Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 19. maí 1954 Um 1000 námsmeyjar haia stundað nám við skólann frá stofnun hans Sameiginleg söngskemmtun karlakóra bæjarins - Árni Ingimundarson hefur tekið við söngstjórn „Geysis46 Sunnudaginn 9. maí síöastliS- inn komu fjórtán tíu ára náms- meyjar í heimsókn til Húsmæðra skólans ó Laugalandi og færðu honum að gjöf höggmynd eftir Ásmund Sveinsson. Höggmyndin er gott listaverk og á að vera tákn lífsgleðinnar: Ung stúlka er leik- ur á harmoníku. Námsmeyjarnar frá þessu ári voru upphaflega 32, og var það ætkm þeirra að mæta nokkru fjölmennari. En þar sem þær cru nú dreifðar um land allt og sum- ar staddar erlendis, hömluðu samgönguerfiðleikar og ýmsar aðrar ástæður því að þær gætu hitzt íleiri að þessu sinni. Um það bil helmingur þessara námsmojna kom flugleiðis beina leið frá Reykjavík. Lioins tíma minnzt. Snæddur var miðdegisvcrður í skólanum og fóru fram ræðu- höid og söngur undir borðum. Forstöðukonan, frk. Lena Hall- gi'ímsdóttir bauð námsmeyjarnar velkomnar og þakkaði hina fögru gjöf er þær færðu skólanum og þann hlýhug er námsmeyjarnar sýndu skólanum með þessari heimsókn sihni. Kvað hún skól- anum ávallt vera það mikið gleði- efni, er eldri nemendur kæmu í heimsókn, og þvi meiri væri þessi ánægja sem þær kæmu fleiri í hóp! Frú Gerður Kristifisdóttir, hús- mæðrakennari, hafði orð fyrir tíu ára námsmeyjunum. Lýsti hún gleði þeirra yfir því að vera á ný komnar á fornar slóðir, þar sem þær hefðu fyrir einum áratug átt margar glaðar stundir. Þó að veðrið væri ekki eins ákjósanlogt og frekast yrði á kosið, var sól- skin í sálinni, enda höfðu þær aiiar mjög hlakkað til þessarar stundar. Árnaði hún skólanum allra heilla. Séra Benjamín Krist- jánsson drap á ýmis atvik er gerðust í skólanum fyrir tíu ár- urn síðan. Hann gat þess, að merkar skólastofnanir erlendis söfnuðu oft á veggina í aðalvið- hafnarstofum sínum málverkum af þjóðkunnum vísindamönnum, skáldum eða menningarfrömuð- um, sem þar hefðu dvalið að námi, og væri nokkur keppni milli skólanna að eiga sem flesta ágætismenn í hópi nemenda sinna. Ollum skólum ætti að vera það keppikefli að hafa lagt grund völl að þroska sem allra flestra úrvalsmanna, enda gæti það með réttu talizt nokkur mælikvarði á það menningarhlutverk er skól- inn gegndi í þjóðfélagir.u. hve mörgum þjóðnýtum mönnum hann hefði komið á legg með starfi sínu. Það hefði og löngum sýnt sig, að hinir beztu nemendur skólanna hc-fðu ávailt borið til þeirra mikinn ræktarhug, talið þá jafnvel sitt annað heimili og reynt að hlynna að þejm eftir mætti, er þeir hefðu komizt í aðstöðu til þess. Þúsond námsmevjar á Lauga- landi. Sagði hann, að á Laugalands- skólanum fyrra hefðu dvalið rúmlega 300 námsmeyjar, en eft- ir að skólinn var endurreistur vær'u búnar að vera þar rösklega 5Ö0 reglulegar námsmeyjar og auk þess hefðu dvalið þar urh 200 stúlkur á námskeiðum. Alls hefðu því dvalið um þúsund námsmeyjar í þessum skóla og mættí því vænta þess, að áhrif hans væru nokkur orðin í þjóð- félaginu, enda hefðu margar námsmeyjarnar bæði af hinum eidra og yngra skóla orðið þjóð- kunnar merkiskonur. Nokkrar námsmeyjai' skólans væru til dæmis orðnar húsmæðrakennar- ar eða gegndu öðrum þýðingar- miklum störfum í þjóðfélaginu, en staða konunnar sem húsfreyja og móðir væri vitanlega alltaf þýðingarmikil og væri því aldrei lagðar of traustar undirstöður að menntun kvenna. Þá benti hann á það, að ef athugaður væri nem- endahópur skólans hin síðari ár, þá kæmi það í ljós, að furðumarg ar námsmeyjar seinni skólans væru barnabörn hinna eldri námsmeyja og voru í eldra skól- anum, og sýndi þetta ræktarhug hinna gömlu námsmeyja til þessa staðar, er þannig gengi í arf. Væri framtíð skóians trygg, ef hinar seinni námsmeyjar stæðu eins fast um hann og hinar eldri. Væri það von og trú þeirra, sem unnið hefðu að skólastofnun þessari, að siálfir nemendur skól- ans ættu eftir að gera garðinn frægan með starfi sínu og holl- vilja, enda hefðu námsmeyjar skólans sýnt það í verki, að þær vildu ekki síður vnnna hér en annars staðar, þar sem tvær námsmeyjanna væru nú búnar að vera kennarar við skólann, frú Gerður Kristinsdóttir, sem hér hefði starfað eitt ár, og ungfrú Steinunn Ingimundardóttir, sem búin væri að vera 4 ár mat- reiðslukennari við skólann og hefði ieyst verk sitt prýðilega af hendi. Að lokum minntist séra Benja- mín Oiafar Snæbjarnardóttur og fleiri látinna námsmeyja og bað aila viðstadda að rísa úr sætum til að heiðra minningu þeirra. E’dhúsið vakti athygli. Eftir miðdegisverðinn voru skoðuð húsakynni skólans, sem tekið hafa alimiklum stakkaskipt um til bóta á síðastliðnum tíu árum. Einkum luku tíu ára nemend- urnir miklu lofsorði á eldhúsið, sem tekið hefur gersamlega breytingum frá því sem áður var og allur hefur húsakostur skólans aukizt til stórra muna með ný- byggingum þeim, sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Einn- ig var skoðuð handavinna nem- enda. Síðdegis sátu tíu ára náms- meyjarnar boð hjá prestshjón- tinum á Laugalandi, en að af- loknum kveldverði í skólanum sýndu núverandi námsmeyjar ýmsa þjóðdansa. Einnig var mik- ið sungið og léku eldri námsmeyj arnar sér með þeim yngri langt fram á nótt. Höfðu allir hlutað- eigendur óblandna ánægju af heimsókn þessari, enda var mikið fjör og kæti á ferðum. Garðyrkjuráðunautur bæjarins biður biaðið að koma þeim boð- um til bæiarmanna, er hafa garð- lönd á leigu, að skilyrði til þess að heimilt sé að setja niður í garð ana er að menn hafi greitt leigu eftir löndin. Eru þeir, sem skulda, áminntir um að gera skil ón tafar. Fjölbreytt og glæsilegt urval af BAIRNS-YEAR barna- og unglinga prjónafötum. -K BLEYJUGAS BLEYJUBUXUR SOKKABUXUR og margs konar smá- barnafatnaður. -K GLUGGATJALDA- EFNI og margar fl. vörur koma á næstunni. Verzlun Eggerts Einarss. Mislit handklæði ágæt. tegund. Þurrkudregill Sængurveradamask Dúnhelt léreft Milliskyrtuefni köflótt. -K SLANKBELTI BRJöSTAHÖLD í úrvali og margsk. nærfatnaður kvenna. Verzlun Eggerts Einarss. Möndlukvarnir Kaffikvarnir Eldhúsvogir Véla- og búsáhaldaclcild Haselhnetukjarnar Valhnetur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og lítibúin. nýtt og reykt. KJÖT & FISKUR Góður félagrskapur mun jafn- an hafa verið með karlakórum bæiarins og hafa þeir oft unnið saman að ýmsum málum. Oft hafa félagai' þeirra sungið saman við ýmis tækifæri, þótt ekki hafi verið með sama hætti og nú um síðustu helgi, er kórarnir efndu til sameiginlegs samsöngs í Nýja Bíó og flutti þar hvor um sig nokkui' lög, en síðan sungu kór- arnir sameiginlega. Með þessum félagsskap hafa kórarnir gert sönglífinu og sjálfum sér gagn. Kraftarnir eru sameinaðir en ekki sundraðir. Fjölmenni hefur hlýtt á sönginn og viðtökurnar hafa verið ágætar. Karlakór Akureyrar hóf sam- sönginn á laugardaginn undir stjórn Áskels Jónssonar, en frú Þórgunnur Ingimundardóttir að- stoðaði með píanóundirleik. Fyrsta lagið var Den Farende Svend eftir Kaid O. Runólfsson, í útsetningu Jakobs Tryggvasonar. Kórinn söng lagið myndarlega. Kórinn er vel þjálfaður af söng- stjóranum, sem stýrir honum af fjöri og þrótti. Neði'i raddirnar virðast samhæfari og jafnfallegri en tenórinn, einkum er þróttur í bassanum. í Landkjenning eftir Grieg söng Sverrir Pálsson ein- söng. Sverrir hefur góða rödd og allvel þjálfaða, hefur harrn og oft komið fram sem einsöngvari. Hetjulag Griegs nc-ði ekki tiiætl- uðum áhrifum að þessu sinni. Einsöngvarinn hafði ekki radd- þrótt og dramatískan kraft til þess að bera uppi einsöngshlut- verkið. Og enn sem fyrr nýtur söngur Karlakórsins sín betur í ijúfum lögum en hetjukvæðum. Kom það og fram í þriðja verk- efni söngskrárir.nar, flokki rímna- laga eftir Áskel Snorrason. Flokkui' þessi er mjög haglega gerður og skemmtilegur, enda mjög vel fluttur af kórnum. Ein- söngvari var Egill Jónasson. Hann hefur litla og fremur snotra rödd, en naumast efnivið til ein- söngshlutverks. Fjórða og síðasta lag söngskrárinnar var hinn gamli húsgangur Stephens P’ost- ers: Gamli Jói. Þar var Eiríkur Stefánsson, bassi, einsöngvari og vakti óskipta athygli. Hér virðist efniviður til meiri átaka. Röddin er mikil og liggur djúpt, nokkuð hrjúf og lausbeizluð enn, en kost- ir hennar eru ótvíræðir. Er þessi ungi söngvari og ein hin styrk- asta stoð bassans í kórnum. Að lokum söng kórinn hið skemmti- lega lag Jóhanns Ó. Haraldssonar „í sól og söng“, sem aukalag. Var kórnum óspart klappað lof í lófa, og bárust söngstjóranum blóm. —o— Þegar Geysir kom fram á svið- ið að þessu sinni, var mikil eftir- vænting ríkjandi meðal áheyr- enda. Sú breyting er nú á orðin, frá því að kórinn kom síðast fram, að söngstjóri kórsins, skapari og leiðtogi frá upphafi, Ingimundur Árnason, hefur látið af söng- stjórn, en við hefur tekið sonur hans, Árni. Ingimundur og Geys- ir höfðu svo lengi verið félagar, að bæjarmönnum þótti, sem bar væri einn aðili og gátu hvoritgan hugsað sér án Jhms. Undir stjórn Ingimundar líefítr ‘Geýsir líka borið hróður bæjarins víða, og kórinn jafnan verið í fremstu röð karlakóra. En nú voru þáttaskil. Ingimundur sat á áheyrendabekk, en uppi á pallinum var sonur hans, félagsmaðui' í Geysi um langa hríð og kunnur hljómlist- armaður í bænum, og stjórnaði kórnum. Kórinn hóf sönginn með fallegu lagi eftir Björgvin Guð- mundsson, Kvöldklukkan. Hinn ungi söngstjóri hafði ágætt vald á kórnum, auðheyrt var að hann hafði lagt rækt við æfingar og þjálfun. Flutningur lagsins tókst líka prýðis vel. Enn sem fyrr er birta yfir söng Geysis. Tenórinn er bjartur og eins vel samstilltur nú og áður; bassinn er að sínu leyti þróttminni. Næsta lag er finnskt þjóðlag, Ó, hve Ijómar, lyriskt lag, sem margir kunna. Kórinn flytur það smekklega og þó af enn meiri mýkt og innileik þriðja lagið, sem er Vögguvísa eftir Gjerström. Og nú verður kórinn að endurtaka. Áheyrend- ur klappa óspart fyrir söngstjóra og kór. Þykir auðheyrt, að Árni valdi taktstokknum. Fjórða lagið er hið bráðskemmtilega lag Jóns Þórarinssonar, ÍÚíglínn' í fjörunni, í kórútsetningu Stefáns Bjarman. Þetta lag flytur kórinn leikandi létt og skemmtilega og fær mik- ið hrós fyrir. Að lokum er svo hressilegt og þó angurvært Strauss-lag, Vorsöngur, og þar kemur í ljós, að söngstjói-inn á líka neista af þtítm'" eldi, sem brennur í hjarta fyrirrennarans. Bárust söngstjórarium blómvend- ir cg eins frú Þórgunni systur hans, sem lék undir á pianó af kunnáttu og smekkvísi. Að lokum sungu svo kórarnir fjögur lög sameiginlega. Var mik- ill hljómur í svo miklum mann- fjölda, en listilegri tök kunnu söngstjórarnir báðir á gæðingum sínum hvorum fyrir sig en á þeim báðum í senn. Lögin, sem flutt voru í þessum þætti voru: Þér skýla fjöll eftir Björgvin, Hanna litla eftir Pál H. Jónsson (Áskell Jónsson stjórnaði) ísland eftir Sigurð Þórðarson og íslands Hrafnistumenn eftir Jóhann O. Haraldsson. (Árni Ingimund- arson stjórnaði). Á sunnudaginn og mánudaginn endurtóku kór- arnir söngskemmtunina og enn við húsfylli. A. Nýtf Sumar-peysur Sumar-blússur Barna-fatnaður Matrosakjólar Matrosa-föt -K FALLEGT ÚRVAL AF Nælum Eyrnalokkum Armböndum o. fl. Verzlunin DRÍFA Sími 1521.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.