Dagur


Dagur - 08.01.1958, Qupperneq 1

Dagur - 08.01.1958, Qupperneq 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 15. janúar. XXXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. janúar 1958 2. tbl. Frá skautasvæðinu í Lillehammer í Noregi. — Hér æfa 5 skautamenn frá Akureyri af kappi. Auknar bætur til sjómanna og útvegs- manna áætlaðar um 15 milljónir króna Helztu atriði samkomulags ríkisstjórnarinnar við bátasjómenn og útvegsmenn Meginbreytingar þser, sem gerðar hafa verið á kjarasamn- ingum sjómanna, eru þær, að kjör bátasjómanna hafa verið bætt talsvert, og er áætlað að kjarabótin nemi rúmum 10% á launum þeirra. Helztu atriðin eru þessi: 1. Fiskverð, sem laun sjó- manna eru miðuð við, hækk ar úr kr. 1.38 kg. miðað við slægðan þorsk, í kr. 1.48 kg. Verð annarra fisktcgunda hækkar tilsvarandi. 2. Lágmarkskauptrygging hækkar úr kr. 2145 (grunn- frygging) á mánuði í kr. 2530. Kauptrygging þessi er miðuð við vetrarvertíðar- tímabilið frá 1. janúar til 15. maí. 3. Heimilt er að skipta trygg- ingatímabilinu þannig, að sér trygging gildi fyrir línu- útgerð og önnur fyrir neta- útgerð. 4. Þá er samið um allverulcga aukningu skattfríðinda fyrir alla fiskimenn. Bátaútgerðin. í samningum um rekstrar- grundvöll bátaútgerðarinnar er gert ráð fyrir litlum breytingum frá því, sem verið hefur á þessu ári. Aðalbreytingin er sú, að út- gerðin fær bætur sem nema launahækkun skipshafnar. Þannig reiknað, jafngildir 10 aura fiskverðshækkun til sjó- manna 6 aura almennri hækk- un á fiskverði til báta, og hækkar því verð það á fiskin- um, seni fiskkaupandi greiðir bátunuin, úr kr. 1.15 í kr. 1.21. Þá eru gerðar nokkrar smærii formbreytingar á stuðningi við útgerðina frá því, sem verið hef- ur, og bætur auknar vegna minni afla. Þá er bátaútvegsmönnum heit- ið ýmsum fríðindum og fyrir- greiðslu, eins og verið hefur, og nokkrum nýjum atriðum bætt við. Veigamest er það, að afborg- unum af stofnlánum báta er frestað um eitt ár. Hlutatryggingasjóður verður og einnig látinn ná til síldveiða með reknet, og í því sambandi athugað um bætur til þeirra, sem verst hafa farið út úr þeim veið- um á þessu ári. Samningar við yfirmenn. Þá hafa og, fyrir milligöngu fulltrúa ríkisstjórnarinnar tekizt samningar við yfirmenn á fiski- bátunum um launakjör þeirra, en félög skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra innan farmannasam- bandsins höfðu sagt upp samn- ingum við Landssamband ísl. út- vegsmanna. Samningar hafa einnig verið gerðir við fulltrúa togarasjó- manna um kjör á togaraflotan- um, en ekki er að fullu lokið samningum um rekstur togar- anna, og einnig standa yfir samn- ingar við fiskkaupendur. Lagt er þó allt kapp á, að þessum sarnn- ingum verði einnig lokið sem fyrst. Gjaldaaukning Útflutningssjóðs 15 milljónir kr. Áætlað hefur verið, að gjalda aukning Útflutningssjóðs vegna samninganna við sjómenn verði 10—11 millj. kr. og vegna bátaútgerðarinnar sjálfrar 4— 5 millj. kr., og stafar þessi hækkun bóta fyrst og fremst af aflabresti á þessu ári. Vegna verðlagsbreytinga og þróunar verðlagsmála, er neksturs- grundvöllur bátaútgerðarinnar nú eins góður að minnsta kosti og var fyrir ári, miðað við sama aflamagn og þá var gert ráð fyrir. Ríkisstjórnin hefur lagt á það megináhcrzlu að ljúka þessum samningum fyrir ára- mótin, svo að vertíð geti hafizt þegar með eðlilegum hætti. — Og er vertíð þegar hafin sums staðar á landinu, eða í þann veginn að hefjast. Kosningaundirbúningurinn hafinn Næsti fundur Bændaklúbbsins verður mánudaginn 13. jan- úar á venjulegum stað og tíma. Umræðuefni: Fram- tíðarhorfur landbúnaðarins. Framsöguerindi flytur Árni G. Eylands stjórnarráðs- fulltrúi. Einn listi á Dalvík Aðeins einn listi kom fram til hreppsnefndarkosninga A Dalvík. Er hann stúddur af fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum. Fimm efstu menn listans eru: Valdemar Óskarsson, sveitarstj. Jón Jónsson, bóndi, Böggisst. Kristinn jóhsson, oddviti. Stgr. Þorsteinsson, kennari. Valdem. Sigtryggsson, verkam. Stjórnmálaflokkarnir hafa nú lagt fram framboSslista sína fyrir bæjarst jórnarkosningarnar, sem í liönd fara. Þjóðvarnarflokkurinn, sem við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar hlaut einn mann, býður ekki fram að þessu sinni. Framsóknarmenn á Akureyri eru svo heppnir að hafa valinn mann í hverju rúmi í efstu sætum fram- boðslista síns. Þarf ekki að kynna þá sérstaklega að öðru leyti en því, sem þeir gera væntanlega sjálfir í næstu tiilublöðum Dags. Uppstillingarnefnd sú, sem kosin var til að gera tillögur um manna- val og niðurröðun á listanum, varð sammála. Frahaboðslistinn var síðan samþykktur alveg einróma á full- trúaráðsfundi og síðar á flokksfundi Framsóknarmanna og lýst við hann fyllsta stuðningi allra viðstaddra fundarmanna. Er Jrað Framsóknarmönnum mik- ill styrkur að ganga einhuga til kosriingaundirbúningsins og síðan til sjálfra kosninganna 26. janúar. Kosningaundirbúningurinn er nú hafinn af fullum krafti. Skrifstofa flokksins er á sama stað og áður (á Hótei Goðafoss) og er þess vænzt, að stuðningsmcnn Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnarkpsning- arnar hafi sem nánast samband við skrifstofuna og erindreka flokksins, Ingvar Gíslason. Þá vill blaðið einnig minna á, að því ertt kærkomnar upplýsingar og ábendingar frá stuðningsmönn- um lista Framsóknarmanna. Lítillega var rætt um það í upp- hafi kosningaundirbúningsins, að vinstri flokkarnir hefðu sameigin- legan framboðslista. Þetta náði þó ekki fram að ganga, en meðal Fram- sóknar-, Alþýðuflokks- og Alþýðu- bandalagsmanna er mikill áhugi fyrir náinni samvinnu um bæjar- málin að kosningunum loknum. Hveragerði - heilsulindabær? í sumar komu hingað nokkrir þýzkir vísindamenn til að rann- saka hverasvæði með tilliti til lækninga. Var það Elli- og hjúkr unarheimilið Grund, sem gekkst fyrir komu þeirra. Niðurstöður rannsóknanna liggja nú fyrir að nokkru og nokkrar tillögur þess- ara vísindamanna. Eru þær að mestu miðaðai' við Hveragerði, sem þeir telja einkar hentugan stað til lækninga og til að stofn- setja á heilsuhæli við hinar heitu uppsprettur. Meðal annars, sem Þjóðverjarnir leggja áherzlu á er þetta: 1) Lagasetningu um notkun jarðhitans (Ath.: Stjórnarfrum- varp um það mál liggur fyrir Al- þingi.), 2) takmai'kanir og sparn- að í hagnýtingu jarðhita, 3) að umhverfi hversins Grýtu verði varðveitt óbreytt, en þann hver telui' prófessorinn einn merki- legastan í Evrópu, 4) hreinsað verði til á öllu hverasvæðinu, 5) Fundur Framsóknarmanna Næsta miðvikudag heldur Framsóknarfélagið á Akureyri fund um bæjarmál og kosningarnar. Hefst hann kl. 8.30 að Hótel KEA. Þrír efstu menn á lista flokksins: Jakob Frímannsson, kaupfélags- stjóri. Guðmundur Guðlaugsson, forstjóri, og Stefán Reykjalín, byggingameistari, hafa framsögu. Ennfremur ræðir Ásgeir Valde- marsson, bæjarverkfæðingur, um skipulagsmál bæjarins o. fl. — Frjálsar umræður verða á eftir. — Eru Framsóknarmenn og allir stuðningsmenn þeirra við næstu bæjarstjórnarkosningar velkomnir og hvattir til að mæta. —- Fundurinn verður auglýstur nánar síðar.. þess gætt að fleygja ekki rusli í hverina og þrifnaðar gætt á þeim slóðum, 6) gert verði nákvæmt kort af öllu hverasvæðinu og efnarannsóknir. Að lokum telur hann öll skilyrði vera í Hvera- gerði til að fá mikið, heilnæmt vatn úr jörðu. — Prófessor dr. Kampe, sem er sérfræðingur í jarðborunum eftir heitu vatni og heimsfrægur verkfræðingur, seg- ir m. a. að ákveða þurfi, hver hafi forystu um framkvæmdir og hver fái leyfi til þeirra og hve- nær. Gera þurfi skipulagsupp- arætti af leiðslum, vegum, bygg- ingum og skrúðgörðum o. s. frv., enda óhugsandi að reka heilsu- hæli án skrúðgarða. Gera skuli fyrirfram rannsóknir, athuganir og áætlanir en ekki rasa um ráð fram að vanhugsuðu máli. — Prófessor dr. Ott, Bad Neuheim, færasti gigtarsérfræðingur Evr- ópu, telur í Hveragerði vera öll nauðsynleg skilyrði fyrir heilsu- lindarhæli, sérstaklega frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði með til— liti til gigtarlækninga og endur- þjálfunar (eftir lömun, slag o .s. frv.). — Fjórði prófessoi'inn, di’. Thauer, Bad Neuheim, ritar einnig um þessi mál. — Telja þeir allir, að skilyrði frá náttúr- unnar hendi séu ákjósanleg til að koma á fót heilsugæzlustöð í Hveragerði. Líklegt er að fleiri staðir á landinu séu vel fallnir til lækn- inga, svo sem Námaskarð í Mý- vatnssveit o. fl. B-LISTINN er l.isti Framsóknarfiokksins KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARMANNA er í Hafnarstræti 95 (Hótel Goða- foss), opin kl. 10—10. SÍMI 1443. MUNIÐ, að utankjörfundaratkvæðagreiðsln er hafin. — Kosið er hjá sýslumönnum, bæjarfógetum (borgarfógeta í Rvík), og hreppstjórum. B-listinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.