Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ DAGS það niður, því að þeir voru hræddir um að hann tapaði einnig presti. Bældi Sigurður það sjálfur niður. En allt fyrir það er er þessi saga þannig komin til og orðin heyrinkunnug. Sigurður Björnsson lá eitt kvöld aftur á bak í rúmi sínu og svaf. Lætur hann illa í svefni og vaknar seint. Sezt hann þá upp og spyr, hver á sig hafi kallað. Hon- um er sagt að enginn hafi kallað. Leggst liann þá aftur til svefns, en vaknar þrívegis og spyr jafnan hins sama. Eftir það gengur hann fram að baðstofulmrð og lýkur upp í hálfa gátt. Heyrist þá að spurt er, hvort Sigurður Björnsson sé inni. Verður hann fyrir svör um og bendir á niðursetudreng, er hjá honum var, og segir að þar sé Sigurður. Jafnskjótt er drengurinn þrilinn á lolt og honum slengt til í rúminu. Hljóðar hann rnikið og eftir það sjást á lionum bláir flekkir og blóðhlaupnir. Fær liann síðan (iðru hverju við- líka hviður, unz hann dó tir einni, er á leið veturinn. Fór nú draugurinn að sækja að Sigurði af svo miklti afli, að hann fékk vart komizt hjá meiðslum. Gerðist reimt mjög kringum Hleiðargarð, fældust liestar og mörg slys urðu á mönnum og skepnum. Var það Hallur einn, sem þá var bóndi á Krýnastöðum, er fékk varið sig og vini sína. En hann var í óvingan við Sig- urð og lyrir því vildi hann eigi hjálpa honum, enda liafði Sigurður eigi skap tíl að leita hjálpar hans. Var Hallur sá eini hér í sveit, sem til þess var fær, að binda drauginn. Sagt er að Hallur hafi séð Skottu, er hún kom vestan, og hali hann þá slegið hana, svo að hún Iiafi rokið um. F.itt sinn bar svo til, að Hallur og Sigurður voru báðir staddir í kaupstað. Sigurður var að binda upp bagga sína. Henti Skotta sér þá niður yfir Iiann af krambúðarstafni. Sigurður varð undir, og þriingdi Skotla þá svo að kvcrkum hans, að hann tók að þrútna í Iraman og hélt við köfnun. Fóru þá vinir hans til Halls og báðu hann fulltingis við Sigurð. Skarst þá Ilallur í leikinn en kvað sig þó einu gilt hala, þó að Sigurður fengi sig lullreyndan. Eftir það hamaðist Skotta svo að Sigurði, að hann eirði hvergi við vinnu, en varð ölhun stundum að stríða við djöful þenna. Hafði hann eigi svefnfrið um na tur og varð einatt að lara á fætur og glíma við drauginn. I.oks var Skotta bundin af Jökla-Pétri. Sagt er að Pétur flýði frá heimkynnum sínum lyrir deilur, er hann átti þar við menn, og segja sumir, að hann hefði mann vegið. Kom hann til Hleiðargarðs og biöur Sigurð eiga kaup við sig og táka við sér um veturinn. Sigurður spyr, hvað hann vill til vinna. „Fleyrt hef ég,“ segir Pétur, „að þú sért vant kom inn fyrir ásókn draugs nokkurs, og því er cg hingað kominn, að eg vildi bjóða þér að fyrirkoma óyætt þessari.“ .! 1 , Kveðst Sigurður því gjarna kaupa vilja. Biður Sig- urður þess helzt, að hann bindi hana í landareign Saurbæjarprests og heitir Pétur góðu um. Síðan tekur Pétur Skottu og leiðir hana með sér upp í Varmhaga. Hann er milli Strjúgsár og Valla fyrir vestan háls. Þar batt hann hana við stein í hvammi einum. Strax og Skotta var bundin tóku skepnur að drep- ast í landi Saurbæjar, Háls, Valla og Strjúgsár, og ef menn riðu um þessar slóðir eftir dagsetur, fældust undir þeim hestar og urðu slys af. Einnig lágu oft dauð hross, kýr og kindur í nánd við Varmhaga. Ein saga segir, að þá hina næstu nött, eftir að Skotta var bundin í hvamminum, kæmi fyrst upp fjárpest í Eyjafirði, og hafði hún þá drepið einn sauð á Hálsi og liina næstu nótt eftir annan í Saurbæ. Gekk þetta svo til, unz dauður var mikill fjöldi sauða. Þá voru þeir, sem eltir voru teknir lieim og af tekið beitar- húsið í Varmhaga og hefur það aldrei verið notað síðan. Jafnan helur. þó fjárpestin drepið mjög fé í Saurbæ. Margar cru frásagnir um Skottu. Hún var þannig búin: Snöggklædd, með grænan bol og röndótta svuntu, er naumast náði á hnjákolla, luifu á höfði og stuttar skúfur í. Hallaði hún mjög í vinstri vanga. IIún var í mórendu pilsi með brydda skó á fótum. Ein saga er sú, að Skotta leiddi smalastúlku frá Strjúgsá fram á Strjúgsárdal og kreisti hana þar, svo að hún beið bana af. Stúlkan l'annst, með lífsmarki og gat sagt frá viðskiptum þeirra Skottii, áður ^n hún andaðist. Síðan dó Iiúú. Sagt er að Skotta dra-pi alls þrjá mgnn, en meiddi marga. , -; Aths.: Frá Hleiðargarðs Skottu er sagt í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar I, 367—371; Þjóðsögtvm Olafs Davíðssonar II, 379-380; Grírnu V„‘ 3-4 og ,XVII, 58—23 og Gráskinnu II, 86, III, 24,-25.. Þessi þáttur er líkastur seinni gerðinni í Þjóðsögum J. Á., þó að simit beri í rnilli. Tímaákvarðanir sagn- anna eru ekki nákvæmar. Séra Benedikt Pálsson var prestur í Miklagarði 1748—’64, en Sigurður Björns- son mun ekki hafa farið að búa T Áragerði fyrr en 1755 og árið 1759 er hann fyrir víst kominn í Hleiðar- garð. Sigurður var fæddur árið 1721 og var hálfbróðir Einars yngra hospítalhaldara í Möðrufelli. Móðir þeirra var Þorbjörg, dóuir séra Sigfúsar Þorlákssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.