Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 14. júní 1950 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Simi 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudcgi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. FRENTVERK. ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Sjálfstæðismálið er ævarandi“ ÞEGAR LÝÐVELDIÐ var stofnað á Þingvöll- um árið 1944, sagði einn af forustumönnum þjóð- arinnar, dr. Bjöm Þórðarson, þáv. forsætisráð- herra þessi orð: „Sjálfstæðismálið er ævarandi.“ Þessi spaklegu orð hafa verið rifjuð upp í ræðum 17. júní ár hvert og verða væntanlega rifjuð upp enn á laugardaginn kemur, er við höldum enn þjóðhátíð. En aðra daga ársins virðast þau ekki ofarlega í hugum manna. Allt of margir hugsa um sjálfstæðismálið á einhæfan hátt: Baráttu gegn ásælni erlendra rikja. Um þennan þátt sjálfstæðis- baráttunnar eru flestir íslendingar sammála. Þar er þjóðin vel á verði. Ekki með þeim hætti að ein- angra sig frá umheiminum og fela sjálfstæðismál- ið hlutleysinu og voninni um að erlendir yfir- gangsseggir virði það, heldur með samvinnu við vinveitt erlend ríki, sem snúa bökum saman til varnar sjálfstæði sínu og menningarerfðum. ’Frá þessum þjóðum stafar engin hætta fyrir sjálf stæði íslands. Lýðræðisþjóðir heimsins virða samninga og landsréttindi. En þeim stendur öllum ógn af einræðisöflunum, sem hafa hvað eftir ann- að rofið grið og gerða samninga á smáþjóðum, sem hafa verið svo ógæfusamar að búa í nágrenni við þau, og stefna leynt og ljóst að heimsyfirráðum. Fyrir skynsamlega utanríkisstefnu er Island aðili að varnarbandalagi vestrænna lýðræðisþjóða. í samvinnu við aðra frjálsa menn hafa íslendingar treyst sjálfstæði sitt út á við eins vel og unnt er á viðsjárverðum tímum. Einn skugga ber þó á: I landinu er starfandi fámennur en vel skipulagður hópur manna, sem vill þetta varnarbandalag feigt og landið opið fyrir herjum erlendra heimsvalda- sinna. Reynslan úr síðustu heimsstyrjöld sýnir, að það getur verið örlagaríkt fyrir sjálfstæði þjóð- anna, að eiga slíka erlenda heri innan landamerkja sinna. Þessi þáttur sjálfstæðisbaráttunnar verður bezt treystur með því að vinna markvisst að því að gera áhrif þessara erlendu málaliðsmanna sem minnst og opna augu þjóðarinnar fyrir þjóðhættu- legri starfsemi þeirra. EN SJALFSTÆÐISMÁLIÐ er ekki þar með allt. Utanríkisstefna landsins og samningagerðir við erlendar þjóðir varðveita ekki sjálfstæðið til lengdar, ef undirstaða þess, búskapurinn í heima- garði, er ekki með þeim hætti, að þjóðin sé fær um að standa á eigin fótum. Engin þjóð fær varðveitt sjálfstæði, sem ekki getur verið efnalega sjálfstæð og nýtt land sitt þannig, að það geti veitt þegnun- um tækifæri til þess að lifa menningarlífi. Þessa sannleiks virðist ekki alltaf gætt sem skyldi í um- ræðum manna um sjálfstæðismálið. Þessi þáttur sjálfstæðisbaráttunnar er líka ævarandi. Það kostar árvökult starf, þegnskap, trúmennsku og fyrirhyggju að búa svo í landinu, að þjóðinni vegni vel. Með slíkum búskaparháttum vex og virðing annarra þjóða fyrir sjálfstæði landsins og utanaðkomandi ásælni er gerð ólíklegri en ella. íslenzka þjóðin á nú við mikla efnahagslega örð- ugleika að stríða. Þessir örðugleikar eru að veru legu leyti komnir að bæjardyrum þjóðarinnar fyr- ir óviturlega stjórnarhætti fyrri ára. Sú tíð verður ekki upplifuð aftur og er tilgangslaust að einblína á horfna gjaldeyrissjóði og illa notuð tækifæri. Aðalatriði er að læra af reynslunni og láta slíkt ráðleysi ekki henda aftur. En það hefur komið í ljós í erfiðleikum yfirstandandi tíma, að ekki býr ævinlega mikil alvara í hátíða- ræðunum 17. júní og margir landsmenn líta of einhæft á sjálf- stæðismálið. Hér í landi er nú markvisst unnið að því af skipu- lögðum flokki manna, að torvelda sókn þjóðörinnar upp úr öldudal efnahagsvandræðanná. Daglega eru menn hvattir til að sýna lít- inn þegnskap, og minni trú- mennsku, en gera jafnframt auknar kröfur á hendur þjóðfé- laginu í heild. Þess verður stund- um vart, að stéttir og starfshópar eru alls ófúsir að leggja nokkuð á sig til hagsbóta fyrir heidina. Síð- asta dæmið af því tagi er við- brögð embættismanna ríkisins gagnvart þeirri kröfu, að þeir vinni hálfri klukkustund lengur á degi hverjum en tíðkast hefur nú um sinn. Þykir þetta of mikið á sig lagt þar í sveit. Meðan þessi andi gengur ljósum logum um byggðir landsins, er ekki vonlegt að förin til efnalegs sjálfstæðis verði greiðfær. íslenzka samfé- lagið hefur verið örlátt við þegna sína. Það hefur ekki krafizt þungra fórna af þeim fyrir frelsið og lífsins gæði. En það virðist sorgleg staðreynd, að allt of margir meta stétt sína og hags- munahópa hærra en samfélagið og leggja kollhúfui’ ef þjóðfélag- ið biður um aðstoð þeirra til þess að treysta öryggi allra. Á ÞESSUM 17. júní, sem hald- inn verður hátíðlega um land allt á laugardaginn kemur, þyrftu landsmenn áð hugsa um þau sannindi, að. sjálfstæðismálið er ævarandi. Það kostar samheldni og þrautseigju að vera sjálfstæð þjóð í strjálbýlu landi. Margar hættur ógna sjálfstæðinu á hverri tíð. Þær eru fyrir hendi nú eins og ævinlega. Við höfum treyst sjálfstæði þjóðarinnar eins vel og föng eru út á við, með samninga- gerðum og vinsamlegri sambúð við nágrannaríkin. En við höfum ekki lagt okkur fram um að treysta það inn á við, í hugum okkar sjálfra, í viðhorfum okkar til landsins og þjóðarinnar. Sjálf- stæðinu verður ekki haldið uppi með ræðuhöldum, skrúðgöngum, hátíðahöldum, þótt slíkt séu sjálf- sögð virðingarmerki við sameign þjóðarinnar og dýrmætasta arf. Því verður aðeins haldið uppi með þegnlegu starfi og því við- horfi allra landsmanna, að undir- staða allra gæða er frelsið. Þetta þegnlega samstarf ætti að verða heitstrenging allra íslendinga hinn 17. júní næstkomandi. FOKDREIFAR Bifreiðastæði, gatnamerkingar og svo framvegis. FLESTIR bæjarbúar munu muna ógjörla öllþaufyrirmælium umferðamál, sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórninni á liðnum árum, og því síður allar tillög- urnar, sem fram hafa komið til þess að bæta úr helztu ágöllum mikillar umferðar á þröngum götum, einkum þó yfir sumar- mánuðina. Þó mun menn ráma í að í fyrra var samþykkt að gera Gránufélagsgötu að einstefnu- götu, bannað hefur verið að leggja bifreiðum á ýmsum stöð- um, nokkur bifreiðastæði hafa verið ákveðin o. s. frv. Nú er enn runnið sumar, með vaxandi um- ferð og umsvifum. Samt bólar heldur lítið á því, að þessi fyrir- mæli bæjarstjórnarinnar séu framkvæmd. Menn aka austur og vestur Gránufélagsgötu, leggja bifreiðum sínum þar sem þeim sýnist, enda þótt að slíku geti augljóslega . verið farartálmi og hætta fyrir fótgangandi fólk, og aðkomumenn a. m. k. munu ógjörla vita, hvar eru svonefnd bifreiðastæði hér í bæ. Svo mætti lengi telja. Umferðamerki eru lítil og léleg og þyrfti að gera verulega bragarþót á þessu nú hið bráðasta. Samþykktir bæjar- stjórnar eru augsýnilega til einskis, ef þeim er ekki fram- fylgt. Virðist manni bæjarfull- trúarnir stundum furðulega þol- inmóðir í þessu efni. Það er til lítils fyrir þá að verja tíma sínum til umræðna og samþykkta, ef örlög ályktananna verða þau ein, að hvíla undir höfðalagi starfs- manna bæjarins eða annarra, sem eiga að sjá um framkvæmdina. MEÐAN AKUREYRI var miklu minni bær en nú er orðið, var sæmilegt lag á gatnamerkingum og húsamerkingum í bænum. — Ókunnugir gátu þá ratað sæmi- lega um bæinn með hjálp gatna- merkjanna, og áttað sig á númer- um húsa við götur. En nú er Ak- ureyri orðin stór bær á íslenzka vísu, án þess að þessu skipulagi hafi verið haldið sómasamlega við. Ferðamenn átta sig ógjörla á því, hvar þessi eða hin gatan sé í tilteknum bæjarhverfum, því að merkin skortir og óvíða eru núm- eraskilti á nýrri húsum. Á stríðs- árunum var eitthvað um þessi mál rætt hér og var þá talið að ógerlegt væri að fá hæfileg skilti með því að þau þyrfti að koma erlendis frá. Nú mun þessari ástæðu ekki til að dreifa lengur. Hægt er að fá slík merki hér inn- anlands, ef nokkur áhugi er fyrir málinu. Stríðið er nú löngu lið- ið, en með hverju árinu verður trassamennskan á þessum vett- vangi meira áberandi. Væri nú ekki ráð að rumska, koma um- ferðamerkjum í sæmilegt horf. og endurvekja merkingu gatna og húsa? Stríðið og „Verkamaðurinn". NÝJA-BÍÓ hér í bæ sýndi a dögunum safn fréttamynda úr stríðinu. Ekki var mynd þessi samfelld frásaga, heldur svip- myndir af ýmsum þáttum stríðs- ins. Kommúnistamálgagnið hér gerði mynd þessa að umtalsefni sl. viku og þóttust rithöfundar blaðsins illa sviknir á myndinni, því að fátt hefði verið þar að sjá frá hinum blessuðu Sovétríkjum, Töldu þeir myndina ekki gefa rétta hugmynd um styrjöldina Mynd þessi gaf engar tæmandi upplýsingar um styrjaldarrekst- urinn, hvorki austan járntjalds né vestan. Á það ekki aðeins við um stríðið á austurvígstöðvunum, heldur og um aðra þætti heims styrjaldarinnar. En það mun einkum hafa farið í skapið kommúnistum hér í sambandi við mynd þessa, að hún varð ekk ert sönnunargagn í þeirri sögU' kennslu, sem Rússar hafa nú tek ið upp. í þær bækur er skráð, að á árunum 1941—1945 hafi verið háð styrjöld í Evrópu. Áttust þar (Framhald á 5. síðu). Tvær sýmngar SfÐASTL. LAUGARDAG bauð forstöðukona Húsmæðraskóla Akureyrar, frú Helga Kristjáns- dóttir, fréttamönnum og öðrum gestum að skoða sýningu á handavinnu námsmeyja, sem var opnuð almenningi síðar um daginn. Á annað þúsund mun- ir voru unnir í skólaum í vetur, og munu flestir jeirra hafa verið til sýnis þennan dag. Mikil fjöl- breytni var í handavinnunni, en þó skiptist hún að- allega í fjórar aðalgreinir, sem sé: Útsaum, fata- saum, vefnað og prjón og hekl. Útsaumurinn var mjög fallegur og margs konar Ýmsir dúkanna voru ákaflega vel og smekklega unnir, enda var á þá horft og mörg og makleg við- urkenningarorð viðhöfð. Frk. Kristín Sigurðardótt- ir kennir útsauminn, og munu munir þeii', er stúlk- urnar saumuðu út, hafa verið um 138 talsins. — Kennslu í fatasaum annaðist frk. Kristbjörg Krist- jánsdóttir, og saumaðar voru alls 750 flíkur. Var mikið af fallegum kjólum og blússum, svo og hlífð- arföt á börn og unglinga, sem voru mjög smekkleg en umfram allt hagkvæm, en það verður að teljast mikilsvert, að stúlkur læri einnig hagnýtar hann- yrðir. Vefnaður var ekki kenndur í skólanum sl. vetur, þ. e. a. s. hann var ekki með í hinu fasta námi, heldur var hann kenndur á námskeiðum, ætl- uðum konum utan skóla. Þrjú námskeið, sem stóðu tæpa 3 mán. hvert, voru haldin, og sóttu þau 36 nemendur. Kennslu annaðist frk. Ólafía Þorvalds- dóttir, og nemendur hennar, sem voru bæði ungar og eldri konur hér úr bæ og einnig komnar langt að, sumar hverjar, unnu alls 325 muni. Vefnaðurinn var mjög fallegur og vel unninn. Ákveðið er nú, að pessi námsgrein verði aftur tekin inn í hið fasta nám skólans næsta vetur og verður kennslu þá hagað með sama hætti og var fyrstu þrjú árin, sem skólinn starfaði. Heklaðir og prjónaðir munir, aðal- lega barnaföt, voru um 250 að tölu og yfirleitt mjög fallegir. Kennslu í þeirri grein annaðist frk. Val- gerður Árnadóttir, en hún kenndi jafnframt að taka mál og sniðteikningar. Voru vinnubækur náms- meyja í þessari grein einnig til sýnis. 40 námsmeyjar voru innritaðar í skólann sl. haust, en 5 urðu að hætta námi sökum veikinda, svo að 35 luku prófi. Fjórar stúlkur hlutu ágætiseink- unn, en þær tvær efstu voru þær Elsa Grímsdóttir, Akureyri, sem hlaut 9.29 í aðaleinkunn, og Áslaug Jónsdótir, Akureyri, 9.12. Fleiri námskeið hafa verið í skólanum í vetur- en nokkru sinni áður. Tvenns konar námskeið voru haldin í matreiðslu, bæði sýnikennsla, einkum ætl- uð húsmæðrum, sem um 70 bæjarkonur sóttu, og 3 námskeið fyrir ungar stúlkur, sem stóðu 32 kvöld hvert. Alls sóttu þau námskeið 32 stúlkur. Þá voru haldin 2 námskeið í útsaum, og sóttu þau 37 bæjar- konur. Á sýningunni voru 45 munir frá þessum út- saums-námskeiðum. Auk þeirra kennara við skólann, er hér voru nefndir, má nefna frk. Laufeyju Benediktsdóttur, sem kennir þvott og ræstingu, frk. Guðrúnu Sig- urðardóttur, matreiðslu, forstöðukonan kenndi að- allega'á námskeiðunum og auk þess ýmiss bókleg fög. Þá var aðstoðarkennslukona í matreiðslu og ýmsir tímakennarar í öðrum fögum. Til skólans greiddi hver stúlka um 3000 kr., en þar í er allur kostnaður annar en húsnæði, sem stúlkur verða að fá í bænum. Það má því telja, að Húsmæðraskóli Akureyrar sé eftirsóknarverður fyrir bæjarstúlkur, sem geta búið heima hjá sér, og munu þær eflaust eiga eftir að notfæra sér það í framtíðinni. Skólanum var sagt upp sl .mánudagskvöld, en á þriðjudaginn fóru námsmeyjar og kennslukonur í skemmtiferð austur í Mývatnssveit. AÐ LAUGALANDI kom mikill mannfjöldi sl. sumiudag til að skoða handavinnusýningu húsmæðraskólans þar. Um 6— 7-leytið höfðu milli 7 og 8 hundruð manns skoðað sýninguna. Kennslu í húsmæðraskólanum að Lauga (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.