Dagur - 13.05.1953, Side 8

Dagur - 13.05.1953, Side 8
8 Baguk Miðvikudaginn 13. maí 1953 Sjöfn lækkar verð á hreinlætis- vörum sínum um 5-12 prósent Verðlækkimin til neytencla á að verða hin sama Sápuverksmiðjan Sjöfn hér á Akureyri hefur nú fyrir nokkrum dögum lækkað verð á hreinlætis- vörum, er verksmiðjan framleiðir, um 5—12% og verða sumar af vörum verksmiðjunnar, svo sem þvottaduftið, nú ódýrara en nokkrar sambærilegar vörur á markaðinum, en gæðin haldast óbreytt frá því, sem verið hefur. Margar vörutegundir. Af vörutegundum þeim, sem nú hafa lækkað í verði, má nefna þvottaduftstegundirnar Geysi og Perlu, Sólar sápuspæni, bláma- sápu, handsápurnar Savon de Paris, Idola, pálmasápu, rósar- sápu, barnasápu, raksápu, júgur- smyrs og trélím. Lægra hráefnaverð. Ástæðurnar til þess, að Sjöfn getur nú lækkað verð á vörum sínum, eru meðal annars, að verðlag á hráefnum verksmiðj- Ð AGUR Dagur kemur aftur út á laugar- daginn kemur. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 2 á föstudag. — Auglýsing í Degi kemur fyrir augu mikils þorra Akureyringa og Eyfirðinga, auk f jölda manns í öðrum hér- uðum. unnar hefur fyrir nokkru lækk- að, en auk þess kemur til ,að eftir að endurbyggingu verk- smiðjunnar lauk, hefur afkasta- getan aukist og framleiðslan hagkvæmari. Sápuiðnaður á sér alllanga sögu hér á Akureyri og var sápuverksmiðjan stofnuð af KEA og SÍS sem einn liður í hinum þýðingarmiklu iðnaðarfram- kvæmdum samvinnumanna. Verksmiðjan hefur nýlega ver- ið endurbyggð og búin nýtízku vélum til framleiðslunnar og er hún nú fullkomnasta sápu- og hreinlætisvöruverksmiðja á land- inu. Verksmiðjustjóri er Ragnar Olason efnafræðingur. 25 ÁRA ÞJÓNUSTA. (Framhald af 1. síðu). tók við embætti 1. júní. Eru því í dag liðin 25 ár frá vígslu hans. Séra Sigurður hefur starfað hér óslitið síðan, og auk Möðruvalla- kl.prestakalls hefur hann þjónað Bægisárprestakalli síðan 1941. — Séra Sigurður Stefánsson nýtUr óskiptrar virðingar og vinsælda sóknarbarna sinna, og allra ann- arra, sem hafa haft tækifæri til þess að kynnast þessum ágæta kennimanni. — Dagur sendir þessum ágætu kennimönnum báðum árnaðaróskir og kveðjur á þessum merku tímamótum í starfssögu þeirra. Oddi h.f. og Amaróbúðin unnu forkeppni firma- keppnis B. A. Firmakeppni Bridgefélags Ak. stendur nú yfir. Er forkeppninni lokið og hófst aðalkeppnin í gær- kvöld en lýkur n. k. sunnudag. Alls tóku 32 firmu þátt í keppn- inni og komust þessi 16 í úrslit: A-riðill: Oddi h.f. (R. Steinbergss.) 107 st. Litli-Barinn (Á. Helgas.) 98.5 st. B. S. A. (Þ. Leifsson) 97 st. Byggingarvöruverzl. Akureyrar (Árni Ingimundarson) 96.5 st. Hótel KEA (B. Einars.) 94.5 st. Nýja-Bíó (R. Skjóldal) 93.5 st. Fataverksm. Hekla (S. Stef.) 92 st Tómas Steingrímsson h.f. (M. Jónsson) 92 st. B-riðill: Amaróbúðin (H. Helgas.) 101.5 st Póstb. Drangur (A. Páls.) 99.5 st. Atli h.f. (S. Jónss.)97 st. Útgerðarfél. KEA (H. Hinrikss.) 96 st. Fatahreinsunin h.f. (B. Ólafss.) 94 st. Vefnaðarvörud. KEA (H. Ind- riðason) 94 st. Kaffibrennsla Ak. (F. Karlsson) 93.5 st. Brynjólfur Sveinsson h.f. (B. Árnason) 92 st. Önnur firmu, er þátt tóku, voru: Vélsmiðja Steind. Rakara- stofa Sigtryggs og Jóns, Hafnar- búðin h.f., Bókaverzlun P.O.B., Stefnir s.f., Pétur og Valdimar h.f. B.S.O. s.f., Efnagerð Akureyr- ar h.f., Bifreiðaverkstæði Jó- hannesar Kristjánssonar, Blaða- salan, Olíufélagið h. f., Sápu- verksm. Sjöfn, Þórshamar h.f., Brauðgerð Kr. Jónssonar h. f., Gullsmíðaverkst. Sigtryggs og Eyjólfs og Litla-Bflastöðin. Öngulsstaðahreppsbúar kveðja kennara sinn r Arna M. Rögnvaldsson Öngulsstaðahreppsbúar héldu kennara sínum, Árna M. Rögn- avldssyni og fjölskyldu hans, mjög fjölmennt kveðjusamsæti sl. jaugardag í barnaskólanum að Laugalandi. En þau eru nú á för- um að Árskógarskóla á Árskógs- strönd, þar sem Árni tekur við skólastjórn. Forcldrar skólabarna í hreppnum færðu kennarahjón- unum góðar gjafir, ennfremur skólabörnin, kirkjukór Munka- þverársóknar og saumaklúbbur- inn. Samsætinu stjómaði séra Benjamín Kristjánsson sóknar- prestur og þakkaði hann í snjallri ræðu fyrir ágætt starf og óskaði fjölskyldunni velfarnaðar í hinu nýja starfi. Bolli Sigtryggsson og Garðar Halldórsson fluttu einnig ræður, en Árni þakkaði. Las hann við það tækifæri frumort kvæði, sem blaðið fékk góðfúslega leyfi til að birta. Kennarahjónin, Árni M. Rögn- valdsson, og kona hans, frú Steinunn Davíðsdóttir, hafa ásamt börnum sínum, búið nær 6 ár í Öngulsstaðahreppi. Hefur barnskólinn nýi að Laugalandi, sem er hið vandaðasta skólasetur, notið mikilla vinsælda undir stjórn Árna, en hann er einn af hæfustu mönnum sinnar stéttar. Betra að sigla á Rín Þeir, sem sigla á flutningaprömmunUm á Rínarfljóíi, hafa til þcssa átt óvissa ævi. Þeir eru ýmist í Frakklandi, Þýzkalandi, Hollandi eða Sviss. Nýlega tók verkamálastofnun Sameinuðu þjóðanna sér fyrir hendur að bæta kjör þessara manna og veita þeim félagslegt öryggi. Hafa löndin fimm nú undirritað samning um þetta efni og tryggir hann flutningamönnunum bætt kjör. Myndin sýnir einn af hiniun gömlu og traustu flutningamönnum um borð í pramma sínum. Gróðursetning trjáplantna á þessu vori hefsí í næstu viku Skógræktarfélag Eyfirðinga og Ungmennasam- band Eyjafjarðar bafa samstarf sín á milli um gróðurseíningarstörfin ( Skógræktarfélag Eyfirðinga og Ungmennasamband Eyjafjarðar hef ja samstarf um gróðursetningu trjáplantna í vor. Gengið hefur verið frá áætlun um gróðursetningu á þessu vori, samkvæmt fyrirhuguðu samstarfi milli ungmennafélaga og skóg- ræktarfélaga í héraðinu. Auk þeirrar gróðursetningar, sem deildirnar sjá um hver á sínu félagssvæði, hafa verið áætl- aðar minnst fjórar samvinnu- ferðir, allar á laugardögum og eiga þátttakendur að mæta á vinnustað kl. 4 síðdegis. Að lok- inni gróðursetningu munu verða einhver stutt skemmtiatriði eftir því sem tími og tækfæri verða tl. 1. ferð verður 23. maí í Vaðla- skóg austan fjarðarins gegn Ak- ureyri. Ætlast er til að þá mæti skógræktar- og ungmennafélagar af öllu sambandssvæðinu. 2. ferð verður farin 30. maí í reit Skógræktarfélags Arnarness- hrepps, að Hvammi, og þá eink- um ætlast til þátttöku frá Arnar- nesshr., Áskógsströnd, Hrísey og Akureyri. 39. ferð verður 6. júní að Mið- hálsstöðum í Öxnadal, og er þá ætlast til þátttöku frá Akureyri og öllum deildum skógræktar- og ungmennafélaga norðan Akur- eyrar. 4. ferð verður 13. júní í Leyn- ingshóla, og þá er gert ráð fyrir þátttöku ungmenna- og skóg- ræktarfélaga af öllu sambands- svæðinu. Að sjálfsögðu eru allir vel- komnir í hverja sem er af ferðum þessum og hvort sem þeir eru félagsbundnir eða ekki. Ungmennafélögin í héraðinu, ásamt skógræktarfélögunum, ættu að kosta kapps um, að þessi viðleitni til starfs nái tilætluðum árangri í Kjarnaskógi. Stjórn Skógræktarfél. Eyfirð- inga telur æskilegt, að þátttakan sé tilkynnt með einhverjum fyr- irvara, verði því við komið. Gróðursetning hjá Skógrækt- arfélagi Akureyrar verður á þriðjud. og fimmtudögum að kvöldinu á sama tíma og með svipuðu fyrirkomulagi og undan- farin ár. Hefur félagið gert áætl- un um að gróðursetja 12—15 þús. plöntur. Væntir félagið góðrar aðstoðar bæjarbúa eins og að undanförnu, bæði til sjálfboðavinnu og flutn- iriga að og frá vinnustað. Þor- steinn Þorsteinsson sjúkrasam- lagsgjaldkeri hefur á hendi fram- kvæmdastjórn vinnuferðanna fyrir deildina og mun hann gefa frekari upplýsingar, ef óskað er. Menntaskólinn vann maí-boðhlaupið Maí-boðhlaupið fór fram sl. sunnudag kl. 6 síðdcgis á nýju hlaupabrautinni á íþróttasvæð- inu. Þátttakandi félög voru: M. A., K. A. og Þór,' með eina 10 manna sveit hvert. Niðurröðun spretta var nú 100, 100, 200, 100, 100, 200, 400, 100, 100 200 m. Féll þessi niðurröðun vel við lengd brautarinnar, 400 metrana, og mjög ánægjulegt fyr- ir þá áhorfendur, sem stóðu í brekkunni vestan vallarins, að fylgjast með keppninni. Áhorf- endur, sérstaklega börnin, gera nokkuð að því að fara inn á sjálf- an íþróttavöllinn, áður en keppni hefst, en af því hljótast alltaf nokkur spjöll á vellinum sjálfum (sérstaklega meðan hann er blautur), auk þess sem það tefur framkvæmd hlaupsins. Úrslit Maí-boðhlaupsins urðu þau, að Menntaskólinn vann á 3 mínútum 20.9 sek. Sveit K. A. varð önnur á 3 mín. 25.9 sek. og sveit Þórs þriðja á 3 mín. 26.2 sek. Svíar teija radár koma að gagni við lækningu geðsjúkdóma Sænskir læknar eru byrjaðir að nota radar við lækningu geðsjúkdóma og árangurinn er sagður „lofa mjög góðu“. Glögg batamerki sáust á 14 af 20 tilfellum, sem fengu þessa radar- meðferð á Beckomberga-spítala í grennd við Stokkhólm. Þessi meðferð er sögð vera algerlega sársaukalaus og kunna sjúkl- ingarnir henni vel og tekur hún að því leyti fram rafmagns- „thock“-meðferðinni, sem notuð hefur verið nú um mörg ár. Notkun radar, scm Iækningaaðferðar við geðsjúkdómum, er lýst í greinargerð, sem læknarnir Dimberg og Almbord hafa birt í „Svenska Lákertidningen". Aðferðin byggist á því, að sýnt þótti, að tengsl væru í milli nokkurra geðsjúkdóma og truílana í starfsemi hörmóna-kyrtla. Lítið radar-tæki er látið verka á gagnauga sjúklingsins. Radar-bylgjunum er stefnt að kyrtli, sem er ekki stærri en matbaun og liggur rétt neðan við heilann. Þessi meðferð stendur yfir um 20 mín. í senn og er endurtekin 4—5 sinnum í allt. Starfsemi hormónakyrtlanna cykst og skerpir starfsemi heilans. Þessar tilraunir í Svíþjóð hafa staðið yfir síðan í janúar síðastl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.