja það hlut- verk sitt að vinna gegn framfara- málum í bænum, svo að útsvörin verði ekki of há á verzlununum. Það er ósvikin íhaldsstefna. Flokki rússnesku Bolsevikk- anna — Sósíalistaflokknum — fylgja þeir einir, sem trúa á starfsaðferðir kommúnismans eins og þær birtast í Rússlandi og öðxum löndum Austur-Ev- rópu. Þar sem allt athafnalíf þjóðfélagsins er lagt í hendur einnar ílokksklíku, og allir þegn- ar þjóðíélagsins verða að vera þjónar þeirrar klíku. Þar er per- sónufrelsi einstaklingsins afmáð, og þeir, sem gagnrýna eitthvað þessa sérréttindaklíku, eru um- svifalaust hnepptir í þrældóm. — Óskiljanlegt er að nokkur íslend- ingur skuli ljá þessari stefnu . fylgi. Enda mun nú talið, að þessi flokkur tapi verulega í þessum bæjarstjórnarkosningum og fái nú aðeins 2 fulltrúa kjörna í stað 3. áður. Lista Alþýðuflokksins get eg ekki kosið, af því að eg eg er ekki sósíalisti — trúi ekki á að taka upp bæjar- og ríkisrekstur í stór- um stíl eins og er stefna þeirra um heim allan. Satt bezt að segja hefur það ekki gefist vel hér á landi. Þeir bæir, sem komist hafa undir stjórn kommúnista og jafn- aðarmanna eru allir illa staddir fjárhagslega. Verður vart gert upp á milli þeirra í því efni, enda er þetta sami grautur í sömu skál. Þar við bætist, að hér á landi hefur Alþýðuflokkurinn verið um skeið varalið íhaldsins, sem alltaf er til sölu. Þarf ekki annað en minna á atkvæðagreiðsl ur flokksins á Alþingi síðan íhaldið myndaði hreina flokks- stjórn, hvað þá áður. Af framangreindum ástæðum get eg ekki kosið neinn af list- um þessara flokka, . og nú skal skýrt frá því hvers vegna eg kýs lista Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á hafna- og persónufrelsi þegn- anna. Og stefna hans er, að eðli- leg þróun þjóðfélagsins eigi að byggjast á frjálsum samtökum, en ekki fyrirskipunum frá ríkis- valdinu. Þess vegna er sam- vinnustefnan ein af grundvallar- atriðum flokksins. Þessi stefna er í samræmi við lífsskoðun mína og því hlýt eg að styðja hana. Annað væru svik við sjálfan mig. Akureyri er mesti samvinnu- bær á landinu. Má svo segja, að bærin hafi vaxið upp í kringum samvinnufyrirtækin og vegnað vel. Það hljómar því einkenni- lega í mínum eyrum, ef Kaupfé- lag Eyfirðinga með allri sinni starfsemi eigi nú allt í einu að vera orðið hættulegt bæjarfélag- inu. Hugsum okkur að Kaupfélag Eyfirðinga og verksmiðjur S. í. S. hyrfu einn góðan veðurdag burt úr bænum. Skyldi bærinn verða byggilegra við það? Skyldu þeir, sem við það yrðu atvinnulaúsir, fá nóg að gera við heildverzlun Valgarðs Stefánssonar, eða gos- drykkjagerðarsullið í bænum? — Eg held tæplega. Nei, rógurinn um KEA er fyrst og fremst sprottinn af öfund yfir velgengni þessa stóra fyrirtækis. — „Byrg- ið hana, hún er of björt“ o. s. frv. Jafnframt og Akureyri er mesti samvinnubær á íslandi, þá er hann einhver bezt stæði bær á landinu. Er það ekki athyglis- vert? Og ekki bendir það til þess að samvinnufyrirtækin í bænum séu honum til tjóns. Nei, rógur- inn um KEA er aðeins kosninga- grýla. Finnar bjarga 160 ára gömlu herskipi af siávarbotni Finnar vinna um þessar mundir að því að ná hluta af sögu sinni upp úr hafinu. Verk þetta vekur mikla athygli sagnfræðinga og fomfræðinga. Hinn 9 .júlí 1790 var háð önnur sjóorrustan við Svensksund, í milli rússnesks flota og herskipa Gústafs III. Svíkonungs. Svíar sigruðu í orrustunni og Rússar Misstu 5 freigátur, 3 voru teknar, en 2 var sökkt. Það eru þessar tvær freigátur, sem Finnar eru nú að lyfta af hafsbotni. Við sjó- mælingar í fyrra, á svæðinu milli Havvuri og Lehmássaari, utan við Kotka, varð vart við óþekktar mishæðir á botninum. Nánari rannsókn sýndi að þarna voru skipsskrokkar fyrir og að þetta voru hinar gömlu, rússnesku freigátur. Önnur freigátan, Marie, hafði 34 fallbyssur og er búið að ná 27 þeifra upp. Marg- víslegir hlutir hafa komið upp úr freigátunni, svo sem 160 ára gömul siglingatæki, mynt, postU' línshlutir og allmargar flöskur af rauðvíni! Fallegur postulínsnátt pottur er meðal gripa, sem bjarg- að hefur verið. Og nú liggur næst fyrir hendi að hefja sjálfan skips skrokkinn upp á yfirborðið. Allt, sem finnst í skipum þessum, verð ur varðveitt á finnska þjóð- minjasafninu. Talað er um að láta endurbyggja freigátuna, ef tekst að koma henni sæmilega heillegri upp á yfirborðið, og hafa hana til sýnis. iðið gleymir Framsóknar- í áróðri ssnum Flokksforustan er blinduð af hatri sínu á K. E. A. Vegaverkstjóri sem skattamálasérfræðingur! X B. Framsóknarfólk! Hefjið öfluga sókn og náið því takmarki, að flokkurinn fái 4 fulltrúa kjöma í bæjarstjóm. Flokkurinn hefur hafið sókn í kaupstöðum landsins, sókn sem endar með sigri írjáls- lyndra umbótaafla, sem vilja leysa þjóðfélagsvandamálin á gr undvelli savinnustefnunn - ar. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið greindar, kýs eg B-listann á sunnudaginn kemur. Akureyrignur. Kosningahríðin stendur nú sem hæst. Andstæðingar Framsókn- arflokksins æpa nú einum kór og egja, að Kaupfélag Eyfirðinga sé að drepa Akureyri. Samtök sam- vinnumanna séu skaðleg landi og Iýð. Þetta er þeirra höfuð tromp! Akureyringar vita það hins vegar mæta vel, að hin marg- þætta starfsemi samvinnufélag- anna hér er bænum ómetanleg menningarlega, atvinnu- og fjár- hagslega. Það ber vott um raunalega málefnafátækt Alþýðuflokksins, að hann skuli raula með. Alþýðu- maðurinn tönnlast sífellt á ,skatt- fríðindum“ KEA. Eru það „skatt- fríðindi", að ekki er lagt á arð af vörusölu & félagsmanna KEA? Hverjar aðrar reglur ætli gildi um útgjöld Kaupfélags verka- manna en KEA til bæjarins? Alþýðufl. sér ekkert nema KEA. Samanburður leiðir hins vegar í Ijós, að Kaupfélag Verkamanna greiðir 7 þús. kr. í bæjarsjóð en KEA um 300 þús. Svo ákafur er flokkurinn eða öllu heldur flokksblaðið í árás- um sínum á KEA, að það gleym- ir alveg Framsóknarflokknum! Sennilega stæði Alþýðuflokknum nær að fylgja fordæmi flokks- bræðra sinna á Norðurlöndum og í Bretlandi og styðja ærlega sam- tök samvinnuhanna í stað þess að dindlast aftan í íhaldinu og hljóta við það nafngiftina litla- íhaldið. Skattavísindi vegaverkstjórans. Ekki flíka Sjálfstæðismenn fínu fötunum um mannaval, enda er það haft eftir mætum flokks mönnum, að þeim væri mátuleg ast að skríða inn með 2 fulltrúa kjörna. Karl verkstjóri, einn af efstu mönnum listans ritar „stat istik“ yfir útsvör á ýmsum tím- um hér í bænum. Hann segir, að útsvörin hér á Akureyri séu þau hæstu á landinu öllu. Sex bæir hærri útsvör. Skýrslur um þessi efni segja, að miðað við hvern íbúa sé upp hæð útsvara sem hér segir, á seinasta ári, í bæjunum: Reykjavík kr. 1065 Hafnarfjörður — 996 Isafjörður — 868 Neskaupstaður — 851 Akranes — 760 Sauðárkrókur — 799 Akureyri — 757 Lægra meðalútsvar er hins vegar í Keflavík, Siglufirði, Ól- afsfirði, Vestmannaeyjum og Seyðisfirði. Ennfremur kveður hann útsvar KEA 1/8% af útsvörum bæjar- ins. En KEA greiðir auk útsvars- ins til bæjarins 90 þús. kr. af stríðsgróðaskatti, 30 þús. kr. sam- vinnuskatt. Ennfremur bera sér- fyrirtæki KEA 50 þús. kr. útsvar. Svo að sennilega er hér reiknað með 100 þús. kr. í stað nærri 300 þús. kr. Þá er og ástæða til að rifja það upp, að meðan samvinnufélögin voru á bernskuskeiði reyndu kaupmangarar að sliga þau með álögum. Ef að Karl leggur ekki betri vegi en skrif hans um samtök samvinnumanna eru, á hann varla skilið verkstjóranafnið. — Stefna kaupmangaranna er sú, að telja kaupmenn og aðra milliliði sjálfsagða til að dreifa neyzlu- varningi almennings til þess að græða sjálfir. Það er aðeins yfir- skin, þegar þeir eru að telja al- menningi trú um, að með' því móti greiðist meira í bæjarkass- m. Hvernig verða sjóðir kaup- mannanna til? Hverjir greiða í þá sjóði? Engir aðrir en bæjar- menn sjálfir. En munurinn er að- eins sá að afgangs verður heil- mikið fjármagn, sem er ekki al- mennings eign, heldur einstakra manna, sem e. t. v. flytja það á braut einn góðan veðurdag. Stefna samvinnumanna. Hinsvegar er stefna samvinnu- manna, sem segir: Við viljum mynda félög meðal okkar til þess að fá vöruna við sannvirði. Það eru ekki skattfríðindi neinum til handa, þegar bundizt er slíkum samtökum. Það er einungis sam- takamáttur almennings, sem speglar lífsviðhorf og réttar- meðvitund frjálshuga fólks. Listi Framsóknarmanna er B-LISTINN - Kjósið snemma! 999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.