Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 9

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 19. maí 1954 DAGUR (Framhald af 7. síðu). verða, með tímanum, sjálfmennt- aðir menn. Og betri menntamenn og andans menn landsins fengju þarna aukna atvinnu í sínum eig- in áhugaefnum og sérgreinum, en við það minnkaði þörfin á því að styrkja þá beint úr Ríkissjóði. Því að með núverandi og vænt- anlegum samgöngumöguleikum væri það ekki miklum vanda bundið að fá slíka gesti til skóla, nærri því hvar sem væri á land- inu. Mér finnst, að gera mætti sér von um, að þegar þessi frjálsi skóli hefði sýnt kraft sinn í fáein ár, myndi verða tekið að draga úr kröfunum, sem gerðar eru til alls almennings barna og ung- linga í landinu, um atriðastagl, sem í senn er andlaust og óhag- nýtt, og þar með yrði dregið úr óhóflegum kostnaði þjóðarinnar af Mökkurkálfa-kenndu skóla- bákni. Kröfurnar, sem í þessu efni hafa verið gerðar til almenn- ings barna og unglinga í seinni tíð, eru í fyrsta lagi óframkvæm- anlegar. í Öðru Iagi spillir það skólabrag og hugarástandi og framkomu barna og unglinga yfirleitt, að pína þau til að sitja hálfan daginn meira-hluta ársins við efni, sem þeim er um megn að hafa hugann við. í þriðja lagi koma þessar óframkvæmanlegu kröfur í veg fyrir, að lífsnauðsyn- leg undirs.töðuatriði, svo sem lest- ur, einfaldur reikningur og skrift móðurmálsins, séu viðunanlega lærð. í fjórða lagi valda þær verulegum hlutum hinnar upp- rennandi kynslóðar óþolinmæði og ógeði, gagnyarfr, Qhu alvarlegu lestrar- og áheyrnar-efni. Og verður'seint að fullu metið, hyað súundirstöðuspjöllun er og getur oi'ðið &fdrifárik','um alls konar þjóðarmeinsemdir- o'g ófarnað. — Reynslan.af ,;,,yakningar"-skólan- um myndi,..að éghygg, leiða til farsælla breytinga á öllum al- mennings- \ og ,. héraðsskólum lahdsins...... Nú er spurningin: Hvar ætti að byrja á slíku skólahaldi — fara reynslu-förina? Svo vill til, að hér á Akureyri er skólahús, sem vera mun í hálf- gerðu reiðuleysi, eins og stendur. Hvernig væri nú að gera fyrstu tilraunina til „vakningar"-skóla í þessu húsi? Akureyri hefir þá fyrr haft forgöngu í þjóðlífinu. Raunar munu aðstandendur Húsmæðraskóla Akureyrar hafa hug á því að rayna enn til að koma skólanum til þroska á þeim grundvelli, sem upphaflega var til stofnað, og setja í því sambandi von sína til byggingar heimavist- arhúss. En ég leyfi mér virðing- arfyllst að leggja það til, að þang- að til slíkt heimavistarhús er komið upp, verði skólahúsið lán- að endurgjaldslaust, með þeim tækjum, sem því fylgja, eftir því sem við gæti átt, til þess að koma á laggirnar skóla þeim, sem hér að framan hefir verið lýst. Milli- bil.sástand Húsmæðraskóla Akur- eyrar er einstakt tældfæri til að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd, því að ætla má, að það þyki ógerningur að kosta svo miklu til óreyndrar hugmyndar, að byggja yfir hana hús á því stigi málsins, og yrði hún þá aldr- ei reynd. Það er von mín ,að húsið verði lánað þenna tíma, en að Menningarsjóður Kaupfélags Ey- firðinga myndi taka að sér að leggja fram bróðurhlutann af þeim útbúnaði, 'sem bæta þyrfti við. Fengist þetta hvort tveggja, þætti mér mikið, ef yfirstjórn skólamála þjóðarinnar myndi ekki klífa þrítugan hamarinn til að leggja fram það fé, sem þyrfti til að greiða kennslukostnaðinn næsta vetur. Því það verður að nota tímann; vonandi stendur aldrei mjög lengi á því, að heima- vistirnar fáist. En þá verður „vakningar"-skólinn búinn að innvinna sér það álit, að hús yfir hann verður tilbúið jafnsnemma. Lesandinn hefir sennilega þeg- ar gizkað á, að það sé ósk mín að fá sjálfur aðstöðu til að stofna „vakningar-skólann". Tilgátan er rétt. P. t. Akureyri, 12. maí 1954. Björn O. Bjömsson. Sumarskóli á &MYNÐIR „Nýtt hlutverk", — gömul hroðvirkni. Islenzk kvikmyndagerð hefur löngum verið afsökuð með bernsku, éh'svo langt er síðan að hún ætti, að öllu sjálfráðu, að vera komin á unglingsárin. En lítið hefur tognað úr henni með árunum. Hér var sýnd á dögun- um " mynd Óskars Gíslasonar, Rvk, „Nýtt hlutverk", og er uppi- staðan smásaga Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar. Nokkur efniviður mun vera í sögunni, en lítt verð- ur þess vart í myndinni. Er hún úr hófi fram langdregin. Atburð- irnir sniglast áfram — mest í hléum í milli þess sem' leikendur fá sér kaffi í tíma og ótíma — og verulegir gallar eru á töku myndarinnar sjálfrar. Má hún þó vart við því, þar sem hvorki efnið sjálft né tök leikendanna á hlutverkum sínum er til þess fallið að halda athygli áhorfenda vakandi. Myndin stóðst ekki kröfur, sem gera verður til kvik- mynda á þessúm áratug, jafnvel hér á landi, og hún stóðst heldur ekki kröfur, sem gera ver.ður til opinberrar skemmtunar, er kref- ur 20 kr. aðgangseyris. Til sölu er 6 manna fólksbifreið, smíðaár 1947. Bifreiðin er nýskoðuð og í prýði- legu lagi. Bragi Sigurjónsson shni 1604 Ratið hryssa. tveggja vetra, gæf, töpuð. Sást síðastliðinn sunnudag hjá Krossastöðum. Finnandi vinsamlegast láti mig vita. Benedikt Einarsson, Bægisá. DANSLEIK heldur kvenféiegað ALDAN að Þverá í Öngulsstaðahreppi laugardaginn 22. maí, ld. 10 e. h. KALLI pg HAUKUR spila. ' r,iJVeitingar á staðnum. ' Nefndin. Fólk hefur spurt þó nokkuð um hinn væntanlega sumarskóla á Löngumýri í Skagafirði fyrir ung ar stúlkur. Samkvæmt viðtali við skóla- stýruna þar, frk. Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, er ákveðið að hann hefjist 26. júní n. k. — Allar ung- ar stúlkur frá fermingaraldri og upp að tvítugu geta fengið þar inngöngu. — Skemmsti dvalar- tími er 10—14 dagar, en hægt mun að vera þar lengri tíma. — Allur tími skólans er tveir mán- uðir. Hér er eigi um að ræða skóla í venjulegum skilningi, enda þótt einn eða tveir tímar á dag verði notaðir til bóklegra fræða sem ungu stúlkunum er mest nauð- syn á að kynna sér, þá skiptist dagurinn milli útiveru, íþrótta- leikja. og ferðalaga um sveitina, sem er ein sú fegursta og merk- asta á öllu landinu. Enginn vafi er á að dvöl ungu stúlknanna á Löngumýri í sumar verður þeim til ánægju og mik- illar blessunar. Kostnaður við dvölina verður ekki tilfinnanleg- ur þa? sem bæði ríki og kirkja styðja starfsemina. Stúlkur munu koma til Löngumýrar víðsvegar að, — er rétt að draga ekki of lengi að sækja um dvalarleyfi. Pétur Sigurgeirsson. Til sölu: 3 armstólar og eikarborð. Afpr. vísar á. Barnavagn til sölu — ódýr — { Hamarsstíg 34. Telpa 11-13 ára, óskast í sumar, hálfan eða allan daginn, til að gæta barna. Gerðnr Pálsdóttir Möðruvallastr. 1 IBUÐ óskast til leigu yfir sumar- mánuðina frá 1. júní. A.v.á. Notað drengjareiðhjól til sölu í Eiðsvallagötu 20 (kl. 6-7 e. h.) Aukið endingu nylon- sokkanna og þvoið þá úr Nylife! Æskulýðsheimili templara var opnað í Varðborg 1. nóv. 1953. — Hafði heimilið 7 herbergi í húsinu til afnota. í tveimur þeirra var bókasafn og lestrarstofa, en í hin- um ýmiss konar leiktæki, svo sem borðtennis, knattborð,: bob, manntöfl og kúluspil. Var heim- ilið opið þrisvar í viku frá kl. 5— 7 fyrir unglinga 12—15 ára og þrisvar í viku frá kl. 8—10 fyrir unglinga 15 ára og eldri. í nóvem- bermánuði urðu gestir um 1200, en um 450 í desember. Skortur var á fleiri leiktækjum þegar flest var, en stundum voru 100 unglingar í heimilinu í einu. — Framkvæmdastjóri var Hermann Sigtryggsson. Góð aðsókn. í Æskulýðsheimilinu voru sýndar kvikmyndir einu sinni til tvisvar í viku. Voru þær flestar frá Fræðslumálaskrifstofunni. — Einnig voru leikkeppnir, get- raunir, happdrætti o. fl. Eftir ára- mótvar aðsóknin svipuð og í des- ember, en sú nýbreytni var nú tekin upp, að íþróttafélögin í Barnavagn til sölu A. v. STULKA óskast nú þegar, æskilegt að hún sé vön fatapressun. ¦ i Gufupressan Skipagötu 12 Fjármark mitt er: Ný lenduvörudeildin og útibú. Hvatt biti aftan hægra. Biti framan vinstra. Brennimark A D D I Arnbjörn Karlssony Hlíðarhaga Saurbæjarhreppi Forstofuherbergi til leigu A.v.á. Station-bif reið til sölu. Af gr. vtsar a. STULKUR vantar í Kristneshæli 1. júní eða síðar til að leysa af í sumarfríum. — Uppl. gefa ráðskonan, yfirhjúkrunar konan og skrifstofan shnar 1119 og 1292 Barnavagn til sölu. A.v.á. Barnavagn sem nýr til sölu. — A.v.á. bænum, K. A. og Þór, leigðu heimilið einu sinni í viku (sína vikuna hvort) fyrir félaga sína. Aðsókn á þessum dögum íþrólta- félaganna var mjög góð. Barna- stúkurnar á Akureyri tóku einn- ig upp þennan þátt í sína félags- starfsemi og var hehriilið opið fyrir þær einu sinni í hálfum mánuði. Þessir tímar voru mjög vel sóttir og komu allt að 1200 börn og unglingar. Um 1700 manns mun hafa sótt heimilið frá 5. jan. til 28. apríl. Námskeið. 1 Æskulýðsheimilinu fóru fram 4 námskeið á Vetrinum. Voru það þrjú handavinnunámskeið og eitt í þjóðdönsum. Fóru handavinnu- námskeiðin fram í „Grænu stof- unni" á neðstu hæð hússins, en þjóðdansarnir í salnum. Nám- skeiðsgjaldi var mjög stillt í hóf, svo að sem flestir gætu sótt nám- skeiðin. Allt efni útvegaði heim- ilið með heildsöluverði til nem- enda. Verður nú nánar skýrt frá þessum námskeiðum. Mánudaginn 2. nóv. hófst nám- skeið í útskurði (myndskurði) undir leiðsögn Jóns Bergssonar. Kennsla fór fram í þrem flokkum og var kennt daglega frá kl. 5 til 10 e. h. 48 manns sóttu námskeið- ið. Fjöldi muna voru búnir til, svo sem borðplötur, tínur, gar- dínukappar, stólsetur og hillu- bretti. Námskeiðinu lauk 27. nóv. Þann 12. janúar hófst námskeið í flugmódelsmíði. Tilsögn annað- ist Dúi Eðvaldsson; ,en'" einnig hjálpuðu. félagar .úr Svifflugfélagi Akureyrár til við námskeiðið. — Kennt var í tveim flokkum, alls fjórum sinnum í viku milli kl. 8 og 10 e. h. 36 drengir sóttu nám- skeiðið og bjuggu til álíka margar svifflugur af ýmsum gerðum. — Efni var keypt frá fyrirtækinu Flugmó í Reykjavík. Námskeið- inu lauk þann 7. febrúar. Karl Magnússon flutti erindi um svifflug á námskeiðinu. Þjóðdansar. Um svipað leyti og flugmódel- námskeiðið stóð yfir var haldið námskeið í þjóðdönsum, eða frá 19. jan. til 16. febrúar. Kennari var Hermann Sigtryggsson. — Kennt var þrisvar í viku kl. 8,30 —10 e. h. Mikill meiri hluta þátt- takenda var kvenfólk. Virkir þátttakendur voru 25, en í tíma mættu stundum 40—45 manns. Alls voru kenndir 12—15 dansar útlendir og innlendir. Stúlkur af námskeið iþessu sýndu þjóðdansa á barnaskemmtun, sem barna- stúkurnar héldu í Samkomuhús- inu þann 28. febrúar. Þann 26. febrúar hófst nám- skeið í bast- og tágarvinnu. Kennari var frú Anna Jensdóttir. Kennt var í einum flokki þrisvar í viku, frá kl. 8—10 e. h. 15 manns sóttu námskeiðið. Búnir voru til fjöldi bast- og tágarmuna, svo sem bakkar og mottur úr basti og ýmsar gerðir af körfum úr tág- um. Efni var keypt frá körf ugerð- inni í Reykjavík. Námskeiðinu lauk þann 23. marz. Bókasafn. Segja má að þessi fyrsta starf- semi Æskulýðsheimilisins hafi að sumu leyti verið leit að heppileg- um starfsháttum, og á þessari reynslu verði fyrirkomulag þess byggt í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.