Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 7. marz 1953 Laxaseiði úr sunnlenzkri á látin í Eyjafjarðará n. k. sumar Samningurinn um leigu á ánni kemur til framkvæmda í næsta mánuði Eins og áður er lauslega greint frá hér í bla'ðinu hefur tekizt sam- vinna með Stangveiðifélaginu hér í bæ og félagi landeigenda að Eyjafjarðará, sem stofnað var á sl. ári, um að reyna að gera Eyja- fjarðará að góðri stangveiðiá með friðun og fiskirækt. 10 ára samningur. Hinn 7. janúar sl. var undirrit- aður hér í bænum leigusámning- ur í milli þessara aðila og tekur Stangveiðifélagið ána og vatna- svæði hennar á leigu til 10 ára, frá 1. apríl næstkomandi að telja. Fyrstu fimm árin gengur öll leigan til fiskiræktar og er Stang- veiðifélagið skuldbundið til að verja á þeim tíma 30 þúsund kr. til fiskiræktarstárfsins og er ákveðið að efnt verði til laxa- ræktar. Jafnframt taka leigutak- arnir að sér að sjá um friðun ár- ósanna, en þar hefur á undan- förnum árum verið stunduð netaveiði með þeim afleiðingum ■— ásamt fyrirdrætti í ánni sjálfri — að fiskur er mjög genginn til þurrðar í ánni og fer ástand hennar versnandi. Ný friðunarlína. Leigutakarnir hafa látið fram- kvæma mat á árósnum sam- kvæmt fyrirmælum lax- og sil- ungsveiðilaganna og er grunn- línan dregin frá sv. horni hússins Hafnarstr. 6, yfir Leiruna, til staðar, sem er 100 m. norðan við lækinn, sem er næst sunnan við sýslumörkin hér fyrir handan Pollinn. Frá þessari línu er friðað svæði fyrir allri netaveiði 500 m. til norðurs eða nokkuð norður fyrir Höepfnersbryggjur Akur- eyrarmegin. Er öll netaveiði ólögleg á þessu svæði og hyggjast leigutakarnir að hafa vörzlu við ósana í vor. Gert er þó ráð fyrir að mæla með því að ráðuneytið veiti undanþágu til smásíldar- og loðnuveiði skv. undanþáguákvæð um um það efni í gildandi lögum. Laxaseiði að sunnan. Engin klakstöð er nú á Norð- urlandi og verður að sækja laxa- seiði suður á land, sem er bæði erfitt og dýrt. En Stangveiðifélag- ið er nú að ganga frá samningum um kaup á öldum laxaseiðum frá Siglfirðingar bíða eftir úrslitum héraðsbanns- málsins á Akureyri! Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur afgreitt erindi um að láta fram fara þar atkvæðagreiðslu um héraðsbann með nokkuð sérkennilegum hætti. Var sam- þykkt að stofna til atkvæða- greiðslunnar eftir að hún hef- ur fram farið hér á Akureyri og eftir að úrslit hennar eru kunn! EFTIRMAÐUR STALÍNS fiskiræktarstöð Skúla Pálssonar fiskiræktarmanns á Laxalóni við Reykjavík og er ætlunin að sleppa þeim í Eyjafjarðará í ágústmánuði næstk. Verða þau þá búin að vera í eldi í nokkra mánuði og eiga að vera betur fær um að bjarga sér en pokaseiðin. Laxastofn þessi er úr Laxá í Hreppum á vatnasvæði Ölfusár og er sá stofn stórlax. Er ætlunin að láta nokkurt magn af seiðum úr eldi í ána næstu fimm árin í þeirri von, að þannig megi koma upp litlum stofni, sem síðan geti aúkizt í ánni sjálfri. Gild ástæða er til að ætla að Eyjafjarðará geti veitt laxi allgóð lífsskilyrði og að árangur hafi orðið af þeirri tilraun til fiskiræktar, sem gerð var árið 1938 að forgöngu Vil- hjálms Þór forstjóra. Hefur síðan orðið vart við lax í ánni. Friðunin mikilvæg. En ekki er síður mikilvægt fyrir gildi árinnar, að friðun fyrir netaveiði takizt vel. Það er álit kunnáttumanna, að bleikjustofn- inn í ánni muni ná sér á nokkuru árabili ef netaveiði verður alls staðar aflögð. Á undanförnum árum hefur það hent, að smásil- ungurinn, sem uppalinn er í ánni og leitar sjávar í fyrsta sinn snemma á vorin (niðurgöngu- fiskurinn) hefur verið drepinn hér við innri bryggjurnar í hundraða eða þúsunda tali. Þessi fiskur er gljáandi og fagur og sýnist ókunnugum vera sjó- genginn, en hann er horaður og einkenni hans er að fiskurinn sjálfur hið innra er ekki bleikur eins og á sjógengnum fiski, held- ur hvítur og hvapalegur. Fólk hér í bæ keypti mikið af slíkum nið- urgöngufiski á sl vori á torginu, en komst að raun um að hann er tæpast mannamatur. Stærðin er 20—30 cm. að jafnaði. Slíkur veiðiskapur er auðvitað hin mesta fásinna. Með eðlilegum hætti mundi þessi fiskur leita í ána aftur eftir að hann hefur vax- ið og fitnað stórlega í sjó. Stang- veiðifélagið, sem hér leggur verulegan kostnað af litlum efn um, væntir þess að allir aðilar, stangveiðimenn, landeigendur og áhugamenn um fiskirækt, leggist á eitt að halda friðunarreglurnar í heiðri. Samkvæmt samningnum eru allar aðrar veiðiaðferðir en viðurkenndar stangveiðiaðferðir bannaðar og Stangveiðifélagið eitt hefur rétt til stangveiðinnar. Þó geta bændur fengið stang- veiðidaga keypta á nettóverði, ef þeir óska og snúa sér til félags- stjórnar sinnar. Moskvaútvarpið tilkynnti í gær- kvöldi að Grigory Malenkov hefði verið kjörinn eftirmaður Stalíns. En Molotov tekur við sínu fyrra embætti utanríkisráðherra. Dráttarvélanámskeið á Fosshóli Dráttarvélanámskeið á vegum Búnaðarsambandsins stendur yfir á Fosshóli undir Ieiðsögn Eiríks Eylands. Kennir hann hirðingu dráttarvéla. Koma menn með dráttarvélar þangað, og eru þær athugaðar, ventlar slípaðir og vél- ar teknar sundur, ef þarf. Eru menn ánægðir með að fá tækifæri til að fá tilsögn í hirðingu og allri meðferð vélanna. Góð tíð er, svolítill snjór en fært milli Húsa- víkur og Akureyrar, og bæði Fljótsheiði og Vaðlaheiði eru færar. Bæjarúfgerð Siglufjarðar fapaði 2,8 millj. króna á síðastliðnu ári í nýkomnum „Siglfirðingi" er grcint frá því, að tap bæjarútgerð- ar Siglufjarðarkaupstaðar, sem ger- ir út 2 togara, muni nema 2,8 milj. kr. á árinu 1952. Tap útgerðarinnar árið 1951 nam um 2 milj. kr. Segir blaðið að útgerðin hafi tapað sem svarar öllum álögðum útsvörum í kaupstaðnum s. 1. tvö ár. Þá segir í sama blaði að tap á síldarverk- smiðju bæjarins, Rauðku. á s. 1. ári muni nema um 1 millj. kr., enn- fremur að rafveita Siglufjarðar skuldi nú ríkissjóði 4,5 millj. fyrir afborganir og vexti fastra lána fyr- irtækisins. Hæsta sekt fyrir meiðyrði, sem dæmd hefur verið hér á landi Rógsögu um Vilhjálm Þór og SÍS hnekkt í desembermánuði 1951 höfðuðu Vilhjálmur Þór forstjóri og Sam- band íslenzkra sainvinnufélaga mál gegn Agnari Bogasyni, ritstjóra og ábyrgðarmanni Mánudagsblaðsins, vegna nafnlausrar greinar, sem birtist í 44. tölublaði 4: árgangs Mánudagsblaðsins með aðalfyr- irsögninni: „Ljótasti reikningurinn í Iandsbankanum“, og undirfyr- irsögninni: „Þcgar Jón Árnason reif ávísun Vilhjálms Þór í sundur.“ Miðvikudaginn 25. f. m. var á bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp dómui' í máli þessu. Voru meiðyrðin um Vilhjálm Þór og SÍS í nefndri grein, sem dómar- inn taldi „verulega“ meiðandi og móðgandi fyrir stefnendur“, dæmd dauð og ómerk og Agnar Bogason dæmdur fyrir þau í 2500 króna sekt, en 20 daga varðhald komi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins. Þá var Agn- ar dæmdur til að greiða Vilhjálmi Þór miskabætur, að upphæð kr. 3000.00. Um bótakröfu Sambands íslenzkra samvinnufélaga segir í dómnum, að rétturinn geti fallizt á það með stefnanda, að hin um- stefndu ummæli séu til þess fallin að baka SÍS fjárhagstjón, en telji hins vegar að SÍS hafi ekki leitt nægileg rök að því, að um slíkt tjón hafi raunverulega orðið að ræða. Loks var Agnar dæmdur til að greiða Vilhjálmi og SÍS 1200 krónur í málskostnað og 100 krónur til þess að standast kostn- að af birtingu dómsins. Sekt sú, sem Agnari var gert að greiða, er hin hæsta, sem dæmd hefur verið hér á landi í einka- máli út af meiðyrðum. Og miska- bætur þær, sem Vilhjálmi Þór voru dæmdar, eru hinar hæstu, sem dæmdar hafa verið af ís- lenzkum dómstólum vegna meið- yrða. Guðmundur Ásmundsson hdl. flutti málið fyrir Vilhjálm Þór og Samband íslenzkra samvinnu- félaga, en Guttormur Erlendsson hi'l. fyrir Agnar Bogason. Græðir, Magni og Móði heita fram- leiðsluvörur áburðarverksmiðjunnar Áburðarverksmiðjan auglýsti síðastliðið sumar eftir tillögum um nafn á framleiðsluvörur sínar. Bárust tillögur hvaðanæva, alls 183. Var leitað aðstoðar Halldórs Halldórssonar dósents við að velja úr tillögum, og varð óskorað samkomulag um, að nafninu Magni skyldi veitt fyrstu verð- laun. Voru tillögumenn séra Gunn- ar Árnason á Sóleyjarbakka í Kópavogi og Þorsteinn Jakobsson í Þingnesi í Andakíl. Önnur verðlaun fékk nafnið Græðir, og voru tillögumenn Elísabet Jónsdóttir, Grettisgötu 43 í Reykjavík, Guðmundur Jón- atansson á Litla-Hamri í Eyja- Þjóðfánar yfir Kóreu firði, séra Gunnar Árnason á Sól- eyjarbakka, Kristján S. Fjeldsted, Bergþórugötu 20 í Reykjavík og Sigríður Hannesdóttir í Djúpadal i Skagafirði. Þessi nöfn verða send vöru- merkjaskrárritara til skráningar, og auk þess nafnið Móði, en um það nafn hafði engin tillaga verið send. Til skýringar má geta þess, að synir hins forna goðs Ásatrúar- manna, Þórs, hétu Magni og Móði. Allir Akureyrartogar- arnir á veiðum Allir Akureyrartogararnir fjór- ir eru nú á veiðum fyrir sunnan land Halda íslenzku togararnir sig aðallega á Eldeyjarbanka og Selvogsbanka. Jörundur veiðir í herzlu, en hinir þrír salta aflann og munu leggja hér upp. .Vv.v : A: :-a . Margar þjóðir eiga hcrflokka í Kóreu, í liði Sameinuðu þjóðanna, sem þar bcrst gegn árásarherjum kommúnista. Þessi mynd er frá ! nágrenni víglínunnar þar eystra, og sjást fánar Bandaríkjamanna, I Suður-Kóreumanna og Kolombíu í Suður-Ameríu. Framboð Framsóknar- manna í Arnessýslu Framboðslisti Framsóknarfl. í Árnessýslu við kosningarnar í sumar hefur nú verið ákveðinn og skipa þessir menn listann: Jörundur Brynjólfsson, alþm., Hilmar Stefánsson, bankastj., Þorsteinn Sigurðsson, bóndi í Vatnsleysu og Gunnar Halldórs- son, bóndi á Skeggjastöðum í Flóa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.