Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 19.05.1954, Blaðsíða 12
12 Bagum Miðvikudaginn 19. maí 1954 in viö m tengji eyli axar Eignaðist 20 lömb í sumar fá rafmagn bæir í Glæsi- baej ar- Arnarness- Árskógs- Svalbarðs- strandar og Öngulstaðahreppum Vinnuflokkar frá Rafmagnsveitum ríkisins eru byi'jaðir að undir- búa lagningu rafmagnslína um nokkra hreppa í héraðinu og á þeim framkvæmdum að verða Iokið á þessu ári. Verður þá rafmagn frá orku- verinu við Laxá komið inn á mörg eyfirzk sveitabýli. Mun verulega skila áfram í ár á þeirri leið, að koma rafmagninu inn á alla sveitabæi báðum megin Eyjafjarðar. Þá verður og unnið við rafmagnslínu í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu í sumar, en ekki aðrar framkvæmdir ráð- gerðar þar í ár nema hvað nokkrir bæir á Svalbarðsströnd fá nú rafmagn. Starfið hafið. Benedikt Gunnarsson, starfs- maður Rafmagnsveitna ríkisins, er hefur umsjón með þessum framkvæmdum hér nyrðra, undir yfirstjórn Eðvarðs Árnasonar verkfræðings, skýrði blaðinu frá þessu í viðtali. Við gerð línunnar í Eyj afjarðarsýslu og á Sval- barðsströnd vinnur aðallega einn vinnuflokkur. Er hann þegar byrjaður að aka grjóti og staurum út um héraðið. Mun verða byrj- að að koma upp línunni í Arnar- neshreppi. Efni til þessara fram- kvæmda er mestallt þegar komið hingað til bæjarins. Áætlunin er um rafmagnslínu um Glæsibæjarhr. nær allan og sömuleiðis Arnarneshrepp. Verð- ur lögð ný lína úr spennistöðinni hér ofan við Akureyri alla leið að Hjalteyri. Kvísl úr þessari línu nær að Skriðu í Hörgárdal. Rafmagn til bæja á Árskógs- strönd verður tekið út af línunni i milli Hjalteyrar og Dalvíkur, sem þegar er komin. Þá verður lögð lína um Ongulsstaðahrepp að Laugalandi, og á Svalbarðs- strönd til bæja sunnan Breiða- Baðstofan í Litla-Bun- haga brann Síðastliðinn fimmtudag kvikn- aði í gamalli baðstofu í Litla- Dunhaga í Hörgárdal. Varð elds fyrst vart um morguninn og tókst að slökkva hann að því talið var, en undir hádegi blossaði hann upp að nýju, útfrá neista, sem leynst mun hafa í tróði í þekj- unni. Varð baðstofan brátt al- elda og varð ekki bjargað. Tóku heimamenn það ráð, að ýta henni frá öðrum húsum með jarðýtu, sem var að starfi í land- areignínni, og tókst það. Bað- stofan var mjög forn orðin og eitt elzta hús í héraðinu. Talið er að kviknað hafi í út frá neista- flugi úr reykháf. bóls. En aðgætandi er, að ekki taka allir bændur rafmagnið heim. Sumir hafa þegar rafmagn, aðrir munu ekki treysta sér til þess kostnaðar vegna. En meiri- hluti býla á þessu svæði mun þó fá rafmagn í ár. Þegar búið er að mæla fyrir meira en helmingi línanna og eins og áður segir, er sjálft verkið nú hafið og starfar þegar 30 manna flokkur. I Framkvæmdir þær, sem hér er lýst, eru merkur áfangi í raf- magnsmálum Eyjafjarðarbyggða. Fá héraðsbúar þannig áþreifan- legar sannanir fyrir gildi þeirrar stefnu í raforkumálum, sem Framsóknarmenn beittu sér fyr- ir er núv. ríkisstjórn var mynduð. á 7 ártim! Frú Hulda Jónsdóttir á Hlíð- skógum í Bárðardal hefur gef- ið blaðinu upplýsingar um Bylgju frá Æðey við ísafjarð- ardjúp. En það er ær þaðan fengin við fjárskiptin 1946. Bylgja cr nú orðin 8 vetra og er rétt borin. Var hún þrí- lembd en eitt lambanna var dautt þcgar að var komið. Vorið 1947 var liún tvílembd, þá aðeins veturgömul. Árið eftir átti hún þrjár gimbrar, sem hún gckk með um sumarið og voru allar látnar lifa. Vorið 1949 varð hún þrílembd. Gekk liún það sumar með tvær gimbrar, en þriðja lambið, sem var hrútur, komst ekki á legg. Vorið 1950 var hún enn þrí- lembd og átti þá eina gimbur og tvo hrúta, og vorið 1951 átti hún þrjá hrúta, en 1952 var hún einlembd. í fyrra eignaðist hún svo tvo hrúta. Og nú er Bylgja nýlega borin, eins og fyrr er sagt og átti þrjú lömb, eina gimbur og tvo hrúta. Þessi 8 vetra ær frá Hlíðskóg- um er því samtals búin að eign- ast 20 lömb. Þar af hefur hún skilað í búið 16 vænum dilk- um og gengur þar að auki með tvö af þrcmur lömbum sem liún eignaðist í vor. 500 númer bæfast við sjálfvirku símasföðina á þessu ári Hægt að láta alla, sem þess óska, fá síma Landssímastjórnin liefur fyrir víkur og Akureyrar. Verður fjöl- nokkru fest kaup á vélasamstæð- um í sjálfvirku símastöðina hér á Akureyri hjá liinu kunna síma- firina L. M. Ericsson í Stokk- liólmi, og er þcssi viðbót fyrir 500 númer. Vélar þessar eru væntanlegar til landsins nú í sumar og er ráð- gert að uppsetningu verður lok- ið á þessu ári. Gunnar Schram símastjóri hér í bænum skýrði blaðamönnum frá þessu í s.l. viku, er hin nýja símastöð Kaupfélags Eyfirðinga var tekin í notkun. Símastjórinn sagði, að með þessari viðbót mundi Akureyri mjög vel sett með símaþjónustu. Mundi þá hægt að láta alla, sem vilja, fá síma og mun enn nokkurt rúm ónotað í viðbótarvélunum þegar allar pantanir, sem nú liggja fyr- ir, eru afgreiddar. Unnið að jarðstrcngjalagningu í sumar verður unnið að því að fullgera línukerfi símans hér inn- anbæjar og verða lagðir strengir um þáu hvei’fi bæjarihs, sem þess þurfa. Fleiri fjölsímar, Innan skamms mun mega vænta þess að verulegar umbæt- ur verði gerðar á símaþjónust- unni á langlínunni milli Reykja- símakerfið stórlega bætt svo að samtöl í milli þessara staða eiga að fást afgreidd méð miklu minni töf en nú er. Vinnsla hjá jarðræktar- samköndum liófst fyrr en venjulega Vegna liins góða tíðarfars hófst jarðvinnsla hjá Jarðræktarsam- bandi Hrafnagils- og Saurbæj- arhrepps fyrr á þcssu ári en und- anfarin ár, að því er blaðinu er t skýrt frá. Og sömu sögu mun að segja úr öðrum hreppum. í Hrafnagils- og Saurbæjar- hreppum hafa 2 jarðýtur og 1 skurðgrafa verið í gangi frá því um s.l. mánaðamót. Eru nóg verkefni framundan eins og alls staðar þar sem svo horfir sem í Eyjafirði, að jarðrækt er í örum vexti. Klaki er fyrir nokkru horfinn úr jörðu og er því ekki til tafa. Er þessi tími og ákjósanlegastur til að fullvinna flög og sá í þau. Ef það er gert snemma vors, með- an jarðrakinn er enn í sáðland- inu, má búast við góðri grasupp- skeru á fyrsta ári, sagði eyfirzkur bóndi sem ræddi þessi mál við blaðið nú í vikunni. 60 börnum fleira í Barnaskólan- um að ári en s. I. veiur verður að séð, hvernig unnt koma öllum Dornunum fyrir í skólaliúsinu - nýr barnaskóli Barnaskóla Akurcyrar var slit- ið þann 13. maí að viðstöddum mörgum gestum. Skólastjóri, Hannes J. Magn- ússon flutti ýtarlega skýrslu um starf skólans síðast liðið ár. Alls voru í skólanum í vetur 831 barn er skiptust í 32 deildir. 23 fastir 1* ennarar eru við skólann og tveir siundakennarar. Við inntökupróf 7 ára barna innrituðust í skólann 180 börn, en 120 böm hverfa úr skólanum, svo að fjölgun á þessu cina ári verður um 60 börn. Gat skólastjóri þess að ný skólabygg- ing væri nú orðin svo knýjandi nauðsyn, að það þyldi enga bið. Og er ekki séð hvernig háegt verður að koma öllum þessum börnum fyrir næsta vetur. Gott heilsufar. Heilsufar í skólanum hefur verið svo gott í vetur að fá dæmi munu slíks. Aðeins 4 börn urðu berklajákvæð á árinu. Börnin hækkuðu að meðaltali 3.27 cm og þyngdust um 2.40 kg. Tann- skemmdir eru miklar, svo að að- eins 118 börn hafa allar tennur heilar. 332 börn nutu ljósbaða í skólanum. Börnin drukku IV2 fat af lýsi og borðuðu með því 9 tunnur af hráum gulrófum. Barnaprófi luku 118 börn. Þar af fengu 9 ágætiseinkunn, 86 I. einkunn og 21 II. einkunn. Við skólaslit var útbýtt þrennum bókaverðlaunum fyrir þrjár beztu ritgerðir við barnapróf, er bókaverzlun P. O. B. hefur á- kveðið að veita á hverju vori. Verðlaun þessi hlutu Ásgerður Ágústsdóttir, Hjörtur Pálsson og Þorvaldur Grétar Einarsson. Nýjung í starfi skólans. Sunnudaginn 9. maí var í skól- anum sýning á handiðju barn- anna, skrift, teikningum og vinnubókum, og sótti hana mikill fjöldi bæjarbúa. Gerð var tilraun í skólanum með að taka upp lestur íslend- ingasagna í þremur efstu bekkj- unum, og voru til þess valdar Gunniaugs saga Ormstungu, Vígaglúms saga og Gísla saga Súrssonar. Er ætlunin með þess- ari tilraun að fá börnin til að kynnast íslendingasögunum, og ef verða mætti, að þau yrði þar íyrir áhrifum af máli þeirra og stíl. Mikið íþróttalíf hefur veiáð í skólanum í vetur og keppt í mörgum greinum. næstu ár. Þessu var frábærlega vel tekið af skipverjum og hafa skólabörn síðan fengið mörg ágæt og fróðleg bréf frá skipverjum á Hvassafelli, þar sem það hefur verið statt í erlendum höfnum. Þessi fróðlegu og skemmtilegu bréf hafa svo verið lesin upp í hinum ýmsu bekkjum skólans, einnig hafa þeir sent myndabæk- ur, póstkort og fleira smávegis. Ætlunin er síðar að fá menn af Hvassafelli til að koma í skólann ’og flytja þar erindi. Utanför Bamakórsins. Skömmu eftir áramót barst fyrirspurn frá Álasundi um, hvort hugsanlegt væri að Bamakór Ak- ureyrar gæti komið til Álasunds um miðjan júní og sungið þar við „opnun fi.skimálahátíðar. Var boð- in ókeypis dvöl í Álasundi og margskonar fyrirgreiðsla. Var nú farið að athuga möguleika á að taka þessu tilboði og er nú á- kveðið að 30 þariia kór fari til Noregs 12. júní n. k. rheð Gúll- faxa og dvelji þar í hálfan mánuð. Með kórnum fara 3—4 kennarar. Fjórir foreldrafundir hafa verið haldnir við skólanum á vetrinum. Gjafir skólabarna. Eftir áramótin barst skólanum gjöf fi'á skólabörnum. Var það nýtt og fullkomið segulbandstæki, sem hefur verið rpikið notað í skólanum síðan á margvíslegan hátt, og þykir hinn þarfasti grip- ur. Ársskemmtun skólabarna fór fram síðast í marz og var frá- bærlega vel sótt. Voru sex sýn- ingar, venjulega fyrir fullu húsi og auk þess þrjár sýningar fyrir skólabörn. Breytt Fræðsluráð. Sú breyting vdrð á fræðsluráði skólans við síðústu bæjarstjórn- arkosningar að tveir fræðsluráðs- menn létu af störfúm. Þau Elísa- Framh. á 11. síðu. Almenni bænadagurinn á siinnudaginn Hinn almenni. bænadagur er á sunnudaginn kemur. — Sá dagur má enn kallast nýbreytni í kirkju lífi voru. — Hann hefir mælzt mjög vel fyrir og fólk víða fyllt „Vinaskip“ Barnaskólaans. Tekin var upp sú nýbreytni við skólann að skólabörnin völdu sér skip úr kaupskipaflotanum til að hafa samband við. Er þetta al- gengt á Norðurlöndum, fá þá einstakir skólar að skíra skip, er þau hlaupa af stokkunum, og hafa svo samband við þau eftir það, skiptast á þi'éfum, smágjöfum o. fl. Barnaskóli Akureyrar valdi.sér skipið Hvassafell, sem á heima- höfn á Akureyri og sambandið var tekið upp með þeim hætti, að skólabörnin skrifuðu skipverjum og sendu þeim ofurlitla bókagjöf fyrir jólin, sem eins konar vísi að bókasafni. Mæltust þau til að mega hafa. samband við skipið kirkjur sínar sem á stórhátíðum. Dagurinn fer fram á sama hátt og áður. — Messað verður í öll- um kirkjum, sem tök eru á. — Bæði prestar dg leikmenn munu stjórna þeim. — Sama bænin er flutt í öllum guðsþjónustum. Um margt eru menn ósammála. ;t— En flestir munu fallast á, að } vér Islendingar hÖfum ríka á- stæðu til þess að sameinast fyrir augliti skaparans til þess að þakka honum miskunn og mildi. — Því munu söfnuðir landsins vera fjölmennir í kirkjunum á sunnudaginn, jafnt til sjávar og sveita.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.