Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 10

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 27. aprfl 1955 Klukkan tifar Smásaga eftir O’Henry Jón rölti heim á leið. Hann fór lötur hægt, enda lá honum ekkert á. Hann hlakkaði ekkert til að koma heim. Þegar maður er bú- inn að vera giftur í tvö ár og býr í lítilli foúð í sambyggingu í borg, bíða manns ekki lengur nein óvænt tíðindi. Jón Perkins rifjaði upp í huganum þrautleið- inlegt kvöld. Þau voru öll eins. Kata mundi taka á móti honum við dyrnar, kyssa hann og skilja eftir bragð af varalit. Kvöldverð- urinn mundi einhver glás úr potti eins og áður, og á eftir kaffi og brauð með glæru marmelaði. Þar næst mundi Kata sýna honum, hvar hún væri nú í saumaskapnum á veggteppinu, sem ísmaðurinn hafði áteiknað fyrir hana. Klukkan á slaginu hálf átta mundu þau svo taka til að breiða dagblöðin yfir hús- gögnin til þess að verja þau fyrir stoppi úr milligólfinu í loftinu, sem tók til að hrynja úr því þeg- ar feiti maðurinn á efri hsrðinni byrjað að brölta í fimleikaæfing- um sínum. Háiftíma seinna mundi hefjast hið venjulega | kvöldrifrildi hjá nágrönnunum. Húsbóndinn mundi hrópa og kalla og skamma konuna. Jón Perkins vissi þetta allt fyrirfram, og hann vissi miklu meira. Hann vissi til dæmis, að klukkan kortér yfir átta mundi hann grípa hattinn sinn, og þá mundi konan hans segja, hér um bil jafnfljótt, og í sömu ólundar- tóntegundinni og ævinlega áður: „Mér þætti fróðlegt að vita hvert þú ætlar nú, Jón Perkins." „Ja, eg var að hugsa um að skreppa til McCloskeys og taka slag með strákunum," mundi hann svara. Þetta var orðinn vani í seinni tíð. Hann kom ævinlega heim um ellefu leytið. Stundum svaf Kata. En stundum beið hún eftir honum og las honum textann. Forgyllingin á hjónabands- hlekkjunum var farin að láta á sjá. En þetta kvöld virtist ekkert standast. Hann sá það jafnskjótt og hann kom inn úr dyrunum, að efnisskráin var breytt. Þar var engin Kata til að hlaupa til hans og kyssa hann. Allt virtist á. öðr- um endanum í íbúðinni. Föt og skófatnaður af henni lá eins og hráviði út um allt. Þetta var ólíkt Kötu. Jón horfði með undrun og ógeði á lokk úr hári hennar, sem sat í greiðubroti. Það var naumast að henni hafði legið á! Hún var venjulega mjög aðgætin að glata engum hárlokk, heldur safnaði hún þeim saman í umslagi. Ætl- aði að nota þá í fléttu seinna, sagði hún. Á eldavélinni var bréfmiði, Jón greip hann og las: „Kæri Jón! Eg fékk skeyti að heiman og boð um að mamma væri veik. Eg fer því með lestinni kl. hálf fimm. Sam bróðir tekur á móti mér á stöðinni. Eg skil eftir kaldan mat í ísskápnum. Eg vöna að sé ékkert alvarlegt að mömmu. Viltu borga mjólk- urmanninum 2 krónur. Mamma hefur ekki verið vel hress þetta síðasta ár. Eg skal senda þér línu á morgun. Eg er að flýta mér. — Kata.“ Jón stóð ráðalaus með miðann í hendinni. Þetta hafði aldrei gerzt fyrr í hjúskapartíð þeirra, að þau svæfu sitt í hvoru rúmi. Hann las bréfið aftur, en skildi það ekki. Hið daglega, vanafasta líf var allt úr skorðum. Ekkert eins og það átti að vera. Hann byrjaði með því að taka til í íbúðinni, eftir því sem hann hafði vit á. Þegar hann greip föt hennar, fór hrollur um hann. Hann hafði eiginlega aldrei hugs- að um það, hvernig lífið mundi vera ef hann ætt enga Kötu. Hún var orðin óaðskiljanlegur hluti hans. Hann þurfti hennar með eins og andrúmsloftsins. 'Það var nauðsvnlegt, en maður hugsaði aldrei um það. Og nú, þegar hún var horfin allt í einu, var engu líkara en hún hefði aldrei verið til. Jæja. Þetta mundi taka nokkra daga, kannske viku. en honum fannst eins og dauðinn hefði rétt fingur að sér. Vanaföst tilvera var úr skorðum. Oryggistilfinn- ingin horfin. Jón tók kaldar kjötsneiðar úr skápnum, og settist við borðið. Þar stóð krukka með glæru mar- melaði. Hann saknaði heitrar glásar úr potti. Notalega heimil- istilfinningin var rokin út í veður og vind. Lasleiki tengdamóðurinnar hafði ýtt við sofandi samvizku Jóns og nú rumskaði hún ónotalega. Hann settist út við glugga. Hann langaði ekki lengur til að reykja. Uti kallaði borgin og allar lystisemdir hennar. Hann átti nóttina sjálfur. Hann gat farið án þess að spyrja nokkurn lifandi mann. Og hann gat komið heim þegar honum sýndist. Hann var frjáls. Hann gat verið úti fram á rauðan morgunn. Heima mundi engin suðandi kona til að gera honum gramt í geði. Nú gæti hann tekið slag með strákunum. En allar þessar hugsanir færðu honum hvorki frið né ánægju. Honum virtist erfitt að átta sig á tilfinningum sínum. En það var einna líkast því, að hann gæti ekki verið án Kötu. Líklega höfðu tilfinningar hans gagnvart henni blundað eitthvað innan um atburði hversdagslífsns, en nú voru þær vaknaðar til iífsins á ný. En Kata var ekki heima. Já, Jón sá, að hann hafði ekki verið nógu nærgætinn við Kötu. Þarna hafði hann farið út á hverju kvöldi til að spila við strákana, á meðan hún sat alein heima og hafði engan til að spjalla við. Nei, Jón Perkins, þetta er ekki hægt. Þú mátt ekki haga þér eins og dóni, sagði hann við sjálfan sig. Nú verður þú að breyta til, karl minn. Þú verður að fara út að skemmta henni. Hún á það skilið, telpan, að þú sért góður við hana. Strákarnir geta átt sig til að byrja með a. m. k. Uti kallaði gatan og ljósadýrð- in, en Jón hafði engan áhuga fyr- ir skemmtunum. Nú-væru strák- arnir komnir til McCloskeys og byrjaðir, en Jón langaði ekkert þangað. Hann hafði tekið ákvörð- un. Hann iðraðist af hjarta. og honum leið betur, er hann fann það. Jón hafði lagt hægri hendina á stól. Á stólbakinu lá bláa blússan hennar Kötu. Hún bar enn svip- mót brjóstanna og hinnar mjúku línu. Ermarnar minntu hann á þrýstna handleggina, sem sífellt voru að starfa fyrir hann. Og ilm- inn af líkama hennar lagði að vit- um hans. Hann greip blússuna og horfði lengi á hana. Efnið var gott. Kata hafði alltaf verið svo hyggin í innkaupum sínum. Já, hún skyldi eiga betri daga, er hún kæmi heim. Hvers virði var lífið án hennar? Dyrnar opnuðust. Kata stóð á þröskuldinum með töskuna sína í hendinni. Jón horfði orðlaus á hana. „Æi, dæmalaust er gott að koma heim,“ sagði hún. „Þetta var ekkert með mömmu, svo að eg fór bara. Eg held maður verði nú að hita sér kaffisopa.“ Þau heyrðu ekki, þegar fim- leikaæfingarnar á loftinu byrj- uðu. Og þau tóku heldur ekki eftir því, að rifrildið í nágranna- íbúðinni hófst á réttum tíma. Hávaðinn frá götunni fyllti íbúð- ina, en þau heyrðu hann ekki. Jón leit á klukkuna. Hún var kortér yfir átta. Hann tók hat.tinn sinn og gekk fram að dyrunum. „Mér þætti fróðlegt að vita, hvei’t þú ætlar nú, Jón Perkins?" sagði Kata í venjulegum ólund- artón. „Ja, eg var bara að hugsa um að skreppa til McCloskeys og taka slag með strákunum,“ svar- aði hann. — SÖGULOK. Kaupakonu vantar mig nú þegar eða 14. maí. Karl Frímannson, Melgerði, Saurbæjarhr. Rafha eldavél Notuð en vel með farin Rafha eldavél er til sðlu. Sanngjarnt verð. Afgr. vísar á. Þrj ár dagsláttur óræktað land, ásamt litlu fjárhúsi til sölu. Afgr. vísar á. Unglingsstúlka 11—12 ára óskast á sveita- heimili í sumar. Uppl. í BSA-búðinni. Atvinna í heimavist MA Vantar 2—3 stúlkur 14. maí til mánaðamóta maí, júní. Uppl, i síma 1895. Barnavagn Vel með farinn SILVER C.ROSS harnavagn til sölu í RAUÐUMÝRI 19. Uppboð Samkvæmt kröfu fram- kvæmdastjóra Skipasm íða- stöðvar K.E.A., Akureyri verð- ur eitt par herpinótabáta, tal- ið eign Guðmundar Sigfús- sonar, útgerðarmanns, Nes- kaupstað, selt á uppboði, sem haldið verður í nefndri skipa- smíðastöð, föstudaginn 6. maí n. k. og hefst kl. 1,30 e. h., til lúkningar áföllnum kostnaði. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Ak. 20. apríl 1955. Friðjón Skarphéðinsson. Lítil íbúð — 2 herbergi t. d. — óskast. Tvennt í heimili. Uppl. í sima 1337. Góð stofa til leigu í Hafnarstræti 100. Þorsteinn M. Jónsson. Kápuefni Dragtaefni MARKAÐURINN SÍMI1261. Trésmíðavélar til sölu hjá Kristjáni S. Sigurðssyni Brekkugötu 5 Akureyri Barnakerra með skýli óskast til kaups. Guðmar Gunnlaugsson Ocldeyrargötu 3 Barnavagn til sölu með tækifæris verði. A. v. á. Penni Tapast hefur hrúnn Park- erpenni, merktur. Finnandi vinsaml. skili honum á afgr. Dags. — Fundarlaun. ALBIN-bátavél 14 hestafla í góðu lagi til sölu, með góðum greiðslu- skilmálum. Kristján P. Cjuðmundss. Símar K)80 og 1876. Sá, sem tók regnhlíf á Ferðaskrifstofunni á Ak- ureyri skili henni þangað strax. Bíll til sölu: 4 manna Austin 8. Prýði- lega útlítandi á nýjum dekkum. Ýmsir varahlut- ir fylgja. Sigmar Benediktsson Svalbarðseyri Stúlka óskast til heimilisstarfa nokkra tíma á dag. Uppl. í sima 1455. Norðurlandasiglingar M.S. HEKLU sumarið 1955 Frá Reykjavík, laugardag .......... .. 11/6 Til/frá Thörshavn, mánudag............. 13/6 Til/frá Bergen, þriðjudag ............. 14/6 Til/frá Kaupmannahöfn, fimmtudag . Til/frá Gautahorg, föstudag ........... 17/6 Til/frá Kristiansand, laugardag . . ... 18/6 Til/frá Thorshavn, mánudag............. 20/6 Til Reykjavíkur, miðvikudag............ 22/6 meðan það stendur við í Reykjavík, frá miðvikudagsmorgni til laugardagskvölds. Tökum nú þegar á móti farpöntunum fyrir allar ofangreindar ferðir. Nánari upplýsingar á aðalskrifstofu vorri. Skipaútgerð ríkisins 1 2 3 4 5 6 7 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 14/6 28/6 12/7 26/7 9/8 23/8 6/9 10/0 30/6 14/7 28/7 11/8 25/8 8/9 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 10/9 20/6 4/7 18/7 1/8 15/8 29/8 12/9 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 14/9 is frá. , geta fengið að nota skipið sem hótel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.