Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. janúar 1950 DAGUR 7 Kosningaskrifstofa F:ramsóknarf lokksins á sunnudaginn verður í Gildaskála K.E.A. Bifreiðaafgreiðsla í Timburhúsinu. Símanúmer verða auglýst í .næstu tbl. Dags. Framsóknarflokkurinn mælist til þess, að stuðningsmenn B-listans kjósi snemma. Það auðveldar störf kosningaskrifstofunnar og \\ eykur sigurmöguleika B-listans. Pantið bílana snemma! — Mætið snemma á kjörstað! 53$$$5$5$53S«$5ÍSÍ«5$$5Í$5$5$$55Í$555555$Í$Í5^ ALMENNAN KJÚSENDAFUND uin bæjannál halda stjórnmálaflokkarnir Nýja-Bíó föstudaginn 27. þ. m. Fundurinn hefst kl. 8.30. Húsið opnað kl. 8. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að ekki oru tök á að útvarpa umræðunum. Flokksfélögin. &$$$$$5$$5$5$5$$$í$$íí$5$$í$$5$$5$$$í$5$íí$$3$5$$$5$í$$í$$$í$$$$5$5$! Lœkningastofa Opna lækningastofu 1. febrúar, þar sem áður var lækningastofa Jóns Geirssonar við Ráðhús- torg. — Viðtalstími: kl. 10—12 og 2—3. Laugar- daga aðeins kl. 10—12. Þóroddur Jónasson. / •»! ^ r - Iþróttaleikvangurinn (Framh. af 1. síðu) eftir því, hversu mikið fé bær og ríki leggja til málsins. Verkefni nýju bæjarstjórnarinnar í sam bandi við völlinn verður einkum það, að veita fé til hans eftir því sem unnt reynist og ganga jafn- framt ríkt eftir því að ríkið greiði sín framlög. Athugandi er í þessu sambandi, að kostnaðurinn við byggingu leikvangsins er að- allega vinnulaun og leiga fyrir vinnuvélar. Það fé rennur til bæjarmanna og bæjarins sjálfs. Ætti það að greiða fyrir því að verkinu verði lokið áður en langt um líður. Æskulýðsheimili í nágrenni íþróttavallarins. Hinu fyrirhugaða æskulýðs- heimili templara er ætlaðuf stað- Fjórir, fjórir, tveir og einn! Eftir kosningaúrslitunum frá frá því í haust eiga Framsókn- arfl. og Sjálfstæðisfl. að fá 4 fulltrúa í bæjarstjórn, komm- únistar 2 og kratar 1. Kommúnistar munu fylgja þyngdarlögmálinu við þessar kosningar. Það fer vel á því, að íhaldið hafi 4 fulltrúa og kratar 1 í bæjarstjórninni. Þá eru hlut- föllin milli búksins og dindils- ins hæfileg. X B X B MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). dl. af rjóma og honum blandað vel saman við. Sumir nota matar- lím til að gera réttinn stífari, en venjulega þarf þ’ess ekki með, sé rjóminn vel þeyttur og grautur- inn þykkur. Rétturinn er nú til- búinn og með honum er borin saftsósa eða ávaxtasósa. í saft- sósu má nota hvort heldur sem er sagómjöl eða kartöflumjöl. — Sagómjölið þarf að sjóða í ca. 7 mín., en á kartöflumjölinu er suðan aðeins látin koma upp. Hér er bæði hægt að nota saft og sultu, sem er þá þynnt út með vatni, þangað til bragðið er hæfi- lega sterkt. Gott að hafa sósuna heita út á kaldan hrísgrjóna- réttinn. Fjölmarga aðra rétti úr hrís- grjónum er hægt að gera og í næsta kvennadálki verður sagt frá nokkrum þeirra. P. - LAUST og FAST (Framhald af 2. síðu). kaupmangarana að tylla Braga Sigurjónssyni í baráttusæti listans. Bæjarmenn þekkja raunar hversu skeleggur bar- áttumaður Bragi er gegn kaup möngurunum. Má sjá þess dæmin vikulega í Alþýðu- manni hans. Verulegur hluti af efni hlaðsins er í ekta Morg- unblaðsstíl, enda hefur Moggi stundum sótt rógsefni um kaupfélögin beint í Alþýðu- manninn. Þá er það heldur ekki gleymd synd, að Alþýðu- flokksmenn á Alþingi og í rík- isstjórn hafa jafnan staðið við hlið kaupmangaranna þegar sótt hcfur verið á forréttindi þeirra og lögvernduðu kvót- ana. Loks héldust kaupmang- ararnir og „alþýðu“-liðið í hendur, er samtök kaupstað- anna kröfðust réttlætis í verzl unarmálunum. Slík er barátta þessara dæmalausu „alþýðu“- foringja gegn afturhaldi og forréttindum kaupmangar- anna. Hestur, þriggja vetra, rauður að lit, með livíta stjörnu í enni, mark: sýlt, gagnt jaðrað hægra, fjöður framan vinstra, tapað- ist úr hestahaga, Akureyri, á s. 1. hausti. Hreppstjórar í nálægum hreppum góðfúslega beðnir að gera aðvart á afgr. Dags, ef þeirn er tilkynnt unx óskila- hest þennan. ur í nágrenni leikvangsins. Fer mjög vel á því að það sé einmitt þar sett. Æskulýðsheimilið og leikvangurinn eru skyldar stofn- anir, miða báðar að því að þroska æskufólk til heilbrigðs’ lífs og at- hafna og veita því tækifæri til hollra afþreyinga. Með báðum þessum stofnunum er bærinn að leggja í sjóð fyrir framtíðina. Þess vegna styðja Framsóknar- menn byggingu íþróttaleikvangs- ins og hvetja til þess að honum verði lokið eins fljótt og nokkur kostur er. ÚR BÆ OG BYGGÐ □ Rún.: 59501257 — 1 I. O. O. F. = 13112781/2 = nronmmirffiicrniMf ~ i ri imih Kirkjan. Messað á Akureyri næstk. sunudag kl. 2 e. h. (F. J. R.). Æskulýðsfé- lag Akureyrar kirkju. — Á sunudagskvöld- ið 29. jan. n.k. kl. 8.30 er fund ur 1. (elztu) deildar í kapellunni. Félagar! Munið að mæta með klúbbaskrána útfyllta í samræmi við væntanlega þátttöku ykkar. — Þið, sem ekki hafið fengið skrána, getið vitjað hennar til Jóns Ragn- ars Steindórssonar, form. deildar- innar. Söngskemmtun Geysismanna í Nýja-Bíó á föstudagskvöldið tókst ágætlega og varð söng- mönnunum og félaginu til sóma. Húsfyllir var og söngn- um ágætlega tckið af áheyr- endum. Söngskemmtunin var endurtekin í Nýja-Bíó á sunnu daginn og var húsfyllir. Messur í Grundarþingapresta- kalli: Grund sd. 29. jan. kl. 1 erh. Kaupangi sunnud. 5. febr. kl. 2 j e. h. Munkaþverá sunnud. 12. febr. kl. 1 e. h. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnudaginn. Gamalt áheit á Strandarkirkju kr. 100.00. Gúðspekistúkan „Systkina- bandið“ heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. jan. næstk. kl. 8.30 síðd. Kaffidrykkja. Akureyringar: Hvaða vanda- mál væri við að stríða, ef menn- irnir lifðu eftir þessu eina boð- orði: „Elskaðu náungann eins og sjólfan þig?“ (Mannvinur). — Gleymið ekki fuglunum í vetrar- hörkunum. (Dýravinur). Bamastúkan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h — Fundar- efni: Innsetning embættismanna. Upplestur. Leiksýning. Kvik- mynd. — Mætið vel og stundvís- lega. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af séra Þorvarði G. Þormar í Laufási ungfrú Steinunn Helga Björns- dóttir, Akureyri, og Kristján Benediktsson, Jarlsstöðum. — Ungfrú Hulda Haraldsdóttir Ak- ureyri, og Sigurður Ringsted. — Ungfrú Jakobína Stefánsdóttir, Siglufirði, og Haraldur Ringsted. — Ungfrú Erla Stefónsdóttir frá Gautsstöðum og Sveinbjörn Ní- elsson bóndi á Skóldalæk í Svai-faðardal. „Lista“-maður svarar fyrir- spurnv Einar Kristjánsson, 9. maður ó Sjálfstæðislistanum skrifar blaðinu: „Ut af fyrirspurn í heiðruðu blaði yðar í dag um búsetuheimild mína hér á Akur- eyri, vil ég taka eftirfarandi fram: Þegar ráðið var að ég flytt- ist með fjölskyldu mína hingað og tæki að mér stjórn þess fyrir- tækis er ég veiti forstöðu, skrif- aði ég húsaleigunefnd og bað um leyfi hennar til að mega taka á leigu húsnæði í bænum. Svar háttvirtrar lutsaleigu- nefndar hefur enn ekki borizt mér, en með því að máltækið segir að „þögn er sama og sam- þykki“, þá þykist ég ekki vera hér í óleyfi nefndax-innar. Með þökk fyrir birtinguna. Akureyri 21. janúar 1950. Einar Kristjánsson. Frá starfinu í kristniboðshús- inu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn; kl. 2 drengjaíundur (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 biblíulestur og bænastund. Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugax'dag kl. 5 30 drengjafundur (yngri deild). Konur! Munið bazar og kaffi- sölu Kvennadeildar Slysavarna- félagsins að Hótel Norðurland 5. febrúar n. k. Bæjai-búar! Styðjið gott málefni. Gjafir til kirkjubyggingarsjóðs Svalbarðssóknar. Fi'á fi'ú Krist- jönu Jónsdóttui-, Sveinbjarnar- gei'ði, kr. 100.00. — Frá frú Öl- veigu Ágústsdóttui', Helgafelli, kr. 200.00. —'Frá herra hi-eppstj. Jóh. Laxdal og fi'ú ki'. 1000.00. — Með þökkum meðtekið. J. Ár. Strandarkirkja. Áheit frá námsmanni kr. 100.0. Frá N. N. kr. 50.00. Bekkjarstjórar! Munið að mæta í kapellunni kl. 4 e. h. á sunnu- daginn kemur. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fúnd í Skjaldboi'g sunnu- daginn 29. jan. næstk. kl. 10 f. h. Inntaka nýri'a félaga — Upplest- ur. — Sjónleikui'. — Kvikmynd. Næstkoniandi laugardag, þ. 28. þ. m. á Vilhjálmur Júlíusson, Eyx-arlandsvegi 31 hér í bænum, sjötugs afmæli. Vilhjálmur hefur mestan hluta æfinnar alið aldur sinn hér í bæ og stundað ýmis- leg verkamannsstörf og ætíð með hinni mestu alúð og samvizku- semi. Allir, sem nokkuð hafa kynnzt Vilhjálmi, minnast hans með vinsemd og þakklæti sem þess manns, er séi'staklega hefur verið gjöfull á glatt viðmót og undirhyggjulausan hlýhug í garð samfei'ðamannanna. . Áheit á Strandarkirkju. Kr. 25.00 frá S. H. Móttekið á afgr. blaðsins. Kvöldstjarnan skemmtir að Hi-afnagili í kvöld kl. 9. Fjöl- bi-eytt skemmtiatriði, m. a. gam- anleikui'inn „Tveir heyi'narlaus- ir“. Dansað á eftir. Góð músík. Skemmtunin vei'ður endurtekin n. k. laugai'dag kl. 9 e. h. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldboi'g mánu daginn 30. jan. n. k. Ðagskrá: Venjuleg fundai-störf og inntaka nýrra félaga. Hagnefndarati-iði: Upplestur, kvikmynd og dans. Hjónaefni: Ungfi'ú Hulda Karlsdóttir, Grímsstöðum, Hóls- fjöllum, og Haukur Haraldsson, Húsavík. — Ungfi-ú Ingibjöx-g Jónsdóttir, Setbergi, Húsavík, og Sigurður Jónsson, Sandfellshaga, Axai'fii'ði. — Þói'dís Kxistjáns- dóttir, yfii-hjúki'unai'kona sjúkra- hússins á Húsavík, og Þóx-hallur B. Snædal, húsasmiður, Húsavík. Helgi Skúlason aúgnlæknir bið- ur þess getið, að hann muni ekki vei-ða til viðtals næstu vikur, sökum veikinda. x B x B Listi Framsókiiar- flokksins er BJisti x B xB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.