Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 08.01.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 8. janúar 1958 D A G U R 5 ía mál Álþingis var fjárlögin en mesfa hifamálið kosningalögin Viðtal við Bernharð Stefánsson alþingismann Blaðið náði nýlega tali af Bernharði Stefánssvni alþingis- manni og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann góð- fúslega svaraði á eftirfarandi hátt: Hvað er helzt að frétta af þing- störfum til þessa? Til þessa hefur þingið virzt fremur athafnalítið. Það hefur ekki afgreitt mörg mál og jafn- vel rætt færri mál en oft áður. Er þó langt frá því að þingmenn að minnsta kosti sumir þeirra, hafi verið aðgerðarlitlir. En þing störfin eru að breytast og hefur sú þróun verið í mörg ár. Þegar ríkisstjórn er studd af fleiri en einum flokki, þarf sífellt samn- ingastapp um málin. Frumkvæði um löggjöf hefur meira og meira færzt úr höndum einstakra þing- manna í flokkana. Vinna þing- manna er því orðin mest í flokk- unum og í nefndum þingsins. Stuðningsmenn stjórnarinnar flytja orðið tæplega nokkurt frumvarp og stjórnarandstaðan fá, heldur beita þingmenn áhrif- um sínum hver í sínum flokki til að koma málum sínum fram og í nefndum. Deildarfundir voru því oft stuttir og fá mál á dag- skrá en flokksfundir og samn- ingafundir trúnaðarmanna stjórn málaflokkanna því fleiri. Fundir í sameinuðu þingi voru aftur á móti alllangir sumir og þar oft mörg mál á dagskrá. En þar voru eingöngu ræddar þingsályktun- artillögur — þar til fjárlögin komu til umræðu — sem þing- menn bera fram til að vekja at- hygli á ýmsum málum, í stað þess að flytja lagafrumvörp þó þingsályktunin hafi ekki gildi nema sem viljayfirlýsing. En eg efast um að þessi þróun sé æski- leg. En hún hófst fyrir áratugum og hefur meira og meira færzt í þetta horf á síðari árum. Hvert var merkasta mál þings- ins? Auðvitað fjárlögin. Fjárlaga- frumvarpið, eins og það var lagt fyrir, var með verulegum greiðsluhalla, sem stafar af síauk inni hjálp, sem atvinnuvegirnir krefjast og sennilega þarfnast meðan núverandi efnahagskerfi helzt. Það fór þó svo að fjárlög- in voru afgreidd greiðsluhalla- laus. En það náðist með því að taka út úr frumvarpinu háa upp- hæð til dýrtíðarráðstafana. Munu styrkir til framleiðslunnar verða greiddir af fé því sem veitt var af fjárlögum, fyrstu mánuði árs- ins. En framhaldsþingsins bíður það verkefni, að ráða fram úr efnahagsmálunum í heild. Er nefnd hagfræðinga og fulltrúa stjórnarflokkanna og aðal vinnu- stéttanna starfandi til að rann- saka þessi mál. Vonast er eftir áliti hennar á framhaldsþinginu. Þótti ekki rétt að hefja þingstörf að nýju fyrr en hægt var að gera sér von um niðurstöður nefndar- innar. Hverjar eru helztar fréttir af þeim málum er mest varða hér- aðið? Fjárveitingar til héraðsins eru svipaðar og fyrra ár og ekki hækkaðar til muna vegna þröngs fjárhags. En til helztu verklegra framkvæmda í Eyjafirði var þetta veitt: Bcrnharð Stefánsson. Til Múlavegar 200 þús., Ólafs- fjarðarvegar 85 þús., Ólafsfjarð- arv. eystri 40 þús., Hrísavegar 40 þús., Hörgárdatsvegar ytri 100 þús., Hörgárdalsvegar innri 35 þús., Vatnsendavegar 100 þús., Djúpadalsvegar 30 þús., til brúar á Eyjafjarðará fram 200 þús. — Fjárlagalið 1500 þús., sem áð- ur hefur verið ætlaður til endur- bygginga gamalla .stórbrúa var breytt þannig, að fjárveitingin er nú til gamalla brúa og hef eg von um að Þverá hjá Munkaþverá verði endurbyggð á þessu ári af þeirri fjárveitingu. En þetta heyr ir þó undir vegamálastjórnina en Alþingi ákveður ekki um ein- stakar framkvæmdii' í því efni. Til hafnarmannvirkja í héraðinu var veitt: Til Dalvíkur 125 þús., Grímseyjar 50 þús., Hauganess 200 þús., Hríseyjar 75 þús., Ólafs- fjarðar 125 þús. og til hafnarmála á Akureyri voru veittar 350 þús. Auk þess voru veittar nokkrar upphæðir til menningarmála í héraðinu. í þessu sambandi má geta þess að fyrir þinginu liggja ýmsar tillögur um breytingar á vegalögum, meðal annars bar ég, ásamt Friðjóni Skarpliéðinssyni, fram nokkrar tillögur. Til dæmis um að lengja Svarfaðardalsveg og taka upp þjóðveg inn í Skíða- dal, gera veginn um Dagverðar- eyri um Skipalón og Hlaðir með álmu að Skjaldarvík að þjóðvegi, lengja Vatnsendaveg að Tjörn- um o. s. frv. Vegalagatillögurnar eru ekki útræddar enn og óvíst að þetta þing samþykki nokkrar breyt- ingar. Þykir mörgum hyggilegra að fela vegamálastjóra að endur- skoða öll vegalögin í heild og fresta málinu. Hvcrt var mesta hitamálið á Alþingi? Tvímælalaust kosningalaga- breytingin. Og fæ eg þó vart skilið þær æsingar, því ekki sé eg að lögin gangi á réttindi manna og auðvitað ganga þau jafnt yfir alla flokka. Þessi nýju kosningalög koma til fram- kvæmda við bæjarstjórnarkosn- ingarnar síðar í þessum mánuði. Mjög var fárast yfir því af stjórn arandstöðunni að loka skildi kjörstað kl. 23, en þeir þó fá að kjósa, sem þá eru komnir á kjörstað. Eg sé ekki að þetta geri neina breytingu frá núgildandi lögum hefði þeim verið fram- fylgt, því samkvæmt þeim átti kosningu að vera lokið klukkan 24 þó það ákvæði hafi verið marg brotið bæði í Reykjavík og víðar. En samkvæmt nýju lögunum, munu þeir, sem komnir eru á kjörstað kl. 23 verða að kjósa á 24. tímanum. Vei'ndun borgar- anna á kjörstað, samkvæmt hin- um nýju lögum er auðvitað alveg í anda fyrri kosningalaga og sam kvæmt tilgangi þeirra. Hvernig fór um brennivíns- málið svokallaða? Brennivínsmálið var ekki ann- að en það, að fram kom þings- ályktunartillaga frá þrem þing- mönnum um að banna vínveit- ingar á kostnað ríkisins (í veizl- um). Málið er ekki útrætt en hefur þó verið rætt á þremur fundum í sameinuðu Alþingi og einn fundurinn fór algerlega til umræðna um það. Um þetta mál urðu fjörugar umræður í þing- inu, sem ýmsum þóttu skemmti- legar og var margt á áheyrenda- pöllum. Þú munt hafa tekið þátt í þess- um umræðum? Já, segir Bernharð og brosti við, eg tók þátt í þeim. f fyrstu lagði eg tii að málinu væri vísað til annarrar nefndar, heldur en flutningsmenn lögðu til. Enn fremur upplýsti eg að þjóðhöfð- ingjar þeir, sem skuldbinda sig til að veita ekki vín í veizlum sínum, væru fleiri en þeir tveir, sem flutningsmaður nefndi í framsöguræðu, meðal annars ýmsir þjóðhöfðingjar Múhameðs- trúarmanna. En þeim væri bann- að í Kóraninum að neyta víns. Þetta tóku flutningsmenn tillög- unnar óstinnt upp, einkum einn þeirra. Þótti mér hann ekki fara rétt með orð mín og spunnust af því nokkrar viðræður. Taldi eg þetta hégómamál, sem ekki mundi hafa nein veruleg áhrif á drykkjuskapinn í landinu og nær væri fyrir þessa menn að beita sér fyrir algeru áfengisbanni. Jón Pálmason bar fram breyting- Verðlagning landbúnaðarvara Garðar Halldórsson, bóndi að Rifkclsstöðum, hcfur vinsamlega orðið við þeirri ósk blaðsins að skrifa nokkra þætti um verðlags- mál landbúnaðarins. Skrif þeirra Jóns Ingimarssonar hafa vakið áhuga margra um almenna fræðsla á þessum málum, en um þau er Garðar Halldórsson manna kunnugastur. Um leið og hann kveður sér hljóðs vill blað- ið eindregið hvetja lesendur til að fylgjast með þessum greina- flokki og kynna sér verðlagsmál- in sem bezt, því að vissulega koma þau öllum við og ckki vanzalaust að kunna ekki á þeim nokkur skil. I. LÖG um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu Iandbúnaðarafurða o. fl. Lög þessi eru frá ái'inu 1947, með breytingu 1956, aðallega um sölu matjurta og gróðurhúsa- framleiðslu. Svo sem fyrirsögn laganna bendir til, byggjast verðlagsmál landbúnaðarins á þeim, og þar sem þau mál eru löngum um- deild, þykir rétt að rifja upp nokkur helztu atriði þeirra. Svokallað framleiðsluráð land- mbúnaðarins hefur á hendi aðal- framkvæmd laganna og er það þannig skipað: Fimm menn eru kosnir af aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, einn frá þeirri deild SÍS, er fer með sölu land- búnaðarafurða, einn frá Mjólk- artillögu þess efnis, að hafa veizlur færri en verið hefði. Taldi hann einkennilegt að svo virtist sem flutningsmenn þessar- ar tillögu vildu láta halda veizl- ur „en bara ekki hafa neinn veizlukost“. Fjöldi áskorana hef- ur borizt Alþingi, um að sam- þykkja þessa tillögu. En ekki hygg eg að allir þeir, sem áskor- anirnar hafa sent, hafi gert sér grein fyrir, hvað hér er um lítið að ræða. Hvernig gengur samstarf stjómarflokkanna? Vel til þessa. En á hana reynir fyi'st fyrir alvöru á framhalds- þinginu þegar ráða þarf fram úr efnahagsmálunum. En vonandi tekst að leysa þau mál með sam- komulagi á varanlegan hátt. Hvað finnst þér um stjórnar- andstöðuna? Mér finnst hún ekkert sérstak- lega hörð en ófrjó og ábyrgðar- lítil, eins og oft vill brenna við um þá flokka, sem eru í stjórn- arandstöðu. Hækkunartillögur þeirra við útgjaldahlið fjárlag- anna eru dæmi um þetta. Hins vegar hefur ekki bólað á neinum tillögum frá þeim, um það, hvern ig fjár yrði aflað né önnur stærri vandamál leyst.“ Blaðið þakkar alþingismann- inum fyrir viðtalið og tekur und- ir vonir hans um að vandamál efnahagsmálanna verði leyst á viðunandi hátt á framhaldsþing- inu síðar í vetur. ursamsölunni í Reyjavík, einn frá mjólkurbúunum utan sölusvæðis Rvíkur og Hafnarfjarðar og einn frá Sláturfélagi Suðurlands. Alls 9 menn, allir kosnir til 2ja ára í senn og samtímis. Framleiðsluráð kýs úr sínum GARÐAR HALLDÓRSSON. hópi 3 menn í framkvæmdanefnd til ákvarðana og afgreiðslu mála milli funda Framleiðsluráðs. — Einnig ræður Framleiðsluráð framkvæmdastjóra til þess að annast dagleg störf. Aðalverkefni Framleiðsluráðs eru: 1. Að fylgjast með framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðar- vara. 2. Að stuðla að eflingu landbún- aðarframleiðslunnar í samstarfi við Búnaðarfélag íslands, svo að hún fullnæig, eftir því sem kostur er á, þörfum þjóðarinn- ar. 3. Að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð varanna. 4. Að vinna að aukinni hagnýt- ingu markaða fyrir þessar vör- ur, utan lands og innan. 5. Að vinna að því að beina fram- leiðslu landbúnaðarins að þeim framleiðslugreinum, sem land- búnaðinum eru hagfelldastar og samrýmast bezt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. 6. Að ákveða verðmiðlun á kinda kjöti, mjólk og mjólkurvörum samkv. fyrirmælum laga þess- ara. 7. Að ákveða mjólkursölusvæði samkv. lögum þessum. 8. Að verðskrá landbúnaðarvörur í samræmi við vísitölu Hag- stofunnar. — G. H. (Framhald.) Vöruskemmdir af særoki Síðastliðinn laugardag gerði hér suðaustanrok. Hekla lá við Torfunefsbryggju og var verið að skipa upp úr henni ýmsum vörum, þar á meðal sykri og' ann arri sekkjavöru, þegar skyndi- lega hvessti á tólfta tímanum. Gekk særokið yfir bryggjuna alla og norður yfir skip og báta í dokkinni. Hekla leysti þá land- festar í skyndi til að forða skemmdum. Lá hún svo á Poll- inum þar til vcðrið gekk niður síðari hluta dags. — Nokkrar skemmdir urðu á vörum á hafn- argarðinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.