Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 9
JOLABLAÐ DAGS 9 í Gl'æsibæ, og hefur því Galdra-Fúsi á Grund verið afabróðir Sigurðar. Björn Jónsson, iaðir Sigurðar, bjó í Krækl'ingahiíð, Oxnadal, Hörgárdal og víðar, segir Torii Sveinsson á Klúkum (Lbs. 2738, 8vo). Hann iékk aldrei Þorbjargar, en liún giitist fyrr Þorleifi Jónssyni bónda á Hrauni og síðar ]óni Olafssyni, bónda á Steinsstöðúm og átti margt barna. Hinn 9. marz 1755 kvæntist Sigurður Björnsson Sigríði dóttur F.inars Skúlasonar bónda í Miðgerði og Steinunnar Halldórs- dóttur konu hans, og munu þau liafa farið að búa í Árgerði um vorið. Börn þeírra, er upp komust yoru: 1. Margrét, fædd í Árgerði, 2. júní 1755. Hún átti síðar Jón Þorkelsson í Sandhólum. 2. Þorbjörg, fædd í Hleiðargarði, 3. des. 1759; átti Jón Árnason, hreppstjóra í Hleiðargarði. Iíelga er enn talin dóttir Sigurðar, er átti J.ón Rafns- son í Samtúni (sbr. Þjóðsögur J. Á. I, bls. 370). Þau giftust í Bakkasókn 5. apríl 1773. Helga þessi var nokkru eldri en aðrar dætur Sigurðar (f. 1748) og hefur því verið óskilgetin. Sigurður Jónsson í Nesi, sem talið er að Skotta liafi orðið að bana, dó 1769, 36 ára að aldri. En Sigurðúr Björnsson í Hleiðargarði varð gamall maður, dó 1807, svo að ekki hefur Skotta orðið lionum að meini. Hallur sterki Sigurðsson, bóndi í Sandhólum, Krýria- stöðum og síðast á Stokkahlöðum, var fæddur 1713, en dó í janúar 1776. Hann var sonur Sigurðar bónda á Krýnastöðum (i. 1674, d. 1754) Hallssonar í Sam- túni Arnbjarnarsonar og Þuríðar Jónsdóttur bónda í Syðra-Dalgerði, JónsSonar hreppstjóra í Stóra Dal. 1 Af H'alli steika er þáttur í Grímu V, blh 3—8. Haiiri átti ,enga niðja. Hallur í Hlíðar- Tiá'gá, 1 sém' einnig 1 var ovðlagður fyrir ' kraita, var sonur ]óns bónda í Hlíð- arhaga Jónssonar í Syðri-Dalsgerðum, Jónass. hreppstj. í Stóra-Dal, svo að þeir nafnarnir hafa verið náskyldir. — Synir hans voru þeir Árni bóndi á Hrísum og Jón bóndi á Finnastöð- um í Sölvadal. — Hallur Jónsson andaðist sextugur, árið 1784, og hafði þá verið meðhjálpari í tuttugu og fimm ár. Hér kemur að lokum saga um Hleiðargarðs-Skottu, sem eg hef hvergi séð bókfesta, og sagði mér liana ný- lega Gunnlaugur Jónsson frá Klauiabrekkukoti, fróð- ur maðúr og langminnugur. Skotta kveðin niður Séra Þorlákur Þórarinsson, prófastur að Möðruvalla- klaustri þótti dulvís mjög og fjölkunnugur og var auk ])ess glettinn og gamansamur og bið bezta skáld. Líkt; mátti segja um séra Magnús Finarsson, er var prestur á Tjörn i Svarfaðardal, en var allmiklu yngri maður. Var þeim- vel til vina meðan þeir voru báðir samt prestur, hvor í nágrenni við annan, en það hefur verið á árurtúnr 1769—’73. Á þeirn árum gekk Hleið- argarðs-skotta ljósum logum um allan Eyjafjtirð. Svo bar við eitt sinn, að þeir hittust, prestarnir, á Akureyri og er ekki getið um viðræður þeirra. En einhverra hluta yegna iór séra Þorlákur fyrr úr bæn- um. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kom út íyrir Skjaldarvík. Þar mætir hann Skottu og er mikill asi á henni. Prófastur ríður í veg fyrir hana og hyggst nú að gera séra Magnúsi nokkrar glettur, þar sem hann bjóst við honum ekki langt á eftir sér. Kvcður hann Skottu niður upp að mitti og skilur þannig við hana. Þegar séra Magnús kemur á hina sömu slóð, verð ur lionum allhverlt við, er hann sér Skottu að liálfú sokkna í jörð, baðandi frá sér báðum liöndum. Verður hotnun þvf að orði: „llla er nú kom- ið fyrir þér, Skpttu tetur.í' Skotta svarar: „Minnstu ekki á það, Mangi þrest- ur.Strákurinnhann Láki fór svona með mig.“ Þá hóf séra Magn- ús sína yiirsöngva og lauk eigi fyrr en hann hafði kveðið Skottu að fullu í jörð riiður. Varð hennar eigi várt eftir það. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.