Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 4. janúar 1958 Margur hyggur auð í annars garði FIM M T U G U R r sí Ekki verður hjá því komist, málefnisins vegna, að gera nokkrar athugasemdir við síðari grein Jóns míns Ingimarssonar, þótt hann kalli hana lokasvar til mín. Mun eg, eins og fyrr, vera fáorður, þótt efni standi til að skrifa um þetta langt mál. Jón seoist ekki vilja karpa við mig um þessi mál, nó setja upp gerfi „æfðra og ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, er oft á tíð- 'um rangtúlki málin hver fyrir ö.ðrum. Ónotalega finnst mér Jón vera kominn nærri þessari aðferð, þegar hann heldur því enn fram og segir það: „samt sem áður satt, að reiknað sé frá af fram- leiðslu bóndans, til notkunar heima. En færir engin rök fyrir þessu. Skora eg á hann að birta rökin, svo að lesendur okkar viti hverju þeir eiga að trúa. í síðari grein sinni, virðist Jón vera horfinn frá þeirri villu, að kaup bóndans sé miðað við tekjur annarra vinn^ andi stétta, þar sc-m þær séu Jiæstar — skipstjórar meðtaldir, en ruglar því samt, að miðað er við Dagsbrúnarkaup, svo som er. Þá telur Jón, að eg muni ekki trúa því, að verzlunarálag á matvörur sé 30—35%, en fóður- vörum aðeins 20%. Hvaða gctsakir eru þeíta? Iiissa er cg á því, cf það þarf að útskýra þnð fyrir Jóni, að það er verulegur munur á því, að selja fóðurvörur í heilum sekkjum, borið úr vörugeymslu, eða flytja matvöru í búðirnnr, vigta þær sundur og sc-lja að mestu leyti í kílóatali í bréfpokum. Eða er þetta líkar skilningi Jóns ofvaxið? Jón telur mig stórbónda. Þá nafngift á eg nú því miður ekki. Vertu velkominn Jón að telja bústofninn. Munt þú þá komast að þeirri niðurstöðú, að eg hafi sem svarar einni kú fram yfir vísitölubústærð. í síðustu grein minni sagði eg: „Það er ekki aðcins hagur fram- leiðenda, heldur einnig neytenda, að búin stækki og framleiðslan aukizt. Það er blátt áfram frum- skilyrði til þess að framleiðslan verði ódýrari, lægra vöruverð •til neytenda.“ Það virðist vera þessi setning, sem gefur J. I, tilefni til að segja: „Ekki kæmi mér það á óvart, að Garðar breytti um skoðun og í stað þess að hvetja til stórauk- innar rnjólkurframleiðslu, undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, og tæki í þess stað upp bar- áttu fyrir skipulögðum fram- leiðsluhiíttum í ísl. lándbúnaði." Lesendur geta svo sjáifir dæmt um hvort eg hef hvatt til stór- aukinnar mjólkurframleiöslu. — Það er nú fleira framleiðsla en mjólk. Einnig vitnar Jón í ritgerð eftir Arnór Sigurjónsson í Árbók landbúnaðarins, gegn því sem hann telur að eg hafi sagt. Það eru góð tíöindi að Jón er farinn að lesa Árbók landbúnað- arins. Vil eg hvetja hann til að eignast það rit frá upphafi og lesa vel. Hefði hann gert það, mundu greinar hans hafa verið á annan veg. Það er nú svo hér sem víðar, að það þarf meir en að líta á yf- irborðið eitt, til þess að hlaða upp í rökstudda dórna og skilja samhengi rnála. Þegar betur er að gáð, ber ekki eins mikið í milli ummæla Arnórs og þess er eg sagði, og Jón vill vera láta. Það er varla von að Jón Ingi- marsson viti, að enn eru allt of margir ísl. bændur með o£ lítil bú til þess að gefa bændunum viðunandi tekjur. Árið 1954 hafði meir en helmingur allra bænda landsins minna bú en vísitölubú- ið. Vitanlega eru það lyrst og fiemst litlu búin, sem þurfa að stækka. Væntanlega erum við J. I. sammála um að það sé nauðsyn- legt, bæði fyrir neytendur og framleiðendur, að óvallt séu nægar landbúnaðarvörur til þess að fullnægja innlcndri markaðs- þörf. En það cru nú ckki nema tvö ár síðan að mjólk vantaði á Reykjavíkurmarkað vegna harð- æris á Suðurlandi. Þó að mjólk- urframleiðslan sé nú lítils háttar meiri en innlendur markaður þarfnast, er það ekki meir en það sem verður að vera í góðæri, -ef framleiðslan á að nægja þegar illa árar. Enn ber á það að líta, að þjóð-- inni fjölgar nú mjög ört. Lítur út fyrir að innan 10 óra verði mannfjöldi í landinu orðinn um 200.000, og þar sem mannfjölg- unin lendir væntanlega svo til öll í kaupstöðum og þorpum, vex mjög ört á næstu árum þörf fyr- ir landbúnaðarvörur. - Um kjötframleiðsluna segir Jón að hún hafi rúmlega tvöfald- ast frá 1952—1955. Kjötfram- leiðslan, sem hann nefnir fyrir árið 1955, á nú raunar við árið 1956, en rit- eða prentvilla getur valdið. Þessi aukning þarfnast þeirrar skýringar, að 1952 vorum við niðri í öldudal fjárskiptanna og sauðfjáreign landsmanna, það er nálægt því sem hún varð minnst. Vill svo Jón nota þessa aukningu til þess að afsanna þau ummæli mín, að framleiðslu- aukning verki til hækkaðs fram- leiðsluverðs og segir: „hefur þó kjötverð farið mjög hækkandi á sama tíma.“ Hefur Jón athugað, hvort kjötverð hefur hækkað meira á þessum tíma en fram- leiðslukostnaður og verkamanna- kaup? Jón segist benda á til „fróð- leiks“ fjái’festingu í sjávarútvegi og landbúnaði og að tölurnar þarfnist ekki skýringa, þær tali sínu máli. Ekki get eg verið því sammála. Eg tel einmitt að þær þarfnist skýringa. Ekki hef eg við hendina opin- berar heimildir um þessa fjár- festingu, en geri ráð fyrir að Jón hafi réttar tölur. Samanlögð fjárfesting, þau ór er Jón tilfærir, er 250.5 millj. sjávarútvegi, en 553.9 millj. í landbúnaði. Skal eg láta nægja að benda á tvö atriði er hafa þarf í hugá, ef á að bera þessar tölur saman. Uppbygging sjávarútvegsins liófst nokkrum óratugum fyrr en landbúnaðarins. Segja má að sjávarútvegurinn væri kominn á alltraustan grundvöll sem at- vinnuvegur áður en nokkrar verulegar framfarir urðu í land- búnaði. En eins og kunnugt er, er það aðallega á síðasta áratug, sem veruleg uppbygging hefur verið gerð í landbúnaðinum. Er því engin furða þótt meiri fjáirfesting sé síðustu árin í landbúnaði en sjávarútvegi. Til þess að geta stundað nú- tíma landbúnað, þarf að rækta landið. Það verk er ekki unnið fyrir hvert yfirstandandi ár, heldur fyrir langa framtíð. Krefst ræktunin bæði mikillar vinnu og fjármuna. Árlega er nú varið tugum milljóna til þess starfs. Öðru máli gegnir með sjávar- útveginn. Enn hefur Iiann engan slíkan kostnað, en stundar hreina rányrkju, sem því miður virðist nú vera farin að segja til sín í minnkandi afla. Ekki væri síður fróðlegt, ef Jón vildi benda á ríkisábyrgðir og bankalán til sjávarútvegs annars vegar og landbúnaðar hins vegar, síðustu árin. Garðar Halldórsson. - Fimm milljón dollara lán frá Bandaríkj. (Framhald af 1. síðu.) hærri fjárhæð erlendis til áður- nefndra framkvæmda en þessum 5 millj. dollurum. Hefur verið leitað eftir jafnvirði 7—8 miflj. dollara. Er von um, að áður en langt líður, fáist að láni í öðrum stað jafnvirði 2 millj. dollara eða svo. Þessar 5 millj. dollara og þótt meira fáist samkvæmt framan- sögðu, munu ganga til þess að greiða þegar áfallinn stofnkostn- að við sementsverksmiðjuna og raforkuáætlunina og til þess að mæta þegar veittum eða ákvörð- uðum lánum úr þeim 2 lánsstofn- unum, sem fé eiga að fá af lán- inu, Ræktunarsjóði og Fiskveiða- sjóði. Hefur sem sé enn sem fyrr orðið að tefla svo djarft um fram hald framkvæmda og lánveiting- ar að áfram hefui' verið haldið í trausti þess, að fjármagn fengist erlendis til viðbótar því, sem lagt er fram af heimafengnu fé. í sambandi við þessi mál er ekki úr vegi að rifja það upp, að nú á lVz ári hefui', að meðtöldu þessu láni, verið samið um er- lendar lántökur á vegum ríkisins og með ríkisábyrgð, sem munu nema um 386 millj. ísl. kr. Þar af eru um 94 millj. vegna flug- vélakaupa, 24 millj. vegna flök- unarv’éla, en 268 millj. eða nærri 270 millj. vegna Sogsvirkjunar- innar, Sementsverksmiðjunnar, raforkuáætlunar dreifbýlisins, Ræktunarsjóðs og Fiskveiða- sjóðs.“ Hinn 16. des. s.l átti Ingólfui' Sigurgeirsson bóndi og bókbind- ari í Vallholti, fimmtugsafmæli. Ingólfur er fæddur að Stafni í Reykjadal 16. des. 1907, sonur hjónanna Sigurgeirs Tómassonar og Kristínar Pétursdóttur, sem þar bjuggu langan aldur, og einn hinna kunnu Stafnsbræðra. Er sá bræðrarhópur nafnkenndur, vegna fjölhæfni, atorku og áhuga. Sigurgeir í Stafni er látinn fyrir allmörgum árum, en Kristín er háöldruð í skjóli sona sinna og tengdadætra í Stafni. Stafn er heiðajörð, harðbýl, en landrúm. Sauðland er þar gott, en engjar litlar. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum í Stafni. Ungur nam hann orgelleik hjá listakonunni og skáldinu, Guð- finna á Ilömrum. í Laugaskóla stundaði hann nám í tvo vetur. Þá nam hann og bókband. Ungur staðfesti hann ráð sitt og gekk að eiga Bjargey Arngrímsdóttur, skólasystur sína fi'á Laugum. — Fengu þau land undir bú í Stafni og reistu þar nýbýli örskotslengd utar og nefndu Vallholt. Hafa þau búið þar síðan. Stendur bær þeirra nú í stóru túni og ber hátt yfir víðáttumikil ræktar- lönd. Er Stafn lítt þekkjanlegur, þeim er þar voru kunnir fyrir 30 árum, með nýbýlum sínum, auk margbýlis í „gamla bænum“, sem ekki er lengur gamall, og ný- ræktinni, sem breiðir sig jafnt um lyngmóa, hálfdeigjur og mýr- ar. Er ræktun þeirra Stafns- bræðra víðfræg. Er Ingólfur hafði komið nýbýli sínu nokkuð áleiðis, tók hann að leggja alúð við handiðn sína, bókbandið, jafnframt búskapnum og án þess að bú hans gyldi þess. Hlaut hann meistararréttindi í þeirri grein og er viðurkenndur sem einn ágætasti bókbindari landsins. Hefur hann jafnan stundað það af miklu kappi á vetrum. Hefur það verið honum ærið átak, jafnframt því, að vera í beztu bænda röð. Þá hefur hann og tekið mikinn þátt í félags- störfum fyrir sveit sína, átt sæti í hreppsnefnd, skólanefnd, skatta nefnd og fl. Þá var hann félagi í karlakór sveitarinnar nokkur ár. Mjög erfitt var fyrir Stafnsbræð- ur að komast í sæmilegt vega- samband við sveitina og til mjög mikilla aðdrátta. Má segja, að nú fyrst sé sæmilegur vegur kominn heim að Stafni. Hefur sú vega- gerð mjög reynt á þrek og þolin- mæði þeirra Stafnsbræðra. Kona Ingólfs, Bjargey Arn- grímsdóttir, hefur staðið ótrauð við hlið manns síns og á sinn drjúga þátt í öllum hans athöfn- um. Iiún er mikilhæf og ágæt húsmóðir. Þau hjón eiga þrjá syni, Garðar, búsettan í Reykja- vík, Pétur, sem stundað hefui' at- vinnu utan heimilis, einkum við stórvirk jarðyrkjutæki, en er nú meir að styðja að búskapnum heima, og Ingólf, enn í æsku og heima. Þegar á það er litið, að Ingólf- ur Sigurgeirsson hefur ekki verið hraustur og sjaldan gengið hcill til skógar, er afrek hans þeim mun meira. Á hann mikinn heið- ur skilið, enda munu sveitungar hans og vinir hugsa til hans með þökk og virðingu á þessu merkis- afmæli. Er og alþjóð skuldug honum um þá sömu hluti. P. H. J. T e k j u r : Skattar af fasteignum .........................■...... kr. 1.770.000.09 Tekjur al fasteignum ................................... — 890.000.00 Vaxtatckjur ............................................ — 31.000.00 Ýmsar tekjur (áfengisvcrzl., ríkissjóðsstyrkir o. fl.) .... — 1.325.000.00 Útsvör, samkv. niðurjöfnun.............................. — 17.428.200.00 Samtals kr. 21.444.200.00 G j ö 1 d : Vextir og afborganir af föstum lánum ............... kr. 1.155,600.00 Stjórn kaupstaðarins .................................. — 900.000.00 Löggæzla .............................................. - 780.000.00 Heilbrigðismál ........................................ — 515.400.00 Vcgir og byggingar o. fl............................... — 2.795.700.00 Kostnaður við fasteignir............................... — 690,000.00 Fegrun bæjarins........................................ — 421.500.00 Eldvarnir ............................................. - 570.000.00 Lýðtrygging og lýðhjálp ............................... — 3.220.000.00 Framfærslumál ......................................... — 1.161.000.00 Menntámál ............................................. — 1.708.000.00 íþróttamál ............................................ _ 437.000.00 Eftirlaunasjóður ...................................... — 250.000.00 Til félagsstarfsemi (Leikfék, Lúðrasv., kórar, Pálmholt, skíðahótel o. fl.) ................................. _ 250.000.00 1 ’>yggingar 1 ánasjóður og verkamannabústaðir......... — 400.000.00i Til nýbygginga (gagnfræðask., barnaskóli, cllihcimili, skrifstofubygging)................................... — 500.000.00 Ýmis gjöid (til vélakaupa, strætisvagna, vinnumiðlun- arskrifstofn og óviss útgjöld) .....’................ — 780.000.00 Framlag lil framkvæmdasjóðs vegna Útg.fél. Ak........ — 4.000.000.00 Samtals kr. 21.444.200.00 Þannig er í stórum dráttum gengið frá fjárhagsáætlun fyrir nýbyrjað ár, en að sjálfsögðu getur hún tekið brcytingum, þar til hún verður endanlega samþykkt. Tii samanburðar við fyrra. ár er, að þá voru útsvörin kr. 16.163.800.00, og upphæðin til framkvæmdasjéiðs kr. 3.000.000.00. Niðurstöðutölur þá voru 19.1 millj. kr. Líklegt jiykir, að útsvarsstiginn þurfi ekki að hækka á þessu ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.