Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 3
3 JÓLABLAÐ DAGS Þættir úr Eyfirðingasögu Haralds Ö. Briem Með athugasemdum eítir séra Benjamín Kristjánsson Haraldur Ó. Briem í Búlandsnesi var sonur Olafs Briem timburmeistara á Grund og konu lians Dóm- hildar Þorsteinsdóttur irá Stokkahlöðum. Heíur liann verið kornungur, er hann skrifaði eftiríarándi þtetti lyrir 90 árum síðan og d\ aldi þá í Saurbæ, líklega við nám hjá séra Einari Thorlacius. Er þetta tekið eftir handriti í Landsbókasatninu (Lbs. 738, 4to) með hendi séra Eggerts Briem á Hiisk- uldsstöðunr, bróður hans, og eru þar með nokkrir ritlingar aðrir eftir sama höfund frá líkum tíma, svo sem brot úr leikriti, sögubrot, ferðasaga, ritgerð um ráðning lijúa og fornaldarsaga úr Noregi, líkfega sam- in af H. O. Briem. Til eru og kvæði eftir hann á Landsbókasafninu. Haraldur liel'ur verið fluggáfaður eins og þeir bræður fleiri og hefur hann skrifað Eylirðingasögu sína eftir sögnum gamals fólks hér í íirðinum. Málið er fyrnt, líkt og á Árbókum Espólíns, og hefur liann gert sér til gamans að rita þetta í íslendingasagna stíl. Upphaflega hefur verið ætlun hans að rita um ábúendur á hverjum bæ svo langt, sení menn viSsu, en ekki kemst hann lengra en að rita um nokkra bæi. Þá gerir hann grein fyrir öllurn ábúendum í Saur- bæjar- og Miklagarðssóknum 1800. Af því að þetta cru mest megnis1 upptalning manna- nafna' og ættartöl- ur, hef ég slcppt hér fyrstU' köffun- ' umi, nema einum, , sem íekinn er> sem sýnishorn. Eru það kaflar 1 og 13—17, sem lrér eru birtir, og lýkur þar ritinu. Málið er fært til nútíma-stafsetning- ar. í þættinum af: Illeiðargarðsskottu er sumt öðruvísi en í þætti Sigfúsar hreppstjóra á Syðra Laugalandi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og er því gaman að athuga þessa gerð sögunnar. Eormáli H. 0. Briem að ritlingi sínum er á þessa lcið: „Ýmislegt fróðlegt og nytsamlegt er skrifað á bók ■ þessa af Haraldi Ólafssyni Briem í Saurbæ 1800. Sér í lagi skrifast hér, hverjir búið hafi á nokkrum bæjum hér í firði um lmndrað ár, meir eða minna, einnig lítið um ættartölur, fatabúnað á þeim tímum, hvað lært haii verið og um hjátrú fólks. Einnig liverjir sterk- astir hafi verið og liver hús helzt eða bezt verið hafi, um skáld, galdramenn og fleira. Þetta er safn til Eyfirðingasögu, mér’ til> minnis skrifað." Höfundurinn hefur aldrei lokið að skrifa um sumt það, er hann lnigsaði sér í upphafi. Urn búendur i Yxnafelli Mann þann kann eg þar fyrst að nefna, er Magn- ús hét. Han'n var lítilmenni og félítill. Talinn var hann með gildari mönnum. Hann átti son, er Einar hét; hann bjó á Möðrufelli. Hans son var séra Magnús á Tjörn. Dóttir hans hét Ingiríður. ILennar fékk sá maður, sem Einar hét. Bjó hann' þar eftir tengdaföður sinn.1) Þar næst bjÓ á Yxnafelli Indriði Ásmundsson.-. Var hann elnamaður og átti Yxnafell. Hann var mikill fyrir sér og gáfaður vel. Ás- mundur faðir hans bjc) á Samkomu- gerði. Indriði átti son, er Jón hét. Hann var snemma nrikill fyrir sér og vel að sér til munns og handa. — Faðir Munkaþverá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.