Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. apríl 1955
D AGUR
5
gjðlda íyrir andvaraEeysi sift
Stalin hafði trompin á hendinni og kunni að
notfæra sér þau
Greinafiokki sír.um um Jalta- Rauði herinn og Stalín héldu í
fundinn og birtingu skjala frá járngreipum. Var því ekki að
honum, sem rakinn var í síðasta ' furða, þótt miður tækist.
tbk, iýkur Walter Lippmann í I .
stórum dráttum á þessa leið:
— Eg hef nú rakið, að lykillinn
að Jaltafundinum var sú aðstaða,
sem Rauði herinn hafði náð í fe-
brúar 1945. Og eg hef bent á, að
enda þótt við óskum nú gjarnan,
að öðruvísi hefði verið að málum
staðið í Jalta, er erfitt að sjá,
hvað hefði verið hægt að gera til
að ná öðrum árangri. Rauði her-
inn hafði Austur-Evrópu þegar á
valdi sínu. Enginn her var til á
meginlandi Austur-Asíu, sem
hefði getað varnað Rauða hern-
um að taka þau lönd, sem Stalín
krafði Churchill og Roosevelt um
í Jalta. Þeir, sem hæst tala um
,;svik“ á Jaltafundinum, þurfa að
svara þeirri spurningu, hvernig
hinir vestrænu bandamenn hefðu
átt að fara að því að fá Rússa-
veldi, með góðu eða illu, til að
gera það. sem þeir töldu rétt á
þeim landssvæðupi, sem Rauði
herinn hafði þegar hernumið eða
var að því'kóminn að taka her-
skildi?
Tvö og hálft ár liðu í milli árás-
arinnar á Peárl Harbor og land-
göngunnar á Normandíströnd. Á
'þessum árum glataðist möguleik-
inn til þess að skipa fyrir um, eða
semja um, á jafnréttisgrundvelli,
hvernig farið skyldi með Austur-
Evrópu. Ef Eisenhower hefði haft
bolmagn til þess að frelsa >Frakk-
land úr greipum Þjóðverja með-
an rússneskir og þýzkir herir1
háðu enn ógnarglínm langt innan
landamerkja RúsSlands, \'æri
öðruvísi umhorfs í veröldinni í
dag. Þá hefðu þeir Roosevelt og
Churchill haft mcira að segja um
framtíð Austur-Evrópu. Þeir
hefðu þá setið fund með Stalín
meðan Eisenhower en ekki
Zhukov var í Varsjá. Þá hefði
Evrópa ekki verið sundurskilin af
járntjaldi og Þýzkaland ekki
bútað sundur. En Eisenhower var
enn öfugu megin við Rín, er leið
að strðslokum, og allt og sumt,
sem þeir gátu fengið frá einvald-
anum rússneska var pappírsblað,
' sem á voru ritaðar yfirlýsingar,
sem reyndust lítið meira en inn-
antóm orð.
Enginn getur sagt um það í dag,
hverju Roosevelt trúði af loforð-
um þeim, sem hann fékk frá
Stalín. Hann gat vel hafa van-
treyst þeim. En hann lét í Jalta,
sem hann tryði þeim. Churchill
trúði vissulega engu af þeim.
Samt sem áður er ekki auðséð,
hvaða leið önnur var opin á ráð-
stefnunni. Ekki gátu þeir Churc-
hill og Roosevelt neytt Stalín til
að kalla heri sína heim. Enda
-ekki ætlunin þá, heldur var það
ósk allra, að Rauði herinn héldi
áfram sókninni vestur á bóginn.
Engum af baudamönnum flaug í
■hug, að fara fram á, að sú sókn
yrði stöðvuð. Það verkefni, sem
blasti við stjórnmálamönnunum
vestrænu í Jalta, var að .koma
vestrænum lýðræðishugsjónum í
framkvæmd í landssvæðum, sem
Stalín hafði því á þessum tíma
vald til ranverulegra fram-
kvæmda hvað þessi lönd srterti
en Vesturveldin aðeins mögu-
leika á að rökræða og deila með
orðum. Ef Roosevelt skjátlaðist,
er hann hélt að hann gæti leitt
Stalín, — og við vitum nú að hon-
um skjátlaðist, — væri fróðlegt
að heyra, hvað þeir öldungar-
deildarþingmenn, sem harðast
gagnrýna hann nú, hefðu gert til
þess að fá Stalín til að breyta um
stefnu.
Enginn þarf heldur að gamna
sér við þá hugmynd, að hægt
hefði verið að ógna Stalín með
atómsprengju. Þegar ráðstefnan
var haldin, var aðeins til ein
sprengja eða tvær, og enginn
vissi þá fyrir víst, hvort hún væri
í rauninni virk. Stalín hefði ekki
látið hræða sig meðan Eisen-
hower og herir hans voru enn
vestan Rínar .og MacArthur enn
ekki kominn lengra en til Fil
ippseyja á leið til Japan. Það
lengsta, sem komist varð með
Stalín í þá- daga, var að fá hann
til þess að láta sem hann ætlaði
að haga sér eins og frjálslyndur,
vestrænn demókrati.
Hvað annað var hægt að gera
eins og á stóð? Hefði átt að neita
öllum samningum, sem ekki
tryggðu framkvæmd vestrænna
lýðræðishugsjóna? Vera má, að
réttlætanlegt hefði verið að veðja
á hrun japanska hernaðarveldis-
ins innan tíðar og neita Stalín um
landvinninga þá, er hann sóttist
eftir á kostnað Japans og Kína á
þeim forsendum. En lakast hefði
verið að neita að gera nokkra
samninga og gefa Rauða hernum
að öllu leyti .frjálsar hendur
hverju því landssvæði, sem .hann
næði undir sig. í Evrópu var úti-
lokað að Ijúka svo stríðinu, að
ekki væri samið um vopnahlé,
Slíkt hefði orsakað, að stórherir
stórveldanna hefðu staðið and-
spænis hvor öðrum, gráir fyrir
járnum, án umsaminna landa
merkja. Með því hefði vandræð-
unum verið boðið heim. Enginn
getur nú sagt, hverjar afleiðingar
það hefði haft.
Ef til einskis var að nota for-
tölur og gagnslaust að hóta, og ef
heimskulegt var að neita hernað-
arlegum staðreyndum samtímans
hvaða stefnu aðra en þá, sem tok-
in var, áttu Vesturveldin að
taka?
Á papprnum má segja, að önn-
ur leið hafi verið opin. Að semja
um, að þar sem ekki væri hægt að
semja um heiðai-legt samstarf
framtíðinni, yrði jarðkúlunni
skipt í áhrifasvæði, sem síðan
reyndu að búa friðsamlega sam
an. Og að þessu takmarki hefur
heiminn nú hrakið fyrir rás at-
burðanna. Nú er það kallað, að
hvor aðilinn um sig haldi hinum
í skefjum. En á tímum Jaltaráð-
stefnurtnar hefði slík viðurkenn-
ing á.þessum raunveruleika ver-
ið algerlega óhugsandi. Þjóðirnar
héldu enn í vonina urn friðsam-
lega tíma og góða og undii-hyggju
lausa samvinnu. En það var ekki-
hægt að semja svo við Stalín, að
landvinningakröfum hans væri
fullnægt um leið og í heiðri
væru haldnar réttlætishugsjónir
vestrænna lýðræðisþjóða. Hann
réði með vopnavaldi yfir of miklu
af þeim landssvæðum, sem um
var rætt.
*
Af Jallafundinum má læra það,
að í veröld nútímans getum við
ekki eignast það, sem okkur
langar til, hvenær sem er, aðeins
af því að tilgangur okkar er góð-
ur og göfugur. Það var ekki hægt
fyrir Bandarrkjamenn að vera
vopnlausir einangrunarsinnar
fram að Pearl Hai'bor árásinni, og
geta samt 3 árum síðar ákvarðað
framtíð Evrópu og Aísu. Þeir
höfðu eflzt mikið á þeim tíma, en
ekki nægilega mikið samanborið
við aðra. Skuldadagarnir komu í
Jalta. Þar varð að greiða út það
sem það kostaði vestrænu þjóð
irnar, að hafa ekki fyrirbyggt
heimsstyrjöldina í tíma, eða að
öðrum kosti að búa sig undir
hana.
Og lýkur þannig hugleiðingum
Lippmanns um Jaltafundinn og
raunverulega samtimasögu.
Karlakór Akurcyrar Iiélt sinn
árlega aðalkonscrt í Nýja-Bíó sl.
þriðjudags- og miðvikr.dags-
kvöld.
Söngstjóri var Áskell Jónsson,
undirleikari Ingimar Eydal og
aðal-einsöngvari Jóhann Kon-
ráðsson. Þá komu og fram í ein-
og tvísöngvum: Egill Jónasson,
Guðm. K. Oskarsson og Josteinn
Konráðsson.
Á söngskránni voru íslenzk lög
í miklum meiri hluta og er það
vel farið. Annars var mcstöll
söngskráin skipuð gömlum kunn-
ingjum .Samt flutti kórinn þarna
tvö nýnæmi: Kór úr ópevunni
Ástardrykkurinn eftir Donizetti,
með tvísöng Guðm. K. Oskars-
sonar og Jósteins Konráðssonar,
og Danny Boy, í smekklegt'i út-
setningu Jóns Þórarinssonar,
með einsöng Jóhanns Konráðs-
sonar, og var það tvímælalaust
lang glæsilegasta atriði söng-
skrárinnar. Bregzt það og varla,
að Jóhann setur sérstakan glæsi-
blæ á hvað eina viðfangsefni, sem
hann tekur hlutdeild í.
Þá er að víkja að kórnum sem
slíkum. Hann hefur á undan-
gengnum árum verið í stöðugri
framsókn undir handleiðslu síns
1954
Frá skrifstofu Áfengisvarna-
nefndar Akureyrar hefur blaðinu
borizt eftirfarandi:
Samkvæmt útreikningi Hag-
stofunnar nam áfengissala til
neyzlu frá Áfengisverzlun ríkis-
ins 240.067 spírituslítrum 1954
(218.793 1953). Er hér því nokkur
hækkun. Gerir þetta 1,560 iítra
100% alkóhól á hvern íbúa í
landinu, en var 1,452 lítrar 1953.
Áfengisverzlun ríkisins segir
áfengissöluna hafa numið alls kr.
84.197.529.00 árið -1954 og hækkað
um nær því 7.8 milljón kr. frá ár-
inu næst á undan. Er aukningin
einkum í Revkjavik.
Sala á hvert mannsbarn í land-
inu:
1952 .....kr. 433.00
1953 ..... — 507 00
1954 ..... — 547.00
Á árinu fengu nokkur veitinga-
hús í Reykjavík vínveitingaleyfi.
Má vera, að þar sé að einhverju
leyti að finna skýringu á aukinni
áfengisnaut þar. Um vínveitinga-
leyfin segir Björa Magnússon,
prófessor:
„Ein hin fyrstu áhrif áfengis-
veitinganna, sem í ljós komu, var
stórkostleg aukning ölvunar við
akstur. Á fyrsta mánuðinum eftir
að áfengisveitingarnar hófust,
urðu ölvunarbrot við akstvn'. er
komu í hendur lögreglunnar í
Reykjavík, næstum eins mörg
eins og á hálfu ári á undan. í
blöðum sást getið um þá ástæðu,
að lögreglueftirlit hefði verið
strangara með þessum hlutum
um þetta leyti, en þegar þess er
gætt, að þá var þriðjungui lög-
reglunnar f sumarleyfi, verður sú
ástæða haldlítil. Enda hefur
komið í ljós, að einnig síðan hef-
ur þeim farið stórlega fjölgandi,
er kærðir hafa verið vegna ölv-
unarbrota við akstur, og nú um
áramótin voru 150—160 manns,
ef sviftir höfðu verið ökuleyfi um
stundarsakir vegna ölvunar, auk
þeirra, er misst hafa það ævi-
langt.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Reykjavik er ölvun á
samkomum á þeim stöðum, er
hafa vínveitingaleyfi, nú miklu
almennari en áður var, enda þótt
minna kunni að bera á drykkju-
skap utan dyra, þar sem menn fá
nú að vera óáreittir við drykkju
innan húss, og ekki er leitað til
lögreglunnar að fjarlægja menn
fyrr en um þver’bak keyr.ir, Um
drykkjuskap á almannáfæri er
þess ennfremur að gæta, að síðan
drykkjumannahælið í Gunnars
holti tók til starfa á síðasta sumri,
hafa verið fluttir þangað upp
undir tuttugu þeirra manna, er
svo að segja daglega voru
drukknir á götum bæjarins, og
þar af leiðandi ekki lengur fyrir
fótum manna.“
STEFÁN JÓNSSON
frá Sandgerði
Fæddur 11. janúar 1887.
Dáinn 26. marz 1955.
Oft fellur blað af grænni grein
þó golan virðist ekki nein,
og svíða dýpstu sárin.
Það mætti líkja lífi manns
við lítið blað á akri hans,
ó, stilltu tregatárin.
Við biðjum guð að gefa þér
þá gleðivist er aldrei þver,
á landi Ijóssins bjarta.
Þar læknast öll vor lífsins sár
þar ljóínar bros i gegnum tár,
við friðsælt föðurhjarta.
Hin góðu kynni þökkum þér,
en þú átt mai-ga vini hér
í þínum heimahögum.
Þú sómi varst til sjós og lands,
með samvizku hins dygga manns,
þú eyddir æfidögum.
Já, far þú heill á friðarströnd,
þar framrétt biður drottins hönd,
og englaskarinn skæri.
Þig drottinn ber í birtu og yl
þar böl og mæða er ekki til.
eg veit það vinur kæri.
Svo breiði guð á beðinn þinn,
hinn bjarta náðargeisla sinn.
hann stöðugt frá þér streymi.
Ó, sofðu, vinur, sætt og rótt,
það segja allir góða nótt,
og guð þig ávallt geymi.
(Kveðja úr Glerárþorpi).
örugga og áhugasama stjórnanda,
Áskels Jónssonar, og verðskuldar
því að farið sé að taka hann dá-
lítið alvarlega.. Þess vegna verð-
ur það að segjast, að í þetta skipti
varð eg fyrir talsverðum von-
brigðum. Það leyndi sér ekki, að
allar radd-deildir kórsins eru
áberandi vanskipaðar, að undan-
teknurn bassanum, sem er þó lið-
fæstur þeirra allra, en eigi að síð~
ur afburða blæfagur og þur.gui.,
Kom þessi vanmáttur kórsins
víða í ljós, og þó allmest, er stefnr
skyldi að einhverjum tilþriíum,
svo sem vaxandi stvrk og gagn-
stætt, sem tókst þó oftast bctui
Enda fékk maður það einhverr.
veginn á heilann, að söngstjórinn,
sem er þó sk.apmikill, treysti ekk:
kórnum til slíkra átaka, og fór
hann því mjúklega að ráði sínr
við allar tilraunir í þá átt, sen
líka var alveg rétt undir kringun
stæðunum. En af því leiddi at'
sjálfsögðu það, að mörg lagannt
fóru svo sem hvorki vel né illa
heldur bara svona einhvern veg-
inn hinsegin, og hlýtur jafnan svc
að fara, þegar eitthvað truflar
það, að hægt sé að ná í réttu róf-
una á hlutverkinu, ekki sízt sc
það lítilhæft, og vanmáttugt at
leggja til nokkuð verulegt frá.
sjálfu sér, en algerlega upp á
túlkunina komið. Því að það ei'
ekki á valdi annarra en úrvals’
söngkrafta og innblásinnar lista-
mennsku, að túlka slíkar tón-
■smíðar til hjartans. Annars naui,
kórinn sín lang bezt i meðalveik-
um og jafnvel mjög veikum söng ,
og tókst víða snyrtilega, saman-
ber: Kvöldvers, Álfareiðin og
Kveðið við barn, sem mér þótti
bezt takast, o. fl. Þó gætti sums:
staðar í svip nokkurs misræmis
og j tóþlægða, að h'kindum . íríest
vegna þesg,, að kanriske . ekkí
nema rúmur helmingur I. tenórs
og milliracldanna var þess megn-
ugur að flytja veikustu tónana.
i fram eftir húsinu, enda hættii
mörgu. einkum ósöngvönu fólki,
við að gera veika tóna að eins
konar kvaki, svo lasburða, að það
næstum lekur niður á tærnar ■&.
því sjálfu. En veika tóna ber at:
mynda alveg á sama hátt og’
sterka, því að allir tónar verða
að hafa hljómgrunn. Hins vegai
voru samtök í textaframburði
kórsins yfirleitt með ágætum. —
Veigamesta lagið á söngskránní
var óperu-kór Donizettis, er.
hann mislukkaðist, að því leyti.
að kórinn hafði svo hátt, meðar,
piltarnir sungu dúettinn, að hanr.
heyrðist vai’la sem slíkur. Þá koirf.
fram þarna nýr einsöngyari, EgiÍi
Jónasson, en með litilhæft hlut-
verk, sem varla getur gefit
nokkurn grun urn sönggetu hans.
Þjóðlagasyrpa Áskels Snorrasori-
ar er smekklega útfærð, og ötga-
laust. En annars er þessi rímna.-
og þjóðlaga-tízka og áróður, sent.
tekin að nálgast það, að verðt
andlegur svartidauði íslenzkrai
tónmenningar, ef svo skal horté.
framvegis, sem gert hefur nú un
sinn, þ.ví að ismar og tízkur err
allrar heimsku banvænlegusr
sannri list.
Undirleikur Ingimars Eydals
fanst mér eitthvað heillavænleg-
ur og óska eg honum hér með ti
hamingju og þroska á því sviði.
Því miður gat eg ekki veric
nema á síðari konsertinum Er
hann var sæmilega sóttur, oj
söngnum vel fagnað af viðstödo
um. Þá bárust Jóhanni Koniáðs-
syni blómvendir, heldur tveir e>
einn.
Akureyri, 22. apríl 1955
Björgvin Guðniundssoi , j