Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. maí 1954 D A G U R 5 Finiralugun Éftir Helga Snæbjörnsson, Grund. Miðvikudaginn 14. apríl birt- ist enn grein í Degi um sam- göngumál Eyfirðinga og Þingey- inga, eftir Gísla Jónsson, og á það að vfera svar við grein, sem eg skrifaði áður í sama blað. Eg vil þakka Gísla fyrir og það sem meira er, þótt grein hans sé skrif- uð á öndverðum meiði við mitt álit, þá rénna stoðir í grein hans máli rnínu til sönnunar, að Dals- mynnisleiðin sé þrautaleið. Læt eg svo Gísla hafa orðið. „Lengi getur vont versnað. Þó Vaðlaheiði sé vond Iivað snjó- þyngsli snertir, þá tekur þessi leið henni svo langsamlega fram í því efni.“ (Dalsmynnisleiðin). Hef eg ekkert betra svar við þessu en það sem Gísli gefur sjálfur nokkru seinna í grein sinni. Og læt eg hann hafa orðið aftur. „Haustið 1950 gcrði norðaustan krapahríð svo mikla, að Vaðla- heiðarvegur varð ófær bílum, þó aldrei festi snjó niðri í byggðum.11 Mér hefur nú virzt að skeggið væri skylt hökunni, og Víkur- skarð væri skylt Vaðlaheiði og efast eg ekki um, að það hefði verið ófært líka, bó aðeins sé það lægra en heiðarvegurinn. Þá skeður það ólíklegasta, eftir lýs- ÍQgu Gísla á Dalsmynnisleiðinni, að hún er snjólaus og vel fær eft- ii' mjög ófullkomnum végi. — Þá er um Góusnjóinn, sem Gísli talar um. Það var óvenju mikill snjór sem kom á svo stuttum tíma. Enda allflestir vegir hér við Eýjafjörð og víðar ófærir. Þurfti að moka þa. Enda getur enginn með rettu talað um breiðan veg í Fnjóskadal, frá Végeirsstöðúm út í Þverá, og er þétta mjög vill- andi lýsing hjá greinarhöfundi, sVo að ekki sé meira sagt. Skriðuhættan. Þá bendir Gísli á þær hættur, sem séu samfara Dalsmynnis- leiðinni, og hef eg á engan hátt gengið fram hjá þeim. Það var haustið 1949, að eg var við fjár- flutninga héðan vestur í Langa- dal. Féllu þá stórskriður í Silfra- staðafjalli. Eg var svo heppinn að lénda vestur fyri'r, en næsti bíll, sem var 10—15 mínútum á eftir, lenti í skriðu og hef eg ekki heyrt nokkurn mann tala um að leggja þénnan veg niður, þótt svona kæmi fyrir. Haustið 1946 féllu skriður hér í Höfðahverfi og víð- ar. Þá slapp Dalsmynnisleiðin að austan, fyrir utan tvær skriður, sem hvorug hefur gert til þessum vegi, sem eg tala um. Aftur á móti féllu þá nokkuð samfelldar skriður að vestanverðu í Dals- mynni og mun eg koma að því síðar. Því hefur mér aldrei dottið í hug að halda fram, að ekki geti fallið snjóflóð eða skriður, sem geti farið alla leið ofan í Fnjóská, en það geta liðið heilir manns- aldrar á milli, að slíkt komi fyrir. Og er það á engan hátt til að breyta þeirri staðreynd, að Dals- mynnisleiðin sé rétta úrbótin, sé bezti tengiliður á milli vestur- og ' austursveita S.-Þing. Víkurskarðsleiðin. Eg vil víkja nokkrum orðum að Víkurskarðsleiðinni. Um það verður sjálfsagt ekki deilt, að 6 km. munu vera á milli bæja. En það er ekki nema hálfsögð saga. Það þarf líka veg frá næstu bæj- um við skarðið til að komast í samband við aðalvegi. Eftir því sem mér skilzt, fer vegurinn ekki beint upp frá Miðvík, heldur þarf að taka hann út af Svalbarðs- strandarvegi, inn hjá Sveinbjarn- argerði, og leggja hann út hjalla ofan við Garðsvík. Verða þá tveir samhliða vegir frá Garðsvík að Miðvík. Þá mun vera þvergil á Víkurskarði, sem þarf að brúa, og mun sú brú losa um 200 m., svo að hún komi að tilætluðum not- um. Svo er leiðin frá Grímsgerði nokkuð löng, suður og niður hjá Víðivöllum, ef brú yrði staðsett þar, og mun eg ekki ræða það. Gísli talar um að Víkurskarðsleið sé lítið hærri en Dalsmynnið. Eg vil benda mönnum á, sem farið hafa um Fnjóskadal og athugað hafa leiðina frá Fnjóská og upp á Víkurskarð, að hún er bæði löng ög brött, og það sýnir Fnjóská bezt, á leið sinni niður dalinn og Dalsmynnið, að ekki hækkar leiðin, og virðist mér ekki þurfa að „þaulhugsa“ málið til að sjá Svo augljósa staðreynd, hve Dals- mynnið liggur mikið lægra. Brú hjá Böðvarsnesi. Hins vegar vil eg bendá á, hvort ekki væri heppilegra fyrir vestanverðan út-Fnjóskadal ,að fara fram á að Fnjóská yrði brú- uð hjá Böðvarsnesi, Végeirsstöð- um eða Veisu með helmingi styttri brú en þarf á Víkurskarði yfir vatnslaust gil, og komast þannig í samband við þjóðveginn að austan, og mundi það verða öllum til hagsbóta að þannig yrði ráðið málum. Dalsmynnisleioin vestari. Það hafa margir spui't mig, því að eg minntist ekki á leiðina að vestanverðu í DalSmynni. Og cg er fús að gefa á því skýringu. Þá er fyrst að minnast þess, að haustið 1946 féllu skriður á mikl- um hluta leiðarinnar, frá Kergiii (sem er á móti Litlagérði) og alla leið fram hjá Skuggabjörgum. — Hefði vegur á þessari leið eyði- lagst að miklu leyti í þessum skriðum. Svipaðar skriður féllu haustið 1926. Þá vil eg staðnæm- ast og athuga leiðina sín hvorum megin við Gæsagil (sem er á móti Skarði). Það eru kallaðar Selbrekkur norðan við gilið og er þar bratti ofan í á. En það tekur mikið verra við sunnan við gilið. Þar er brött, skógivaxin hlíð, sem áin fellur al- veg að, og sýnist mér ekki þægi- legt að koma fyrir vegi, sem snjólaus yrði þar, og verður sá staður ekki umflúinn. Ann- ars mun vera um tvær leiðir að velja með veg eftir að kemur suður fyrir skógarhjallann. Nyrðri leiðin er suður Skugga- bjargahagann meðfram ánni og suður að Skuggabjörgum. Þá þarf að fara suður og upp undir Fögruhlíð, og yrði sá vegur mjög erfiður, þar sem ekki kemur til mála að fara með ánni frá Skuggabjörgum að Melum, því að á þeirri leið eru samfelldar skóg- arhlíðar og klif, sem aldrei kemur til mála að leggja veg eftir. Þá er hin leiðin, að vegurinn yrði tekinn suður og upp frá Gæsagili, og er hjallarönd í hlíð- ina, sem liggur suður, ofan við Skuggabjörg, en sá hjalli er skógivaxinn og sundurskorinn af smágiljum og mundi verða erfitt að tryggja þar veg vegna bratt- ans. Þegar svo þessi vegur, eða hvor leiðin sem farin yi'ði, er komið upp undir Fögruhlíð. Þá fer minnstu að muna á Víkur- skarði og þessari leið, hvað hæð snertir, og alltaf er meiri hætta af snjó og krapa, eftir því sem vegirnir liggja hærra. Eg var eitt sinn þeirrar skoðunar, að veg ætti að leggja að vestanverðu í Dals- mynni, en þeirri trú hef ég tapað, eftir því sem eg hef athugað þess- ar leiðir og borið þær saman. Það verða menn að hafa í huga, þegar veg á að leggja, að velja beztu leiðina, og tryggja að sem fléstir geti notið hennar. Og þess er gætt með Dalsmynnisleiðina að austan. Helgi Snæbjarnarson. f ramkvæmdast] óri Einn af mætustu borgurum ' Akureyrar og er svo enn í dag, þessa bæjar, Guðmundur Guð- j að hann stjórnar báðum þessum laugsson framkvæmdastjóri, varð , fyrirtækjum. Guðmundur gerðist fimmtugur í gær. Guðmurjdur er Vestlendingur að ættum og' um uppruna. Foreldrar hans voru séra Guðlaugur Guðmundsson að Skarðsþingum og síðar á Stað í Steingrímsfirði, og kona hans, Margrét Jónasdóttir, prests á Staðarhrauni, Guðmundssonar, og voru þau hjón víða kunn um Vesturland fyrir rausn og mynd- arskap. Var Guðlaugur prestur menntamaður og skáldmæltur vel, en Margrét kona hans var li'stfeng og mikil húsfreyja. Börn þeirra hjóna bera og vott um góð ar ættir og gott uppeldi. Elst þeirra var Jónas skáld, en yngst Guðm. Þótt séttarbönd og uppruni j tengi Guðmund við Vesturland og Suðurland, hefur hann fest rætur hér nyrðra. Hér hefur hann átt heima síðan 1932 og hér átt beztan hluta starfsævi sinnar. Guðmundur vandist í æsku við öll algeng störf í foreldrahúsum, en gekk síðan í Vérzlunarskól- ann í Reykjavík. Að námi loknu starfaði hanii að verzlun og út- gerð um hríð, unz hann gerði kaffibætisframleiðslu að sérgrein sinni og tók skömmu síðar við stjórn. Freyju, nýstofnaðs fyrir- snemma góður liðsmaður í ýms- félagsskaþ hér í bænum. tækis samvinnufélaganna hér í bæ. Nokkru seinna varð hann og framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Hann var skákmaður góður á yngri árum og háði marga hildi á þeim vettvangi. Haiin varð brátt einn af beztu liðsmönnum Fram- sóknarflokksins í bænum og um árabil formaður flokksfélagsins og var þá mikil grózka í starfi flokksins og býr hann enn að því. í bæjarstjórnarkosningum nokk- ur undanfarin kjörtímabil hefur hann skipað sæti ofarlega á lista Framsóknarmanna, og nú síðast 3. Sæti og var kjörinn bæjarfull- trúi. Áður hafði hann starfað eyri um síðasfliðna hefgi Fyrri dagur, laugardagurinn 15. maí síðasí liðinn. 100 m lilaup. 1. Leifur Tómasson K.A. 11.4 sek. 2. Stefán Hermannss. M.A. 11.4 sek. 3. Friðleifur Stefánss. M.A. 11.5 sek. 1500 m hlaup. 1. Einar Gunnlaugsson Þór 4.25.4 mín. 2. Kristinn Bergsson Þór 4.36.2 mín. 3. Ingimar Jónsson K.A. 4.42.0 mín. Stangarstökk. 1. Valgarður Sigurðsson Þór 3.45 m (Akureyrarmet), gamla metið átti hann sjálfur sem var 3.37 m. Þrístökk, 1. Vilhjálmur Einai-sson M.A. 14.45 m (Austurlandsmet), ísl. drengjamet. 2. Friðleifur Stefánss. M.A. 13.36 m. 3. Hörður Láruss. M.A. 12.57 m. Spjótkast. 1. Friðleifur Stefánss. M.A. 50.00 m. 2. Haukur Jakobsson K.A. 48.10 3. Pálmi Pálmason Þór 47.50 m. Seinni dagur, sunnudagurinn 16. maí síðast iiðinn. 110 m grindahlaup. 1. Vilhjálmur Éinarsson M.A. 16.4 sek. 2. Ingimar Jónsson K.A. 18.5 sek. 3. Gísli B. Hjartars. Þór 19.5 sek. 400 m hlaup. 1. Leifur Tómasson K.A. 55.0 sek 2. Haukur Jákobss. K.A. 55.7 sek 3. Kristinn Bergss. Þór 58.0 sek. 5000 m hlaup. 1. Kristján Jóhannsson U.M.S.E. 15.07.8 mín. (íslandsmet). — Gamla metið sem var 15.11.8 mín átti Kristján sjálfur. Langstökk. 1. Vilhjálmur Einarss; M.A. 6.65 m. 2. Friðleifur Stefánss. M.A. 6.61 m. 3. Leifur Tómasson K.A. 6.11 m. Hástökk. 1. Leifur Tómasson K.A. 1.65 m. 2. Hörður Jóhannsson U.M.S.E. l. 65 m. 3. Helgi Valdemarsson M.A. Í.65 m. .mjkið í bæjarstjóm sem vara- máður, og átt sæti í ýmsum nefndum.' Þegar Akureyrarbær keypti Krossanesverksm. var Guðmund- ur Guðlaugsson kjörinn í stjórn verksmiðjímnár, og varð hann form. stjórnarinnar og hefur verið jafnan síðan. Hefur hann frá upp- hafi og leýst þar af hendi vanda- samt starf af miklum dugnaði og fyrirhýggju; Ýmsum fleiri trún- aðarstörfum hefur hann gegnt, m. a. átti hann lengi sæti í skóla- nefndum Gaghfræðaskólans og Iðnskólahs og hefur setið á mörg- um iðnþingúm. Nú á þessu ári var hann kjöriiin af Alþingi í nefnd þá, sem á að rannsaka fyr- irkomulag brunatrygginga og gera tillögur um nýskipun þeirra mála. Þessi upptalning, þótt ófull- komin sé, sýnir, að Guðmundur nýtur trausts og álits innan bæj- ar og utan. Enda hefur hann ekki brugðizt því trausti, sem honum hefur verið sýnt. Hann er óvenju- lega farsæll maður í öllum störf- um/ Þótt hann fylgi málum fast i fram, og standi óhvikull á skoð- un sinni, veitist honum létt að eiga góða samvirtnu við andstæð- inga jafnt sem samherja, sakir háttprýði og sanngirni. Þeir, sem bezt þekkja hann, vita, að hann er ekki aðeins hygg- ihn framkvæmdamaður heldur líka góðUr og skemmtilegur félagi og hinn bezti drengur í öllum skiptum. Guðmundur ei' kvæntur Guð- ríði AðaÍstéinsdóttur, stúdent, af Akureýii, ágætri konu, og eiga (Framhald á 11. síðu).-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.