Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 1
I Fimmta síðan: Persónudýrkun komm- únista, 50 ára afmæli Litla-Stalíns í París. — XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. júní 1950 Forustugreinin: „Sjálfstæðismálið er ævarandi. 28. tbl. Hið nýja ráðhús Oslóborgar Hið nýja og glæsilega ráðhús Oslóborgar var vígt í sl. mánuði, með mikilli viðhöfn. Hér að ofan er teikning af ráðhúsinu, eins og arkí- tektinn hugsar sér að það líti út eftir að búið væri að taka þakið af því. — Má glöggt sjá, að byggingin er forkunnarfögur og vel búin. Fjórða þing Rofaryfélaganna haldiðhéríbæ Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup forseti íslenzka Rotaryumdæinisins Háfíðarnefnd kaupstaðarins skorar á bæjarmenn að fjölmenna í skrúðgönguna 17 júní Mörg félög leggja fram þegnskyldustörf Fjórða umdæmisþing Rotary- klúbbanna á íslandi var haldið hér á Akureyri dagana 9.—11. þ. m. — A þingi þessu mættu full- trúar og fundargestir frá öllum ísl. Rotaryklúbbum, en slíkir klúbbar eru nú starfandi í flest- um stærri bæjum á lslandi. Alls munu fulltrúar og fundargestir hafa verið um 70 manns. Rotaryfélagsskapurinn er merki- leg alþjóðahreyfing. Félagsskap- ur þessi hóf göngu sína, er fyrsti klúbburinn var stofnaður fyrir 45 árum síðan vestur í Ameríku. Hreyfing þessi hefur nú breiðst um nálega allan hinn svokallaða menntaða heim og nú eru alls starfandi í heiminum yfir 7000 Rotaryklúbbar með yfir 340.000 félagsmönnum. Markmið Rotary hefur frá upp- hafi verið það, að auka kynningu og samstarf milli starfandi áhuga- manna innan hvers bæjar- eða sveitarfélags í þeim tilgangi að vinna að framgangi nytsamra og góðra málefna og hvetja menn til óeigingjarnrar þjónustu og vin- samlegra samskipta við aðra menn. Er talið að Rotaryhreyf- ingin hafi nú þegar unnið mjög mikið gagn á þessu sviði, enda er hún nú í örum vexti. Rotaryklúbbarnir á íslandi eru nú 10 alls með nálega 340 félags- mönnum. Nýr forseti Rotaryklúbbanna. Forseti hins ísl. Rotaryumdæm- is nú um 2ja ára skeið hefur ver- ið séra Óskar Þorláksson prestur í Siglufirði. Er hann mikill áhugamaður á þessu sviði og hef- ur unnið mjög mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu þessara mál- efna á undanförnum árum. Um næstu mánaðamót mun séra Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup, taka við forsetastörfum fyrir hið ísl. Rotaryumdæmi, og er hann nú þessa dagana staddur í Bandaríkjunum á alþjóðaþingi Rotary International, þar sem hann, ásamt fjölmörgum um- dæmisstjóraeÍAum víðs vegar að úr heiminum, tekur við þessu embætti sínu. Á Rotaryþinginu á Akureyri voru flutt mörg fræðandi og vekjandi erindi og rædd ýms mál efni umdæmisins. Á sunnud., sem var síðasti dagur þingsins, hlýddu fulltrúar messu í Akur- eyrarkirkju, þar sem séra Óskar Þorláksson predikaði og séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur í Húsavík, þjónaði fyrir altari. Héraðsmót UMSE Héraðsmót Ungmennasambands Eyjafjarðar verður haldið að Hrafnagili dagana 1.—2. júlí n.k. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. To gararnir fá full- fermi af karfa í gær var „Svalbakur" að landa afla í Krossanesi. Hafði skipið fullfermi, nær því eingöngu karfa, eftir 8 daga útivist. „Kaldbakur“ var á leiðinni til Krossaness, einnig með fullfermi af karfa. „Jörundur" mun og væntanlegur með karfafarm. Handknattleiks- mót íslands á Akureyri Handknattleiksmót íslands í meistaraflokki karla fer fram hér á Akureyri næstk. sunnudag og mánudag á vellinum við nýja íþróttasvæðið. Keppandi félög verða: K. A., Ármann, Víkingur og Fram. Mótið verður sett kl. 1.30 á sunnudaginn. Tveir leikir verða kl. 1.30 og aðrir tveir kl. 8 e. h. Á mánudagskvöld kl. 8 verður keppt til úrslita. Keþpnin er stigakeppni. Núverandi íslands- meistari er Ármann, Reykjavík. Án efa verður mót þetta spenn- andi og skemmtilegt og gullið tækifæri fyrir Akureyringa að skemmta sér vel um helgina. Handknattleiksráð í. B. A. sér um mótið. Allgóður afli tog- bátanna Nokkrir togbátanna héðan hafa haldið áfram veiðum eftir að nýja landhelgislínan gekk í gildi og hefur veiði verið dágóð. í gær munu fimm bátar héðan hafa stundað veiðarnar enn, en lík- legt talið að þeir mundu hætta hvað úr hverju. Aðalfundur Utgerðar- félags Akureyringa Útgerðarfélag Akureyringa h.f. auglýsir aðalfund sinn í blað- inu í dag. Vei'ður hann haldinn í Samkomuhúsi bæjarins annað kvöld. Aðalfundur SÍS Aðalfundur sambands ísl. sam- vinnufélaga hefst í Reykjavík hinn 20. júní n. k. Um sama leyti verða einnig haldnir aðalfundir Samvinnutx-ygginga og Líftrygg- ingafélagsins Andvöku, en hvort tveggja fjélögin eru í'ekin af SÍS. Hátíðanefnd kaupstaðarins hef- ur ákveðið tilhögun 17. jxiní- hátíðahaldanna að þessu sinni. Verða þau með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nefndin leggur sérstaka áherzlu á, að bæjarmenn taki þátt í liátíðahöldum dagsins og heiðri þar með þær minning- ar, senx deginum eru tcngdar. Er þess að vænta, að bæjai-menn verði við þessi áskorun. Tilhögun Ætlast er til þess, að fánar verði di'egnir að hún um allan bæinn klukkan 8 ái'degis og að þeir séu hi'einir og snyrtilegir. Þess er vænst, að félög leggi til íána og fánabera í skrúðgönguna. Verður þeim raðað í eins konar fánaborg. Þykir miklu skipta, að skrúðgangan vex-ði sem fjölmenn- ust og með hátíðasvip. Aðal hátíðahöldin hefjast á Ráðhústorgi kl. 1.15 e. h. Léikur Lúðrasveit þar, en síðan hefst skrúðgangan um bæinn inn á há- tíðasvæðið, sem verður á túnun- um sunnan við sundlaug bæjar- ins. Er ætlast til að hátíðahöldin þar hefjist um klukkan 2 síðd. Þar fer fram fánahylling, guðs- þjónusta (séi-a Pétur Sigurgeirs- son). Lýðveldisræðu flytur Brynleifur Tobiasson mennta- skólakennari. Þá syngur karlakór bæjarins. Halldór Þ. Jónsson stú- dent flytur ræðu. Þá vei'ður al- mennur söngur og verður þjóð- söngui'inn sunginn. Síðan hefjast Á mánudagskvöldið flutti Páll Zóphóníasson ráðunautur búnað- arþátt í útvarpið og gerði þar m. a. að umtalsefni heyskapinn í sumar og fóðurbætisþörf bænda. Páll taldi fullvíst, að fóðui’bæt- isinnflutningur yi'ði mjög tak- markaður næsta vetur og mættu bændur ekki búast við því að geta gefið fóðurbæti í sama mæli og undanfarna vetui'. Væi’i þess vegna meira undir heyskapnum kornið nú en oftast áður. Væri íþróttir, fer fram íslenzk glíma, og vei-ður bændaglíma milli Þing- eyinga og Akureyringa. Ennfrem ur fimleikasýning, handknattleik- ur o. e. t. v. fl. Kvikmyndasýn- ingar vei'ða á vegum hátíðanefnd- arinnar, bamasýning kl. 3 e. h. í Skjaldboi'g, og sýning í Nýja- BOó kl. 9 e. h. Verði veður óhag- stætt fara hátíðahöldin fram í kirkjunni og í Samkomuhúsinu. Aðgangur • ókeypis fyrir alla. Veitingar yerða seldar á hátíða- svæðinu. Þegnsky ld ustörf Mörg félög í bænum leggja fram þegnskyldustarf við hátíða- höldin. Söngfélögin, íþróttafélög- in, skátar o. fl. Fegrunarfélagið sér um skreytingu hátíðasvæðis- ins. Nefndin hefur eins og að und- anfömu valið ræðumenn úr hópi eldri og yngri kynslóðarinnar. Um kvöldið vei'ður dansað í Samkomuhúsi bæjai'ins og aðHó- tel KEA. Hátíðanefndin hefur reynt að vanda til tilhögunar eftir föngum, en vert er að bendaá,aðþjóðhátíð vei'ður því aðeins haldin, að þjóð- in — fólkið sjálft — taki þátt í hátíðinni með hi'essilegum gleði- bi-ag. Hinn 17. júní 1944 tókst þetta mæta vel. Er þess að vænta, að sá andi verði nú endurlífgað- ur og Akureyringum takist nú að halda þjóðhátíð sem því nafni má kalla með réttu. brýn nauðsyn að bændur reyndu að afla þeirra heyja, sem kostur er að ná. f þessu sambandi benti hann séi-staklega á votheysgerð og nefndi fordæmi bónda á Vest- fjöi'ðum, sem hefði á sl. vetri gef- ið vothey að langmestu leyti, eða rösk 6 þús. kg. á kú, en ekki nema rösk þrjú hundruð kg. af þurrheyi og lítið eitt af fóður- bæti. Gafst þetta ágætlega og var nytin há. Meira veilur á heyskapnum í sumar en oftast áður Fóðurbætisinnflutningur verður takmarkaður í vetur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.