Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 2
D AGUR Fiuimtudaginn 29. nóvember 1951 Dagskrármál landbúnaðarins: Klipping nautgripa Allir, sem hafa haft einhver kynni af hirðingu nautgripa, þekkja ýms vandamál, sem þar að lúta, þótt lausn vandamálanna virðist mörgum mjög fjarri. Yfirleitt má telja, að flestir, sem hafa hirðingu nautgripa á hendi, hafa áhuga fyrir því, að hirða þá vel, halda bæði kúm og öðrum nautpeningi hreinum svo 'og fjósunum. Þetta tekst því mið- ur oft og tíðum misjafnlega og 'skal nú vikið að nokkrum atrið- umí þessu sambandi. Fjósin eru stórt atriði. Illa gerð fjós torvelda jafnan alla hirðingu, þótt fjósameistari hafi glöggt auga fyrir umgengni og fullan vilja á góðri hirðingu. Nú á síð- ustu árum er að skapast festa í fjósbyggingar og er það mikið að þakka Teiknistofu landbúnaðar- ins, sem unnið hefur markvisst Eg held, að nautgripnir séu í raun og veru í eðli sínu ekki óþrifnari en aðrar skepnur. En ástæður fyrir því, að nautgripir eru öðrum dýrum sóðalegri, eru e. t. v. að miklu leyti mönnum að kenna. Mér finnst það liggja í hlutarins eðli að séu kálfarnir illa hirtir, eins og oft vill verða, og ekki er óalgengt að þeir séu með skít í lærum og á kvið frá haust- degi til vors eða allan innistöðu- tímann. Skíturinn verður sam- gróinn kálfinum frá því fyrsta og þau óþægindi, sem af óhreinind- unum stafa verða hversdagsleg og sannast hér án efa máltækið: ,,Svo má illu venjast, að gott þyki.* Þykir mér ekki ólíklegt að þessi uppeldisþáttur eigi mikla sök á þeirri óþrifnaðarnáttúru, sem fullorðnum nautgripum virðist í blóð borin. að því að koma festú í fjósbygg- ingar og gera þær í senn varan- legar, hlýjar og auðveldar í allri umhirðu. Þeim fækkar nú óðum, sem byggja fjós án þess að fá teikningar frá Teiknistofunni eða ráðfæra sig við Þórir Baldvins- son. Þeir, sem þegar hafa byggt gölluð eða óhentug fjós geta oft gert á þeim einhverjar breyting- ar, sem ekki eru alltof kostnaðar- samar, en geta orðið til þrifnað- arauka. Gömlum fjósum má einnig breyta án mikils kostnað- ar, t. d. að stytta bása, koma upp milligerðum ,loka jötum o. þ. u. 1. Þá er alþekkt að gripirnir sjálfir eru mjög misjafnir að hirða þá. Sumar kýr eru alltaf hreinar, ganga aldrei aftur í flór, gera þarfir sínar í flórinn og leggjast ógjarnan nema þurrt sé í básum þeirra — eru þirfnar eins og fjósameistarar segja. Aðrar kýr eru fullkomnar andstæður og virðist ómögulegt að sjá að vott- ur af þrifnaði sé þeim eðlilegur og í raun og veru virðist það svo að meginhluti kúnna sé með því marki brenndur. Verður því að miða allar hernaðaraðgerðir með tilliti til þrifnaðar, við þessa teg- und nautgripa. Eiginlega má það furðu gegna að kýr skuli vera svo sóðafengn- ar, sem raun ber vitni. Svín eru t. d. langtum þriflegri með legu- ból sitt eða bása, heldur en kýr. Hér getur einnig að sjálfsögðu verið um erfðaeiginleika að ræða, sem rétt væri að taka tillit til í kynbótastarfinu. Þá er að sjálfsögðu ekki sama, hver hirðir um fjós og gripi, því að fjósameistarar og aðrir eru að eðlisfari gæddir misjöfnum eig- inleikum til umgengni og um- hirðu, sem þeir ýmist hafa áunn- ið sér eða fengið að erfðum og er þar oft „við ramman reip að draga", en hér verður ekki að þessu sinni rætt nánar um þátt fjósameistarans varðandi hirð- ingu gripa. Þótt hirðing nautgripa sé í fyllsta 'lagi og óaðfinnanleg, ligg- ur að baki þeirri umhirðu oft mjög mikil vinna og árvekni, sem erfitt er að veita nema þar sem fáir gripir eru í fjósi. Vil eg nú hér á eftir benda á nokkur atriði, sem mundu miða að því, að létta hirðingu gripa og verður það einkum vélklippan, sem hér verður getið og telja má til ný- unga á þessu sviði. Allir þekkja gildi þess að binda upp hala kúnna, enda þótt það spursmál sé langt frá því að ve_ra leyst, nema ef menn aðhyllast þá róttæku aðgerð að skera halann af, eins og byrjað var á til reynslu á Hvanneyri fyrir nokkrum ár- Það er gott að hafa kálfa á há- um grindum, ca. 50—100 cm. og hæfilega gisnum, svo að þeir.geti ekki gengið aftur í flór, enda miklu auðveldara að hreinsa undan þeim. Hér á landi riafa mjög fáir kúaeigendur klippt gripi sína og aðeins örfáir menn hafa keypt hinar viðurkenndu ALFA-klipp- ur, sem hér birtist mynd af og fást munu nú hjá SÍS og hér á Akureyri í Véla- og varahluta- deild KEA og kosta um 460 kr. Erlendis er það orðin föst venja hjá þeim, sem stunda mjólkur- framleiðslu, að klippa kýr og kálfa strax á haustin, þegar útbeit er hætt. Þeir, sem hafa mjalta- vélar geta notað þessár vélklipp- ur, því að ekki þarf annað en að setja þær í samband við mjalta- vélalögnina —- báskranana. Kosti klippingar má telja í eftirgreindum atriðum: 1. Auð- veldar hirðingu á gripunum. 2. Kýr og geldneyti líta betur út. 3. Gripunum líður betur, einkum kálfum og ungviði, sem jafnan er mjög loðið að hausti og má með klippingu losna að mestu við óhreinidi, sem jafnan sækir. að, einkum fyrri hluta vetrar. 4. Það verður auðveldara að losna við lús og þess konar óþrif. 5. Klipping auðveldar mjög hrein- læti í sambandi við mjaltir, því að klippa má kýrnar að aftan fram yfir malir, bæði júgur og kvið. Snögghærðar kýr er ekki ástæða að klippa meira, en þær sem loðnar eru má klippa allar. Eg tel hiklaust, að klipping nautgripa sé eitt af þeim atriðum, sem kúaeigendur ættu að gera að föstum lið í hauststörfum, því að vinnan við klippinguna er lítil hjá hagræðinu og þrifnaðinum. Á.3. J Gólfbón Handsápa, 2 teg. Sólsápa Sápuspænir Geysis-þvottaduft Perlu-þvottaduft Blautsápa Skrautkerti í pókkum og lausri vigt. Krónukerti Jólakerti Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Tómatsafi Tómatsósa Grænmetissúpa Gaffalbitar Sulta frá Flóru Baunasúpa Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. BÆNDUR! Er það ekki hagkvæmast fyrir ykkur að kaupa góðan þurrkaðan saltfisk? — Það eru 25 kíló í pakka. S.endið okkur pöntun með mjólkur- bílnum, og við afgreiðum fiskinn til ykkar samdægurs. Kjötbúð KEA. Náttkjólar Undirföt Nærföt Sokkabandabelti Sokkabönd Brjóstahaldarar L Vefnaðarvórudeild Húsmæður! Hafið þér athugað, að vér seljum £ léttsaltað i r o s s a kiöt á aðeins 9.00 kr. kílóið. Það verða áreiðanlega ódýrustu kjöt- l kaupin. — Sendum heim. KJÖTBÚÐ ^^ Sími 1714 og útibúið Ránargötu 10, sími 1G22 !; -»-#s#-^rsrjK#s*^#s#"^.rrfs#s^rNra^'^<^^^*^^-rf^^ ###vw###-### ####^i Þurrkaður saltfiskur l á kr. 5.35 kílóið. Sendum heim! KJÖTBÚÐ ^> Sími 1714 og utibúið Ránargötu 10, sími 1G22 ÍÞAKPAPPI l nýkominn Lækkað verð Timburhús r-#>#,^#S#Nr-#NrN#s#'*'*-#^#-^#N*'#>^ jj Gamatox-baðlyf nýkomið Timburhús L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.