Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 19. maí 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstræti 88 — Slmi 1166 Prentverk Odds Björnssonar h.f. Fullvíst má telja, að almenn- ingur í landinu taki nýbreytni ssari af velvild og skilningi. Hins vegar er þess vart að vænta, að skjót skipti verði á viðhorfum unga fólksins til peninga eins og málum er yfirleitt háttað í landi Sparifjársöfnun barna FÁUM NÝMÆLUM hefur verið tekið jafnvel nú á seinni árum af blöðum og öllum almenningi og fyrirætlunum Landsbanka íslands, að skipu- leggja sparifjársöfnun skólabarna og örva hana eftir mætti. Undirtektirnar sýna, að almenningi virðist þörf hafa verið fyrir hendi að hefjast handa á þessu sviði. Enda er ótvírætt, að mikil breyting hefur orðið á viðhorfi unglinga til fjármuna á síðustu 20—30 árum. Fyrir heimsstyrjöldina síð- ari var íslenzka krónan í meira áliti en nú er orðið, ekki aðeins á peningamarkaðinum yfirleitt heldur og í vitund alls þorra fólks. Menn hugs uðu sig tvisvar um, áður en henni var fleygt fyrir fánýta hluti. Sparisjóðsbókin táknaði lífsins gæði, sem njóta mátti í framtíðinni og það var in vöndust snemma á að umgangast þá litlu aura sem fyrir hendi voru, með varúð og nokkurri virðingu. Heimsstyrjöld, breyttir tímar, peninga- flóð, dýrtíð og gengisfelling hafa umturnað þessu öllu. Jafnvel þeir, sem aldir eru upp við lítinn kost fyrirstríðsáranna, hafa á seinni tímum látið krónuna fjúka umhugsunarlítið. Er þá ekki að undra, þótt unglirígarnir, sem aldrei hafa heyrt talað um krónuna nema með lítilsvirðingu, láti hverjum degi nægja sína þjáning í þessu efni ög hafi litlar áhyggjur af veraldargæðum morgun- dagsins og framtíðaröryggi. En slík viðhorf eru valtur grunnur fyrir þjóðfélag að reisa hús fram- tíðarinnar á. Þarf því að neyta allra ráða til þess að treysta hann. Má og segja, að stefnt sé að því með þeirri fjármálastefnu, sem ríkisvaldið rekur nú um sinn og með þeirri viðleitni til jafn vægis í efnahagsmálum, sem haldið er uppi. Það viðnám, sem nú er ráðgert í barnaskólunum, fyr- ir atbeina Landsbanka íslands og skólamanna er því tímabært og slík starfsemi ætti jafnan að vera sjálfsagður liður í hverju heilbrigðu fjár- málakerfi, enda þykir sjálfsagt að halda henni uppi meðal nágrannaþjóða okkar, sem búa við rótfastara hagkeríi en við. "'f. ÁSTÆÐA ER TIL þess að vekja sérstaka at- hygli á því, að sú starfsemi, sem hér er hafin, á að vera algerlega frjáls og óþvinguð og byggjast einvörðungu á skilningi foreldra og barna á nauð- syn þess og uppeldislegri hollustu, að börnin temji sér virðingu fyrir fjármunum og ástundi almenna ráðdeildarsemi. Þjóðbankinn hefur og sýnt, að hann metur hin almennu viðhorf mest í þessu efni því að það er skýrt tckið fram, að byrjunarframlag bankans sé engan veginn bundið við sparisjóðs- bók á hans vegum, heldur eins hjá hvaða pen- ingastofnun sem er annarri. Aðalatriði er, að hvert bam eignist sparisjóðsbók í þeirri pen- ingastofnun, sem næst er heimili þess og greið- 1 astur aðgangur er að. Þannig er mest áherzla lögð á hina uppeldis- legu hlið málsins, enda er það komið frá skólunum og forstöðumönnum þeirra, og forstöðumaður starfsins er einn af kunnustu og reyndustu skóla- mönnum landsins. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. » Forríkir forleggjarar í Kommún- istaflokknum? EF DÆMA á eftir umsvifum þjóðfélaginu, eru kommúnistar mestir peningamenn þeirra, er við stjórnmál fást. Getur engum heilskyggnum manni lengur blandast hugur um, að ekki er einleikið peningaveldi kommún- istaflokksins. Ekki er nú lengur nóg með að þeir stundi blaða- og tímaritaútgáfu af mestum flott- heitum allra stjórnmálaflokka. Nú eru þeir einnig teknir upp á því að gefa út í skrautútgáfum ræður rússneskra kommúnista- leiðtoga og opinberar tilkynning- ar sovétstjómarinnar, er fjalla um alþjóðasamskipti. í þessari út. gáfustarfsemi er allmikið fé fest en engum mun blandast hugur um, að þessar bókmenntir eru lítt seljanlegar. Er hér um að ræða beint fjárframlag til stjórnmála áróðurs, og geta þeir, sem treysta sér til, tekið trúanlegar skýringar kommúnista, að þeir standi einir og óstuddir undir fjárfestingu af meira virði en stundargaman í dag. Sparsemi var þessu tagi, ofan á allt annað. Það nauðsyn meðal alls alþýðufólks í þá daga og börn- a ^eita svo að MÍR kosti út- gáfuna, ofan á dýrt, myndskreytt tímarit og úthald heilmikillar áróðursvélar, með útibúum á flestum landshornum. Sjálfur flokkur burgeisanna berst ekki annað éins á í áróðri Liggur í augum uppi, að aðeins þessi starfserríi kommúnista kost- ar hundruð þúsunda á ári hverju. Þar ofan á gefa þeir út næst stærsta dagblað landsins enda þótt uþplag þess sé lítið og stækkun þess hafi verið fram kvæmd eftir að verulega fór að halla undan fæti fyrir kommún- istum og fylgið að fjara út. Blaðaútgáfa þessi lifir að ein- hverju leyti á gjafapappír frá járntjaldslöndum, en meira mun til þurfa til þess að halda henni á floti. Til þess þarf forríka for- leggjara, slíka, er ekki finnast hér á landi. Eins og málefnum íslenzkra kommúnista er nú hátt að, getur fjárhagsstuðningur af þessu tagi ekki komið nema úr einni átt. Virðist kominn tími til þess að þjóðin átti sig á því, að hér er rekin umfangsmikil áróð- ursstarfsemi, sem berst mikið á út á við, fyrir erlent fé. Verða menn að reyna að gera það upp við sjálfa sig, hvort líklegt sé að erlendir kommúnistaleiðtogar vilji greiða svo mikið fé til trú- boðs hér vegna einskærs áhuga á sálarheill landsmanna, eða hvort aðrir áþreifanlegri hlutir séu tak markið. Meira blóð í kúnni — húsakaup og sýndarsafnanir. Nú skyldu menn halda að öll þessi útgáfustarfsemi og skrif stofuhald í sambandi við hana, mundi nægilegt viðfangsefni fyi’ir fjármálamenn kommúnista. En svo er þó ekki. Meira blóð er í kúnni. Nú á seinni árum eru þeir teknir upp á því að kaupa hús eignir til flokkstarfseminnar bæði í Reykjavík og úti á landi. Hér á Akureyri eru þeir eini stjórn- málaflokukrinn, sem státar af eigin húsakynnum. í Reykjavík hafa þó stærstu tíðindin gerzt, sem vonlegt er. Þar hefur komm- únistaflokkurinn sjálfur verið húseigandi um langa hríð og einn hér. Hér er lyft merki, sem halda verður uppi um langa framtíð til þess að ná verulegum árangri. Það er hlutvei’k þessarar kyn- slóðar að búa svo um hnútana, að það verði aldrei látið niður falla. staðið jafnfætis burgeisaflokkn- um í því efni. Og svo undarlega ber við, að jafnframt því sem kommúnistaflokkurinn gengur saman, tapar atkvæðum og þing- sætum, vex honum ásmegin í peningamálunum. Nýlega keypti flokkurinn húseign og lóð í Reykjavík, á einum dýrasta stað í bænum, og þessa dagana er Þjóðviljinn að auglýsa sýndar- fjársöfnun til þess að hylja mátt- arviðina í þessu braski. Er því haldið fi'am, að almenningur í Reykjavík, muni leggja fram eina milljón króna til þessa flokksfyr- irtækis kommúnista nú á einum mánuði. Og Þjóðviljinn birtir skrá um söfnunina daglega, og hækkar upphæðin svo ört, að tekur langt fram almennum fjár- söfnunum, sem líknarstofnanir beita sér fyrir til almennings- heilla, jafnvel þótt þátttakan sé almenn. Enda munu fleiri vera gefendur í þessari söfnun, en til alþýðu geta talizt, og vissulega munu kommúnistar hafa verið búnir að tryggja sér milljónina áður en þeir úndirrituðu kaup samninginn. Klyfjar gulls til höfuðs þjóð- skipulaginu. ÖIl þessi starfsemi kommúnista er komin á það stig, að fyllsta smum. ^stæða er til að gefa henni gæt- ur. í ýmsum löndum verða stjóx-nmálaflokkar að leggja fram sannanir fyrir því, að fé til stjórn- málaáróðurs sé ekki af annai’leg- um uppruna, og flokkar sem fá að njóta fullra réttinda í lýðræðis löndum, virði þær leikreglur stjómmálabaráttu, sem heiðar- legar geta talizt. Fróðlegt væri að sjá reikningshald kommún- istaflokksins undir slíkri sniásjá. Og tímabært virðist að athuga hvort þjóðfélagið eigi að þola að klyfjar af erlendu gulli séu settar til höfuðs sjálfu þjóðskipu- laginu og þeirri skipan mála, sem allir íslendingar, að undanskild um örlitlum hópi ofstækismanna hafa sjálfir sett sér og vilja búa við. Möl, sandur, byggingar og bæjarráðsmenn. EINN AF ÞEIM borgurum bæj arins, sem er að brjótast í því á þessu sumri byggja yfir sig og fjölskyldu sína, hefir komið að máli við blaðið og lýst óánægju yfir því að ráðsmenn bæjarins skuli banna að menn fái að taka möl úr malarhryggjum við Glerá gegn hæfilegu gjaldi. Segir þar nægilegt efni í tugi húsa án þess að hætta sé á landspjöllum, en lagt sé blátt bann við að menn fái að taka þar efni fyrir hæfi legt gjald og láta sjálfir á bíla Taldi hann að með þessum að- gerðum væri verið að þröngva mönnum til að skipta við fyrir tækið Möl og Sand h.f. og kaupa þar vinnu jafnt sem efni, og vildi vita, hverjir ættu það hlutafélag og hverra hugsmuna hærinn sjálfur og starfsmenn hans hefðu þar að gæta. Blaðið er þessum málum ekki nægilega kunnugt til að geta upplýst þau til fulls og vísar fyrirspurnum þessum til bæjaryfirvaldanna, sem væntan- lega eru fús að gefa skýringar. Er og heimilt rúm til þess hér í þessum þætti. ERJLEND TIÐINDI Saga stríðsins í Indó-Kína rif juð upp NÚ UM SINN liefur athygli þjóSanna beinzt til Indókína, og enda þótt styrjöldin Jxar sé langt í frá að era ný til koniin, er það ekki fyrr en nú síðustu mánuðina, sem almenningur um vestræn lönd ehfur tekið að veita atburðunum Jxar verulega athygli. — róðlegt er að rifja upp, livað gerzt hefur austur Jxar fram að Jxessu. ÞOTT ræturnar liggi dýpra, má kalla að saga Jxeiira atburöa, sem nú eru að gerast, hefjist árið 1945. Á >ví ári var Potsdamráðstefna stórveldanna haldin, cn Frakklandi var ekki boðin Jxátttaka. Þar var ákveðið, að japanskir herir, sem í Indó-Kína voru, skyldu ganga á hönd Bretum og Kínverjum, og voru skiptin um 16. breiddarbaug. Bretar liörfuðu Jxegar með lið sitt suður fyrir merkin, og er tími var til kominn, fengu Jxeir Frökkum í hendur alla stjórn í Jreim hluta landsins, er þeir liöfðu á valdi sínu. Og aldrei hcfur komið til neinna vandræða í Jxeim hluta landsins síðan. Frakkar, og innfæddir menn þeim vinveittir, náðu Jxegar völd- unum og liéldu Jxeim óáreittir. En lier kínversku J>jóð- ernissinnanna norðan 16. breiddarbaugsins, fór sér hægt að afhenda Frökkum völdin. Þegar Frakkar loks komust Jxangað, fundu Jxeir ]>ar fyrir heiiríastjórn, sem stýrt var af Ho Cbi-Minh. Á meðan Japanir hersátu landið, hafði Ho starfað með Bandaríkjamönnum og hlotið frá þeim stuðning til [>css að vinna gegn Japön- um, en Frakkar báru ekki traust til lians og studdu hann ekki. Og svo fór, að Frökkum tókst aklrei full- komlega að ná valdi á ]>eim héruðum, sem Kínverjar liöfðu tekið af Japönum og Ho Chi-Minh taldi sig foringja fyrir í stríðslokin 1945. En snémríia á árinu 1946 hófu Frakkar viðræður við Ho. Þeir buðu hon- um til Parísar og hófu samningaumleitanir. — Um sama leyti var ameríski utanríkisráðherrann, James Byrnes, í París, og hann leyfði sér þá að grennslast um, hvernig liorfði í samningum Frakka við Ho. En franska stjórnin sagði honum blátt áfraríi, að það kæmi Bandaríkjamönnum ekkert við, JxCtta væri ii\náiirikis- máí Frakka. — Þessi viðbrögð Frá'kk;i1T946" skýra að nokkru erfiðleika þá, sem síðan Hafá vefið í' sániBúð Frakka og Bandaríkjamanna út af málum Tndó-Kína. í Jxessum svörurn Frakka kom fram ’an'dúð Jxeirrá á Jxeirri stefnu Bandaríkjamanna á stríðsáru'n'rínl, að 'liaía samvinnu við Ho Chi-Minh, og á þeirri ákvörði^n, að leyfa her kínverskra Jxjóðérnissirína ’að ráðást inn i Indó-Kína. En samningarnir við Ho í París 1946 fóru út um þúfur, og bardagar við fylgisnTtmrpitans hófust seint á árinu 1946. Stríðið hófst ,íneð_fjöldami>rðum franskra borgara í Hanoi, og síðan liófust átök franskra hersveita og skæruliðasveita Ho Glii-Minh.; ..... álihm,'. ÞEGAR kom fram á árið 1949, sappfæyðpst prakkar um, að liér var um meira að ræðs, en .skæruhernað. Þetta var orðln styrjöld, sem var .dýr í fé óg mannaiTa, og dýrari en svo, að þeir treystust tií að rísa einir undir Jxví. Þeir sneru sér því til Bandaríkjamanna og bentu á.’að í rauninni væri teflt um það, hvorir ættu að ráða í Suðaustur-Asíu, hinn frjálsi heimur eða kommúnistar. Bandaríkjamenn létu af hendi fé og vopn. Stríðið var ekki lengur innanríkismál Frakka. En snemma á s.l. ári var sýnt, að Ho Chi-minh var fær um að tefla fram vel æfðum og vel búnum her, auk skæruliðanna, sem voru hermenn á nóttunni en bændur á daginn. Þetta Jxýddi, að Pekingstjórnin var farin að veita Ho beinan stuðning. En Frakkar voru enn mjög varkárir, að kalla á aðstoð utanaðkomandi afla. Þeir vildu t. d. ekki leggja málið fyrir Sameinuðu Jxjóðirnar. Mundu vel, hvernig Hollendingum liafði gengið, er Indónesfumálin voru þar á dagskrá. Ymsir Frakkar liéldu og, að enn væri mögulegt að vinna hernaðarlegan sigur, enda mundu kínverskir kommún- istar naumast ganga lengra en orðið var í aðstoð sinni. Þá var gerð liin svonefnda Navarre-áætlun, lxeitin eftir yfirhershöfðingja Frakka, og samkvæmt henni átti að vera búið að ganga á milii bols og höfuðs á Ilo og liðsmönnum hans haustið 1955. En ekki fer allt samkvæmt áætlun í liernaði. HÉR komu önnur öfl til sögunnar en herir Ho Chi-minh og vopn Kínverja. í Frakklandi sjálfu var vaxandi andspyrna gegn stríðinu, einkum eftir vopna- hléð í Kóreu. En í Bandaríkjunum var vaxandi and- spyrna gegn ]>ví að slaka á sókninni í Indó-Kfna. Var nú talin liin mesta liætta á, að öll Suðaustur Asfa lenti í klóm kommúnista, ef Indó-Kína félli. I’rakkar virtust nú æ fastari á Jxeirri skoðun, að NavaiTC-áætl- unin mundi í reynd óframkvæmanleg, því væri ekki annar kostur en ganga til samninga. Eftir atburði síð- ustu vikna, í Indó-Kína, í franska Jxinginu og í Genf, virðist' augljósara en fyrr, að Frakkar muni aldrei vinna hernaðarlegan sigur á FIo. Styrkur hans liggur í þvf, að honum hefur tckizt að leiða þjóðernis- og sjálfstæðisbaráttu íbúanna inn á farveg pólitískrar yfirráðabaráttu konmiúnista. í Genf er Jxví vilji meðal Evrópuþjóðanna til þess að koma á heiðarlegu sam- (Framhald á bls. 11).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.