Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1952, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 20. ágúst 1952 Kommúnistar neita 20 mönnum inngöngu í Yerkamannafélag Akureyrarkaupstaðar Vildu láfa þá greiða félagsgjald, áður en þeir voru samþykktir félagar! Eins og áður er frá skýrt hér í blaðinu töpuðu konunúnistar brottrekstrarmáli því, er þeir áttu við 17 félaga í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar. Alþýðu- sambandsstjórnin neyddi þá til þess að láta af lögleysum sínum og tilkynntu kommúnistar hinum 17 mönnum, að þeir hefðu á ný fengið full félagsréttindi í Verka- mannafélaginu. En kommúnistar virðast lítið hafa lært af þessum hrakförum, því að enn halda þeir áfram lög- leysum í stjórn sinni á félagiíiu. Neita 20 mönnum. Á síðasta fundi V. A. gerðist það, að 20 inntökubeiðnir verka- manna í bænum voru ekki born- ar upp undir atkvæði af stjórn- inni á þeim forsendum, að við- komandi menn hefðu ekki greitt félagsgjaldið. Er þetta hin furðu- legasta viðbára, því að viðtekin regla er, að menn séu samþykktir félagsmenn áður en þeir eru krafðir um félagsgjöld. Mun hér um hreina lögleysu að ræða. Golfmeistaramót Akureyrar hófst um síðastl. helgi með því að leiknar voru á laugardag 18 holur og á sunnudag 36 hokir. Beztum áröngrum náðu í meistaraflokki: Sigtr. Júlíusson 246 högg. — Jóhann Þorkelsson 249 högg. — Hörður Svanbergsson 253 högg. — Jón Egilsson 256 högg. í I. flokki eru efstir: Ágúst Olafsson 304 högg. — Guðjón Eymundsson 306 högg. Gestur Magnússon og Árni Ingi- mundarson. Mótinu lýkur næstk. laugardag kl. 2 e. h. Hrossakjöfsát í Bretlandi Manchester Guardian skýrir svo frá nú laust eftir mánaðamót- in síðustu, að Bretar hafi jetið kjöt af 53000 hestum á árinu 1951 og að auki talsvert af asna- og smáhestakjöti (ponies). Telur blaðið þetta mesta hrossakjötsát í Bretlandi á síðari tímum. Sam- kvæmt brezkum lögum eru veit- ingahús skyld til þess að taka fram á matseðlum ef hrossakjöt er notað í mat, en blaðið telur að mikill misbrestur sé á þessu og fái menn víða hrossakjötsrétti undir annarlegum nöfnum. Um það bil 3/4 af hrossakjötsátinu fór fram í London, segir blaðið. Vilja halda félaginu lokuðu. Ástæðan til þessara aðfara kommúnista er auðsæ: Alþýðu- sambandskosningar fai'a í hönd. Kommúnistar óttast um valdaað- stöðu sína í félaginu og vilja því fyrir hvern mun halda því lokuðu fram yfir fulltrúakosningarnar, einkum þó fyrir mönnum, sem þeir óttast að fylgi þeim ekki að málum, heldur séu andvígir ein- ræðisbrölti þeirra öllu. Utanfélagsmenn og útlendingar? í einu bæjarblaðanna nú í vik- unni eru þær sakir bornar á kommúnistastjórnina í Verka- mannafélaginu, að hún hafi hvað eftir annað í sumar — mitt í at- vinnuleysi sumra félagsmanna — látið utanfélagsmerm og jafnvel útlendinga taka vinnu frá bæjar- mönnum. Virðist allt á sömu bókina lært hjá kommúnistum í þessu efni, ef þessi ásökun hefur líka við rök að styðjast. Slys á Sauðárkróki .gwptf-r ~ v ^ ~ X ~ >3 **« O'CV Það slys varð á Sauðárkróki 17. þ. m., að múrveggur féll á ungan mann, er þar var að vinnu, og slasaðist hann alvarlega. Var fluttur flugleiðis á sjúkrahúsið hér. Ungi maðurinn, Snorri Frið- riksson, liggur hér á sjúkrahús- inu, þungt haldinn. Framfærsluvísitalan 151 stig - kaupgjalds- vísitalan 150 Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst sl., og reyndist hún 157 stig, miðað við grundvöllinn 100 hinn 1. marz 1950. Kauplagsnefnd hefur ennfrem- ur reiknað út kaupgjaldsvísitölu fyrir ágúst, með tilliti til ákvæða 3. mgr. 6. gr. laga nr. 22/1950, og reyndist hún vera 150 stig. Kálgarðar bariianna rændir í Fokdreifapistlum blaðsins í dag greina kennarar vinnuskóla bæjarins frá því, að nú á dögun- um hafi kálgarðar bamanna hér ofan við bæinn verið rændir. —. Hafa einhverjir óþokkar skorið af fallegustu hvítkálshöfuðin og haft heim með sér, til sárrar sorgar fyrir börnin. Munu allir sammála um að fordæma þetta lubbalega athæfi. Leyfi veitt fyrir sn jóbíl til Akur- eyrar Þorsteinn Svanlaugsson bif- reiðastjóri hefur að undan- förnu unnið að því að fá Ieyfi til þess að kaupa snjóbíl hingað til Akureyrar og hafði einkum í huga 14-manna sænskan snjóbíl, svokallaða „Nova“- gerð, frá Volvoverksmiðjunum. En bílar þessir eru dýrir, kosta um 39 þús. sænskar krónur, en taldir mjög fullkomnir og stei'kir og henta vel í hálcndi. Hafði Þorsteinn þá einkum í huga þörfina á ferðum yfir Vaðlaheiði á vetrum, en þar múndi snjóbíll gegna þýðingar- miklu hlutverki. f sl. viku fékk Þorsteinn leyfi til þess að kaupa snjóbíl í Svíþjóð, en sá galli var á að leyfið var allt of lítið, aðeins 37 þús. ísl. kr., í stað 39 þús. sænskar. Er nú óséð, hvort unnt reynist að fá því breytt, eða hvort Þorsteinn hvei-fur að því ráði að fá kana- dískan snjóbíl, sem eru mmi ódýrari, en óvíst að dugi eins vel við þær sérstöku aðstæður, sem hér eru. Óhætt er að full- yrða, að koma snjóbíls í hérað- ið gæti orðið til margvíslegra þæginda og aukins öryggis, og er þess að vænta, að úr málinu greiðist á sem beztan hátt. Akureyrartogararnir afla vel á Grænlands- miðum Svalbakur losar hér þessa dag- ana 350 lestir af saltfiski,, af Grænlandsmiðum, og er það ágætui- afli. Harðbakur og Kald- bakur eru báðir á heimleið af Grænlandsmiðum, einnig með ágætan afla. Búizt var við því í gær, að allir togararnir mundu Embættismenn og ferðamenn fjölmennlu til Grímseyjar síðastliðinn fösfudag Á föstudagsinorgxui snemma lagði varðskipið Ægir hér úr höfn með ýmsa embættismenn, kaup- sýslumenn og ferðamen ninnan- borðs og var förinni heitið til Grímseyjar. Veður var fagurt og gott í sjóhm. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðar- sýslu þarf árlega að komast út í Grímsey til að þinga og var full- trúi hans, Sigurður M. Helgason, í ferðinni. Þá var vígslubiskupinn Friðrik J. Rafnar, til að visitera prestakallið, og fer hann slika för annað hvert ár. Grímsey er sér- stakt prestakall og var gert að kennsluprestakalli í nýju lögun- um um prestakallaskipanína. Þá var í förinni Jakob Frímannsson kaupfélagsstjói'i, Snorri Guð- mundsson byggingameistari og Jóhannes Kristjánsson pípulagn- ingameistari, og var erindi þeirra að líta á mannvirki þau, er Kaup- félag Eyfirðinga á í Grímsey. Félagið starfrækir þar útibú og I hefur gert um langt árabil. — í þessari ferð voru ennfremur Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir, Steindór Steindói'sson menntaskólakennari, Pálmi Hann esson rektor, Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, ennfremur yfir- maður landhelgisgæzlunnar Pét- ur Sigurðsson. Þá nokkrir blaða- menn og ýmsir aðrir ferðamenn. 70 íbúar. Grímseyingar fögnuðu ferða- fólkinu vel. Þeir eru nú um 70 talsins, flest mun hafa verið 132 í eyjunni. Hefur fækkað mjög þar hin síðari ár og mundu þó fleiri leita til lands ef þeir gætu komið eignum sínum í verð. — Ymsir af ferðamönnunum höfðu orð á því, að mikið mætti rækta í Grímsey og á annan hátt búa fólki þar sæmilega lífvænlega að- stöðu, en það kostar fé og fjár- magn til þeirra hluta er ekki til í Grímsey. Sýndist ýmsum að hætta væri á að fólki fækkaði enn verulega í Grímsey — jafnvel svo að til landauðnar horfði, nema gripið yrði til sérstakra ráðstaf- ana af hálfu hins opinbera til þess að efla atvinnulíf Grímseyinga og bæta aðstöðu þeirra. Athyglisverð kvikmynd frá Álaska í Norðurlandsbíó sýna Jón H. Björnsson og kona hans, Margrét Gunnlaugsdóttir, kvikmynd frá Alaska, er þeir bræðurnir, Jón og Árni, tóku þar sl. sumar. — Myndan var sýnd bæði mánu- dagskvöld og í gærkvöldi við góðar undirtektir áhorfenda og einnig verður hún sýnd aftur í kvöld. Alaskamyndin sýnir m. a. skógarhögg, vinnslu trjáviðar, laxastökk í einni beztu laxveiði- á í Alaska. Þá má sjó margs kon- ar dýralíf og dýraveiðar, vega- gerð með öllum nýtízku vélum í hinum mikla og langa vegi, sem halda á Grænlandsmið aftur. í lagður er frá Bandaríkjunum til næsta mánuði mun einn togarinn leggja upp farm í Esbjerg í Dan- mörk, og 2 farmar verða lagðir þar upp í október, úr Akureyrar- togurunum. Ekki er búizt við að neinn togarinn veiði fyrir Þýzka- landsmarkað. - Ummæli Ridgways (Framhald af 1. síðu). ekkert minnkað síðan í fyrra, og sér virtist .því ótímabært að tala um breytingar á varnarkerfi lýð- ræðisþjóðanna. Enn skorti mjög á, að allir hlekkir í keðju Atl- antshafsríkjanna væru nógu styrkir orðnir. Væri því sérstök nauðsyn að samstarí Bandaríkja- manna og Evrópuþjóðanna héld- ist, enda kvaðst hann ekki þekkja til neinnar stefnubreytingar hjá Bandaríkjamönnum í þessu efni. Þegar Rridgway var að því spurður, hvort hann héldi að Vesturveldin mundu ná því tak- marki, sem þau settu sér á Lissa- bonfundi Atlantshafsríkjanna í febrúarmbánuði sl., svaraði hann að hann teldi, að ríkin mundu halda fast við fyrri ákvarðanir og framkvæma þær að svo miklu leyti, sem unnt væri. En áætlun- in var: 50 herfylki tilbúin og vopnuð á þessu ári. Fékk kafbál í frollið! Þegar brezki togarinn Queen'Al- exandra var að veiðiim undan eyj- unni Mön nú nýlega, sáu skips- menn sér til skelfingar, að sjón- pípa kafbáts kom upp á yfirborðið rétt við vörpuna, og skipti síðan engum togum, að varpan vafðist um yfirbyggingu kafbátsins, sem reif hana með sér og bvarf í djúpið. Fimmtán mínútum síðar kom kaf- báturinn upp á yfirborðið. Var þetta brezkur bátur að æfingum. „Þetta er sá stærsti fiskur, sem þú hefur rtokkurn tíma sett í,“ hróp- aði kafbátsforinginn til skipstjórans á togaranum. „Já, og ég missti hann," svaraði skipstjórinn. Akureyringur gefur út smásagnasafn Komið er út á forlagi Pálma H. Jónssonar smásagnasafn, sem heitir „Septemberdagar". Höfundurinn er Einar Kristjánsson, ráðsmaður við Bamaskólann hér í bæ, og hefur hann nokkuð fengizt við ritstörf áður. Hafa sögur eftir hann birzt í nokkrum tímaritum. í hinni nýju bók eru tíu sögur: Vaxtavextir, Allar vildu meyjar, Septemberdag- ur, Þegar konan trúir, Perludrottn- ingin, Sprettur, Huldukonan kallar, Gott blóð, Logi og Endurfundir. Bókin er 130 bls., prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar h.f. Alaska. Þá er ennfremur sýnt, hvernig bræðurnir Árni og Jón söfnuðu trjáfræi norður í Alaska og hvernig þeir útbjuggu sér þreskivél til að þreskja könglana þar á staðnum. Er þessi þáttur einn merkasti hluti myndarinnar og stórfróðlegur. Auk þessa er fjölmargt annað, sem sýnt er, bæði fróðlegt og skemmtilegt. Myndin er tekin í eðlilegum litum og hefur myndatakan tek- izt ágætlega. Jón skýrir myndina sjálfur á meðan á sýningu stendur. Auk Alaskamyndarinnar eru svo sýndar tvær aukamyndir: Gamanmynd með skógarbjörns- húnum, sem leika hinar ótrúleg- ustu listir. Hin aukamyndin er frá 17. júní-hátíðahöldunum í Reykjavík nú í sumar, og er þessi mynd í eðlilegum litum. Sýningin stendur um tvo tíma. Þau hjónin, Jón og Margrét, eiga þakkir skilið fyrir þann dugnað að ferðast um landið til að sýna þessa ágætu mynd bæði í sveitum og bæjum. Það má full- yrða að kvikmyndasýning þessi verður hverjum þeim ógleyman- leg ,sem sér myndina, hvort sem um er að ræða börn eða full- orðna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.