Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 27

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ DAGS 27 Skem mtilegt leikfang: Lifandi kisa Þú ert kannskc ein þeirra mörgu, sem orðið hefir í síðara lagi með jólagjafir handa börnunum og ekk- ert íunduð við h'æfi snáðans þíns eða tátunnar? Ef svo er, þá hefir kvennasíðan hér ágætis leikfang, sem auðvelt er að gefa heima og tekur aðeins litla stund. Barninu þínu mun finnast gaman að þessari kisu, því að hún er næstum því lifandi, og það er hægt að láta hana gera allt mögu- legt og stjórna verkinu sjálfur. ■ Fáðu þér þunnan pappír og taktu sniðið í gegn. strikað eftir yztu línunum. Sniðið er síðan klippt út og mælt með prjónum á tvöfalt efnið, sem á að nota. Það þarf ekki stóran afgang í kisufta, og eflaust er eittlivað skemmtilegt til í afgangskassanum eða skúffunni. Bezt er að efnið sé einlitt vegna andlitsins. Klippt eftir sniðinu og þá fáum við tvær liálfár kisur, sem þræddar eru saman og saumaðar með aftursting eins og teikningin sýnir. Nú er kisu snúið við og baðmull eða þunnum pappír troð- ið í höfuðið. Augun eru saumuð eða máluð einnig nef og munnur, að ógleymdum veiðihárunum. Silkiband er hnýtt um hálsinn á kisu og þá er hún tilbúin. I lvernig getur hún orðið næstum lilandi? Jú, það skeður á þann hátt, að hægt er að stipga hendinni inn í hana og ejnum fingri .{ hvcrn framfót, og þá skaftu sjá, hvað kisa getur gert. Gleðileg jól! við ckki kosta alltof ntiklu til, eig- utn við að gefa því leikföng, sem við útbúum sjálfar. Undantekning- ar frá þessu eru auðsæjar og áður nefndar. Holl leiklöng eru barninu nauð- synleg, engu sfður en fæði og klæði, en við ættum eftir megni að vinna að því að útrýma óhollustunni og óhófinu í þessurn efnum. Og þegar við kaupum leikföng eða útbúum »sjálfar, ætturn við að muna eftir því, að leggja mat barnsins sjáll’s til grundvallar en ekki hégómlegt mat okkar. Gleðileg jól! A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.