Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 31

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ DAGS 31 mögulegt verður og engar ófyrir- sjáanlegar hindranir mæta sumar- ið 1843), þó með því skilyrði að presturinn, séra Sigurður Jóns- son á Staðastað, leggi til þá tíu ríkisdali, sem liann hefur skrifað sig fyrir. Þar hjá óska bændurnir þess hér getið, að þeir við næstu prestaskipti í Goðdölmn hafi í liyggju að sækja um að kirkjan fái að njóta tíunda og ljóstolla af sókn- inni svo hún með tímanum geti öðlast nokkra portion, en að þeir þó undir eins leggja henni til vín, bakstur og ljós. artum ut supra H. Jónsson, /. Benediktsson, Jóhannes ]ó)isson, Halldór Halldórsson, Guðm. Guð- mundsson vegna móður sinn- ar, Jón Jónsson. Séra Sigurður Jónsson flutti frá Goðdölum vestur að Staðastað árið 1838. Hann átti þá Ábæ og næstu árin á eftir. Undirbúningur að kirkjusmíðinni hefur verið hafinn áður en prólastur kom að vísitera, þar sem að séra Sigurður hafði lof- að 10 ríkisdölum, að sjálfsögðu vegna Jress að hann var eigandi jarðarinnar. Ekki mun Jrað vitað nii, hvort þessi kirka heíur verið byggð árið 1843, eins og ákveðið var, eða það hefur dregizt eitthvað lengur. All- ur kirkjuviðurinn var rauðaviður, og stóð kirkjan í miðjum kirkju- garðinum, á sama stað og sú, sem á undan var. Hún var 6 metrar á lengd innan veggja, en t;epir 3 rii. á breidd. Þilstafnar voru og skar- súð, en hliðveggir og þak úr torfi. Tveir l'jögurra rúðu gluggar voru á kórstafni, sinn hvorum megin við altarið. Þá var og gluggi á suður- lilið nálægt prédikunarstól. Hann var minni en kórgluggarnir, en þó með fjórum rúðum. Klukkur voru yfir kirkjudyrum og fyrir ofan þa?r, uppi undir burslinni lítill, tveggja rúðu gluggi. Þrír bekkir voru í kirkjunni hvorum megin, og komust þrír á hvern, og þó naum- lega. Auk [ress var bekkur með kór- þili að framan norðan kórdyra og hringbekkur í kór. Prédikunar- stóllinn var sléttur, rauðmálaður, með mörgum rósum, gerðum með gráu steinmáli. Árið 1920 var Jressi kirkja, sem nú liefur verið sagt frá, orðin mjög hrörleg, og var þá um tvennt að velja: að leggja Ábæjarkirkju niður eða endurreisa hana. Hinn síðar- nelndi kosturinn var valinn. Kirkj- an var endurreist árið 1921, Jnátt fyrir erliðar aðstæður. Byggingar- efrii varð að flytja 75 km. vega- lengd. Auk þess var almenn fjár- þröng hjá bændunr eftir verðfallið og harðindin 1920. Þann G. ágúst 1922 var Ábæjarkirkja vígð að við- stöddu fjölmenni. Prólasturinn-, séra Hálfdan Guðjónsson, vígði kirkjuna og þakkaði söfnuðinum fyrir trúnað við sið feðranna. Hann lét Jress getið, að Austdælir helðu ekki getað til Jress lrugsað, að jafna við jörðu Jrað altari, sem leðtir Jreirra og mæður hefðu kropið fyr- ir í blíðu og stríðu, mann fram al manni. Þeir hefðu viljað heyra hljóm kjrkjuklukkunnar kalla til tíða enn sem áður. Ábæjarkirkja er lítið eitt stærri nú, en hún var áður. Sæti eru fyrir 30 manns. .Veggir eru steyjrtir, Jrak úr torfi, en gólf og livelfing úr timbri. Gluggi er yfir kirkjudyrum og annar stærri á kórstafni yfir altarinu. Söfnuðurinn sér ltiminirin livelf- ast yfir háum fjallatindum. Ef til vill á engin kirkja á landinu altaris- töflu jafn merkilega og ljóslilandi. Engir aðrir en Jjeir, sem hal'a dyalið langdvöhun í Austurdal, þekkja fegurð hans alla. Þeir, sem hafa vakað Jrar vornótt um Jóns- messu, verður það ógleymanlegt. Það verður einnig ógleymanlegt, Jjegar máninn gægist upp yfir fjallsbrúnina á fögru skammdegis- kvöldi og varpar sínum töfraljcrina á fannir í fjallshlíðum. Það verður einnig ógleymanlegt, þegar austan- stormurinn æðir, sandurinn rýkur 'Og grösin blakta. Og áin niðar. Jökulsá er Jrað stórveldi, sein ekki lætur hasla sér völl. — í miðjum dalnuni stendur Ábæjarkirkja, eins og hún hefur staðið um aldaraðir, á bakkanum við Ábæjará. Bjurn Egilsson. Fallegiir telpukjóll Þenrtai< telpukjól er auðvelt að sauma heima, —- éí efni fæst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.