Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR ÁSKRIFTARSlMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. maí 1954 24. tbl. Fruntaleg árás Flugvallarblaðsins Siálfstæoismcnn standa að blaðinu rpfógur í s L r onar ílægt að plægja niðnr 50—90 tonn af mykju í 1 !ia. lands á 8—10 tímum Á fundi Bændaklúbbsins seint í febrúar s.l. skýrði Magnús Áma- son vélsmiður hér í bæ frá tilraunum sínum til að smíða áburðar- plóg, er þannig væri gerður að hann plægði húsdýraáburðinn niður í jörðina og undir grassvörðinn. Var ýtarlega skýrt frá fimdi þessum hér í blaðinu 3. marz s.l. og frá þeim upplýsingum, sem Magnús gaf fundinum. Nú hefur áburðarplógur Magnúsar verið reyndur. í fyrradag birti blað það, sem Sjálfstæðisflokksmenn gefa út í Kcflavík og kalla Flugvallarblað, mjög fruntalega árás á utanríkis- ráðherrann, dr. Kristinn Guð- mundsson. Mun grein þessi eiga að vera héfnd fyrir grein, sem Tíminn birti nýlega þar sem skýrt var frá störfum tvífaranna, sem eru ritstjórar Flugvallarblaðsins. Eru þeir ýmist ritstjórar og trúnaðar- menn Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn í upplýsingadeild hersins. Furðulegar ásakanir. í árásargrein Flúgvallarblaðs- ritstjóranna, Daða Hjörvar og Hilmars Bierings, er m. a. komizt svo að orði, að dr. Kristinn sé frekar „Sambandsráðherra" en varnarmálaráðherra, enda hugsi hann mest um „gróðamöguleika SÍS. Þá segir biaöið og að fyrir tilhlutan stjórnarvaldanna og ráð herrans, séu „njósnarar komm- únista“ sendir inn á Keflavíkur- flugvöll sem „launaðir starfs- Skógræktarstarfið kallar! Annað kvöld verður unnið að gróðursetningu í Kjarnaskógi Skógræktarfélagsins, en á laugar daginn eru sameiginlegar skóg- ræktarierðir UMSE og Skógrækt arfélags Eyfirðinga og verður unnið í Garðsárgili, í Grundar- skógi og hjá Dvergasteini. Vinn- an hefst alls staðar kl. 4 e. h. Ak- ureyringar munu starfa í Garðs- árgili og verður farið frá Kaup- angstorgi kl. 3.30. menn“ ríkisins, og sé haldið hlífiskildi yfir þeim, en með þessu athæfi sé vörnum landsins stefnt í hættu og raunar öll vam- arkerfi frjálsra þjóða! Þessi furðu legu skrif eru hlægileg tilraun til þess að gera ráðherrann tor- tryggilegan í augum yfirmanna ritstjóranna hjá hernum, en vekja jafnframt grun um tilhneigingu á vissum stöðum til þess að vinna skemmdarverk á samningum þeim, sem yfir standa, um breyt- ingar á hervarnarsáttmálanum. Einn fremsti fiðlusnill- ingur Frakka leikur á morgun Annað kvöld mun franski fiðlu snillingurinn Christian Ferras halda hér hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins með undirleik Pierre Barhizet, en þeir hafa báðir haldið hljómleika syðra að undanförnu við ágæta dóma á- heyrenda. Ferras er einn kunnasti fiðlu- leikari Frakklands og hefur hald- ið hljómleika víða um heim. Komu þeir félagar hingað til lands frá Austurríki þar sem þeir léku á plötur ásamt hinni frægu Philharmonísku hljómsveit borg- arinnar. Tónleikarnir hér verða í Nýja Bíó og hefjast kl. 9 annað kvöld. Á efnisskránni hér annað kvöld verða verk eftir Bach, Beethoven, Milhaud, Sarasate, Kreizler o, fl. Þetta verða aðrir hl j ómleikar Tónlistariélagsins hér á þessu starfsári, og munu þeir ekki verða endurteknir því tónlistarmennirnir eru á förum. Engir sendimenn á vesturleið - saga Alþm. uppspuni Alþýðumaðurinn hér birti þá sögu í s.l. viku, að Tómas Áma- son lögfræðingur „ásamt syni Hermanns Jónassonar verði sendir vestur um haf til að fá að vita, hvað Bandaríkjamenn óska að gera í málinu,“ þ. e. samningum um breytingu her- vamarsáttmálans. Ekkert er hæft í þessari sögu blaðsins og engir sendimenn eru á förum vestur. Að vísu hefur orðið verulegur dráttur á því að Bandaríkjastjórn staðfesti sam- komulag, sem gert var í Reykja vík um þessi efni, en hvort tveggja er, að málið mun brátt leysast og viðskipti íslenzku stjórnarinnar og þeirrar amer- ísku um þessi mál munu fara fram eftir venjulegum dipló- matiskum leiðum. Um 200 manns hafa synt 200 metra Samnorræna sundkeppnin hófst hér á laugardagskvöldið og var hátíðleg atliöfn við sundlaug bæj- arins. Synti 7 ára drengur fyrstur, en síðan kunnir borgarar, Ár- mann Dalmannsson formaður ÍBA, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir o. fl. Eftir það syntu skólanemendur. Alls munu um 200 manns hafa lokið keppni hér og er það ekki mikil þátttaka. Þyrftu þeir, sem hægt eiga með það, að ljúka keppni sem fyrst. Gerðizt það á túninu á Lundi hér ofan við bæinn á fimmtudag og föstudag s.l. og varð árangur- inn góður. Framhald af tilraunum Olafs Jónssonar. Fyrir mörgum árum gerði Ólafur Jónsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, tilraunir með að setja húsdýraáburð undir gras- rótina og sýndu þessar tilraunir ótvírætt, að áburðurinn kemur að margfalt betri notum en þeg- ar honum er dreift ofan á landið. En þá voru ekki til hentug tæki til þess að plægja áburðinn niður. Þótt tilraunirnar sýndu merki- legan árangur, varð því ekki við komið, að hagnýta þessa aðferð að neinu ráði. Magnús Árnason sagði í viðtali við blaðið, að tilraunir sínar til þess að smíða áburðarplóg mætti kallast bcint framhald af þessum tilraunum Ólafs. Hefði hann lengi velt því fyrir sér, hvernig leysa mætti þetta verkefni á hagnýtan hátt, og væri áburðarplógur sá, er hann hefur nú smíðaðj árangurinn af þeim athugunum. Áhugi Búnaðarsambandsins — ummæli fagmanna. Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á s.l. vetri, var rætt um tilraunir Magnúsar til að smíða áburðarplóg, og var sam- þykkt heimild til handa stjórn sambandsins að festa kaup á verkfæri hans, ef það reyndist þannig að líklegt væri að það gæti orðið bændum til hagsbóta. í framhaldi af þessari samþykkt, var svo gerð tilraun með not- hæfni verkfærisins á Lundi tvo daga í s.l. viku og voru þar við- staddir þeir Ólafur Jónsson hér- aðsráðunautur og Árni Jónsson tilraunastjóri, f. h. Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, og auk þeirra tveir menn, er Búnaðarfélag ís- lands og Verkfæranefnd ríkisins höfðu sent á vettvang til þess að fylgjast með tilraununum og kynnast þessari nýjung. Voru það þeir Haraldur Árnason verkfæra- ráðunautur Búnaðarfélagsins og Ólafur Guðmundsson starfsmað- ur Verkfæranefndarinnar. Á fimmtudaginn kom í ljós, að smá- vægilegar lagfæringar þurfti að gera á tækinu, en á föstudaginn reyndist tækið vel og þykir nú sýnt, að hér sé um merkilega nýjung að ræða. Mun nú og á- kveðið að Búnaðarsamband Eyja- fjarðar kaupi tækið. Framh. á 11. síðu. F ramsóknarf lokkurinn vann á í Kópavogi í hreppsnefndarkosningunum í Kópavogi, sem endurteknar voru s.l. sunnudag vann Framsóknar- flokkurinn verulega á, miðað við úrslit í janúar. Hlaut nú 196 atkv. og 1 mann kjörinn, Hannes Jóns- son, fékk 131 atkv. í janúar. Sjálfstæðismenn týndu 7 atkv. frá í vetur en kommúnistar 37 atkv. Alþýðuflokkurinn vann 2 atkv., en fékk engan kjörinn. Kommúnistar héldu meirihluta í hreppsnefndinni, þrátt fyrir at- kvæðatapið. Fyrirhugað björgunar- og gæzluskip fyrir Norðurlandi Þannig mun líta út fullsmíðað björgunar- og gæzluskip það, fyrir Norðurlandi, sem nú er hafin smíði á hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Skipið verður um 200 lestir að stærð, 36.5 m langt, 7 m breitt. Ætlað er að skipið hafi 650 hestafla vél. Þetta verður fyrsta stálskipið af slíkri stærð, sem smíðað verður hér á landi.Ætlazt er til að það verði einnig notað til fiskirannsókna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.