Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 1
 Keisarinn og forsetinn Seint á sl. ári ltom keisarinn í íran, sem kallaður er Shah þar í landi, i hcimsókn til Bandaríkjanna. Keisarinn er migur maður og heitir íullu nafni Mohammed Reza Shah Pahlavi. Var honum tekið ágæt- lcga vestra. Truman forseti tók sjálfur á móti honum á flugvellinum í Washingtpn. Myndin sýnir keisarann (t. v.) og forsetann. Frumvarpið um gengisskráningu eg viðreisnarráðstafanir orðið lög Stóreignaskattíiriini hækkaður verulega frá ^ því, sem ráðgert yar í frumvarpinii Sl. laugardag samþykkti AI- þingi frumvarpið um gengis- skráningu o. fl. og á sunnudag- inn staðfcsti forseti tslands lög- in. A mánudag auglýsti Lands- hanki íslands hið nýja gengi og í fyrradag birti ríkisstjórnin til- kynningu um bann við verð- hækkunuin á erlendum vörum í verzlunum eða í vörzlu innflytj- enda og boðaði sérstakar ráð- stafanir til cftirlits. Með þessum aðgerðum cr hafinn nýr kapítuli í efnahagssögu landsmanna og snúið frá þcirri fjármálastefnu, sem ríkt hefur hér á landi siðan 1942. Breytingarnar á frumvarpinu. Allverulegar breytingar voru gerðar á frumvarpinu og verða þær helztu raktar hér á eftir. Gengislækkunin er hin sama og upphaflega var ráðgerð, eða um 42,6% gagnvart dollar og öllum öðrum erlendum gjaldeyri. Skfáð verð dollars nú er kr. 16.32 (sölu- gengi). Önnur grein frumvarps- ins var felld niður, en hún var um að fela ríkisstjórninni og Landsbankanum vald til þess að ákveða gengisskráningu hverju sinni. Er það vald eftir sem áður í höndum Alþingis. Munu stjórn- arflokkarnir þarna hafa komið til móts við sjónarmið verklýðs- hreyfingaripnar. Á 3. gr. frum- varpsins, sem nú er önnur grein laganna, var gerð sú breyting, að gengishagnaðui; bankanna verður eign ríkissjóðs, í stað þess að renna í gengishagnaðarsjóð. Þess- um hagnaði á að verja að 1/3 til verkamannabústaða skv. lögum frá 1946, 1/3 til bygginga í sveit- um skv. lögum frá 1946, og 1/3 lánaður Ræktunarsjóði íslands til 20 ára, með 2% ársvöxtum. Lánin til byggingasjóðanna eru bráða- birgðalán með 4% ársvöxtum og endurgreiðast ríkissjóði jafnharð- an með eignaskattinum, sem tij sjóðanna rennur skv. lögunum. Endurgreiðslunum skal síðan varið til þess að greiða lausa- skuldir ríkissjóðs við Lands- bankann. Framleiðslugjald til hraðfrysti- húsa. Framleiðslugjald skal lagt á út- flutningsverðmæti togaranna, ef 4 meðalsölur fara yfir 8500 ster- lingspund og skal verja því skv. fyrirmælum fjárlaga til lánveit- inga til hraðfrystihúsa, sem byggð hafa verið eða endurbyggð á tímabilinu 31. des. 1945 til 31. des. 1949 og eigi hafa fengið lán úr stofnlánadeild sjávarútvegs- ins. Þegar því er lokið skal gjald- inu varið til þess að standa straum af og endurgreiða skuldir ríkisins, sem myndazt hafa í sam- bandi við togarakaup, ábyrgðar- greiðslur og aðrar ráðstafanir í þágu sjávarútvegsins. Eignaskatturinn. Miklar breytingar voru gerðar á ákvæðum frv. um eignaskatt. (Framhald á 8. síðu). Samningaumleifanir fogaraútgerðarinnar og sjó- manna hér fóru úf um þúfur Hin nýja gengis- skráning Landsbanki íslands hefur nú auglýst hið nýja gengi, sem gildir frá sl. inánudegi. Er það sem hér segir: (Sölugengi). Kr. Bandaríkjadollar 16.32 Sterlingspund 45.70 Franskir frankar (1000) 46.63 Belgískir frankar (100) 32.67 Svissn. frankar (100) 373.70 Kanadadollar 14.84 Gyllini (100) 429.90 Tékkneskar kr. (1Q0) 32.64 Sænskar kr. (100) 315.50 Norskar kr. (100) 228.50 Danskar kr. (1Q0) 236.30 Bankarnir muiiu þafa hafið yfirfærzlur á ný á þessu nýja gengi. Síðasta aflasala „Kaldbaks“ Síðastl. miðvikudag seldi Kald- bakur afla sinn í Hull, samtals 3926 kit, fyrir 11.051 sterlings- pund. Er þetta ágæt aflasala, einkum þegar þess er gætt að markaður hefur verið fallandi í Bretlandi að undanförnu. Skipið er nú komið héim úr utanförinni. Baniaskólaskenmit ira i n var í s. 1. viku Hin árlegu skemmtikvöld skóla- barna voru í sl. viku, með svip- uðu sniði og áður. Fór fram upp- lestur, leiksýningar, söngur, skrautsýning o. fl. Börnin fram- kvæma sjálf öll skemmtiatriði. — Ágóði af þessari starfsemi renn- ur til ferðasjóðs skólans. Leitað samniíiga nm yfinimsjón Laxárvirkjunar Rafveitustjórn bæjarins hefur lagt til við bæjarstjórn, að hún heimili að rafveitustjórnin leiti samninga við raforkumálastjóra og rafveitustjórn ríkisins um að Rafveitur ríkisins taki að sér að hafa áfram á hendi umsjón með framkvæmdum Laxárvirkjunar- innar. Ennfremunr óskar raf- veitustjórnin heimildar til að ákveða, hvort byggingafram- kvæmdir skuli boðnar út að ein- hverju eða öllu leyti og hvaða til- boðum skuli tekið. Rafveitu- stjórnin hefur nýlega samþykkt að halda áfram innréttingu vinnuskálana við Laxá. Fiskimjölsviimsla í Krossanesi hefði skapað rnikla atvinnu og tryggt sumarrekstur togaramia Síðastl. sunnudag fór frani at- kvæðagreiðsla meðal togaraskips- hafnanna hér um samkomulags- grundvöll, er gerður hafði verið af togaraútgcrðinni hér og samn- inganefnd, er annast hafði sam- komulagsumleitanir af liálfu sjó- manna, urn kjör háseta, mat- sveina og kyndara á Akureyrar- togurunum, ef þeir væru gerðir út á veiðar til þess að afla hráefn- is í fiskimjölsvinnslu. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að samningsgrundvöll- urinn var felldur með 44 atkv. gegn 11, tveir se.ðlar yoru auðir. Virðj^t þar með girt fyrir mögu- leika á því að togararnir héðan fari á veiðar til þess að afla hrá- efnis í fiskimjölsvinnslu, en slík útgerð hefði haft mikla þýðingu, ems og nánar verður vikið að síðar. Forsaga málsins. Fyrir nokkru sneru Utgerðar- félag Akureyringa h.f. og Guðm. Jörundsson útgerðarmaður, eig- andi „Jörundar", sér til sjó- mannafélagsins hér og fóru þess á leit að félagið tilnefndi samn- inganefnd til þess að semja um kjör vegna fyrirhugaðrar útgerð- ar togaranna til fiskimjölsvinnslu. Félagið varð við þessum tilmæl- um og áttu ýtarlegar viðræður sér stað, en engir samningar eru nú til um kjör í slíkum veiðiskap. Náðist samkomulag milli nefnd- arinnar og útgerðarinnar um öll meginatriði, þ. e. um kaup og kjör, en ágreiningur varð um frí sjómanna í höfn .Var farið fram á meiri frí en eru samkvæmt gildandi samningum. Grundvöllurinn. Grundvöllur sá, sem samkomu- lag varð um milli útgerðarinnar og nefndarinnar, og sem síðan var felldur í atkvæðagreiðslunni á sunnudaginn, var í aðalatriðum þannig: Fastakaup háseta verði hið sama og nú, eða 1080 kr. á mán- uði, þar að auki fái þeir kr. 2,50 af hverju tonni hráefnis, sem til vinnslu fer, og kr. 6,75 af hverju saltfisktonni, miðað við vigt upp úr skipi. Ennfremur 0,7% af inn- lögðu lýsi, miðað við 2 krónu verð. Áætlaðar tekjur á mánuði samkvæmt þessu, miðað við nor- mal veiði, eru: a) Fastakaup kr. 1080.00 b) Af 800 tn. hráefni — 2000.00 c) Af 30 tn. saltfiski — 200.00 d) 0,7%aflýsi — 120.00 Ca. kr. 3400.00 Þar að auki orlofsfé. Til saman- burðar má geta þess, að meðal- laun háseta á togurunum hér ár- ið sem leið munu vera um 3250 krónur á aflahæsta skipinu og niður í 2700 á lægsta skipipu.Þess má geta, að í fyrri samningum um kjör á karfa- og ufsaveiðum til mjölvinnslu, hefur verið gert ráð fyrir að sjómenn ypnu við löndun úr skipunum og hreinsun. lesta o. s. frv. Til samkomulags var þessum atriðum sleppt í samningsgrundvelli þessum. — Virðist ágreinurinn helzt hafa orðið um hafnarfríin. Úrslit at- kvæðagreiðslunnar komu á óvart með því að almennt mun hafa verið gert ráð fyrir því, að samn- ingar tækjust og sumarútgerð togaranna yrði þar með tryggð. Reksturinn í sumar. Utgerð togaranna héðan í vor og sumar er enn óleyst vandamál. Búizt er við því, að veiðiferðir þær, sem togararnir eru nú í, verði síðustu aflasöluferðir þeirra til Bretlands. Brezki markaðurinn er fallandi nú og með vori og sumri er yerðlag á fiski í Bretlandi langt neðan við (Framhald á 8. síðu). Ríkisstjónim bamiar verð- Iiækkanir Á mánudaginn birti ríkis- stjórnin auglýsingu, þar sem lagt er bann við verðhækkun- um erlcnds varnings, sem nú er í verzlunum, eða hjá inn- fglytjcndum, nema með sér- stöku leyfi verðlagsyfirvalda. Jafnframt eru boðaðar sérstak- ar ráðstafanir til þess að fram- fylgja banni þessu og koma fram fullri ábyrgð á hendur þeim, sem brotlegir gerast. Þá er skorað á almenning og vcrzl anir að stuðla að því að vöru- dreifing verði sem réttlátust meðan verzlunarástandið leitar jafnvægis eftir gengisbreyting- una.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.