Alþýðublaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Rafmagnsleiðslu?. Srraumnum hefir þegar verið hseypt á götupeSaraar og naeun ættu ekki að dr%a lengur að láta okkur ieggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðuui húsin Og s.tgjum um kostnað ókeypis. — Komið t rifflt, íneðan hsegt er »ð afgre’.J. paat-nir yðar. — Agætt saltket fæst í Kaupfélaginu H.f. Hltl & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. í Gamla bankanum. Gí-eriö svo vel og kynnið ykkur hin hagfeldu kaup á met vöru i verziun »Von«. Altaf nægar vörur og tnargbreyttar íydriiggjandi. Komið og reyni?' vórugæðio og taiið við mig sj»!f- an um viðskiftin. Virðir garfyist Gunna?9.Sigu?ðB80ii. Sími 448. Libby’s mjólk er marg viðurkend. Stærri dósirnar kosta kr. 1,10. Kaupfélögin — Laugaveg 22 A og Gamla bankanum. — Alþbl. «r blað allrar alþýðu. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gtutenberg. y*ei< Ls .id&n: Æffliiftýrí. Einu sinni þegar Sheldon var í útjaðri plantekrunnar í„.;nand við húsið, sá hann að alt þjónustufólkið var saman ikomið á svölunum og masaði afskaplega með hlátrum og sköllum um leið og það horfði forvitniilega til trjánna. í annað sinn mætti hann verkamaunahóp. Þeir létust ekki taka eftir honum, þó þeir vissu vel hvað fraiu íór. Hvað varðaði þá um það, þó þessir/ undarlegu hvítu menn væru að reyna að drepa hvor annan — þeir gættu þess að minsta kosti að láta ekki á neinu bera við Sheldon. Hann skipaði þeim að halda vinnunni áfram lengra 1 burtu. Sheldon var þreyttur af þessum eltingaleik, og reyndi einu sinni enn að ganga beint þangað er hann bjóst við óvini sínum, En hann græddi það eitt á því, að "l’udor skaut á hann nokkrum skotum og hvarf svo á burtu í aðra átt. Heila klukkustund eltu þeir nú hvorn atína milli trjánna; þeir beygðu sig niður, gengu fram og aftur, fóru aftur í sveig og sáu hvor öðrum bregða fyrir en skotin sem þeir sendu voru árangurslaus. Sheldon sá, að Tudor hafði legið 1 grasinu bak við eitt tréð og reykt vindling. Oðrum megin lá vindlings- búturinn og eldspíta, hinum megin sá hann málmspæni sem glóðu í grasinu, Sheldon skildi strax hver fiskur lá undir steini, Tudor hafði gert skoru i kúlurnar, svo þær rifnuðu er þær mættu mótstöðu — með öðrum orðum hann hafði gert þær að hinum ógurlegu dum- dum kúlum. sem eru bannaðar í stríði. Sheldon var það ljóst, hver árangurinn mundi verða, ef hann fengi eina slíka kúlu í skrokkinn. Kúlan mundi skilja örlítið sár eltir þar sem hún íór inn, en þar setn hún fór út úr skrokki hans mundi verða eins stórt gat og undir- skál. Hann afréð að hætta eftirförinni. Hann lagoist í gras- ið þar sem hann gat séð til allra hliða eftir trjágöng- unura. Nú gat Tudor komið til hans, ef nokkur endir átti að vera á þessu á annað borð. Hann þurkaði svitann af enninu og batt vasaklútinn um hálsinn til þess að verja sig mýbiti. Hann hafði aldrei fyrirlitið æfintýri eins innilega og nú. Jóhanna hafði verio Ijót með barðastóra hattinn og langhleyptu skammbyssuna; en þessi nýkomni náungi var verri hann var líka í æfintýraleit og svo var að sjá, sem hann fyndi ekkert heppilegra en það, að draga frið- saman bónda út 1 jafn vitlaust og þýðingarlaust ein- vígi. Ef æfintýrum hefir nokkurntíman verið bölvað ær- lega, þá var það meðan Sheldon sat þarna og varðist mýbitinu um leið og hann hafði vakandi auga á trjá- göngunum. Tudor kom í ljós. Sheldon horfði einmitt þangað sem hann sýndi sig. Tudor gætti varlega í allar áttir, áður en hann gekk úf í göngin og stansaði svo í þeim miðj- um til bess að fhuga hvert hann skyldi halda. Hahn gat ekki verið betra skotmark en hann var, þar sem hann stóð í þrjúhundruð skrefa fjarlægð frá Sheldon og snéri sér að honum. Sheldon miðaði á brjóst hans, en breytti svo um og hugsaði með sjálfum sér: þetta getur víst gert hann ófæran til víga fyrst um sinn, hleypti af og miðaði á hægri öxl Tudors. Kúlan, sem hafði svo mikið afl, að hún gat drepið mann í mílufjórðungs fjarlægð, hitti Tudor og hringsnéri höggið honum og þeytti honum um koll. „Eg vona að eg hafi ekki drepið manntetrið," muldr- aði Sheldon hálfhátt, um leið og hann stökk á fætur og hljóp í áttina til Tudors. Þegar hann var fimmtíu skref í burtu, hvarf allur efi því Tudor skaut á hann með vinstri hendi öllum skot- unum úr skammbyssu sinni. Sheldon hljóp á bak við tré, og er hann hafði talið öll skotin, réðist hann á Tudor. Hann sparkaði skammbyssunni úr hendi hans og settist ofan á hann til þess að halda honum niðri. „Vertu nú kyr,“ sagði hann, „Nú hefi eg veitt þig, og það er gagnslaust að brjótast um.“ En Tudor lét sér ekki segjast og reyndi altaf að velta. honum af sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.