Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 7. marz 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. AfgreiSsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstmeti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júl 1. Prentverk Odds Björnssonar h.f. i'.íJ: „Þú flytur á einum eins og eg .. ANDLÁT STALÍNS marskálks í Moskvu gefur tilefni til þess að menn íhugi stjórnarskipim lýðræðisþjóðanna og kommúnistaríkjanna. Þegar Roosevelt forseti andaðist, var heimurinn ekki í neinni óvissu, hvað mundi taka við. Lýðræðis- lega kjörinn eftirmaður hans tók þegar við stjóm- artaumunum og engin veruleg stefnubreyting varð. Kjörið þing og ríkisstjórn hins nýja forseta fóru með æðsta vald í málefnum þjóðarinnar. Fráfalli Stalíns fylgir óvissa og jafnvel uggur. Enginn veit, hvað við muni taka. Einræðisherr- ann hafði ekki umboð sitt frá þjóðinni heldur frá minnihlutaflokki, her og lögreglu. Enginn eftir- maðrn- hefur að heldur umboð frá þjóðinni til að taka við stjórnartaumunum neitt í líkingu við það, sem var í Washington 1945. Sá sem sterkastur er á svellinu í innsta hringnum nær völdunum. Vafalaust koma umfangsmiklar hreins- anir í kjölfar þeirra atburða meðan eftirmaður- inn er að tryggja sig í sessi og losa sig við keppinauta, þannig vann Stalín að því að tryggja veldi sitt. Fór svo að lokum að nær allir gömlu byltingarforingjamir voru komnir undir græna torfu áður en Stalín þóttist nægilega tryggur í sessi. Þannig veltur stjórnarforustan í kommún- istaríkjunum ekki á því, að þjóðin telji einn hæfari en annan, heldur á taflstöðunni í ein- ræðisklíku flokksins. Sá, sem þar er slungnastur, harðskeyttastur og miskunnarlausastur, er lík- legastur til þess að verða ofan á og fá aðstöðu til að tryggja valdaaðstöðu sína með því að ryðja úr vegi þeim, sem líklegir eru til þess að vilja hafa aðra skipan á málunum. Þegar þeim hreinsunum er lokið, fer einvaldinn að vinna að því að láta tigna sig sem guðlega veru. Hinn látni marskálk- ur var kominn langt á þeirri braut. Hann var í lifanda lífi nefndur „sonur sólarinnar“ af þeim, sem áttu líf sitt og frama undir því að skríða marflatir í duftinu frammi fyrir skurðgoðinu. Fyrir þá, sem uppaldir eru í slíkri trú, hlýtur það að vera hið mesta áfall að heyra að slíka skuli henda heilablóðfall og hrumleiki jarðnesks líkama. Þeir hljóta þá að minnast þess að jafn- vel marskálkur og sólarsonur „flytur á einum eins og eg, allra síðast héðan.“ k I FYRIR HINN vestræna heim er andlát Stalíns mikil tíðindi vegna þess að það hefur í för með sér mikla óvissu um stjómarstefnuna. í heimi nútímans getur stjónarstefna stórveldanna gilt líf eða dauða fyrir milljónir manna. 1 þessum efnum getur ekkert óvænt komið frá þeim stór- veldum, sem lúta lýðræðisstjórnskipulagi. Þau geta ekki hafið árásarstríð eða beitt aðrar þjóðir kúgun og miskunnarleysi. Almenningsáltið í upp- lýstum lýðræðislöndum leyfir ekki slíkar aðfar- ir. í einræðisríkjunum er annað andrúmsloft. Einvaldinn þarf ekki að sækja neitt undir lög- gjafarþing. Hann ákveður sjálfur. Hann getur lokað landinu fyrir öllum utanaðkomandi fróð- leik og ráðið því sjálfur, hvaða hugmyndir fólkið fær um aðrar þjóðir. Þegar slík starfsemi er kom- in á nógu hátt stig og fólkið orðið nógu fáfrótt um hagi annarra, getur hann með einu orði steypt mannkyninu út í ægilegt ófriðarbál og hefur þá um sig milljónir blindaðra ofsatrúar- manna, sem ekki vita annað um náunga sína í öðrum löndum en þeirra eigið ríkisvald hefur kennt þeim. Á undanförnum árum hefur þróun- in í þessa átt fyrir austan járn- tjaldið verið ískyggileg. Ef þeir menn, sem aldir eru upp í hatri á öðrum þjóðum og skortir þekk- ingu á raunverulegum stefnu- mörkum þeirra, taka nú við völdum, í voldugu hernaðarveldi, er framtíðin vissulega uggvæn- leg. Þess vegna er það, sem and- lát einvaldans er ríkara í huga en ella. Hér er ekki aðeins það að gamall byltingarmaður og stjómmálaforingi er horfinn til feðra sinna, af afloknu miklu dagsverki, heldur er hér upphaf nýs tímabils í skiptum hins vest- ræna og austræna heims. FOKDREIFAR Tónlistarstyrjöldin. ÞAÐ ER MEÐ tónlistarstyrj- öldina eins og aðrar styrjaldir, að gott er að vera þar ekki þátttak- andi. En hernaðarfréttir fljúga hratt og ómögulegt er að komast hjá því að verða fyrir barðinu á þeim. Og herstjómartilkynningum hundraðshöfðingjanna í tónlist- arstríðinu rignir nú yfir lands- fólkið. Menn lesa þær, velta vöngum og láta sér fátt um finn- ast. Aldrei vissu þeir fyrr, að þannig ætti að efla listir og menntir í landi hér. Mönnum finnst skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar Þjóðleik- húsinu, sem uppfærir söngleiki endrum og eins, er fundið það til foráttu, að það skuli ekki hafa starfandi ráðgefandi „tónlistar- ráð“ við leikhúsið og ekki mega ráða sér hljómsveitarstjóra til að sinna ákveðnum verkefnum um fimm mánaða skeið nema sæta fyrir það árásum og aðfinnslum frá því fólki, sem þykist þurfa að hafa fingurna í öllum tónlistar- málum í landi hér Öllum almenn- ingi virðst hér vera um venjulegt framkvæmdaatriði að ræða fyrír þjóðleikhússtj óra og það ráð, sem ,hann hefur sér við hlið og er áreiðanlega nægilegt „ráð“ fyrir stofnunina alla, nefnilega Þjóð- leikhúsráð. Tónlistarráð við stofn unina er hlægileg firra. Það geta ekki allir verið skipstjórar á fleytunni hvort eð er. EINN LJÓS PUNKTUR er þó óneitanlega í tónlistarstyrjöldinni. Tónskáldafélagið hefur loksins hafizt handa um að fordæma stjórnina á tónlistaflutningi út- varpsins. Ekki vantar útvarpið þó ráðunautana í þeim efnum, en þeir hafa þar eins og gagnvart Þjóðleikhúsinu viljað hafa þann háttinn á að vita alla skapaða hluti betur en allir aðrir. Slíkir menn verða ósköp leiðigjarnir til langframa og sannleikurinn er sá, að þjóðin mun fyrir löngu vera búin að fá hundleið á tónlistar- ráðunautum útvarpsins og allri þeirra vizku. Það kom þá upp úr kafinu að þeir hafa verið iðnastir við að flytja sínar eigin tónsmíð- ar. Vottar það framtak að þeim hafi þótt pródúktið gott og talið jafnframt að ekki væri tilhlýði- legt að deila við dómarann. En svo fór þó að þau sjónarmið, sem Björgvin Guðmundsson hefur ár- um saman bent á í ræðu og riti, fengu loksins verðskuldaðan hljómgrunn hjá tónskáldafélag- inu. Sú virðulega stofnun sam- þykkti harðorð mótmæli út af tónlistarflutningi útvarpsins, birti fróðlegar tölur um það mat, sem tónlistarráðunautarnir lögðu á eigin hugsmíðar, og sakaði þá um að gera allt of lítið úr almennri íslenzkri tónlist. Og ekki nóg með það. Birti ráðunautunum bannfæringarskjal eitt mikið með þriggja mánaða úrslitakost- um. í sumarbyrjun verða út- varpshlustendur að láta sér nægja að hlýða á Comedian Har- monists, Maríus Jacobsen og dómkirkjukórinn í Leipzig og annað af því tagi — auk fram- leiðslu tónlistarráðunautanna sjálfra að sjálfsögðu — en verða af annarri íslenzkri músík, því að útvarpið verður þá sett í bann — nema ráðunautarnir breyti um stefnu Og það er þá brennandi spurning dagsins: Þóknast þeim það, blessuðum, eða ekki? Engum hefur dottið í hug að spyrja þjóðina, hvort hún vilji heldur, íslenzka stefnu í tónlistarflutn- ingi eða ráðunautanna í útvarp- inu. Það væri þó líka „merkilegt rannsóknarefni“ eins og stund- um er sagt í útvarpi. Með höfuð aftur á milli fóta KOMMÚNISTAR hér og ann- ars staðár hafa verið í miklum hugaræsingi þessa síðustu daga og er það vorkunnarmál. En þeg- ar þannig stendur á fyrir þeim, er dómgreindin enn bágbornari en oftast áður og er þó ekki af miklu að taka. í síðasta tbl. Verkamannsins (í gær) er búið að snúa nokkrum staðreyndum við. Slíkt er að vísu ekki óalgengt í því blaði, en samkvæmt þeirri frásögn er það allt uppspuni að menn flýji sæluríkin í austurvegi og leiti vestur á bóginn. Kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að raunverulega sé flóttamanna- straumur frá vestri til austurs. Til þess að sanna þetta birtir hann manntalsskýrslur kommúnista í Austur-Þýzkalandi. Fólkinu f jölgar þar sífellt stendur þar. Vafalaust er það rétt, að kommúnistar skrá þar síhækkandi tölur. Menn, sem eru búnir að falsa mest alla mannkynssöguna og stela helztu uppfinningum heimsins síðustu aldirnar, láta sér ekki fyrir brjósti brenna að lagfæra eina manntals- skýrslu. Slíkt teljast smámunir þar í sveit. En staðreyndirnar eru samt, að flóttinn úr austri er eitt hið mesta og erfiðasta vandamál^ sem Vestur-þýzka stjórnin og her- námsveldin vestrænu í Þýzkalandi eiga nú við að stríða. Þúsundir manna leita á degi hverjum inn á yfirráðasvæði Vesturveldanna, undan kúgun kommúnista. Mann- þröngin í Vestur-Berlín er svo gífurleg, að orðið hefur að fá að- stoð tveggja af stærstu flugfélög- um heims, Air France og Pan American Airways, til þess að aðstoða við flutningana með stór- um flugvélum, í viðbót við þann flugvélakost, sem fyrir var. Allt verður fólkið að fara flugleiðina því að Rússar loka landleiðinni frá Berlín. En svo kemur hér blaðið Verkamaðurinn á Akur- eyri og segir að þessi vandamál séu ekki til, þarna sé ekkert flóttafólk og engar flugvélar. Þvert á móti flýji fólk eymdina í vestri og leiti í paradísina í austri. Þetta mun vera það sem gerizt er menn líta á veröldina í gegnum klofið á sér, með höfuðið aftur á milli fóta. Þá snýr allt öfugt fyrir augum. Flutningsgjald? Hlustandi skrifar: í TILKNNINGU, sem ísl. út- varpið les yfir landsmönnum nú (Framhald á 7. síðu). Menúet Trumans forseta Það hefur verið rifjað upp í amerískum blöðum, í sambandi við forsetaskiptin þar vestra, að síðustu árin hefur nokkrum sinnum stungið upp kollinum í fréttum dagsins, frásögn af menúet — litlu píanó- verki, — sem nefndur hefur verið menúet Trumans forseta, enda þótt hann hafi ekki samið hann. En hann hefur stundum leikið hann á píanó fyrir gesti sína; Truman er nefnilega allgóður píanóleikari. ----o---- I fyrsta sinn, sem Truman lék þannig fyrir mjög þröngan hring tiginna gesta, var í Potsdam árið 1945. Hann var þá nýkominn fram á sjónarsvið al- þjóðlegra stjórnmála. Roosevelt var þá nýlega lát- inn og Truman var tekinn við embætti hans. Fæstir vissu þá að hinn nýi forseti var skemmtilegur píanóleikari. Eitt kvöld í Potsdam var hann gestur Stalíns í kvöldverðarboði, og að kvöldverði lokn- um, er gestir sátu í rólegheitum yfir vindlum og rússneskum vínum, skemmti Truman gestgjafanum með því að leika tvö eða þrjú lítil lög á píanó. Eitt þeirra var sagt vera „menúet“, en ekki nánar til- greint. En heimsfrægur píanóleikari, sem þá var liðþjálfi í ameríska hernum, og lék opinberlega í boði, sem Bandaríkjamenn héldu þá í Potsdam — Eugene List — sagði frá því seinna, að Truman hefði leikið Menúet pólska tónskáldsins og stjórnmála- mannsins Paderewskis fyrir Stalín. ----o---- Þetta fínlega og fallega litla verk þekkja allir músíkunnendur. Það var og er uppáhald stofutón- listarmanna, en undarlegt þótti sumum að velja það til þess að skemmta Stalín, því að Paderewski, um tíma foringi í þjóðernisbaráttu Pálverja, er naumast það tónskáld, sem Stalín mat mest. Ymsum fannst jafnvel að Truman vera miður smekklegur í sér að velja einmitt þetta litla lag við slíkt tækifæri. En það var nú í þá daga. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan 1945. Nú er komið í ljós, að' Voriifhar, sem tengdar voru við viði’æður stjórnmálamannanna í Potsdam 1945, eru löngu brostnar. Pólska þjóðin stynur nú undir járnhæl kúgarans. Margir hafa því skipt um skoðun á þessu tiltæki Trumans forseta og segja sem svo, að valið hafi verið kænlegt og vit- urlegt. — En fleiri hafa heyrt Truman leika þetta lag. Til dæmis lék Truman það fyrir vin sinn Churchill á þessum vetri, er Truman var gestur hans í brezka sendiráðinu í Washington. ---o----' Þá er það rif jað upp, að þetta litla lag er tengt Hvíta húsinu miklu fyrr í sögunni. — Paderewski sjálfur var tíður gestur þar í tíð Wilsons fors. og lék þá oft fyrir forsetann og gesti hans, en Paderewski var, eins og flestir vita, einn hinn mesti píanósnill- ingur sinnar tíðar. Og Wilson kunni vel að meta hann sem listamann og talsmann pólsku þjóðarinn- ai’. Það var sagt á þeim árum, að píanóleikur Paderewskis fyrir Wilson hefði e. t. v. ekki haft lítil áhrif á viðhorf Wilsons til málefna Póllands á Versailles-fundinum, en þar tók hann upp hanzk- ann fyrir Pólverja og lagði lið þeirri málaleitan þeirra, að færa landamerki ríkisins vestur en ýmsir aðrir töldu heppilegt. Paderewski samdi þennan menút sinn árið 1880 (Menuet í G) og lék hann oft á konsertum síðan. Fyrstu kynni Trumans af laginu voru er hann nam píanóleik sem drengur hjá góð- um píanókennara í Kansasborg. Sá hafði lært í Vínarborg og þar kynnzt Paderewski sem ungum manni um 1880. Þegar nú Paderewski kom til Kansas, er Truman var 15 ára, stillti píanókenn- arinn svo til, að hinn efnilegi lærisveinn fengi- að sjá meistarann og leika fyrir hann. Gerðist það á hótel Paderewskis í Kansasborg. Truman sjálfur hefur sagt, að sú stund sé með þeim eftirminnileg- ustu í lífi sínu, er hann gekk fram fyrir snillinginn og settist við píanóið og auðvitað lék hann Menúet í G. Þegar hann hafði lokið við lagið, stóð Paderew- ski á fætur, og leiðbeindi honum og lét hann spila það aftur. Hann hefur aldrei gleymt þessu atviki. ----o---- Það er fremur fátítt að heimsfrægir stjórnmála- menn leiki á hljóðfæri. Þó geymir sagan flautuleik Friðriks mikla og Jefferson Bandaríkjaforseti lék á fiðlu. Málaralist virðist í dag í meira uppáhaldi hjá stjórnmálamönnum sem afþreying en tónlist. Frægt er að Churchill er góður listmálari, og Eisen- hower hefur lengi málað í hjáverkum sínum og fer nokkurt orð af kunnáttu hans á því sviði. — Nú eru tímar breyttir og af þeim, sem hittust í Potsdam, stendur Churchill einn eftir við stjórnvölinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.