Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 29

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ DAGS 29 gegnir, el: baráttan um yfirráð Suð- urhfilseyja liefði staðið á nokkuð öðrjjifi.,típja} til dæntis árið 1842 í stað 1942. Skal nú vikið að jrví nánar. FrásÖgur ]);er, er að framan eru skráðar, gerðust á Salómoriseyjum. Eru ]);er ekki ýkjalangt undan strönclum Áslralíu. Voru ])ær hvít- um mönnum fyrst kunnar af eyja- klösum Suðurhafs, en komust þó þeirra, síðastar undir vestræn áhrif. Spánsk'i landkönnuðurinn Men- dana var fyrsti hvíti maðurinn, er kom til Salómonseyja. Lýsir hann svo komu sinni þar, að fyrst hafi hann siglt framhjá fjölmörgum kór- alskerjum og eyjum í átt til stórrar eyjar með hvítri, sendinni strönd. Skipi sínu sigldi hann inn á lón í skjóli langra kóralrifa, og var þar ágæt liöfn. Eyja Jiessi var liálend, með aílt að því þrjú þúsund metra háum fjallstindum. Frjósemi var svo mikil í dölum og fjallahlíðum, að þeir urðu undrun lostnir, og náttúdrufegurð stórkostleg hvert sem augað leit. Fn kynni Mendana af íbúum landsins voru ekki að sama skapi ánægjuleg'. Hann lýsir þeim svo, að villimennska sé með fádæmum miki,!, Konur unnu alla erfiðis- vinn,u(,ep karhnenn stunduðu veið- ar og lóru títt í ránsferðir til ann- amt' öyj^, en skeptust ]>ess á milli. Á yánslejÁum hengdu þeir höfuð- kúpur manna í siglutopp og við befti, sér, enda þeir menn taldir mespt^ hetjur, er ílestum höfuð- kúpnm höfðu safnað. Þeh' smöl- uðu saman fólki og höfðu það í haldi eins og sláturfé, tiltækilegt í hverjum gleðskap. Mannfórnir voru algengar í sambandi við skurðgoða- dýrkun og andahátíðir. Alls konar sjúkdómar geysuðu, og var talið, að þeir stöfuðu frá illum öndum og göldrum. Seiðmenn voru öllum öðrum valdameiri af því, að þeir höfðu illu andana á sínu bandi, en þá óttuðust allir. Jafn ægileg og þessi lýsing kann að þykja, nægir hún hvergi til að gefa fyllileg hugmynd um heiðin- dóm eyjaskeggja í Suðurhöfum eins og hann var, er fyrstu hvítir menn fengu kynni af þeim. Suðurhafsey.jar eru að öllu sam- an töldu á stærð við Evrópu liálfa, en íbúar 30—40 milljónir. Menn- ingarskortúr og siðleysi var yfir- leitt með svipuðum hætti og>á Saló- monseyjum. Fyrstu kristniboðarnir komu til Salómonseyjá árið 1845, en á því sama ári voru fjórir þeirra drepnir. Sjö árum síðar kom þangað enskur kristniboði, hámenntaður maður og heittrúaður, John C. Patteson að nafni. Hafði hann á næstu tfu árum kristniboðsskip i förum milli eyjanna og tók til læringar unga menn, er síðar urðu samverkamenn lians að kristniboði. Stofnuðu þeir fjölmarga kristna söfnuði og skóla víðsvegar á eyjunum. Patteson lét líf sitt fyrir þetta góða starf. F.n píslarvætti hans varð til þess, að örva að miklum mun áhuga í evangeliskum löndum fyr- ir kristniboði á Suðurháfseyjum. Urðu margir ágætir menn til þess að halda áfram verki hans. Verður því ekki lýst: í stuttu máli. Þess hefur þegar verið stuttlega getið, að er Bandaríkjamenn konni til Suðurhafseyja hundrað árum síðar, fundu þeir þar víða fyrir kristnar siðmenningarþjóðir, mjög vinveittar Vesturálfumönnum. JOHN WII.l.ÍAMS er þekktastur þeirra kristniboða, er starfað hafa á Suðurhafseyjum. Telst hann þó ekki til hinna fyrstu þeirra. Hann kom til Tahiti árið 1817. Um átta hundruð manns voru á fyrstu guðsþjónustunni, er hann tók þátt í. Kristniboðunum hafði þegar orðið það rnikið ágengt þar, að honum fannst sér ofaukið. Þá sigidi hann til Raiaeta. Er það mikill eyjaklasi. Eyjamenn reynd- ust erfiðir í umgengni, nánast eins og ósiðuð börn. En* þeir reyndust vel, er þeir tóku kristna trú. Þeir elskuðu og virtu kristniboðann eins og föður, og trúboðsáhugi hans smitaði þá. Þeir sigldu eða réru á kanóum sínum til fjarlægra eyja og hófu þar sjálfstætt kristni- líoðsstarf upp á eigin spýtur. Áliuga þeirra er vel lýst með orðum eins þeirra eigin manna. Hann stóð eitt sinn upp á safnaðarsamkomu og mælti: „Mikil fljót myndast af smálækjum, er í þau renna. Brezka kristniboðið er fljótið. Við erum litlu lækirnir. Látum lækjunum fjölga. Sendum kristniboða og kennara til allra eyja. Minnumst þeirrar breytingar, sem hefur orðið hjá okkur. Við sofum ekki framar með vopn undir höfðalagi og ótta í hjarta. Við berum ekki börn okk- ar framar út og fórnum ekki bræðr- uin okkar til lygianda.“ Þremur árum eftir að kristniboð hófst á Raiaeta, var þar komin lögskipuð stjórn, landsmenn flest- allir voru læsir orðnir, og margir höfðu lært einhverja handiðn. Rarótanga, sem kölluð helur ver- ið „Drottning Suðurhafa," var kristnuð á tiltölulega skömmum tíma. Fáir nienn hafa erfiðað meira né heldur séð meiri árangur erfið- is síns, en John Williams. Hann var myrtur af mannætum á Erró- manga, 20. nóv. 1839. Síðan hefur kristniboðsskip með hans nafni ver- ið í förum milli Suðurhafseyja. Ægilegasta lýsing, sem ég hef lesið um heiðnar þjóðir, er frá Fijieyjum. Innlendir menn, sem tekið höfðu kristna trú á ferðum sínum til annarra eyja, hól’u þar kristniboð árið 1835. Þar eru nú kristnir menn 97 þúsundir, eða 99 hundraðshlutar af íbúum eyjanna, og eru flestir læsir. Ólafur Ólafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.