Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 2
z D A G U R Miðvikudagiim 20. ágúst 1952 Merkur skólamaður heiðraður Jón Þ. Björnsson,. skólastjóri Þann 15. ágúst sl. átti einn af merkustu skólamönnum landsins sjötugsafmæli, Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, Sauð- árkróki. Mun hafa verið gest- kvæmt hjá honum þann dag, en daginn eftir var honum haldið veglegt samsæti í barnaskólanum, og voru þar mættir á annað hundrað manns. Elzti veizlugesturinn var níræð kona, en sá yngsti mun hafa verið 10 ára og svo allt þar á milli. Samsæti þetta var haldið af vinum Jóns á Sauðárkróki, gömlum og nýjum nemendum, svo og fræðsluráði og bæjarstjórn, og var sérstaklega ánægjule^t. — Veizlunni stjórnaði Sigurour Sig- ' urðsson bæjarfógeti og gerði það af miklum skörungsskap. Aðal- ræðuna flutti prófasturinn, séra Helgi Konráðsson, sem einnig er formaður fræðsluráðs. Þakkaði hann Jóni langt og gott starf, en Jón hefur verið skólastjóri barna skólans í 44 ár og einnig skóla- stjóri unglingaskólans um langt skeið. í lok ræðu sinnar afhenti hann afmælisbarninu um 14 þús- und krónur, sem vinir hans höfðu safnað, og skyldi Jón verja fé þessu, eins og honum bezt líkaði, t. d. til þess að létta sér eitthvað upp eftir langan og erfiðan vinnudag. Þá talaði bæjarstjóri, Björgvin Bjarnason, og þakkaði afmælis- barninu hið langa og mikla starf ; þágu bæjarfélagsins, auk skóla- átjórastarfsins, en hann var með- al annars oddviti hreppsnefndar í 21 ár, og lagði þar fram óhemju mikið starf. Skýrði bæjarstjóri frá því, að bæjarstjórn Sauðár- króks hefði fengið Sigurð Sig- urðsson listmálara til að mála mynd af Jóni, og myndi henni komið fyrir í skólanum. Aðrir, sem fluttu ræður og árnaðaróskir voru þessir: Magnús Bjarnason kennari, Brynleifur Tobiasson yfirkennari, Hannes J. Magnús- son, dr. theol. Friðrik Friðriks- son, Sigurður Sigurðsson bæjar- fógeti, Sigurður Björnsson frá Veðramóti, fsleifur Gíslason, Guðjón Ingimundarson kennari, Árni Þorbjörnsson kennari, og svo flutti Jóu Þ. Björnsson skóla- stjóri sjálfur alllanga og merka ræðu, þar sem hann rifjaði upp lífsferil sinn og þakkaði fyrir sig og fjölskyldu sína alla velvild og virðingu. Þá var flutt ávarp frá Snorra Sigfússyni námsstjóra, sem ekki gat mætt þarna. Eyþór Stefánsson söngstjóri stjórnaði söngnum, en yfir samkvæminu var léttur og hlýr blær, og kom það greinilega fram, að Jón Þ. Björnsson á marga og trygga vini. Enda hefu rhann verið mað- ur þorpsins og bæjarins í nálega hálfa öld: Hann kom að skólanum haustið 1908, þá beina leið frá dönskum kennaraskóla, og var því með bezt menntuðu kennur- um þeii’ra tíma, og þótt hann hefði vafalaust getað valið úr kennarastöðum, valdi hann sér þetta litla þorp í átthögum sín- um. Síðan hefur hann helgað því alla sína starfskrafta af frábærri alúð, trúmennsku og brennandi áhuga. Jón Þ. Björnsson er einn hinn fágætasti maður, sem eg hef þekkt, ekki kannske fyrir það, að hann hefur verið kennari í 50 ár, og þar af skólastjóri í 44 ár. Ekki fyrir það, að hann hefur jafnhliða verið hreppsnefndaroddviti í 21 ár. Nei, fyrst og fremst. vegna þess, að hann hefur ekki aðeins rækt þessi tímafreku störf af frá- bærri 'alúð;; heldur hefur hann alla ævi verið boðinn og búinn til að rétta hverju góðu máli lið, sem horfði til menningar og mann- bóta. T .d. hefur hann af óþreyt- andi elju og fórnfýsi unnið fyrir bindindismálið allan þennan tíma og verið gæzlumaður barnastúk- unnar sinnar í 44 ár. Það munu kannske einhverjir spyrja: Hvað kemur manninum til að leggja á sig þetta erfiði á mjög takmörkuðum tómstundum allan þennan tíma? Það er kann- ske erfitt að svara því, en þarna er Jóni rétt lýst. Svona er Jón Þ. Björnsson. Hinn fórnfúsi þegn- skaparmaður, sem alls staðar er mættur til hjálpar og aðstoðar. , Hvar sem lítið lautarblóm, lang- ar til að gróa.“ En það eru fleiri mál, sem Jón hefur lagt lið, og það ekki til málamynda, heldur af lífi og sál. Mætti þar nefna ungmennafélagsskapinn, Rauða- krossinn, dýraverndunarmálið og síðast en ekki sízt kristindóms- málin og kirkjuna. Þar hefur Jón verið heill og óskiptur, og þeim málum hefur hann helgað af al- hug mikinn tíma í litla kauptún- inu sínu. Jón er einlægur trúmaður og hefur alla ævi leitað styrks hjá guði, bæði í meðlæti og mótlæti. „Eg hefði stundum bognað fyrir erfiðleikunum, ef eg hefði ekki verið maður bænarinnar," sagði hann í ræðu sinni sl. laugardags- kvöld. Hann var kristinn mann- vinur, vinur alls, sem lifir. Hann lifði eftir þessu boði Fjallræð- unnar: Biðji einhver þig að ganga með sér eina mílu, þá gakk með honum tvær. — Jón lét sér ekki nægja að ganga fyrri míluna, heldur gekk einnig þá síðari af fúsum og glöðum hug. Hann gerði það af innri þörf. Haraldur konungur Sigurðsson sagði eitt sinn um Gissur biskup, að úr honum mætti gera þrjá menn: Víkingahöfðingja, konung og biskup .Jón Þ. Björnsson hef- ur svo fjölþættar gáfur og merki- lega skapgerð, að margt hefði getað úr honum orðið. Hann er t. d. fæddur kennari. Þá hafði hann einnig getað orðið öndvegis prestur og kirkjuhöfðinngi, loks, svo að eitthvað sé nefnt, heíði hann getað orðið fyrirmyndar bóndi, því að Jón er fæddur ræktunarmaður. Og þess má ekki láta ógetið, að hann var braut- ryðjandi í ræktunarmálum á Sauðárkróki, ræktaði sjálfur fyrsta túnblettinn uppi á níóun- um, svo komu aðrir á eftir, og nú eru móarnir fyrir ofan kauptúnið orðnir að rennisléttum, blómleg- um túnum. Þarna reið Jón á vað- ið. Sjálfur ræktaði Jón 12 dag- sláttur lands og sýndi þar með, að í þessum móum bjó einnig auðlegð íslenzkrar moldar. En þótt Jón hafi verið mikill hamingjumaður, hefur hann þó átt við sína erfiðleika að stríða. Árið 1932 missti hann konu sína, Fimmíugur: r Jóli. 0. Haraldsson endurskoðandi I gær varð fimmtugur Jóhann O. Ilaraldsson, endurskoðandi hér í bæ, merkur borgari og víða kunnur sem afburða starfsmaður og fyrir tónsmíðar .sínar og afskipti af söng- listarmálum bæjar og ltéraðs. Jó- hann cr Eylirðingur, sonur Haralds Pálssonar organleikara og þónda á Dagverðareyri og Efra-Rauðalæk og ICristínar Jóhannsdóttur frá Glæsi- bæ. Jóhann er gagnfræðingur frá Akureyrarskóla, stundaði síðan ým- is störf í bæ og héraði, unz hann réð ist til KEA, þar sem liann licfur starfað síðan, sem éndurskoðandi og bókari. I-Iann er rnikill starfsmaður, vandvirkur og smekkvís svo að á orði er haft. Auk daglegra statfa hefur Jóhann gefið sér tima til að sinna hugðarefnum sínum á sviði tónlistar. Hann var lengi einn af beztu söngkröftum bæjarins og starfandi í kórutn hér. Hann cr otr ágætur organleikari, sem margir vita, er hafa hlýtt á leik lians hér í kirkjunni og í öðrum kirkjum hér- aðsins. I>á hefur harin gefið sig nokkuð að tónsmíðum, og eru lög hans mörg kunn orðin. Bera verk hans á jtcssum vettvangi vott um mikla listamannshæfileika, smekk- vísi og lærdóm. A Jtessum fnerku tímamótum í ævi Jóhanns Ó. Haraldssonar senda fjölmargir vinir hans og samstarfs- nienn honum kveðjur og árnaðar- óskir. — Dagur hefur sérstaka á- stæðu til jtess að taka undir jtær Askir. Jóhann gegndi um skeið störfuin scm afgreiðslumaður og gjaldkeri blaðsins og vann það verk þannig, að til fyrirmyndar var. Geirlaugu Jóhannesdóttur, hina ágætustu og glæsilegustu kond’ frá 10 börnum ,er sum voru þá í ómegð. Eftir það varð hann að vera börnum sínum bæði faðir og móSir í 8 ár, en þá kvæntist hann annarri ágætri konu, Rósu Stef- ánsdóttur. Og þó að Jón hafi ekki safnað auði, eru þó jtessi 10 gæfulegu, fallegu og mannvæn- legu börn, mikil auðlegð. Enda er Jón nú umkringdur venzlamönn- um og vinum. Þetta ár er annars hið merki- legasta í sögu barnaskólans á Sauðárkróki. Snemma á árinu lézt sá kennari, sem lengst hafði starfað við skólann, Friðrik Han- sen. Á þessu ári verður skóla- stjórinn sjötugur. Loks má geta þess, að á þessu hausti koma hin nýju fræðslulög til framkvæmda við skólann. Þetta veglega og virðulega samsæti, sem áður getur, var jafnframt kveðjusamsæti, Jtví að Jón hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. scpt.' næstk. fyrir aldurs sakir, joótt lítil ellimörk sjáist enn á honum. Og hefst nú nýr þáttur í ævi þessa merka manns. Auk þeirra gjafa, sem áður er getið, bárust honum ýmsar fágætar og myndarlegar gjafir og 200 heilla- skeyti. Að loknu samsæti, kl. 12 á miðnætti, fylgdu allir samsætis- gestir afmælisbarninu og fjöl- skyldu hans heim að húsi þeirra og þar var hann kvaddur með miklum innileik. Eg vona, að ævikvöld Jóns verði eitthvað í líkingu við þetta ánægjulega kvöld í skólanum hans, sem hann er nú að kveðja. Bjart og hlýtt, þar sem hann sjálfur er umvafinn hlýju og virðingu vina og vandamanna. — Jón á það skilið. Hann hefur sjálfur ausið af svo miklum sjóði kærleika og hlýju um dagana til samferðamanna sinna. Og svo veit hann einn, sem aldrei bregst, en það er góður guð á hæðum. Hann hefur ætíð verið og mun ,ætíð verða hans mikla mikla skjól í blíðu og stríðu. H. J. M. Dagskránnál landbúnaðarins: Rafmagnsgirðingar Það eru nú orðin n.okkur ár síðan rafmagnsgirðingar komu hér á markað, og notkun þeirra færist stöðugt í vöxt, einkum þat' sem nautgripum et beitt á rækt- að land eða minni svæði. Ameríkumenn fundu upp raf- magnsgirðinguna um 1930 og til Norðurlanda kom fyrsta girðing af jtessu tagi 1938. Hingað til lands er talið að fyrsta raf- magnsgivðingin hafi komið 1941. Girðingum þessum fylgir sér- stakur rafgeymir venujulega með 6 volta spennu, sem gefur straum í girðinguna, og er hann gerður háspenntur með eins konar há- spennukefli. Auk jtess er komið fyrir =jáIfv:rkiÝm ctraumrofa, er rífur strauminn 40—50 sinnum á mínútu. Straumurinn er hættu- laus, enda þétt spennan íat'i upp í 6000 volt, því að straummagnið er ekki nema brot úr milli-amper og straumeyðsla þvi mjög lítil. Önnur gerð af rafgirðingum hefur á síðari árum rutt sér mjög til t'úms erlendis, þar sem ba?ndur hafa rafmagn frá raf- orkuverum. Framlcidd hafa verið ódýr rafmagnstæki, sem hægt er að tengja beint við rafleiðslu- líerfið og frá'þessu'tæki má svo leggja rafmagnsgirðinguna. Rekst ur slíkrar rafgirðingar er talinn mjög lítill og öruggara rafmagn. Er jöfnum höndum hægt að fá girðingartæki fyrii riðstraum og jafnan straum. Mér er ekki kunnugt um að slíkar rafgirðing- ar hafi verið fluttar hingað til Iands,en vafalausl verður það inn an skamrns, því að fjöldi bænda gæti nú þegar notfært sér þetta fyrirkomulag á rafgirðingum, bæði þeir bændur, sem fengið hafa rafmagn frá stærri orkuveit- um og einnig lteir, sem hafa raf- magn frá minni vatnsveitum. Þá má geta þess, að lagtækir menn gætu sjálfir útbúið sér raf- magnsgirðingu eða framleitt raf- magnið, ef þeir hefðu magnetu (t .d. úr dráttarvél) og svo hagar til að hægt væri að setja vatnshjól í bæjarlækinn, annað hvort yfir- fallshjól eða undirfallshjól. Til þess að framleiða þannig raforku þyrfti áreiðanlega ekki rnikinn tilkostnað. Efalaust eru margir fleiri möguleikar til framleiðslu raforku til rafgirðinga. —o— Hér í clálkunum birtast myndir af nýrri gerð einangrunarkúlna úr plastic, en hingað til hafa ein- göngu verið notaðar postulíns- kúlur til einangrunar á straumn- um. Eins og myndirnar bera með sér er sérstök rauf í einangrara þessa, sem jtráðurinn fellur inn í og helzt þráðurinn fastur í Jtcss- um einangrunarkúlum án þess að bundinn sé um hann vír. Mér virðist að þessar einangrunarkúl- ur séu langtum hentugri heldur en postulínskúlurnar, bæði af því þær eru óbrothættar og áreiðan- lega mikið fljótlegi'a að setja girðinguna upp. Postulínskúlurn- ar eru nokkuð brothættar og vír- inn þarf að vefja utan um þær. Myndir ljær, sem hér bii'tast eru af tveim gerðum. Önnur er aðal- lega ætluð fyrir gaddavír, en hin fyrir sléttan vír, en báðar eru þó nothæfar fyrir flestar tegundir af girðingavír. Kostar stærri gerðin 25 aura sænskar, en hin 12 aura, samkvæmt auglýsingu frá A. — B. Nordplastic — Mellosa í Svíþjóð. Eins og mönnum er kunnugt, eru kostir rafgirðinganna fyrst og fremst fólgnir í því, að skepnur fælast mjög girðingarnar, eftir að þær hafa fengið í sig rafstraum, enda þótt girðingar þessar séu aðeins einn þráður hengdur upp á granna og ódýra staura með ca. 10 m. millibili. Gildir þetta eink- um nautgripi og hross. Rafgirð- ingar eru ekki eins góð vörn fyrir sauðfé og minna en tveir strengir myndu ekki koma til greina. Þá væri einnig nauðsynlegt að hafa í þær gaddavír með sem lengstum göddurn, því að með því móti stingast gaddarnit' Lengra inn í ulilna eða þykkCEárálá'sJ og'-gcetu þannig gefið tifællað"stuð ’*en uIIt in og þykkt hárlag verkar mjö| einangrandi, ’ Til Jiess að rafstuðið sé eins mikið og jjað á að vera, þarf að gæta jjess að einangrun sé alls staðar fullkomin, jjví að liggi þráðurinn til dæmis við staur á einum stað, dregur^það. mjög úr rafmagrishögginu. Einnig getur gras og greinár,'séíri'k'úririá að’ snerta þráðinn dregið úr stuðimú Neistamyndun í -rafgirðingu-get- ui’ hæglega trufhið-úKíarpstæki í nágrenninu. Rafgirðingin, sem hér á landi hefur verið notuð nefnist Stöð og verzlai' SÍS með hana og kosta þær nú um 460 krónur. Á. J. Nýkonmir: Kven-sfrigaskór Skódeild KEA. Stálull með sápu. Járn- og glewörudcild Til sölu: 2 alstoppaðir stólar. Upjrlýsingar í síma 1332, frá kí. 9-6. ...................................] Petromax-hraðkveikjulugtir Járn- og glewörudeild. !;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.