Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 6
6 Ú AGUR Miðvikudaginn 14. jiihí 1950 LÁTTU HJARTAD RAÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 28. DAGUR. (Framhald). „Við fórum yfir þetta allt sam- an í gærkveldi. Hvaða gagn er að rifja það upp nú?“ svaraði hann. ,.Eg útbjó þetta meira að segja allt upp í hendurnar á þér. Ef þú þarft að búast þessum kjól tií brúðkaups í dag, þá bíður brúð- guminn þín annars staðar. Hefur hann ekkert látið til sín heyra?“ „Jú, það hefur hann gert,“ svaraði Alison. „En eg vil hann ekki undir nokkrum kringum- stæðum.“ „En þú vildir hann sannarlega í gærkveldi — eða kannske maður eigi að segja í dag, því að það var komið fram yfir miðnætti.“ Hann faldi andlitið í höndum sér og sagði síðan lágt: „Eg sá ykkur bæði.“ Alison gleymdi öllum skynsam legum fyrirætlunum og orðunum, sem hún hafði undirbúið, byrgði stoltið inni, gekk til hans og hvísl aði í eyra hans: „Elsku Terry minn.“ Hann reif sig lausan. „Elsku góða, hættu að vera mömmuleg við mig. Eg kemst af án þinnar meðaumkunar, vertu viss um það.“ Hún horfði á hann. Meðaumk-1 unar hafði hann sagt! „Þú hefur alltaf kennt í brjósti um mig,“ hélt hann áfram, án þess að horfa á hana. „Það rifj- ast allt saman upp fyrir mér í nótt, rétt eins og eg væri að horfa á kvikmynd á tjaldi. Öll systur- legu brosin, hluttekningin þegar móðir mín dó, og þú vissir að eg átti þá enga ættingja framar til þess að fara heim til, varir þínar, þegar eg kyssti þig fyrir utan herbúðirnar — þú tókst kossin- um — allt í einu. Þú mundir ekki hafa kysst liðsforingja á sama aldri og þú ert á þennan hátt. Þú mundir sennilega hafa gefið hon- um utan undir. En eg var bara einmana unglingur í þínum aug- um, unglingur, sem var orðinn móðurlaus og sem aldrei hafði átt eldri systur. En það er nú svo, að og er ekki að leita að eldri systur, og ekki að kunningja eða félaga heldur, og ég hefi engan áhuga fyrir að lifa í minningum um stríðið, sem varð til þess að við kynntumst, eða fyrir að skoða gamlar ljósmyndir.“ „Ertu búinn að tala út?“ „Nei, ekki alveg. Andvökunótt er eins og heil eilífð, en maðúr hefur tækifæri til þess að hugsa og komast að skynsamlegum niðurstöðúm. Líklegast er hún skynsamlegust, þessi: Eg kæri mig ekki um að lifa upp fortíð- ina með kvenmanni, ekki einu sinni þá fortíð, sem ég lifði með henni. Eg vil ekki halda áfram stríðinu eða halda áfram að aka herbílnum fram og aftur um hjarta konunnar minnar. Eg vil ekki vera einmana unglingur, sem varð ástfanginn, og eyddi heilu ári til einskis að hennar fyrirskipun. Eg vil verða eigin- maður stúlkunnar, sem elskar mig, hvað sem öllum aldri líður.“ „Þá er allt sagt, sem segja þarf,“ sagði Alison. „Eg þarf engu við að bæta. Stattu upp, Jerry!“ Hann hlýddi orðalaust, eins og hermaður á æ'fingavelli. Hann brosti dauflega og sagði: ,.Þú skilur hvað ég á við?“ Hún greip í handlegg hans og dró hann að stórum spegli á veggnum. „Líttu á okkur, Terry,“ sagði hún. Hann horfði andartak á há- vöxnu, hvitklæddu brúðurina, sem sást í speglinum. „Horfðu nákvæmlega á sjálfan þig,“ sagði Alison. „Finnst þér þú líta út eins og eimana unglingur, sem nokkur stúlka óskar að giftast til þess eins að rifja upp með honum endurminningar eða skoða gamlar ljósmyndir?“ Roða skaup upp í kinnar hans. „Alison, ég hefði aldrei trú- að.... “ „Vertu ekki svona viðkvæm- ur,“ sagði hún. „Mér þykir leitt ef ég særi þig, en það verður að virða mér allt til vorkunnar, þótt ég segi fleira en venjulegt er á þessum degi. Að minnsta kosti þangað til kldkkan í kirkjunni slær fjögur. Nú skal ég segja þér nokkuð. Þú hafðir að npkkru leyti rétt fyrir þér í gærkvöldi. Og þú varst heiðarlegur í því, hvernig þú brást við. Þú sást, og það varð áfall fyrir þig) að ég hefði haldið áfram að dást að Rush löngu eftir að öll ástæða til þess var horfin. Eg hafði eftir- látið Jenny hann, en hélt samt áfram að ala draum í brjóstinu, það er alveg satt. En ég gerði mér ekki ljóst, að það var bara gamall draumur, draumur skóla- stelpu, sem ekkert á skylt við ást fullorðinnar konu.“ Athygli hans var vakin og hann hélt áfram að horfa á hana í speglinum. „Þú verður að skilja þetta, Jerry,“ hélt hún áfram, „þú verður að skilja að það tók mig langan tíma að verða fullorðinn. Þú varðst það á miklu skemmri tíma en ég. Kanske stríðið hafi hjálpað þér. Eg veit það ekki. En þú ættir að reyria að vera þolin- móður gagnvart mér. Eg vil ekk- ert fremur en þú lifa í fortíðinni. Það er framtíðiri, sem ég er að hugsa um, gifting okkar og sam- búð. En hvað sem því líður, þá hefi ég kvatt Rush fyrir fullt og allt. Hann er úr sögunni, og ekk- ert, sem honum við kemur, verð- ur þröskuldur í vegi okkar fram- ar.“ • „Harin gæti orðið á vegi mín- um,“ sagði Terry, „í hvert sinn, sem ég tæki þig í faðm mér.“ Hún hélt áfram með auknum ákafa. „Eg sagði skilið við Rush fyrir mörgum árum. Eg endurtók það í gærkvöldi á boðinu. En ég vissi það ekki sjálf fyrr en í morgun, þegar ég sá hann aftur. Eitthvað kom fyrir mig í nótt, sem breytti honum í mínum aug- um.“ „Eins og t. d. það, að glata ein- mana, trygglynda unglingnum fyrir fullt og alít?“ Hún vissi að hann reyndi að særa hanri af því, að hann var djúpt særður sjálfur. „Nei, Terry,“ sagði hún hljóð- lega. „Eins og það, að uppgötgva hann. Eg varð ástfanginn af þér, er þú kysstir mig í gærkvöldi. Auðvitað hafði ég verið það áð- ur', dáðst að þér — og ég skal gjarna játa það — fundið til systurlegra tilfinninga gagnvart þér. En þetta var öðru vísi — þú varst ekki lengur drengur í mín- um augum, heldur karlmaður.“ Hún lagði höndina blíðlega á öxl hans. Framhald. Herbergi til leigu. Arthúr GuÖmundsson. Herbergi (í Skólastrg) til leigu fyrir stúlku. Forstofuinngangur. Afgr. vísar á. Chevrolet- vörubifreið er til sölu, 21/4—3 tonna. Nýuppgerð. — Smíðaár 1941. Einnig rafmagns-hjólsög (handsög), lientug fyrir húsasmiði. Upplýsingar í Þórunnarstræti 118, milli kl. 6—8 e. h. næstú daga. Magnús Öddsson. Stúlka óskast í vist á fámennt sveitaheimili. Afgr. vísar á. Kven-armbandsur (svissneskt gullúr) tapaðist á ytri-brekkunni sl. mánudag. Óskast skilað á afgr. Dags. Fundarlaun. Karlm. armbandsúr tapaðist 4. júní frá Gránu- félagsgötu upp Norður- brekkuna. Góð fundarlaun. Björn E. Einarsson. ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKSMÓT AKUREYRAR. Meistaraflokkur karla, K. A. — Þór, 13 : 9. K. A.-liðið var greinilega betra, sérstaklega hafa einstaklingar betri knattmeðferð og meiri leikni. Þá er samleikur þeirra betri og öruggari. Þór sótti þó fast á í lok leiksins með góðum árangri. II. flokkur karla, K. A. — í»ór, 8:5. K. A.-liðið hafði hér einnig meiri leikrii og sæmilega æfingu. Leikurinn var þó eigi ójafn. Meistaraflokkur kvenria, K. A. — Þór, 3 :1. K. A. lék nú með breyttu liði. Sérstaklega munaði mjög um Árnínu, sem er ágæt. II. flokkur kvenna, Þór — K. A., 4:1. III. flokkur kvenna, jafntefli. III. flokkur karla. Þór vann með nokkrum yfirburðum. —o— Afmælismót Þórs. íþróttafélagið Þór efndi til af- mælismóts í tilefni 35 ára afmæí- is félagsins, þriðjud. 6. júní sl. Mótið fór að mestu fram á íþróttavelli félagsins. Kári Sigurjónsson, varaform. Þórs, setti mótið og bauð gesti velkomna. Hann gegnir nú for- mennsku í félaginu í forföllum Jónasar frá Brekknakoti, sem liggur sjúkur suður í Reykjavík. Fyrst var keppt í Oddeyrar- boðhlaupinu, sem félagið hefur staðið fyrir árlega síðustu fimm árin. K. A. og Þór sendu sveitir til keppni. Hlaupið er 20 rhis- langir sprettir, Í00, 200, 300 og 400 m. Sást mest allt hlaupið af vellinum, auk þess sem því var lýst í hátalara. K. A. tók fljót- lega förystuna og sigraði keppn- islaust, ca. 200 m. á undan Þór. Tími sveitanna: K. A. 8. mín. 37.4 sek. Þór 9 míri. 00.0 sek. Að hlaupinu loknu hófst knatt- spyrnukappleikur í meistarafl. milli Þórs og K. A. Vann Þór eft- ir framlengdan leik 1:0. — Leik- ur þessi var „brutal“ af beggja hálfu og liðunum til lítils sóma. Að keppni lokinni hafði Þór kaffiboð fyrir þátttakendur og starfsmenn mótsins að Hótel K. E. A. — Fór það vel fram og ánægjulega. Innilega þakka eg auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför fósturmóður minnar, STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sigurjón Kristinsson. SAMBANDSFUNDUR norðlenzkra kvenna verður lialdinn á Skagaströnd, og er svo til ætl- azt, að fulltrúar séu komnir á staðinn laugardag- inn 1. júlí næstkomaúdi. Þátttaka óskast tilkyrint sem fyrst. STJÓRNIN. | AÐALFUNDUR | Útgerðaríélags Akureyringa h.f. 1 5 verður haklinn í Samkomuhúsi bæjarins (stóra saln- g § um) fimmtudaginn 15. júní n. k., kl. 8y2 e. m. g | FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. | STJÓRNIN. 1 mwkhkhkhkhkhkkkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkkkbkhkhkhkkhj Héraðsmót U M S E / er ákveðið 1. ög 2. júlí n. k. — Fyrri daginn fara fram undanrásir á! frjáisúm íþróttum og sundi. Hefst kí. 1 e. h. Sunnudaginn 2. júlí hefst mótið kl. 2 e. h. — Nánar auglýst síðar. Stjóm Ungmennasambajids EyjafjarÖar. V-.-..—------- ■■ ... ^ ■ ■ .... " —-.—^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.