Dagur - 04.01.1958, Page 1

Dagur - 04.01.1958, Page 1
Fylgist með því, sem gerist hcr í 'kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 8. jan. XXXXI. árg. Akureyri, laugardaginn 4. janúar 1958 1. tbl. Framboðslisti Framsóknarmanna á Akureyri Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri. Guðmundur Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar. Stefán Reykjalín, byggingameistari. Sigríður Árnadóttir, frú. Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari. Ríkarð Þórólfsson, verksmiðjustjóri. Fiinm miilj. dollara lán í Bandaríkjunum Til raforkumála, sementsverksmiðju, Ræktunar- sjóðs og Fiskveiðasjóðs í eftirfarandi tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu frá 30. f. m. segir svo um þessa nýju lántöku: „Hinn 27. þ. m. undirritaði Vil- lijálmur Þór, aðalbankastjóri, fyrir hönd Framkvæmdabanka íslands vegna íslcnzku ríkis- stjórnarinnar, samning um lán lijá Exporl Import bankanuin fyrir hönd Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í Washington. Lánið er 5 milljónir dollara. Láns tíminn er 20 ár og vextir 4%. Lánið cr afborgunarlaust í 2 ár. Lánsfénu verður varið til ]iess að standast áfallinn kostnað við fjárfestingarframkvæmdir á veg- um ríkisstjórnarinnar svo sem raforkuframkvæmdir í dreifbýl- inu og senientsverksmiðju, enn fremur til Ræktunarsjóðs og Fisk veiðasjóðs.“ í tilefni af þessari lántöku flutti Eysteinn Jónsson, fjármála ráðlierra ávarp í útvarpið og gerði nánari grein fyrir lántök- unni. Sagði hann m. a.: „Eins og ég hef oft greint frá hefur enn verið leitað eftir lán- um erlendis undanfarið, til þess að standast kostnaðinn við bygg- ingu sementsverksmiðjunnar, raforkuáætlun dreifbýlisins, og til þess að lána Ræktunarsjóði og Fiskveiðasjóði. En síðan tókst að útvega erlendis lán fyrir erlcnda kostnaðinum við Sogsvirkjunina og nokkuð upp í innlenda kostn- aðinn, hafa þessár framkvæmdir sctið í fyrirrúmi við fjáröflun er- lendis til framkvæmda. Eins og fréttatilkynning sú ber með sér, scm fjármálaráðuneytið hefur gefið út, hefur nú verið samið í Bandaríkjunum um 5 milljón dollara lán, scm notað verður i þessu skyni. Lánssamningarnir voru undir- ritaðir af Vilhjálmi Þór, banka- stjóra, í umboði Framkvæmda- bankans, en sá banki tekur þetta lán vegna ríkisstjórnarinnar og endurlánar ]iað innanlands til framkvæmdanna. Lánið er til 20 ára, en afborgunarlaust fyrstu 2 árin. Vextir eru 4%. Lán þetta, sem íslendingai- taka nú í Bandaríkjunum, er ná~ kvæmlega samskonar og önnur lán, sem Bandaríkjastjórn veitir mörgum öðrum þjóðum, og veitt af stofnunum, sem við höfum áður fengið lán hjá oftar en einu sinni. Þessu láni fylgja engin pólitísk skilyrði og það er ekki hnýtt við samninga um nein önnur efni fremur en aðrir samn ingar urn lántökur eða fjárstuðn- ing, sem gerðir hafa verið við Bandaríkjastjórn af og til mörg undanfarin ár. Þetta tek eg fram af marggcfnu tilefni. Með þessari lánveitingu hafa Bandaríkjamenn enn veitt framfaramálum íslendnga þýð- ingarmikinn stuðning. Ymislegt hefur verið sagt hér undanfarið um lántökur íslend- inga erlendis, Atlantshafsbanda- lagið og starfsemi þess. Út af því er rétt að taka fram, sem vafa- laust er þó öllum ljóst, að vita- skuld njóta Islendingar, við lán- tökur sínar erlendis, og liafa not- ið undanfarið, góðs af þeim ásetningi þjóðanna í Atlantshafs- bandalaginu að efla samvinnu sína á sem flestum sviðum, og þá Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri. Lárus Haraldsson, pípulagningamaður. einnig í efnahagsmálum, en mikil áherzla hefur verið lögð einmitt á þessi mál. Ekki á þó aukin samvinna þessara þjóða í þeim málum að verða til þess, að þær einangri sig viðskiptalega eða efnahags- lega. Svo sem ég hef áður tekið fram, hefur verið leitað eftir (Framhald á 2. síðu.) Jakob Frímannsson, Guðm. Guðlaugsson, Stefán Reykjalín, Gísli Konráðsson og Sig- Óli Brynjólfsson skipa fimm efstu sæti listans Aðrir á listanum eru: Ríkarð Þórólfsson, verksmiðj u- stjóri. Sigríður Árnadóttir, frú. Lárus Haraldsson, pípulagninga- maður. Baldur Halldórsson, bóndi, Hlíð- ai’enda. Helga Jónsdóttir, frú. Bjarni Jóhannesson, skipstjóri. Gunnbjörn Arnljótsson, verka- maður. Skafti Áskelsson, framkvæmda- stjóri. Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirki. Björn Guðmundsson, lögreglu- þjónn. Arnþór Þorsteinsson, framkvm. stjóri. Ingólfur Kristinsson, sundlaug- arvörður. Hjörtur Gíslason, verkamaður. Erlingur Davíðsson, ritstjóri. Ármann Dalmannsson, skógar- vörður. Hallur Sigurbjörníson, skattstjóri Sigurður O. Björnsson, prent- smiðjustjóri. Ríkisstjórnin tók á móti gesturn í ráðherra- bústaðnum að venju um sl. áramót. Þar var ekki veitt vín að þessu sinni, en aðeins kaffi. Eru þetta góð tíðindi. Samkomuiag geri við sjómenn og úfgerðarmenn Róðrar lief jast því á eðlilegum tíma Eftirfarandi tilkynning birtist frá stjórnarvöldunum rétt fyrir áramótin: „Samkomulag hefur tekizt um rekstrargrundvöll bátaútvegsins fyrir árið 1958 milli fulltrúa ríkis stjórnarinnar annars vegar og samninganefndar Landssamb. ísl. útvegsmanna hins vegar. Þá hefur einnig verið gert sam komulag milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa sjó- manna innan Alþýðusambandsins um kjör sjómanna á bátaflotan- um á komandi vertíð. Ætti því bátaflotinn að geta hafið rekstur á eðlilegum tíma upp úr áramótunum. Nánar verður skýrt frá þessu samkomu- lagi síðar.“ Það er öllum fagnaðarefni að bátaflotinn þurfti ekki að stöðv- ast á nýbyrjuðu ári, eins og tíðk- aðist í tíð fyrrverandi ríkisstjórn ar um hver áramót öllum til hins mesta tjóns, svo skipti milljónatugum árlega. Sést enn þá einu sinni hvað heppilegt það er að vettvangur íhaldsins er ut- an ríkisstjórnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.