Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 15

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ DAGS 15 firði, ráðcleild og reglusemi til fyrirmyndar bæði utan húss og innan. Sigurbjörg var sérstök merk- iskona, virt og metin af hjúum sín- um. Þegar bú þeirra stóð með mestum blóma,' voru á þriðja hundrað ær í kvíum, en féð alls hátt á fimmta hundrað. Átján tunnur af skyri voru fluttar úr seli á Miðhúsum auk þess sem heima- fólk neytti, en á þeim tíma ársins var óft um tuttugu manns í heim- ili. Flutt var úr kaupstað á fjórtán hestum. Árni jónsson og Hallfríður Skúladóttir fluttu að Skatastöðum árið 1807. Árni var sonarsonur Gunnars Helgasonar á Bústöðum, sem miklar ættir eru frá komnar. Hann drukknaði ofan um ís á Jök- ulsá, þar sejn Eldhylur heitir fyr- ir sunnan Skatastaði, árið 1814. Eftir það bjó Hallfríður á Skata- stöðum með börnum þeirra til 1835. Elzta dóttir Hallfríðar hét Margrét. Hún giftist Eiríki Jóns- syni á Hofi í Vesturdal árið 1821 og flutti með honum að Héraðs- dal 1824 og bjuggu þau þar um skeið. Eftir lát manns síns flutti Mar- grét aftur að Skatastiiðum árið 1833 með börn þeirra tvö, Mar- gréti og EiríkJ Tveim árum seinna llutti Jóhannes Jónsson hrepps- stjóri á Vindheimum, að Skata- stiiðhm ög kvæntist Margréti Árna- dóttúr. Þau bjuggu þar til 1856, en þá flutti Jóhánnes aftur að Vind- heimum, þá orðinn ekkjumaður í annað sinn. Jóhannes var talinn launsonur Eggerts Eiríkssonar prests í Glaumbæ. Ilann var efn- aður vel, enda búmaður góður. Hæglátur var liann og hagorður. Stjúpsonur Jóhannesar, Eiríkur Ei- ríksson, tók við búi á Skatastöð- um eftir hann og bjó þar til 1893. Kona hans var Hólmfríðnr Guð- mundsdóttir alsystir Sveins bónda . í Sölvanesi. Eiríkur hafði allgott bú á tímabili og tíundaði {>á fjór- tán hundruð. Hann var vel gefinn og fróður um ættir og fleira. Hann skrifaði góða rithönd og kunni fljótaskrift. Frá Eiríki og Hólm- lríði er nú komið niargt manna í innanverðum Skagafirði og á Ak- ureyri. Þá skal getið um bændur á Nýja- bæ. Bólu-Hjálmar bjó þar frá 1824 — 1829. Ilann var skurðhagur, sem kunnugt er, og stundaði Jrá iðju á Nýjabæ. Það sannar meðal ann- ars rúmfjöl, er hann gaf Hjálmari Árnasyni í Bakkaseli, með ártalinu 1829. Halldór Halldórsson bjó á Nýja- bæ frá 1839 til 1856. Hann var mikill vexti og kallaður Ilalldór stóri. Halldór var grenjaskytta og stundum dálítið glettinn, eftir því sem sagnir herma. , Frá 1856 til 1870 bjó Sigurður Árnason á Nýjabæ. Hann var son- ur Árna Jónssonar á Skatastöðum og orðlagt karlmenni, svo sem Gísli bróðir hans á Skatastöðum. Síðasti bóndi á Nýjabæ var Jó- hannes Árnason, ættaður úr Eyja- firði, og bjó hann þar árin 1874 til 1880. Hann var hraustmenni og glímumaður góður. Vor eitt hittust jieir á Ábæ Jóhannes og Guðmund- ur á Þúfnavöllum og glímdu þar. Veturinn áður mun Guðmundur hafa verið við nám í Goðdölum hjá séra Sóphóníasi Halklórssyni. Árið 1825 fluttu að Ábæ frá Flatatungu, Guðmundur Guð- mundsson og kona hans, Valgerð- ur Guðmundsdóttir. Guðmundur bjó síðan á Ábæ til dauðadags árið 1873, en afkomendur hans eftir það til ársins 1929. Þau áttu 12 börn, en 7 dætur lcomust upp. Guðmund- ur var fæddur að Syðri-Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi árið 1793. Fað- ir hans var Guðmundur Jónsson bóndi á Bústööum, en móðir Helga Sveinsdóttir. Helga átti Guðmund á milli manna. Hún var áður gift Gísla bónda Gíslasyni á Mælifellsá, en giftist síðar Stefáni Guðmunds- syni bónda í Flatatungu, og var Guðnnindur þar hjá rnóður sinni. Þegar Guðmundur komst á legg, ' hóf hann verferðir suður með sjó. Gísli Konráðsson getur þess í æfi- sögu sinni, að þeir hafi orðið sam- ferða að sunnan vorið 1811. Guð- mundur reri hjá nafna sínum, Guð- mundi Jónssyni dannebrogsmanni, bónda í Skildinganesi og Lágafelli. Guðmundur frá Flatatungu og Val- igerður dóttir Guðmundar á Lága- 'felli lelldu hugi saman, en Guð- mundur faðir Valgerðar vildi ekki samþykkja þann ráðahag. Úr þeiin ágreiningi var skorið á þann liátt, að Valgerðnr fluttist, með Guð- mundi Guðmundssyni frá Lága- felli, að Flatatungu árið 1818, án vitundar föður síns og í fullkom- inni ósátt við hann. Sagt er að Guð- mundur á Lágafelli hafi gert dóttur sína arflausa, en síðar hafi komizt á sættir milli þeirra, fyrir milli- göngu Péturs prófasts á Víðivöll- um. Valgerður var myndarkona hin mesta og vel geíin. Hún andaðist árið 1843. Þrem árum síðar kvænt- ist Guðmundur Björgu Þorsteins- dóttur lrá Flatatungu. Þau áttu ekki börn. Guðmundur á Ábæ var hraust- menni að burðum, oft skjótráður og hafði að orðtaki: „strax eða ekki“. Ha:m var búmaður góður, hygginn og lramsýnn og meiri um- bótamaður, en flestir samtíðar- menn hans. Hann hóf búskap með lítil efni. Fyrstn búskaparár Guð- mundar á Ábæ var tíund hans svip- uð og Bólu-Hjálmars, aðeins örfá lausafjárhundruð.en horium grædd- ist lé þegar árin liðu og varð þá vel efnaður. Harin eignaðist bæði Ábæ og Gilsbakka. Guðmundur byggði bæinn og flutti heim timbur í nýja kirkju (Framhald á bls. 30.) «

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.