Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 7
Laugardagmi 4. janúar 1958 D A G U R 7 Frá bæjarráði í desember Afmælisfagnaður að Freyvangi r ' Arroðinn 50 ára en Arsól 40 ára Afmælishófið sóttu um 300 manns Ekki er það nýlunda að fjölmennt sé að hinu nýja félags- heimili að Freyvangi í Öngulsstaðahreppi síðan það tók til starfa. En 29. des. sl. var tveggja afmæla minnzt þar á verðug- an og myndarlegan hátt. Afmælisbörnin voru tvö ungmenna- félög sveitarinnar, Árroðinn, sem á hálfrar aldar sögu að baki og Ársól, sem er 10 árum yngri. Löggæzla: Fyrir lágu tvö bréf frá bæjar- fógeta Akureyrar, dags. 13. júní og 19. sept. síðastl. Er farið fram á að fjölgað verði lögregluþjón- um um einn eða tvo. Færir bæj- arfógeti þau rök fyrir þessari ósk, að lögr-egluliði hafi ekki ver- ið fjölgað síðastl. 7 ár, en á því tímabili hafi íbúafjöldi aukizt um rúmlega 1000, bifreiðum fjölgað um röskan fjórðung og fl. Þá telur bæjarfógeti, að samkv. lögum um lögreglumenn frá 1950 sé ætlazt til, að einn lög- regluþjónn komi á hverja 700 íbúa í bænum og ættu því hér að vera 11—12 lögreglumenn. — Lögreglumenn eru hér 10 og greiðir ríkissjóður laun tveggja. Bæjarráð hefur ekki séð sér fært að taka á áætlunarfrum- varpið fjárframlag til fjölgunar lögreglumönnum frá því sem nú er, en áætlar fyrir aukamönnum að sumrinu eins og verið hefur hin síðustu ár. Eldvarnir: Þegar Ásgeir Valdemarsson var ráðinn bæjarverkfræðingur var hann leystur frá þeirri skyldu slökkviliðsstjóra, að vera ávallt til taks í bænum, jafnt á frítímum sem öðrum tímum, ef ekki væri öruggt að varaslökkvi- liðsstjórinn væri viðbúinn áð mæta ef kalla þyrfti út til slökkvistarfa. Hefur Bragi Svan- laugsson annazt þessa kvöð und- anfarið, ásamt varaslökkviliðs- stjóra. Bæjarráð samþykkir að þessi skipan haldist og fái Bragi 500 króna mánaðarlaun án vísi- tölu. Þá upplýsti slökkviliðsstjóri, að allir fastir varðmenn á slökkvi stöðinni hefðu nú fengið heima- síma, enda oft hægt að spara þann kostnað, að kalla varalið út, ef strax er hægt að ná í varð- mann, sem ekki er á vakt. Bæj- arráð samþykkir að hálft afnota- gjald af heimasímum hinna föstu varðmanna verði framvegis greitt úr bæjarsjóði. Þar, sem ekki verður séð, að brunasíminn auki öryggi gegn brunatjónum, ákváðu slökkvi- liðsstjóri og bæjarráð að gera ráðstafanir til, að hann verði lagður niður, og þannig sparaður kostnaður af gæzlu hans og við- haldi. Bygging safnhúss. Tekin fyrir eftirfarandi tillaga Heiðursverðlaim Samvinnutryggingar hafa ný- lega veitt Eggert Olafssyni, vél- stjóra, Eyrarveg 4, Akureyri, heiðursverðlaun fyrir að koma með árvekni og snarræði í veg fyrir stórbruna í Skipasmíðastöð KEA. Verðlaunin voru skrautrit- að heiðursskjal og 5 þús. kr. í peningum. Verðlaun sem þessi eru veitt samkvæmt reglugerð um þau settri af stjórn 'Samvinnutrygg- inga, en til manna er sannanlega koma með snarræði og árvekni í veg fyrir mikil brunatjón á eign- um tryggðum hjá Samvinnutr. bæjarfulltrúa Steindórs Stein- dórssonar, en henni var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi 10. des. síðastl.: „Bæjarstjórn samþykkir að hefja á næsta ári undirbúning að byggingu safna- húss fyrir bæinn á líkan hátt og meðfylgjandi greinargerð gerir ráð fyrir. í því skyni verði 250.000.00 krónur teknar á fjár- hagsáætlun næsta árs. Jafn- framt kýs bæjarstjórn þriggja manna nefnd til þess að annast framkvæmdir og undirbúning og starfi nefndin í samráði við bæjarráð.“ Greinargerð: Akureyrarbær á nú tvö söfn, bókasafn og náttúrugripasafn. Þótt hið síðarnefnda sé að vísu lítið, þá er það engu að síður merkilegur vísir. Enn fremur hefur bærinn haft samvinnu við Eyjafjarðarýslu um að efna til byggðasafns og er þegar kominn nokkur vísir til þess safns. Þá á bærinn allmörg málverk, sem vel gætu verið byrjun á lista- safni. Eins og nú er ástatt, eru hús- næðismál safna þessara í öng- þveiti. Bókasafnið á að vísu all- gott húsnæði, en naumast líður á löngu áður en það vex upp úr þeim húsakynnum, sem einnig eru á ýmsa lund óhentug þótt vel megi við hlíta til bráðabirgða. Náttúrugripasafnið hefur hús- næði hjá bókasafninu, og hefur litla vaxtarmöguleika innan þeirra veggja, og það því heldur sem bókasafnið er ört vaxandi. Byggðasafnið er húsnæðislaust með öllu og er nú í bráðabirgða- geymslu, og engin leið til að opna það almenningi. Málverk þau, er bærinn á, eru geymd sumpart í Gagnfræðaskólanum og sum á skrifstofum bæjarins. Er slíkt vandræðalausn og að auki er nær ókleift að taka á móti farandsýn- ingum myndlistarmanna eða lista safns rikisins þar sem enginn er sýningarsalurinn til í bænum. Til þess að leysa vandamál þessara safna er undanfarandi tillaga borin fram. Hér er um að ræða svo mikið menningarmál, að ekki má öllu lengur dragast úr hömlu, að undirbúningsframkvæmdir hefjist. Á næsta ári mætti þegar hefja undirbúning, ákveða safn- inu stað, fá uppdrætti af húsi, sem þjónað gæti umræddum til- gangi, en væri jafnframt við það miðað, að hægt yrði að auka við það síðar meir eftir því sem þarfir safnanna ykjust. Lagt er til, að kosin verði sérstök bygg- inganefnd. Tel ég það heppilegra heldur en að bæjarráð eitt hafi framkvæmdir með höndum, því að það hefur í mörg horn önnur að líta. Æskilegt væri að fram- kvæmdum yrði hraðað svo, að séð yrði fyrir endann á bygging- unni á aldarafmæli bæjarins að fimm árum liðnum. Vegna fjárhagsörðugleika bæj- arins hefur meirihluti bæjarráðs ekki séð sér fært að taka á fjár- hagsáætlun næsta árs framlag til byggingar safnhúss. Veizlustjóri var Árni Jóhann- esson hreppstjóri á Þverá. Bauð hann eldri félaga, gesti og aðra viðstadda velkomna með ræðu og minnti á, að í sveitinni væru öll skilyrði til þess að ungmennafé- lögin sameinuðust, svo að þau yrðu færari til að inna af hönd- um ræktun lands og lýðs sam- kvæmt hinu gamla og nýja boð- orði ungmennafélaganna. Tryggvi Sigmundsson bóndi að Ytra-Hóli rakti sögu Árroðans og gat þess meðal annars að fyrstu lög félagsins hefðu bann- að konum inngöngu í félágið, en fljótlega hefði því ákvæði verið breytt. Aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Árni Jóhannesson, Þverá. Hið nýstofnaða félag var litið misjöfnu auga af eldri mönn um, vegna sumra tiltekta hinna ungu. íslenzka glíman var eitt af áhugamálum ungmennafélag- anna. Þeir vildu fá þinghúsið til afnota við glímuæfingar. En hin- ir. eldri og gætnari bændur í hreppsnefndinni töldu glímuna fremur til skemmda á mönnum og húsum og synjuðu beiðninni lengi vel. Árroðinn gaf út hand- skrifað blað, hafði málfundi og gekkst fyrir skemmtisamkomum, stofnaði aurasjóð til að auka sparnað, hóf sundstarfsemi um 1910 og hreyfði á þeim tíma líka skógræktarmálum. Til dæmis um erfiðleikana, sagði ræðumaður frá því, viðkomandi skógrækt- inni, að félagið hefði sótt um leyfi til stjórnarráðsins um að hefja skógrækt á einni þjóðjörð- inni í sveitinni. Með umsókninni fylgdi góðfúslegt leyfi ábúand- ans. En yfirvöldin synjuðu. En Einar Árnason á Eyrarlandi gaf þá félaginu gott land til þessa, og þar er nú mjög fagur staður. — Birkifræ frá þessum skógarreit festa rætur þúsundum saman norðan við trjáreitinn, svo að þar þarf ekki annað en grisja og girða fyrir nýskóginn. Ung- mennafélög sveitarinnar byggðu sundlaug' að Syðra-Laugalandi og höfðu þar sundnámskeið frá 1922. Árið 1947 hófu ungmenna- r - Utvarpsræða Herm. Jónassonar (Framhald af 5. síðu.) lifa og starfa og eiga að njóta gæða þess og árangurs vinnu sinnar. Ég veit, að gæfa þjóðarinnar er mjóg undir því komin, að hún skilji viðl'angsefni sín á hverjum tíma og eigi andlegt þrek til að viðurkenna staðreyndir, hvort sem það er ljúft eða leitt. Að lokum óska ég öllum lslend- ingum, nær og fjær, árs og lriðar. félög sveitarinnar ráðagerð um leikvallargerð. Leikvangur þessi er kominn vel á veg með sameig- legu átaki ungmennafélaganna og hreppsins. Var honum valinn staður að Syðra-Laugalandi, skammt frá sundlauginni og fé- lagsheimilinu Freyvangi. Jónas Halldórsson bóndi að Rifkelsstöðum rakti sögu Ársól- ar, hins fertuga félags, sem stofn- að var á harðindatímum, svo að segja undir eldgosum og ösku- falli, hinum mestu frosthörkum aldarinnar, ægilegri farsótt, sem lagði mörg heimili landsmanna í rúst, en jafnframt við sögulegan sigur í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Bolli Sigtryggsson á Stóra- hamri hafði forgöngu um félags- stofnunina og var félagi til dauða dags. Ræðumaður lýsti því með glöggum dæmum, hvernig hið nýja félag hefði glætt vonir og samtakamátt unga fólksins og drap síðan á nokkra þýðingar- mestu þættina í starfi félagsins. Svo sem að líkum lætur voru áhugamálin svipuð og hjá grann- félaginu í sömu sveit, enda bæði félögin stofnuð á sama grunni, þar sem hugsjónir voru hið berandi afl í öllu starfi, en fjármunir af skornum skammti. Bæði ungmennafélögin eignuð- ust hús fyrir starfsemi sína. Þau voru ófullkomin um flest og svöruðu kröfum breyttra tíma æ verr, sem lengur leið. En nú hafa orðð þáttaskil. Hreppurinn hafði forgöngu um byggingu hins glæsilega félagsheimilis, en ung- mennafélögin, fleiri félagasamtök og einstaklingar tóku höndum saman um byggingu Freyvangs. Hin mikla, félagslega orka féll í sama farveg og húsnæðismál hreppsins til félagsstarfa var leyst með myndarbrag og vænt- anlega fyrir langa framtíð. '—s í afmælishófinu að Freyvangi lék Hörður Kristinsson frá Arn- arhóli einleik á píanó, Jóhann Konráðsson söng einsöng með undirleik Áskels Jónssonar, séra Benjamín Kristjánsson sóknar- prestur flutti ferðaþátt úr Ev- rópuför, sungnar voru gamanvís- ur og leiknir skemmtiþættir, Baldur Eiríksson gjaldkeri flutti kvæði og Jón Bjarnarson bóndi í Garðsvík kvæði og skrýtlur. — Félögunum bárust mörg heilla- skeyti og gjafir. Dans var að síð- ustu stiginn lengi nætur og skemmtu menn sér hið bezta. Formaður Ársólar er Guðm. Sigurgeirss. bóndi í Klauf, en for maður Árroðans er Sigurgeir Garðarsson bóndi að Staðarhóli. UR BÆ OG BYGGD □ Kún .5958167 — 1.: H. & V.: Kirkjan. Messað á morgun í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. — K. R. Jóla- og nýárstónleikar Lúðra sveitar Akureyrar verða í Akur- e.vrarkirkju sunnudagskvöldið 5. janúar kl. 9. Aðgangur ókeypis. Jólatrésfagnað halda verkalýðs félögin í Alþýðuhúsinu 5. jan. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Frá Kristniboðshúsinu Zíon: Samkoma á sunnudaginn kemur kl. 8.30. Björgvin Jörgensson stjórnar. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðs; Gunnar Hlíðar látinn. Gunnar Hlíðar símastjóri í Borgarnesi andaðist 22. des. sl. Er hann öll- um harmdauði er til hans þekktu. Bæjarfógeti hefur beðið blaðið að geta þess, að í ráði sé að halda námskeið fyrir lögreglumenn í kaupstöðum, í Reykjavík í vetur og hefst það 15.—20. janúar n. k. Nánari upplýsingar um þetta geta menn fengið hjá bæjarfógeta og yfirlögregluþjóni hér. Áheit á Akureyrarkirkju frá N. N. kr. 500.00 og frá Þ. S. kr. 500.00. — Kærar þakkir. — S. Á. Hjónaefni. Á gamlaárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú María Jóhannsdóttir, starfsstúlka í Efnagerðinni Flóru, og Þórir Magnússon frá Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristjana Björg Pétursdóttir, Vallholtsg. 9, Húsavík, og Jón Ingvi Sveinsson, Uppsölum, Glerárþorpi. Iljúskapur. Sunnudaginn 22. des. sl. voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Björg Þórðardóttir og' Kristján Kristjánsson prentari í P.O.B. Heimili ungu hjónanna er að Löngumýri 14. Hjúskapur. 29. des. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Sveinsdóttir, afgreiðslu- mær, og Kristján Oðinn Þór Valdemarsson iðnnemi í P.O.B. Heimili ungu hjónanna er í Fróðasundi 11. Brúðkaup: Þann 22. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Friði'ika Fi'iði'iksdóttir og Svavar Konráðsson, bifreiðai'stj., Gránufélagsgötu 41. — Þann 24. des. ungfrú Auður Vox'dís Jóns- dóttir og Guðmundur Bjai-ni Guðmundsson, loftskeytamaður. Heimili Blönduhlíð 16, Reykja- vík. — Sama dag ungfrú Margrét Ákadóttir og Jóhann Lárus Jón- asson, stud. med. Heimili Hafn- ai'stræti 71. — Þann 25. des. ung- fi'ú Ei'la Traustadóttir og Eðvald Eyfjöx'ð Friði'iksson, iðnvei'ka- maðux'. Heimili Baldursheimur, Glerárþorpi. — Þann 26. des. ungfrú Kai-lólína Sveinsdóttir og Árni Aðalsteinn Sveinsson Bjarm an, bifvélavii'ki. Heimili Hamars- stígur 2. — Þann 28. des. ung- frú Sigurlaug Helgadóttir og Ragnar Ásgeir Ragnarsson fram- reiðslumaðui'. Heimili Leifsgata 22, Reykjavík. — Þann 31. des. ungfrú Jakobína Anna Gunnars- dóttir og Vilhelm Karl Jensen, prentari. Heimili Hrafnagilsstr. 19. — Þann 1. janúar ungfrú Þóra Soffía Ólafsdóttir og Gunn- ar Héðinn Stefánsson, flugum- ferðastjóri. Heimili Sigtxxn 53, Reykjavík. — Flestar hjónavígsl- urnar fóru fram í Akui'eyrar- kirkju. Hjúskapur. Sunnudaginn 22. desember sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Laugalandsprestakalli ungfrú Sigríður Ái-nadóttir frá Finns- stöðum í Suður-Múlasýslu og Jóhann Helgason, ski'ifstofumað- ui' á Akui’eyi'i (fi-á Þórustöðum í Kaupangssveit).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.