Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 20. ágúst 1952 ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN BÆJARRÁÐ HAFNAÐI forkaupsrétti að erfðafestulandi norðan Vesturgötu, austan Stóraskurðs. Seljandi er Þorvaldur Björnsson, Grafarholti, kaupandi Sigurður Jóhannesson ,Setbergi. — Aðal- steinn Stefánsson aðstoðarverkstjóri bæjarins, sótti með bréfi um að verða settur í sama launaflokk og sundkennari og hafnarvörður. Hefur m. a. gegnt störfum yfirverkstjóra í forföllum og fleiri trún- aðarstörfum, verið starfsm. í 35 ár. Bæjarráð vildi ekki færa hann í milli launaflokka, en samþykkti að greiða honum í eitt skipti 3500 uppbót. — Jón Sveinsson hefur kvartað yfir því með bréfi, að Val- garður Kristinsson hafi með girðingu hindrað aðgang að erfðafestu- landi Jóns í Naustalandi. Bæjarráð bókað, að báðir hefðu þeir, Jón og Valgarður, vanrækt að girða lönd sín eins og þeim ber að gera og stafi þaðan þræta þessi. Krefst því þess, að þeir girði báðir og leysi þar með málið. — Ásgeir Valdimarsson slökkviliðsstjóri sótti um 35 þús.kr.lán til bílakaupa með sömu kjörum og bæjarverkfræðingi var á sínum tíma veitt til bílkaupa. Bæjarráð samþykkti að lána 20 þús. með 6% vöxtum til 5 ára. VÉLSKÓFLA BÆJARINS hefur að undanförnu verið í þjónustu flugvallagerðarinnar, en hefur nú vinnu hjá Garðræktarfélagi Ak- ureyrar. — Bærinn hefur fengið 800 þús. kr. lán til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Bærinn hyggst sjálfur koma upp 4 íbúð- um, en lána afganginn. Þessir menn fá nú lán: Jón Ólsen, Norður- pól, 60 þús., Jakob Böðvarsson, Aðalstr. 23, 80 þús., Magnús Krist- insson, rafvirki, 60 þús'., Einar Eggertsson, húsasm., 80 þús., Kristinn Halldórsson, vélstjóri, 50 þús., Jóhannes Wæhle, iðnverkam., 20 þús., Garðar Guðjónsson, bílstj., 60 þús. — Bæjarstjórn hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu um skipun nefndar til athugunar á útrýmingu árstíðabundins atvinnuleysis. Bæjarstjórn kýs einn mann, verka- lýðssamtökin einn og atvinnurekendasamtökin hinn þriðja. — Ás- geir Jakobsson bóksali hefur fengið leyfi til þess að setja upp blaða- kíosk í suðurenda Hafnarstræti 97, þar sem seld verða blöð og tímarit ásamt tóbaki og sælgæti, og verður opið á kvöldin og á sunnudögum. HANNES J. MAGNÚSSON skólastjóri hefur skrifað bænum ýtar- léga greinargerð um þörfina á því að hefja undirbúning að bygg- ingu nýs barnaskóla, þar sem núverandi skóli er þegar meira en fullsetinn. — Bæjarstjórn hefur skorað á vegamálastjóra að hefjast þegar handa um byggingu Glerárbrúarinnar og ljúka verkinu í haust, enda muni bærinn leggja fram fé að sínum hluta til brúar- innar. — KEA og Tómas Björnsson kaupm. hafa fengið leyfi bygg- inganefndar til þess að byggja norðurhluta neðstu hæðar bygging- ar, er félagið og Tómas hyggjast reisa sameiginlega á lóðum sínum við Skipagötu. — Fjárhagsráð hefur hafnað umsókn bæjarins um að hækka ris 14 smáíbúðarhúsa í allt að 3 metrum og segir það ekki samrýmast gildandi reglum um stærð smáíbúðarhúsa. Margt er skrýtið í kýrhöfðinu. Húsið Eiðsvallagata 6 á Akureyri er til sölu. TilboS óskast í allt húsið eða hvora hæð fyrir sig. Góð geymsla í kjallara fyigir efri hæðinni. — Tilhoðum sé skilað til undirritaðs fyrir 29. þ. m. — Húsið er til sýnis flesta daga frá kl. 5—7 e. h. JÓNAS G. RAFNAR. lögfræðingur, ' L TILBOÐ ÓSKAST í ca. 10 ha. éignarland. Landið er framræst og vel fallið til ræktunar. — Tilhoðum sé skilað til undirritaðs fyrir 30. ágúst n. k., sem einnig gefur allar nánari upp- lýsingar. — Réttur áskilinn til að taka liverju tilhoði sem er eða hafna öllum. Magnús Oddsson, Þórunnarstr. 118, Akureyri. Rúf lugard ínusfengur nýkomnar. Byggingavönidcild KEA. •Ekki á annarra færi f Moskvu er búið að byggja nýja skýjakljúfa og Moskóvítar hafa fangið nýtt efni að tala um. Það hlýtur að verða stór léttir, því að neðanjarðarjárnbrautin var orðin útþvælt umtalsefni og alltaf verður erfiðara að finna hættulaust umtalsefni á opin- berum stöðum. Nýja byggingin — sem af ljósmyndum að dæma virðist vera eftirlíking af Wool- worhtbyggingunni (í New York), — fær um þessar mundir verðugt hrós frá blaðamönnum og rithöf- undum Stalins: „Engir nema sov- ét-verkfræðingar gætu hafa ákveðið að byggja undirstöður fyrir svona hátt hús af slíkri djörfung og skarpskyggni,“ segir Literary Gazette í Moskva. „Eng- ir nema sovét-verkfræðingar gætu hafa soðið saman svo risa- vaxna stálbita....,“ segir enn- fremur. Og „engir nema sovét- verkfræðingar hafa fyrr reynt að hræra steypu í forsthörkum og snjó.___“ Og svo framvegis. Þessi 27 hæða bygging — ef yður er forvitni að vita stærð mannvirkisins — á þó ekki að notast til íbúða eða til annarra þarfa þegnanna sjálfra. Hún á að þjóna hinu sívaxandi skrifstofu- bákni stjórnarinnar. Byggingin er loftkæld og sjálfsagt mikið prýdd myndum af Stalin. Rússar, sem efalaust hafa fundið upp loftkæl- inguna, eins og myndirnar af Stalin, eru þó stoltastir af því, að í hverju herbergi í húsinu verður rafmagnsklukka. Með því að her- bergin eru 2000 hljóta klukkum- ar að vera 2000. Og nú má vænta þess að lesa í Literary Gazette, að engir nema Rússar gætu látið allar þessar klukkur ganga ná- kvæmlega rétt. N .Y. Hehald Tribune. Regnkápur á telpvxr, 8—14 ára. Ó d ý r a r. V ejnaðarvörudeild Leislar á börn og fullorðna. Vcfnaðarvörudeild. Sokkar Barna, kven og karlmanna. Fjölbreytt úrval. V ef naðarvörudeild Vanur sláttumaður óskast til að slá í túni á Hálsi í Fnjóskadal. Upplýsingar í síma 1045. Royal! Gerduft í 5 kg. baukum. Búðingsduft 3 tegundir. Kaupfélag Eyfirðinga N ýlendu vörudeild og útibú Stórar sveskjur í pökkum. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild > og útibú. Nýff! Grapefruit-Juice Orange-Juice Ananas-Juice Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Lifrarkæfa í dósum. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og úlibú. Willys jcpp viðgerðir Willys jepp varahlutir Lúðvík Jónsson & Co. Strandgötu 55, Akureyri. Sími 1467. Jeppi Lítið keyrður jeppi, með góðri yfirbyggingu, er til SÖlll. Upplýsingar í síma 1156. Rakvélablöð GILETTE STAR ROBUR SMART BARBETT Jám- og glervörudeild. Hraðsuðupoftar Jám- og glervörudeild. Ferðaföskur Jám- og glervörudeild. Myndarammar Jám- og glervörudeild. Eldhúsklukkur Verð frá kr. 110.00. Jám- og glervörudeild. Serviettur Jdrn- og glervörudeild Búrvogir Járn- og glervörudeildin BALAR Jdrn- og gleruörudeild. Niðursuðuglös Jám- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.