Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 10. júní 1957 D AGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Simi 1166. Árgangurinn lcostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Iijörnssonar h.f. Farmannadeilan óleyst r STRANDFERÐA- OG MILLILANDASKIP landsins liggja nú nær öll bundin við hafnar- bakkana vegna verkfalls yfirmanna. í verkfallinu eru stýrimenn, vélstjórar og Ioftskeytamenn. — Blöðunum hefur ekki tekizt að fá óyggjandi heim- ildir um, um hvað kjaradeilan snýzt. Hitt er vit- að að stýrimenn, og vélstjórar eru hálaunamenn. Skipstjórar hafa nú sagt upp kjarasamningum og framreiðslumenn hafa lýst y.fir verkfalli, Reykjavíkurhöfn er full af skipum. Islenzku skipin liggja þar hlið við hlið og áhafnirnar eru gengnar frá borði. Hér á Akureyri liggja Helga- fell og Arnarfell, sem talandi tákn um ábyrgðar- leysi það og háskalegu stefnu í verkfallsmálum sem Sjálfstæðisflokkurinn dekrar við og hlakkar yfir, síðan hann varð stjórnarandstæðingur. Vitað er að áhöfn hvers skips skiptist í 7 starfshópa, sem hver um sig hefur verkfallsrétt og er því auð- velt að misnota verkfallsréttinn á hinn herfileg- asta hátt. Stöðvun kaupskipaflotans hefur þegar valdið þjóðinni stórkostlegu tjóni og verður svo í vax- andi mæli með degi hverjum þar til verkfallið er leyst. Það er krafa almennings í landinu að deilu- atriði verði gerð kunn hið fyrsta. Molotov og félagar fallnir 1 HIN OPINBERU átök í Kreml hafa vakið heimsathygli. Opinberlega hefur verið tilkynnt að ' Malatov, Malenkov, Shepilov og Kaganovits hafi i allir fallið í ónáð og verið lýstir fjandmenn flokksins og sviftir trúnaðarstöðum sinum og gerðir flokksrækir. Hefur því lengi verið haldið fram að mikil átök og óvægin hafi átt sér stað strax eftir dauða Stalins, þótt slétt hafi verið á yfirborðinu. Virðist Krusjeff nú hafa náð yfir- höndinni, og lét þá ekki lengi bíða að láta kné fylgja kviði. Hefur hann nú opinberlega lýst því yfir að fylgt skuli frjálslyndari stefnu í utanríkis- málum og þjóðinni veitt brauð og klæði á borð við þegna annarra þjóða, Molotov og félagar hans hafi verið stimplaðir Stalinistar og föðurlands- svikarar. ! Talið er að Krusjeff hafi að nokkru tryggt sér stuðning Rauða hersins með því að skipa Sjúkov marskálk í miðstjórn flokksins. Hinir föllnu fjór- menningar munu tæpast geta borið hönd fyrir höfuð sér og veit enginn um þá, enda hafa vald- hafarnir í Rússlandi löngum haft tæki til að láta andstæðingana játa syndir sínar eða hverfa með öllu. Enginn veit ennþá, hvort hin nýja hreinsun muni raunverulega boða breytt stjórnarfar í Rússlandi, þótt margir spái því. Mun það bráð- lega okma í ljós, hvort hér hafi einungis verið um i valdabaráttu eina að ræða meðal arftaka Stalins. Stjórnarkerfið rússneska hefur nú enn einu sinni riðað á grunni. Það er vissulega ekki eins > sterkt eins og af er látið. Jósef Stalin býggði að vísu upp hernaðarlegt stórveldi í landi sínu og Rússland mun verða það framvegis .En það kost- aði ægilegar blóðfórnir og miskunnarlausa harð- , stjórn. Samt var Stalin sameiningartákn flokks síns og dótturflokka um viða veröld. En við dauða ' hans var hann stimplaður glæpamaður og nú eru fjórir af nánustu vinum hans og lærisveinum fallnir á þeim forsendum að vera Stalinistar. Smám saman hljóta augu al- mennings að opnast fyrir því hve þjóðfélagskerfi Stalins var misheppnað og að kúgun og blygðunarlaus harðstjórn endar jafnan á einn veg. SEXTUGUR: Jón Júl. Þorsfeinsson, kennari Þann 3. júlí sl. átti Jóii J. Þor- steinsson, kennari, sextugsaf- mæli. Var fjölmennt og ánægju- legt á heimili þessa vinsæla borg- ara þennan dag. Hann er fæddur á Ósbrekku í Ólafsfirði 3. júlí 1897. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorkelsson, hreppstjóri, á Ósbrekku, og Guð- rún Jónsdóttir, kona hans. Þor- steinn er nú nýlega látinn. Jón er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Dýrleif Marteinsdóttir, og missti hann hana eftir stutta sambúð. — Síðari kona hans er Margrét Elíasdóttir frá Vestmannaeyjum. Jón byrjaði snemma að kenna. Hugur hans hneigðist að börnun- Ný brú við Hestahraun f sumar var byggð brú á Þor- valdsdalsá frammi í Fögruhlíð, norðan við svokallað Hestahraun. Það eru Arnarness- og Árskógs- hreppar, sem standa að þessari brúargerð. Aldrei fyrr hefur ver- ið brú yfir ána svo framarlega í dalnum, en ætlað er að reka fé þarna yfir til göngu í Fögruhlhíð. Á sl. sumri var efni fengið og brúarstæði ákveðið ,en Vésteini Guðmundssyni, Hjalteyri, og Vigfúsi Kristjánssyni, Litla-Ár- skógi, falið að sjá um framkvæmd verksins. Efni til brúargerðarinnar var flutt fram eftir í vetur með hest- um og sleðum. Brúin er 8 m. löng með handriði og stendur á steyptum stöplum. Nú er ákveðið að byggja neð- anjarðarbraut í Helsingfors, höf- uðborg Finnlands. Helsingfors er mjög vaxandi borg eins og flestar höfuðborgir. Á seinustu árum hefur íbúunum f jölgað um 20 þús. á ári, og nú eru íbúarnir tæp V2 milljón. Gústaf Vasa Svíakon- ungur lét reisa borgina árið 1550. Hún stækkaði hægt, og Ábo var höfuðborgin þar til um aldamótin 1800. Árið 1815 hafði hin nýja höfuðborg aðeins 4801 íbúa. Það er mikið og dýrt fyrirtæki að gera neðanjarðarbraut í stór- borg, og telja Finnar, að verkinu verði ekki lokið fyrr en eftir 10 Robert Sarnoff, forstjóri Þjóð- lega útvarpsfélagsins í Banda- ríkjunum (NBC), fullyrti nýlega, að ekki myndi líða á löngu, þar til komið væri 3 sjónvarpssam- band milli Ameríku og Evrqþu. Hefði fundizt ný aðferð, sem 'gerði þetta mögulegt, og yrðu bylgjurnar sendar um háloftin. um. Síðar fór hann í kennara- skólann til þess að njóta fullkom- innar menntunar til kpnnslu- starfsins. Var hann fyrst kennari í Ólafsfirði, en hefur nú starfað í 13 ár við Barnaskóla Akureyrar. Segja má í fáum orðum um Jón, sem kennara, að þai' er rétt- u.r maður á réttum stað. Hann laðar að sér börnin og nær betri árangri í kennslu en flestir aðrir. Snemma kynnti hann sér hljóð- lestraraðferðina við lestrar- kennslu, og er einn af slyngustu lestrarkennurum á landi hér. Jón er glaðlyndur og góðviljaður að eðlisfari, en í kennslustarfinu ljómar hann af gleði, þegar hann er að ræða við yngstu skólabörn- in um ýmísleg viðfangsefni námsins. Jón hefur stöðugt leitast við að fullkomna sig í starfi sínu og sótt fjölda kennaranámskeiða. Og haustið 1943, þá á fimmtugsaldri, tó'k hann sig til og dvaldi heilan vetur við hljóðfræðinám í Há- skólanum undir handleiðslu dr. Björns Guðfinnssonar. Lauk hann náminu með prófi í þessari grein. Hann er því betui' að sér í íslenzkri hljóðfræði en flestir aðrir kennarar, og er það eflaust mikil hjálp við lestrarkennsluna. Jón er einkar vinsæll, bæði meðal nemenda og samkennara fyrir glaðlyndi sitt og ljúf- mennsku. En hanh er einnig fé- lagslyndur og hefui' komið víða við í félagsmálum, þar sem hann hefur dvalið. Hann er trúmaður, sönghneigð- ur og hefur starfað mikið að söngmálum kirkjunnar, þar sem hann hefur dvalið, bæði í Ólafs- firði og hér á Akureyri. Þá söng hann um skeið í Kantötukór Ak- ureyrai' og var formaður kórsins, þegar hann fór sína frægu söng- för til Norðurlanda. Nú er hann formaður sóknarnefndar Akur- eyrarkaupstaðai'. Þá hefur hann einnig unnið hér í Góðtemplara- reglunni og hefur á hendi for- stöðu gistihúss Reglunnar — Varðborg — hér í bæ, og farist það einkar vel úr hendi eins og allt annað. Ber þar til reglusemi hans, samvizkusemi í starfi og ljúfmennska .Þá má einnig nefna, að hann hefur verið í stjórn Barnaverndarfélags Akureyrar fl'á byrjun. Lýsir það Jóni vel, að honum er ljúft að leggja þar hönd að verki. Læt eg þetta nægja um félagsstörf Jóns, þótt margt sé ótalið. Fjölmennt var á hinu vistlega heimili Jóns á afmælisdaginn og bárust honum kveðjur og gjafir frá vinum og s.am&tárfsmönnurn, Eg Ílyt jóni beztu árnaðaróskir á 'þessum tímamótum og óska hon- um þess, að hann megi sem lengst njóta æsku sinnar og glað- lyndis. Eiríkur Sigurðsson. VALD. V. SNÆVARR: ÞEGAR ÞYSINN HLJÓÐNAR I ? I I I X_ „Þvi að hanti er vor friðttr; hann hefur ^ ý samcinaö hvora tveggja og rifið niður ý milliveggifin, sem skiíi þá að.“ | “ (Ef.2,14). fj. „Rreeðr munu berjask ok at b ö n- JÍ um verðaskscgir i Vuluspá, Svo hcfur ý, það löngum verið og er enn, þvi miður. Enn j- viðar verða ]>ó deilur, er valda vinslitum, þótt Ý eigi sc til vöþna gripið. Ófriður með grönmnn og-misseetti innan heimilis er algengt. Samvinna i I I i f % t f ^ reyriist örðug eða tekst alls ekki. Stundujn er ? W sctn óyfirsliganlegur veggur hafi myndaiX milli > E> manna. Grannar reyna, cf til vill, að bera sáttar- £ áj. orð á milli, stundum með árangri, en oft ekhi. § & En til er þó sá, er sáttum getur komið á, ef hans ^ X er leiiað og andi hans frer að miðía máhnn. ffs ý Meinið er, að hans er of sjaldan leilað. — Til er ■r saga ein frá miðöldunum, sefn er eitthvað á íj 2 þessa leið: Iiiddayi nohkur, Hildibrandur að Jf Y nafni, taldi sig dauðtega móðgaöan af öðrum f é riddara, er Ih i/nó nefndist. Hildibrandur hugði 4^ é> á blóðhefnd, girti sig þvi sverði og hélt af stað 7-' áleiðis til kastaln ópinar síns, til að- fratnkuatma ^ ^ hefndina. Ilann kotn þangað árla morguns, en ^ þar sem honum þótti of snemmt að gjðra til- © V ratin til að hitta óvin sinn, steig hann af hesti ?■, i sinum og gekk inn i litla■ kaþeUu þar við veg- íi inn. Þar tók hann að: shoða my.ndir, er héngu r ‘I á veggjunum. Rin Inyndin var af Frelsaranum ¥ skarlatslitu skikhjunni, er hermenn Pílatusai & lögðn yfrr hann í háðungarskyni (Matlh. 27, 28) £ Undir myndinni slóðu þessi orð: „H a n n i 11 ^ m ce It i e i g i á f t U r, e r h o n u m v a r i 11- .t m cc 11“ (I. Pct. 2, 23). — Önnur tnynd þar sýndi ð k húðstrýhinguna. Undir þcirri mynd slóðu orð- ý in: „H a n n h ó t a ð i e i g i, e r h a n n I c i ð“ t (1. Pét. 2, 23). — Þriðja myndin var frá Golgata. jj ® Við kross Jcsú slóðu ruddalegir liermenn og v ¥ háðskir Farísear. En neðan við þessa mynd stóðu 4- t <3 4- I X. samvinnu. Hann sfekkur hefndarlogann. j|- Biðjutn þvi rneð Hallgrimi: í | I & X Hvar, se-in ófriður hreyfir sér af holdsins veikleik bráðum tnilli krislinna manna hér móli Guðs víija’ og ráðum, gakklu þar, Jesú, milli mest, með þinutn friðaranda og varna vanda. Hjritþa þú, svo vér hugsum bezt i hreinum katrleik að slanda. (Pass. 21). t I orðin: „F a ð i r, f y r i r g c f þ e i m“ (Lúk. 23, 4- t ? í;; 31). Þcgar hcr var komið, féll riddarinn á kné. 4 Hann gal ckhi annað. Svo miklar saltir fyrirgaf X. þá Jesú!------Þeim; sem líflétu liann saklausan, bað hann náðar og fyrirgefnifigar. Hvilíkur £ kœrleikur! Hvað var miskliðarefni þeirra, ridd- j- aianna, móts við allt það, sem Jesús varð að ® þola, en fyrirgaf sanitf — — Heiftin í É ¥ huga riddarans fór rénandi. Hefndarþorstinn 4; © dvinaði. Hann lagði máil sin fram fyrir Jesum X Íí i kirkjukyrrðinni. Þegar hann svo hitli övin 4! © sinn, Brúnó raddara, brá svo við, að Brúnó vað hann að fyrra bragði fyrirgefningar. Hildi- <jj brandur tóli hann þá i ftíðm sinn og fíieelti: 4 „N ú h e f e g e k k e r l a ð fyrirgefa þ é r.“ <3 <- — — Þelta er gömul saga, kánn nú einhver að J ® scgja. Já, gömul er hú.n, en samt. athyglisverð. t ¥ Það, sem gjörðist þá, gjörist oft enn. Þegar r © málin eru Ivgð frairi fýrir Jesú og dœmi hans X é U’k ið til fyrirmýndar, þá breytast viðhorfin. 4? Hann rifur niður vegginn. Hann eflir sátt og yj 1 % t % t % t ? t I <•> MIKIÐ DRUKKIÐ Að þv.í er alþjóðajkýrslur sý.na, eru íslendingar í fyrsta sæti um mjólkúrrieyzlu meðal þjóða licimsins. -Skýrslur frá ýmsum löndum eru nokkuð mismunandi, en ef OEEC;skýrslut eru lagðar til grundvallar, ftfist góður samanburður. Neyzla ökkar af mjólk og mjólkur- vörum var 1955^-56 upj. 540 kg; reiknað í nýmjólk. Næstir komu Norðmenn með 234 kg og Svíar með 221 kg á mann. Þá er Sviss rriéð 218 kg, Holland með 198, írland með 186 og Austurriki 178, í Danmörk var, jxkt furðuíegt megi virðast, neyzlan ekki meiri en 155 kg. — Minnst mjólkurneyzla hjá Evrópuþjóðum var hjá iGrikkjitm og Portúgölum, 40 og 15 kg. — Af löndúpi utan Evrópu eru hæst Nýja Sjáland, um 220 kg, og Canada, um 195 kg. Neyzlan í Bandaríkjunum er tæpl. 160 kg. Ofannefndar tölur sýna, að mjólkurneyzla er mest í þeim löndum, er hafa góð náttúruskilyrði til mjólkurframleiðslu. Líklegt er þ<V, að' verðlag á mjólk eigi nokkurn þátt f, hvert neyzlustigið er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.