Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1951, Blaðsíða 8
Dagur Fimmtudaginn 29. nóvember 1951 Kantötukór Akureyrar » heldur hljómleika laugardaginn 1. des. á vegum Tónlistarfélagsins hér Með þessuin hljómleikum Kantötukórs Akureyrar vill Tónlistar- íélag Akureyrar heiðra tónskáldið Björgvin Guðmundsson í sam- bandi við sextugsafmæli hans á síðastliðnu vori. Væntir félagið, að þeirri ráðstöfun verði tekið með skilningi og fögnuði. Söngför Kantötukórs Akur- eyrar á Norðurlanda-söngmótið mikla í Stokkhólmi síðastl. sum- ar varð mikill viðburður og minnisstseður á marga vísu. Fluttu íslenzk blöð all-ýtarlegar fréttir af för þessari, bæði meðan á henni stóð og eins eftir á, enda reyndist fötin eitt hið fegursta og glæsilegasta sumar-ævintýri, auðvitað fyrst og fremst kór- félögunum sjálfum, en einnig þjóðinni allri, því að hún hlaut einnig sinn þátt í þeirri sæmd og gleði, sem kórnum hlotnaðist með för sinni. — Hér skal í stuttu máli drepið á nokkur helztu ummæli sænskra og norskra blaða um söng Kan- tötukórsins og frammistöðu í söngför sinni: Svíþjóð: „Morgon Tidningen": „.... Svo tærum og ljúfum samhljómum, og samtímis vold- ugri tónfyllingu á breiðu sviði og með ríkum blæbrigðum hefur tæplega náð nokkur hinna mörgu kóra, sem eg hef haft tækifæri til að hlusta á síðustu tvo dagana.... og tónskáldið reyndist ágætur sóngstjóri. . . .' „Stockholms Tidningen" um „Strengleika": „. . .. Tónsmíðin birtist á al- þýðlegan hátt, látlausan og frísk- 85 ARA: SIGURGEIR JÓNSS. (Framhald af 1. síðu). unarfulltrúi. En í Reykjavík eru Gunnar söngstjóri, Vigfús ljós- myndasmiður og frú Hermína píanóleikari. 1 Vestmannaeyjum er einnig búsettur einn sonur þeirra hjóna, Hörður ljósmynda- smiður. Má vissulega fullyrða, að góðar gáfur og þá ekki sízt rík listhneigð og næmleiki á liti og tóna sé einkennandi arfleifð, sem þessi stóri hópur hefur hlotið í heimanfylgju úr föðurgarði. Dagur óskar Sigurgeir og öllu fólki hans til heilla í tilefni þessa merkisdags. an, og ö'ðru' hvóru dettur Svía ef til vill í hug A. F. Lindblad. — Hæst ber tónskáldið í lokaþætt- inum, þar sem samandregin eru nokkur hinna sorlegu og áhrifa- miklu atriða. — Kórinn er ágæt- lega þjálfaður, með hljómfögrum röddum, og einsöngvarar áber- andi góðir og athyglisverðir. . .." „Djurholms Tidning": „. . . . Kórinn söng framúr- skarandi vel og með afburða leikni (algerlega nótnalaust) og með feiknamikilli aðlöðun og hlýðni við söngstjórann... ." „Ny Tid", Gautaborg: „. . .. Sérstaklega voru sópr- anraddirnar bjartar og blæfagr- ar. Samræmingin var fullkomin, og kórinn fylgdi tilvísun söng- stjóra og óllum blæbrigðum með leikni og nákvæmni. Kórinn hafði einnig mjög góða einsöngv- ara...." . Noregur: „Verdens Gang": „Kórinn hefur ágætar raddir og syngur frískt og fallega. í sterkum söng verða þó sópran- raddirnar of skarpar. Öðru hvoru nær hljómur kórsins undraverðri fegurð. . . ." „Arbeiderbladet" (Erling Werther): „.... úi-vals blandaður kór, eftir efniviði raddanna að dæma. Er raddgæðunum dreift jafnt um einstaka hluta kórsins, og heild- artónninn er mjúkur og hríf- andi____" „Morgenbladet" (Eling Kjelsen): „Kórinn.... stendur á háu, listrænu stigi, með ferskum, ber- andi röddum og fáguðum sam- hljómum á öllum styrkleikasvið- um.... „Strengleikar" gáfu hin- um bráðsnjalla kór ríkulegt færi á að birta sínar beztu hliðar í fallegum kórsamhljóm, og hann leysti viðfangsefní sitt af hendi með sannri og einlægri söng- gleði...." „Folket": „. . . . Samsöngurinn hófst með nokkrum þjóðlögum, undir stjórn Áskels Jónssonar. Það var óðar auðheyrt, að hér voru sóngvarar á ferð, sem risu allhátt yfir venjulega kóra. Hér var skilyrð- islaus og óhlédræg ákveðni í öll- um átökum, með hárvissri og hreinni framfærslu. Ef til vill var einna eftirtektarverðast hið sterka samræmi, sem hér réði. Hvergi nokkurt „sig" né „ein- ræmi" radda. Hér voru hreinar raddir, sem mikið mátti bjóða. Það mun hafa verið síðari hluti samsöngsins, sem vakti mesta at- hygli áheyrenda. Þar heyrðum við hluta „Strengleika" Bjórg- vins Guðmundssonar, óratóríum, þar sem efnið er ástarsaga, sorg og hugleiðingar. Hér stjórnaði söngnum höfundurinn sjálfur, en hann er eitt kunnasta tónskáld íslands og stofnandi Kantötu- kórsins. Hér heyrðum við hina dásamlegusíu kórsamhljóma með frískum, litauðgum blæbrigðum, sem í upphafi vöktu undrun áheyrenda, en lyftu oss smám saman að því marki, þar sem viðurkenna verður: Svo mikilli tækni ræður þá söngkór yfir! Sennilega má annars viðurkenna, að í slíkum tilfellum vek.ur tón- smíðin sjálf svo mikla athygli og eftirvæntingu, að nærri liggur að telja sem sjálfsagt að hún hljóti að fá hinn bezta flutning. — En hamingjan góða, hve þessar kvenraddir voru blæbrigðaríkar, og hve tenórarnir fylgdu þeim, frá mýksta sordín til áköfustu átaka. Bassarnir voru hljóm- hreinir og þýðir eins og organ- raddir. ..." Meðal ummæla kórfélaga eftir heimkomuna má nefna, sem lítið dæmi af fjölmörgum: Eftir sam- sönginn í Stokkhólmi 17. júní: Áheyrendur voru hrifnir af „Strengleikum". — „Þetta var að allra dómi ein hátíðlegasta stund mótsins, svo mikil var hrifning áheyrenda...." Eftir samsönginn í Dómkirkj- unni í Ósló: Eftir á þökkuðu hlustendur margir „fyrir góðan söng og yndislega fagurt tón- verk...." Vallakirkja í Svarfaðardal 90 ára Klukkan mikla vígð Vestur-íslenzki iðjuhöidurinn og Svarfdælingurinn, Soffonías Þorkelsson frá Hofsá, hcfur reynzt sveit sinni góður sonur. Hann hefur m. a. gefið henni gildan sjóð, sem verja skal til skógræktar í sveitinni, og Valla- kirkju hefur hann gáfið mikla klukku, sennilega þá stærstu, sem til er í landinu. Hefur söfn- uðurinn nú gera látið veglegt klukknaport framan við kirkjuna fyrir hina nýju klukku. Síðastliðinn sunnudag var svo hvort tveggja gert, að minnzt var 90 ára afmælis kirkjunnar, og jafnframt vígð hin mikla klukka. Var allmargt fólk samankomið að Völlum þennan dag, þar á meðal vígslubiskupinn, sr. Frið- rik J. Rafnar, og tveir prestar aðrir, auk sóknarprestsins, þeir sr. Benjamín Kristjánsson og sr. Sigurður Stefánsson. Þar voru og staddir nokkrir Svarfdælingar, búsettir utan sveitar. Hófst athöfnin kl. hálf tvö e. h. með því að sunginn var sálmur. Þá gerði oddviti sóknarnefndar- innar grein fyrir gjöf Soffoníasar Þorkelssonar, klukkunni miklu, og þeim framkvæmdum, sem söfnuðurinn hefði staðið að í sambandi við hana. Fór þá næst fram vígsla klukkunnar. Flutti vígslubiskup ræðu í kórdyrum, og að henni lokinni gekk hann út úr kirkjunni ásarat söfnuðinum, og vígði klukkuna, og var henni hringt meðan söfnuðurinn gekk aftur í kirkju að lokinni vígslu. Er í kirkju var aftur komið hófst minningarhátíð hinnar ní- ræðu sóknarkirkju með söng og ræðu sóknarprestsins, sr. Stefáns Snævarrs. En höfuðdrætti úr sögu kirkjunnar flutti Valdimar V. Snævarr, fyrrv. skólastjóri, og hefur hann áður ritað þá í Kirkjublaðið. Þá minntist hinn aldni merkisbóndi, Gísli Jónsson á Hofi, þeirra Vallnapresta, er þjónað hafa síðan þessi kirkja var byggð, en þeir eru sr. Páll Jóns- son, sr. Hjörleifur Guttormsson, sr. Tómas Hallgrímsson, sr. Stef- án Kristinsson, og núverandi prestur, sr. Stefán Snævarr. Þá söng Jóhann Konráðsson einsöng, og Jakob Tryggvason lék einleik á orgel kirkjunnar. Þar næst tóku ýmsir til máls, meðal þeirra Rögnvaldur Þórðarson, fyrrum bóndi í Dæli, sem gaf kirkjunni 500 krónu gjöf, Filippía Krist- jánsdóttir (Hugrún), er flutti frumort kvæði, Þór. Kr. Eldjárn hreppstjóri á Tjörn, sr. Benjamín Kristjánsson, o. fl. Þá var lesið ávarp frá Svarfdælingum, búsett- um í Reykjavík, og fylgdu því um 7 þúsundir króna í pening- um, og er slík rausn og tryggð lofsverð og gefendum til mikils sóma. Að lokum endaði þessi ein- stæða athöfn á því, að sóknar- prestur flutti prédikun af stóL, en sr. Sigurður Stefánsson á Möðru- vöilum sleit athöfninni með hinu alm. messuformi frá altari. Að þessum hátíðahöldum lokn- um var setzt að kaffidrykkju í boði sóknarnefndar, og voru þar hinar rausnarlegustu veitingar. Öll var þessi athöfn bæði há- tíðleg og virðuleg og öllum til sóma, er hlut eiga að máli. Nú mun hljómur klukkunnar miklu óma um Svarfaðardal á komandi ííð, kalla menn til tíða og minna þá á tign lífsins og al- vöru þess, minna þá á kirkju og guðs-kristni í landi þeirra, og skyldunnar við hana og sjálfa þá. Og klukkuhljómurinn, sem ber- ast ætti yfir dalinn einu sinni dag hvern, mun varpa tiginni ró og hátíðablæ yfir hina fögru sveit. Frá Mæðrastyrktar- nefnd Eins og. kunnugt er hefur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar starfað í mörg ár hér í bæ að því að styrkja þreyttar mæður til hvíldar og hressingar í sveit að sumrinu og gleðja fátækar og einstæðar mæður fyrir jól. Nú er farið að styttast til jóla og hinn venjulegi undirbúning- ur hafinn, sem tilheyrir jólafagn- aðinum, en því miður munu í þetta sinn vera fleiri en verið hefur undanfarin ár, sem hafa af lítlu að taka til umframeyðslu, til að gleðja sína og gera sér daga- mun um jólin, sökum hinnar feykilegu dýrtíðar og atvinnu- leysi þess, sem nú gerir svo til- finnanlega vart við sig. Því snýr nefndin sér til þeirra bæjarbúa, sem betur mega, í þeirri von að þeir bregðist vel við og styrki starf hennar með gjöfum, eins og oft undanfarið. Fyrir utan pen- inga tekur hún þakksamlega við fatnaði, ef hann er lítið slitinn og hreinn. Ef einhverjir vilja láta föt, eru þeir vinsamlega beðnir að koma þeim á skrifstofu nefnd- arinnar, Strandgötu 7, sem er opin á mánudögum og föstudög- um, frá kl. 5—7, eða til einhverra eftirtalinna kvenna: Ingibjargar Eiríksdóttur, Þingvallasrtæti 36, Margrétar Antonsdóttur, Skóv. Hvannbergsbræðra, Soffíu Stef- ánsdóttur, Laxagötu 4, Jensínu Loftsdóttur, Eiðsvallagötu ?, Ingibjargar Benediktsdóttur, Hafnarstræti 33, Laufeyjar Bene- diktsdóttur, Brekkugötu 10, Guðrúnar Melstað, Bjarmastíg 2, Sigríðar Söbeck, Brekkugötu 13, Soffíu Thorarensen, Strandg. 25. EIRÍKUR EINARSSON 2. þingm. Árnuesinga látinn. Nýlega lézt í Rvík Eiríkur Einarsson alþ.m., 66 ára að aldri, vinsæll og velmetinn maður, skáldmæltur vel og gáfaður, svo ""^ í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.