Alþýðublaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 2
8 Afgreidsla blaðsins er i Aiþýðukúsiuc viS Ingóiísstœti og fíverfísgöts Blmi 988. Auglýsingnm sé skilað þangað eða i Qutenberg í siðasts lagi kl. 10 árdegis, þnaa dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald «in kra á mánuði. Auglýsingavsrð kr. 1,50 em. eindálkuð. Útsölumenn beðnir aS gera skif tfl aígreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsiega. — Eftir því sem hér gerist eru þau góð, svarar Sigurður. Foss- vogur liggur vel við sól og er í skjóli fyrir norðanátt og austan- áttin nær sér þar ekki verulega niðri. Jarðvegurinn er sæmilega góður og orðinn nokkuð rotinn á því svæðt sem búið er að ræsa fram. Annars er talsvert mýrkent, en þ£ð má alt bæta með fram- ræslu, sem víða er nauðsynleg. Það verk sem þegar hefir verið unnið með skurðgreftri er ágætlega af hendi leyst og landid þar orðið gott til ræktunar, þó en þurfi sum- staðar holræsi. — Verða ekki vandræði með áburð? — Jæja, maður er sjálfsagt neyddur til að nota tiibúinn áburð. En væri hirtur allskonar úrgangur úr fiski, saur o. fl., sem til íellur í bænum, mætti að miklu leyti við það notast. Þó þyrfti að nota erlendan áburð meðan verið er að koma rækt i tún, en með honum er miklu fljótlegra að rækta nýrutt land. — Er erlendur áburður dýr? — Hann er að lækka í verði. Eftir verðlagi, sem var i sumar, kostaði áburður á dagsláttuna ca. 150 kr. í óræktaða jörð. En væri keyptur farmur, má búast við að hann fengist helmingi ódýrari. Sem stendur er ekki notað meira af tilbúnum áburði á öllu iandinu en sem svarar því, er meðaljörð f Danmörku notar árlega. — Mætti ekki nota gömlu síld- ina, sem liggur hér á hafnarbakk- anum i áburð? — Jú, það held eg nú. Hún er ALÞYÐOBLAÐIÐ afbragðs áburður og væri ágætt að dreifa henni um flagið og láta vélina tæta hana saman við jarð veginn. — fívað er mikið lánd ræktan legt i FossvOgi? — Um það hefi eg engar áreið- anlegar upplýsingar fengið; en alls munu vera um 1200 hektarar (1 ha. 3 dagsl.) ræktanlegir í bæjarlandinu, að sögn borgarstj., og þar af 2/j grjótlausir. í Foss vogi geri eg ráð fyrir að mætti rækta alt að 200 ha. inn að ám. — fívað mundi kosta að brjóta land þetta með þúfnabananumr spyrjum vér. — Þ»ð mundi kosta 300—500 kr. á hektarann, eftir því hve mikið væri tekið fyrir; og þvi ó dýrara sem meira væri. En þessi vinna er 3—4 sinnum ódýrari en með þeim tækjum sem nú tiðkast. Og ómögulegt er að vinna verkið eins vel með nokkrum öðrum tækjum. — fívað mundi slíkt land í sæmilegri rækt fóðra margar kýr ? — Talið er að einn hektari fóðri kúna, svo þetta yrði 200 kúa tún. — Hvað um framræsluna? — Hún getur komið á eftir. Helst fljótlega. Bezt er að ryðja landið meðan engir skurðir eru i það, því þá getur vélin tekið stærra svæði tyrir í einu. — Mundi framræslan ekki veita talsverða vinnu? — Jú, við hana mundi mikil vinna fást. fíægt væri að gera skurðina meiri hluta vetrar og raætti vel koma þar á ákvæðis- vinnu, ef svo sýndist. — Hvernig gengur vinnan við landbrotið, sem Búnaðarfélagið tók að sér í Fossvogi? spyrjum vér. — Því er langt komið og Ijúk- um við líklega við það i þessari viku. Verkið hefír ena gengið ágætlega og gefur fengin reynsla beztu vonir um að þetta sé fram tíðarjarðyrkjutæki. Vélin virðist sérlega vel löguð fyrir þarfir is- lenzkrar jarðyrkju, þvi hún rótar vel upp moldinni og tætir jarð veginn svo í sundur að efst situr grasrótin. Hún á í raun og veru bezt við nýyrkju og betur við þúfnasléttun en akuryrkjuna er lendis. Má vænta mikils góðs af henni, ef hægt verður að fá menn til að nota hana svo nokkru nem ur hér á landi, og eg efast eigin- lega ekki um að eftirspurn eftir henni verður nóg, þegar menn sá hve stórvirk og vandvirk hún er. — Hvað verður gert þegar þessir 10 ha. eru búnir. — Við munum fúslega vinna áfram fyrir bæinn ef hann æskir þess, sem eg vona bæjarins vegna, að verði. En verði ekkert úr þvfi förúm við sennilega að Vífilsstöð- um og rótum þ&r um 10 ba. Siðan liggur leiðin líklega austur yfir fjall. Annars eru kaupin ekki afgerð, því 10 daga reynslutíminn er ekki liðiun. En varla skil eg i öðru en einhver ráð verði með þau. — Mundi bærinn ekki innan skamms hagnast á því, ef Foss- vogur væri ræktaður? — Ekki skií eg í öðrul Gróð inn mundi bæði beinn og óbeinn. Atvinna mundi mikfl við að halda ræktuninni áiram, túnið mundi bera sig og rnjóikin mundi stórum aukast. En hún er sem kunnugt er eitt höfuðskilyrði þess, að upp^ vaxi hraust kytislóð. Ameríkumenn reikna að fullþroska maðnr þurfi á dag I lítra af mjólk auk ann- arar fæðu. Líka mundi hvergf borga sig að rækta jörðina, ef ekki í nánd við Reykjavfk, jafn- vel þó nýmjólkin lækkaði um helming í verði. Og Fossvogur er einn af beztu blettunum sunnan lands þegar um túnrækt er að ræða. Þegar hér var komið þóttumst. vér nógu fróðir, kvöddum Sigurð og þökkuðum fyrir góð svör og greið. Kommnnisminn. Eftirfarandi grein er tekin upp úr ritgerð eftir frægt franskt skáld og rithöfund, Henri Barbusse. Ritgerðin er um framtíð Frakka og fer hann þar svofeldum orðum um kommúnismann: ,1 sannleika sprettur koramún- ístahreyfingin upp af andlegri og siðferðislegri einlægni. Nú sem stendur eru um 150 þús. hreinir og ákveðnir kommúnistar í Frakk- landi. Manni finst það ekki mikið þegar á það er litið að á mótf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.