Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 10.07.1957, Blaðsíða 5
Miðvikutlaginn 10. júlí 1957 D AGUR KVEÐJUORÐ Allir eldri nemendur Lauga- skóla í Reykjadal minnast Kori- ráðs Erlendssonar kennara síns með þökk og virðingu, er hánri er borim til hinztu hvíldan Sem íræðari ungra manná og kvenna, er sóttu nám að mennta- setri Þingeyinga að Laugum, miðaði hann starf sitt við fjöld- ann og gætti þess vel að enginn yrði viðskila eða heltist úr lest- inni. En fyrir þær sakir var ekki eins hátt til lofts eða vítt til veggja í kennslustundum hans. Má auðvitað urn það deila, hvort kennurum beri fremur að leiða hina gáfuðustu nemendur, svo hratt sem verða má á námsbraut- inni og á undan hinum, eða fara hipn gullna meðalMeg og hsldá hópnum saman á hæfilega hraðri ferð um stigii. hinna hefðbundnu fræða. En hvort sem kirkja Kon- ráðs var smá eða stór, átti kenni- maðurinn jafnan góða áheyrend- ur, sem ekki tímdu að. missa af einu orði og telja hánn meðal úr- vals kennara. En tæplega verður kennari virtur og dáður af fjölda nem- enda til lengdar, og sízt í heima- vistarskóla, nema þar komi ann- að og meira til: Maðurinn sjálf- ur. Konráð var maður dreng- lyndur og heilsteyptur, hófssam- ur og reglusamur í smáu og stóru,, menntaður vel innanlands og utan og víðlesinn. Hann var - einn málsnjallasti maður, sem eg hef kynnzt. Aldrei vissi eg hon- urri svarafátt í viðræðum eða orða vant í ræðum, þau ár öll, er er við bjuggum undir sama þaki að Laugum í Reykjadal. Ræður hans margar voru hinar dýrmætustu perlur talaðs orðs, sern aldrei: gleymast viðr stöddum. Og svo fjölhæfur - mælskumaður var hann, að hann var jafn vígur á gamanmál og al- varflegustu viðfangsefni. Fáir urðu til að „abbast upp á" Kon- ráð Erlendsson og voru þeir menn ekki lánlausir, ef þeir sluppu jafngóðir frá þeim leik og gilti þá einu hvort í ræðuformi var, viðræðum eða buridnu máli, því að hann var talandi skáld. En svo fyrirhafnarlaust sem hann orti vísur og jafnvel kvæði, hirti hann ekki um að halda þeim til haga og gleymdi jafnyel von bráðar. En vinir hans munu hafa skrásett nokkuð af þeim. Konráð var fremur fáskiptinn í dagfari, trölltryggur vinum sínum, manna skylduræknastur bg nákvæmast- ur,. . en nöldurmaður enginn, hrókur alls fagnaðár í fjÖ'lrnenni, en þó hlédrægur um opinber mál og var ófáanlegur til forystu á félagslegum ög pólitískum vett- vangi, þótt' fast væri eftir leitaS. Undi hann löngum vjð les.tur og fræðiiðkanir á hinu ágæta heim- ili s.ínu. Eftirlifandi kona hans er Helga Árngrímsdóttir, en synir þeirra eru: Erlendur læknir á Ak- ureyri og Arngrímur smið- úr á Laugum. Þau misstu dóttur sína unga, Jónínu að nafni. Þótt Konráð yrði ekki gamall maður, eru þó margir nemendur hans orðnir afar og ömmur fyrir nokkru. Við getum því með réttu talið hann einn af eldri kynslóð- inni, sem óðum týnir tölunni. En þótt okkur sé gjarnast að horfa fram á við og eigum að gera það, mun hinn dreifði hópur eldri nemenda frá Laugum horfa um stund til þeirra ára, er þeir nutu kennslu og samvistar Konráðs Erlendssonar. Þeir minnast þess iyrst, er þeir sáu hinn holdskarþa og hvassbrýnda kennara, lítið eitt hrjúfan í viðmóti. fyrst í stað, ákveðinn, einbeittan og orðfáan. Síðan minnast þeir hans sem ágæ.ts kenn^raj í senn skemmti- legan og kröfuharðan og þeir minnast atburða í skólalífinu iþegar Konráð kvaddi sér hljóðs og ræða hans geislar af hug- kvæmni og snilli, þar sem gleði- vekjandi gamanmál voru ívaf al- vöru og lífsreynslu, og þeir minnast hans við skólaslit . er hann kvaddi nemendur sína með stuttri, hjartnæmri og áhrifamik- illi ræðu, án þess að varpa skugga á samstarfsmenn sína, þyí iað hann var í sérflokki sem kennari og maður. í dag streyma minningarnar frá Laugaskóla fram í hugann og virðast skarrimt að baki. Við finnum betur en oftast áður hve fortíðin er okkur nærri og hve við erum bundnir henni, þrátt fyrir fleygiferð hins nýja tíma- í skyni og skuggum daglegra anna virðist brotalöm á, bjartsýni fjöldans. En minningin um gengna samferðamenn eldri kyn- slóðarinnar, slík sem bundin er við Konráð Erlendsson kennara á Laugum, er sálubót hverjum manni. Þess vegna er okkur ljúft að bera fram þakkir við leiðarlok. E. D. Þofsteinn Þorkelsson F. 15. sept. 1876 - D. 22,. júm 1957 Örstutt minning Þegar Þorsteinn Þorkelsson, frá Ósbrekku í Ólafsfirði, hrepp- stjóri og oddviti þar um mörg ár, hefur verið til moldar borinn, og kona hans Guðrún Jónsdóttir fyrir nokkrum árum, en jörð þeirra, Ósbrekka, komin í eyði, þá finnst rnér sem margir hér í byggð mættu staldra við óg minnast þess sem misst er. Það fer ekki hjá því, að maður, sem hefur verið eins og Þorsteinn á Osbrekku, kjörinn forsvars- maður sinnar sveitar um áratugi, skilur eftir sig spor sem lengi munu vara, þó ekki trórii sér á gliámbekk, en gleymist og meyrn- ist í skjölum einum og bókum. En ekkert vitnar betur um þann, sem fallinn er frá, en það traust sem samtíðin hefur veitt honum, og er það sá minnisvarði, sem hver hefur maklega reist sér. Þar ber hátt merki Þorsteins frá Ós- brekku, því að hann var kjöoeinn oddviti og síðar hreppsnefndar- maður um áratugi, eins og áður er sagt, hreppsnefndarmaður, skólanefndarmaður og sýslunefnd armaður fyrir Ólafsfjarðarhrepp árum saman. Það sem mun sér- staklega hafa einkennt opinber stöii Þorsteins var stilling hans og hógværð og lagni hans á að vinna hvert deilumál með friði. En þegar eg persónulega lít yf- ir æfi Þorsteins Þorkelssonar, sem eg er þó ekki gagnkúnnugur, þá eru það ekki hans, opinberu störf, sem mér verða í huga, heldur héimilí hans og konan, Guðrún Jónsdóttir. Eg man hana flestum konum bétur, frá unglingsárum mínum, ;og þá sérstáklega fyrir hennar milda og um leið glaðlega við- mót og f.ramkomu, $e?n. maður haut að véra í nálægð við. Eg hef /alltaf hugsað mér síðan, að hún hafi yerið. ó^enjugpS mpSir og þó sérstaklega eftir að eg kynntist Kristni Þorsteinssyni, syni henn- ar, eftir eins vetrar samveru, en hann er nú deildarstjóri við Kaupfélag Eyfirðinga. Og þegar eg síðan hef staðið á rústum heimilis þessara hjóna, tóftarbrotunum í Ósbrekku, þar sem segja má að hafi verið höf- uðból sveitarinnar um skeið, iverður mér hlýtt um hjartarætur. Eg veit að hér hefur verið unn- ið mikið afrek, eins og víðar á ís- lenzkum sveitaheimilum. Hér hefur, við fátækt og gestrisni, verið alinn upp stór barnahópur, því að alls eignuðust þau hjón 11 börn, en tvö 'dóu ung. Ajlt er þetta nú valið fólk og ber þess merki að það hefur fengið gott uppeldi og eignast þannig hinn bezta fjársjóð, sem hægt er að fara með úr föðurgarði. Eitt er það, sem hefur senni- lega átt þátt í því að gera heimil- ið frábrugðið öðrum sveitaheim- ilum í þá daga, en það er söngur- inn. Guðrún, húsfreyjan, var dóttir Jóns forsöngvara við Kvíabekkjarkirkju og afkom- endur hans hafa verið margir, mjög söngvinnir. Má þar til nefna Sigursvein D. Kristinsson, Jón Júl. kennara á Akureyri og Krístinn, syni þeirra hjóna. Já, þó að allar götur að Ós- brekku grói nú grasi og gleymist og veggjarústirnar hverfi í jörð, þá óska eg þess að fólkinu, sem flutt er þaðan og af öðrum, eyði- jörðum á landi hér, auðnist að 'skila jafn stóru og góðu dags^ verki og hjónunum í Ósbrekkuj Guðrúnu og Þorsteini. Sig. M. Bandai'ísk.irfornfræðingar hafa nýlega fundiS stóran pýramídaj grafinn í sandi í Nílardalnum. — Hann er talinn vera frá því urn árið 1000 f. Kr. Það er hverjum sönnum íslend- ingi mikið fagnaðarefni, að nokk- ur undanfárandi sumur hafa Vestur-íslendingar efnt tál hóþ-^ ferða heim til ætjarðarinnar. Syo var og að þessu sinni. Lau.st fyrir miðjan júní heimsóttu um það bil' 20 landar að vestan ættjörðina og komu til Reykjavíkur í tæka tíð til að taka þátt í þjóðhátíðar- fagnaðinum 17. júní. Eftir það dreifðust ýmsir þeirra út um land, hver og einn á leið til átt- haga sinna. Einn þessara manna hitti eg á heimili Björgvins Guðmunds.son- ar tónskálds á Akureyri, en það var Páll bróðir hans, kominn af hafi eftir 46 ára útivist til að halda hátíðlegt 70 árá afmæli sitt heima á aéttjöi-ðunni. Hann mun nú vera kóminn austur til æsku- stöðvanna í Vopnafirði, þar sem honum þykir vera bezt ilmað úr grasi. Ekki sér aldur á Páli. Hann er ennþá teinréttur og kvikur í spori, eldfjörugur í anda og gæddur lifandi áhuga fyrir heill óg hag ættjarðár sinnár. Og ekki verður honum heldur fótaskortur á íslenzkunni. Eigi heyrist út- lendur hreimur í rödd hans eins og oft vill verða eftir langa fjar- veru. Hann talar kröftugt mál, ramíslenzkur í anda, auðsjáan- lega þaullesinn í íselndingasög- :um og kannast við hvern sögu- stað, betur en margur langskóla- maður hér heima. Enda þótt hann sé búinn að vera bóndi um 40 ára skeið í Vatnabyggðum í Canada, hefur andi hans oft farið hamförum um landið þvert og endilangt. Fyrir honum hefur farið eins og mörgum íslendingi í dreifingunni, að honijm hafa orðið dýrmætastar gulltöflur ís- lenzkra endurminninga í Hodd- míisholti hins nýja heims. Eðlilegt er það og nærri óhjá- kvæmilegt, að andi þeirra, sem fullorðnir hurfu vestur, leiti aft- ur tilátthaganna. Hins er síður að vænta, að -þr-iðjá kynslóðin^ barnabörn landnemanna, telji sig vandbundna ættlandi sínu, og hugsi í austurátt. Það gladdi mig því stórlega, þegar tvær ungar stúlkur frá Winnipeg heimsóttu mig fyrir nokkrum dögum síðan, knúnar af sömu þörf og þrá að sjá land feðra sinna, og hitta ætt- ingja sína hér, enda þótt þær töl- uðu einungis enska tungu. Önnur þessara ungu kvenna hét Jó- hanna, dóttir Ágústs heitins Blöndals læknis í Winnipeg og konu hans: Guðrúnar Stefáns- dóttur, sem er náfrænka Jóns Rögnvaldssonar garðyrkjuráðu- nauts og þeirra sýstkina. Eri móðir dr: Ágústs Blöndals var- Björg Bjarnardóttir Halldórs- sonar stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði Sigurðssoliar prests á Hálsi Árnasonar, af Sval barðsaett, Hin stúlkan, Violet^ var dótturdótir Jóns Benediktssonar ríka frá Hólum i Hjaltadal Vig- fússonar. Höfðu þessar gei-vilegu ungu stúlkur báðar veriS við. nám í London í vetur og brugSu sér hingaS í sumarfríinu, og kváðust ekki hafa orðið fyrir vonbrigS- um. Töldu þær ættland sitt vera með þeim allra fegurstu, sem þær hefðu augum litið. í þessu samb.andi kom mér það í hug, að greiða þyrfti fyrir þyí, að ungir Vestur-fslendingar, sem kyrinu að hafa hug á að koma hingað til að kynnast landi og þjóð, gætu átt kóst á ókeypis skólavistum eða dvöl hér urn lengri eða skemmri tíma. Hver einasti skóli í landinu ætti að hafa að minnsta kosti eina slíka skólavist á boðstólum, og margur mundi fegins hendi taka við unglingum að vestan til dvalar. Með þessu móti meetti viðhalda viriáttu og menningartengslum milli þjóðarbroanna austan hafs og vestan miklu lengúr en ella væri líkur til, báðum til ómetan- legs ávinnings. Þá mundi þessa dagana veía von hingað á gömlum og góðum Norðlendingi, sem margir Akur- éyringar munu innilega fagna, en það er Jakob F. Kristjánsson feá Winnipeg. En hann hefur undari- farið dvalið hjá systur sinni, frú Margrétu Friðriksdóttur á Seyð- isfirði, ásamt koriu sínni frú Steinunni. Á Akureyri á Jakob marga ættingja, æskufélaga og vini, sem enn minnast hans með hlýjum hug, þó að bráðum sé lið- in hálf öld frá því að hann flutti vestur um haf. Eftir að fréttist um komu hans, hafa margir vikið sér að mér og spurt: „Hvenær kemur Jakob? Hann má eg til að «já." Jakob F. Kristjánsson er fædd- ur á Akureyri 23. maí 1895, sonur Friðriks Kristjánssonar banka- stjóra og Jakobínu Jakobsdóttur (Möller), konu hans. Haustið 1S08 settist hann í annan bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri qg útskrifaðist þaðan fimmtán ára gamall voriS 1910. Sama ár flutt- ist hann til Canada. Þar vann hann fram til ársins 1927 við ý*i- is yerzlunarfyrirtækij aS undan- skiidum tveim. árum, er harrn vann algenga sveitavinnu í Saskatshewan. Árið 1927 fékk hann atvinnu hjá C. N. R. járnbrautarfélaginu í, Winnipqg og starfaði á. innflytj- endaskrifstofu þess félags fjögur fyrstu árin, einkum til að leið- beina innflytjendum frá Skandi- navíu og greiða götu þeirra. Síð- an vann hann hjá sama félagi við að hjálpa innflytjendum af öll- um þjóðum til að útvega sér bú- jarðir og bústofn (Land Inspee- tion Work) fram til ársins 194^. En þá réð Canadastjórn hann til starfa við ríkisstofnun er nefnist Unfimplgymfini ft^^anse Com- mission, er hefur með höndum atvinnuieysistryggingar og vinuu •'miðluri, og vann harin þar sém ráðunautur í þeim atvinnuvegum Canada, sem grundvallast á nátt- úrugæðum landsins (landbúnaði, fiskiveiðum, námugreftri og skóg arhöggi). Síðan 1951 hefur hann verið Regional Employment Officer, en það er yfirumsjónarmaður með 30 skrifstofum þessarar stofnungr (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.