Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 19. maí 1954 77 í6 AÐ er einkennilegur þytur í loíti. Arnsiigur fer um fjallaskörð. Skógur- inn er hnipinn og hijóður. Fjöllin eru eins og einmana og yfírgefin, — mitt í tign sinni, mikilleik og fegurð, og með annarlegan blæ friðar. og saknað- ar. Oll náttúran er eitthvað svo undar- leg, að ég stend sem steini lostinn og stari út í bláinn — og hlusta. Og ég heyri hljóðlega hvíslað í b'ænum: Þorsteinn Þorsteinsson er andaður. Þetía er 25. dagur febrúar mánað- ar 1954. * ÞáÐ þykir lilýða að hverfa í faðm fjallanna og svipast þar um eftir efni- viði og uppistöðum, þá er minnast skal eins mesta og fræknasta fjall- göngu- og öræfagarps vorra tíma, Þor- steins Þorstejnssonar frá Engimýri í Öxnadal. Þorsteinn var hið mesta karlmenni að burðum og hamrammur til allrar vinnu. Áhuginn og dugnaðurinn tak- markalaus. Hann var eins og steyptur úr síerkustu og beztu efnum og með ósvjkið svipmót himinhárra fjalla Öxnadals. Það var allra líkast því, sem hviríilbylur léki, — svo sópaði af persónu hans og athöfnum. Traust hans og festa var svo örugg og viss í hugum samferöafélaga hans, að það var engu líkara, en að hann bæri byrðar og áhyggjur hvers og eins félaga síns. Því var það sönn unun að vera með honum á ferðalagi. Og kunnugleiki hans og þekking á 6cnni- leitum eg örnefnum á öllum leiðum laudsins var svo öruggur að undmm sætti. — Og þegar við, þessír síðustu fé- lagrr hans í Ódáðahrauni sumarið 1953, komum af tuttugu kílómetra samfelldri göngu um hraun og klung- ur, eftir að hafa mtt veg um óbyggð- ir og hraun, sanda og eyðifláka, allan daginn, kom hann á móti okkur og færði mér, sem þessar línur rita, mjólk til að svala þorsta mínum, og lneina og þurra sokka til að klæðast í eftir hina löngu og þungu öræfagöngu. — Svona var hann Þorsteinn á öllum sviðum. Tveir menn eru mér enn alveg sér- staklega minnisstæðir frá ungmenna- félagshreyfingunni í gamla daga — fyrir karlmennsku sína, áhuga og dugnað í öllum framfara- og menn- ingarmálum lands síns og þjóðar. En það eru þeir Þorsteinn Þorsteinsson og mágur hans, Sigtryggur Þorsteins- son, sem enn er á lífi, liáaldraður með- al vor, hér í bæ. Sannarlega mátti um þá báða segja, að það sópaði af þeim. VlÐ, félagar Þorsteins, — þessir eirð- arlausu flökkumenn fjallanna, sem þolað höfum með honum súrt og sætt. Séð og heyrt með honum þrumur og eldingar. Sofið með honum undir blá- um himni. Hlýtt með honurn á radd- ir náttúrUnnar: svanasöng og lindanið um vorbjartar nætur, fáum nú eigi skilið þau rökin til þess, að hann sé nú hrifinn svo skyndilega á brott. Og það, að okkur virtist, enn í fullu fjöri. Eða hefur hann nú verið kvadd- ur til að ryðja nýjan Vatnahjallaveg á hærri sviðum? Þau rök getur enginn þýtt. VIÐ, hinir síðustu félagar Þorsteins Þorsteinssonar, sem dvöldum með honum inná, óbyggðum íslands sum- arið 1953, vottum konu hans, frú Ás- dísi Þorsteinsdóttur, og syni lians, Tryggva Þorsteinssyni, kennara, tengdadóttur, barnabörnum og öllu 3_hans skyldfólki, vandamönnum og j^vinum, okkar innilegustu hluttekn- -ingu og fjalltraustu samúð við fráfall Í hins trölltrygga eiginmanns, föður og r félaga. V ERTU svo sæll, vinur, og Iiafðu þökk fyrir samfylgd þína um skóga og birkikjarr, fjöll og firnindi, hraun öræfi. Ekki má gleyma Skógunum, sem þú græddir um mela og hól, — ir og ból. Svo er hér að lokum kveðja til og þakklæti frá sundvinum og íþrótta- mönnum — fyrir þín heillaríku störf í þágu sundsins og íþróttanna. Með ungum og spiðandi öræfablænum, árdegisskini' og álftakvaki, lífilmi bjarka og lindaniði, sumarhillingum og sólarloga, þjótandi eldingu og þrumuveðri, - með jörmun-þungu jökulflóði — kýs ég, vinur, að kveðjan þér berist. Skrifað á páskum 1954. Jón Benediktsson, prentari. Fram til fjalla------- (Myndina tók E. Sig- urgeirsson. — Sjá íþróttamál IV). TIL ÖRÆFAFORINGJANS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.